Morgunblaðið - 01.11.1930, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.1930, Blaðsíða 4
 **%■< V/: MORGUNBLAÐIÐ • rffKn Skermaviimustofa mín ec í Hafn- arBtræti 18 uppi. — Hefi einnig .skermamót, — efni, — kögur, — stímur og handgerða pergament- .skerma .Rigmor Hansen, Viðarreykta hangikjötið marg eftirspurða er nýkomið verð 1,00 pr. y2 kg. Xslenskt smjör á 1.75 pr. y2 kg. Stórar ávaxtadósir á 1 krónu dósin, aðeins lítið óselt. — Verslun Einars Eyjólfssonar, sími 586. Daglegan miðdegismat (2 heita rjetti) sendi jeg heim lcl. 12 gegn sanngjörnu verði. Fastir kaupend- ur fá hann ódýrari. Pantanir fyriv einstakar máltíðar sjeu komnar fyrir kl. 10 f. h. Kristín Thorodd- sen, Fríkirkjuvegi 3, sími 227. Taða frá Breiðafjarðareyjum ca. 10.000 li., tii sölu við Skipshlið. TJpplýsingar í síma 1420. Hákarl, spikfeitt hangikjöt, sykursaltað spaðkjöt. Kjötbúðin, Grettisgötu 57, sími 875. , Ný folaldasteik í matinn á morgun. HROSSADEILDIN. Stærsta úrval af alskonar reykborðum hefir Húsgagnaversl. við Dómkirkjuna, Aðeins nýjasta tíska. StAlka óskast í vist, getur fengið 50—80 krónur á mánuði. Upplýsingar á Hótel ísland, herbcrgi nr. 22, frá kl. 10-12 í dag. Dagbik. Svið, saltkjöt 65 aura y2 kg. saltfiskur 15 aura. Kjötbúðin á Njálsgötu 23. Ýmis afskorin blóm. Kaktusar o. fl. teg. af pottaplöntum. Hellu- sundi 6, sími 230. Plysering, húllsaumur á 0.35 anra, maskínubróderí, blúndu- kastning og yfirdekning á hnöpp- um. Ingibjörg Guðjóns, Laufás- veg 16. ‘'cjMaManmawMMt Stúlka óskast í vist, vegna veik- inda annarar. Laun 60 krónur á inánuði. A. S. í. vísar á, Innheimtumaður óskast verslun tsafoldar. Bóka- Tilkynninsrar. Loftur Bjarnason frá Ameríku, getur tekið nokkra nemendur !, að tala, skrifa og lesa ensku. Áhersla lógð á góðan framburð. Sóivalla- götu 14, eftir kl. 8 á kvöldin eða í síma 2289. EIKARBORÐ 30 krónur 50 ---- 65 ---- Seljum fyrsta flokks vörur með i'jettu verði. Húsgagnaversl. við Dómldrkjuna. Á kvðldborðið: Spikfeitt, reykt sauðakjöt, lúðu- i-iklingur, ýsa, íslensk egg, soðinn og súr hvalur, nýtt skyr og als- kociar ofanáiag. Vörur sendar heim. Bjðrninn. Bergstaðastrœti 35. Sími 1091. Ilmvatn og sápa í mjög skrautlegum umbúðum Hentugt til tækifærisgjafa. Hjúknmardeildina Austurstræti 16. Simar 60 og 1080. Nýtt Buffkjöt af ungu daglega. HROSSADEILDIN. Svínakjöt og Hangikjöt, gott í fermingarveislurnar, fæst í Hatarbnð Slátnrfjelagsins. Laugaveg 42. Sími 812. Jarðskjálftinn í Ítalíu. Sriffoorðin komu aftur í gær. Jíúsgagnaversl. við Dómldrkjuna. London (UP) 30. okt. FB. (Landskjálftarnir gerðu mestan usla í Senigallia (borg við Adríahaf). Um 60 menn hafa ver- ið fluttir á sjúkrahús. Kippirnir voru stuttir, en harðir. Talið er, að manntjón muudi hafa orðið mikið meira, ef kippimir hefðu komið fyr um morguninn. Land- skjálftar gerðu mikinn usla, eins og kunnugt er á þessum slóðum í júlímánuði. Skemdir urðu á hús- um, t. d. á kirkjunni í Ancona. Jarðfræðingar telja, að land- skjálftaupptökin hafi verið um miðbik Adríahafs, en hefði þau verið nær landinu, hefði tjón á, mönnum og mannvirkjum vafa- laust orðið