Morgunblaðið - 02.10.1930, Page 2

Morgunblaðið - 02.10.1930, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Kerti Beacon Hollandia Blne Cross Best og ódýrnst. nvkomnar vörur. Karlmannaföt, fjölbreyttara úrval, en nokkru sinni fyr. Fermingarföt, tvær teg., úr góðu efni en ócTýr. t Unglingaföt, Drengjaföt, FATNAÐUR okkar er viðurkendur fyrir fal- leg efni, gott snið, og reynslan hefir sýnt, að hvergi er betra að kaupa föt en í Manchester. Laugaveg 40. Sími 894. Tll sBln. Fiskverkunarstöð H.f. Draupnis, að Álfheimum við Reykjavík, fæst nú keypt, með öllu tilheyrandi, svo sem, presenningum, vögnum, brautarteinum, börum og öðru lauslegu sem stöðinni fylgir. Tilboðum sje skilað til undirritaðs fyrir 10. þ. mán. Allar frekari upplýsingar gefur 0., Kristjánsson, skipamiðlari — Hafnarstræti 5. Sveinaorði i bakeraiðn fer fram um miðjan október. Meistarar sendi tilkynningu um þátttöku nemenda ásamt nauðsynlegum vottorðum, fyrir 10 þ. m. til for- manns prófnefndar hr. bakarameistara Sveins M. Hjart- arsonar. , Prófnefndin. Heimiliskensla i vetnr. Eins og undanfarin haust getur Upplýsingaskrifstofa stúdenta- ráðsins bent á stúdenta, sem taka vilja að sjer heimiliskenslu hjer í bænum í vetur gegn venjulegu ltenslugjaldi eða greiðslu í fæði eða húsnæði, eftir samkomulagi. Liggur listi frammi á skrifstofunni yfir þá stúdenta, sem óskað hafa eftir slíkum kenslustörfum, og geta þeir, sem sinna vilja tilboðum stúdentanna, fengið nánari upp lýsingar hjá skrifstofunni, Lækjargötu 2, sími 1292 kl. 5—7 e. h. Upplýsingasbrifstofan. Htvinna fvrir nnnlinna. Nokkrir drengir eða telpur, 11—14 ára, eða eldri, geta fengið atvinnu í allan vetur við að bera Morgun- blaðið til kaupenda. t Frú Aslaua Stephensen frá Viðey. F. 20. ág. 1833. D. 15. sept. 1930. Hinn 15. f. m. andaðist á heimili sínu hjer í bænum ekkjufrú Ás- laug Stephensen frá Viðey, þá fyr- ir skömmu komin á 98. árið, því að fædd var lnin að Hamri í Mýra- sýslu 20. ágúst 1833. Var hún yngst 7 barna þeirra hjóna Eiríks sýslumanns Sverrissonar og síðari konu hans Kristínar Ingvarsdóttur (bónda Magnússonar frá Skarði í Ijandsveit). Tæpra fjögra ára göm- ul fluttist frú Áslaug með foreldr- um sínum austur í llangárvalla- sýslu, því áð Eiríkur sýslúmaður liafði þá fengið veitingu fyrir sýsl- unni og settist að í Stóra-Kollabæ. En hans naut skemur við í em- bætti en búast hefði mátt við, því að hann ljest sumarið 1843 og varð mörgum harmdauði þar eystra, því að bæði var hann talinn skarpgáf- aður maður og vel að sjer í lög- i’.m, og hinn atkvæðamesti í em- bættisverkum. Frú Áslaug var þá taapra 10 ára gömul. Dvaldist liún nú með móður sinni, er bjó áfram í Kollabæ ásamt börnum sínum, uns hún 1854 brá búi. Fluttust þær mæðgur þá að Reynivöllum í Kjós, sem þá höfðu verið veittir sjera Gísla Jóhannessyni, er átti Guð- laugu, elstu dóttur þeirra Eiríks sýslumanns og frú Kristínar. Árið 1860 (1. júní) var frú Áslaug gefin Magnúsi Ó. Stephensen í Viðey, og þar dvaldist lnui uns þau hjón brugðu búi 1902 og fluttust til Reykjavíkur. TJndir árslok 1913 misti hún mann sinn og höfðu þau þá lifað í farsælasta hjónabandi í 53 ár. Var frú Áslaug fullra 80 ára er hún misti mann sinn. En hún átti enn ólifað nærfelt 17 ár sem ekkja og þau ár dvaldist hún með dætrum sínum tveimur, ungfrún- um Mörtu og Elínu. Alls eignuðust þau lijónin sjö böm. Tvö þeirra, Eiríkur og Ingibjörg, önduðust í æsku, og eitt uppkomið, frú Sigríður (t 1918), síðari kona Jóns Þórarinssonar fræðslumálastjóra, en fjögur eru á lífi, sem sje frú Kristín, kona Guð- mundar heilds. Böðvarssonar, síra Ólafur prófastur í Bjarnanesi, og þær tvær nýnefndu dætur, ung- frúrnar Marta, lengi kenslukona við barnaskólann, og Elín. Fóstur- dóttir þeirra er ungfrú Hólmfríð- ur Gísladóttir, forstöðukona mat- söluhúss hjer í bænum. Frá Áslaug sál. Stephensen var mannkosta- og merkiskona. Hi}*» liafði í æsku hlotið ágætt uppeldi og svo góða mentun sem þá var kostur á hjerlendis, enda var hún prýðilega gefin. Sem eiginkona og hiísmóðir var hún fyrirmynd ann- ara og hin umhyggjusamasta móðir barna sinna. Hún var fríðleiks- kona og aðsópsmikil, hvar sem hún kom fram, en hafði sig annars lítt í frammi, því að hún mun hafa verið fremur ómannblendin að eðl- isfari og jafn framt svo heimilisrækin, að í -því tiUiti munu fáar konur hafa tekið henni fram. Hún átti ýmsu mótlæti að mæta á lífsleiðinni, en alt slíkt bar hún með stakri hugprýði og stillingu, Crackers í hverri verslun — á hverjn borði i hvers manns mnnni. Heildsölubirgðir H. Olafsson & Bernhoft Ensk hraðritflii. Pitmans-kerfi verður kent í vetur ef næg þátttaka fæst. — Upplýsingar á skrifstofu Edinborgar, Hafnar- stræti 10—12 kl. 7—9 e. h. diagana 2.—5. þ. m. Nýkomið .miklar birgðir af barna og unglinga og fullorðins vetrar . KVENKÁPUM. því að hún var skapgerðarkona og guðstraust hennar óbifanlegt. Elli- árin bar hún með lietjuskap, hafði ferlivist að heita mátti fram til hins síðasta og hjelt óskertum sál- arkröftum, svo að hún fylgdist með í öllu, sem var að gerast í kringum hana. Æfikvöld hennar varð hið friðsælasta, enda naut liún hins mesta ástríkis ^f börnum sinum og barnabörnum, sem kept- ust um að gera hinni háöldruðu sæmdarkonu lífið sem ánægjuleg- ast. Minning hennar lifir í blessun meðal þeirra og allra hinna mörgu ættingja hennar og vehslamanna. J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.