gífurlegt. □ Edda 59301147—1. Fyrirl. — Atkvgr. Veðrið (föstudag kl. 17) : Á A-fjörðum og NA-landi er enn N- og NV-kaldi, en A og SA um suðausturhluta landsins með dá- lítilli snjókomu sumstaðar. Á N- og A-landi er víðast orðið úr- komulaust og bjart veður; frost- ið 4—5 st. Við S-ströndina er hinsvegar orð frostlaust. — Á morgun verður kyrt veður um alt land, yfirleitt úrkomulaust og víða ljettskýjað. Yfir S-Grænlandi er ný lægð; sem hreyfist NA-eftir, og veldur ef til vill S-átt og þýðviðri vest- anlands á sunnudag. Veðurútlit í Rvík í laugardag: Hægviðri. Sennil. úrkomulaust og ljettir ef til vill. Messur á morgun. í dómkirkj- unni kl. 11 síra Bjarni Jónsson (ferming) ; kl. 2 barnaguðsþjón- usta (sr. Fr. H.). Kl. 5 sr. Fr. H. í fríkirkjunni í Hafnarfirði verður kvöldsöngur kl. 8 y2 (allra sálnamessa) ; sjera Jón Auðuns. í fríkirkjunni í Rvík kl. 5, sr. Árni Sigurðsson. Síra Bjarni Jónsson biður þau börn, er vildu selja merki á göt- unum á sunnudaginn, að koma í dómkirkjuna til viðtals í dag (laugardag) kl. 7 síðdegis. Gjöfum til tombólu Templara á sunnudaginn, verður veitt mót taka í Templarahúsinu við Von- arstræti, eða sóttar heim til ykk- ar, ef þið tilkynnið í síma 355. Tombólunefndin. Breskt heiðursmerki. Jón Þor- Valdsson, prokonsull, hefir af Bretakonungi verið sæmdur heiðúrsmerkinu „Member of the British Empire“ (riddari) fyrir vel unnið starf í þjónustu breska konsúlatsins i Reykjavík, í 32 ár. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband í dómkirkj- unni ungfrú Þóra Tryggvadóttir frá Höfn í Hornafirði, og Jó- hann Jóhannesson, bankastarfs- maður. ísfisksala. Þorgeir skorargeir hefir selt afla sinn og nokkuð af fiski úr Ara fyrir 798 sterl.- pd. — Hefir ísfiskmarkaðurinn í Englandi hrapað niður úr öllu valdi í þessari viku, vegna þess hve mikið hefir borist þangdð af fiski norðan frá Bjamarey. — Aðrir togarar, sem selt hafa í þessari viku, og ekki hefir ver- ið getið um áður, eru: Júpíter 827 stpd., Otur 801 stpd. og Ól- aíur 698 stpd. Völnsn í Rangárvallasýslu — Þverá og Markarfljót — hafa nú spilst svo, að þau eru ófæi fyrir bíla. Rafvirkjun sveitabæja. Á Sól- heimum í Mýrdal hefir verið reist rafmagnsstöð, og er hún nýlega fullgerð. Einnig er verið að reisa stöð á Kaldrananesi í Mýrdal. Politiken fæst á afgr. Morg- unblaðsins. Nokkur eintök ný- komin. Skíðafjelagið hjelt aðalfund sinn í fyrrakvöld. Stjórnin var endurkosin, en í henni eru: L. H. Múller kaupm. (formaður), Björn Brynjúlfssón, Othar Ell- ingsen, Halldór Sigurbjörnsson og Reidar Sörensen. Á fundin- um flutti dr. Gunnlaugur Claes- sen mjög fróðlegan fyrirlestur um sólskin á háfjöllum. Færeyjaför íslenskra knatt- spyrnumanna heitir bók, sem er nýkomin út. Er það ferðasaga knattspyrnumannanna, er fóru til Færeyja í sumar, rituð af Er- lendi Pjeturssyni og nokkru fyllri heldur en hún birtist í Lesbókinni og með fleiri mynd- um. Bók þessi fæst keypt á afgr. Morgunblaðsins. Austfirðingur. Seinustu blöð- in fást keypt á afgr. Morgunbl. Þar er einnig tekið á móti áskrif- endum að blaðinu. Hljómleikar. Á morgun, kl. 9 j síðd., ætla hinir erlendu kenn- arar Tónlistaskólans að halda hljómleika í Iðnó, til ágóða fyr- ir skólann. Er ótrúlegt annað en aðsókn verði góð, enda mælir margt með því, að svo verði. — Góð kammermúsik hefir sjaldan heyrst hjer, en sú grein tónlist- arinnar er mjög veikamikil og vinsæl. Verkefnin eru eftir þá Haydn og Smetana. — Verkum Haydns þarf ekki að lýsa, þau eru hvorki strembin eða leiðin- leg, en koma áheyrendum ætíð í gott skap. Smetana var mesta tónskáld Tjekka, en ekkert af verkum hans mun hafa heyrst hjer fyr. Þeir sem kunnugir eru, efast ekki um, að verk þessi verði flutt af kunnáttu og vand- virkni. Matreiðslunámsskeið. Ungfrú Kristín Thox-oddsen auglýsir í dag matreiðslunámsskeið, sem hún ætlar að halda í vetur. Hef- ir hún stundað nám í Danmörku í tvö ár og lokið þar kennslu- konuprófi með ágætis einkunn. Ennfremur hefir hún í hyggju að taka upp þá nýbreytni, að senda fólki heim tilbúinn mið- degismat, fyrir sanngjarnt verð. Hlýtur þetta að verða til mik- illa þæginda fyrir þá, sem ým- issa orsaka vegna eiga erfitt með að elda miðdegisverð heima Heimdallur. Þeir sem pantað hafa aðgöngumiða að borðhald- inu og dansleiknum, geta vitjað þeirra í Varðarhúsið kl. 1—4 í dag. Vigfús Guðbrandsson klæð- skeri flytur saumastofu sína i dag í hið nýja hús Braunsversl- unar. Sjá nánar í augl. í blaðinu í dag. Hvítabandið vill minna bæj- arbúa á hin einkar fallegu og smekklegu minningarspjöld þess. Afgr. þeirra er á Stýri- mannastig 7, hjá frú Jóhönnu j Gestsdóttur, í Amatörverslun )Þorleifs Þorleifssonar, Kirkju- '.stræti 10, og Klapparstíg 44. hjá Kristínu Jóhannesdóttur. Otvegsbankinn hefir selt Jóni Björnssyni útgerðarmanni frá Sellátrum í Reyðarfirði Liver- pools-eignina í Seyðisfirði, og ætlar Jón að flytja þangað bú- ferlum og reka útgerð sína það- an. Lengstu brú í heimi á nú að fara að smíða. Verður liún á Zambesi-fljótinu og er 11.650 fet þegar hún er fullgerð og kostar um 1 miljón Sterlings- punda. Matborð úr eik og fjórir borðstofustólar, með nið- urfallssetu alls kr. 121.00. Við erum altaf ódýrastir. Húsgagnaversl. við Dómkirkjuna. Útsala til að í'ýma fyrir nýjum vör- um: Kjólar úr ull og silki frá 18 krónum, Kápur frá 35 kr. Kápu- og Kjólaefni fyrir y2 virði. Peysufatafrakkaefni og Peysufataklæði. Taubútar fyr- ir lágt. verð og ódýr, svört skinn. Sigurður Guðmundsson Þingholtsstræti 1. Munið eftir ljúffengu Bjúgunum 0 \ HROSSADEILDINNI Blómasúlur 3 krónur Barnastólar 5 krónur Póleraðar súlur 10 kr. BorðstofustóU 14 krónur* Eikar matborð 65 krónur. Húsgagnaversl. við Dómkirkjuna. Grænmeti o. II. Hvítkál, Rauðkál, Tómatar, Gul- rætnr, Epli, Appelsínur, Vínber, Egg 18 aura. Sulta 0.95 dósin. Kaffi óbrent. 1.10 y2 kg. Verslnuin Merkjasteiun. BARNARÚMIN, þessi fallegu, er útseld voru-. tökum við heim í dag. Húsgagnaversl. við Dómkirkjuna, Hýtt nautakíöt. Hýreykt sauðakiöt 08 sviðnir dílkahausar. fæst 1 Kiölbúðinni Herðnbreið. Hárbylgjnn. Lita augabi-ýr með endingar- góðum litum. Hárþvottur og. and- litsböð. Unnur Ólafsdóttir. Vesturgötu 17. Sími 2088»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.