Morgunblaðið - 19.11.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐTÐ 8 SBSfH!lllllllll!l!IIIIIIIIIIIIIllll!llUIIIII(llll1l!lllllllllllllllllllt TJflar^unblaKð Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefá-nsson. • Ritstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 500. = Auglýsingastjóri: E. Hafberg. E. Auglýsingaskrifstofa: 2 Austurstræi 17. — Sími 500. 5L Heimaslmar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. rr E. Hafberg nr. 770. £ Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuöi. == Utaniands kr. 2.50 á mánuöi. Ef f lausasölu 10 aura efntakiö. £ 20 aura meö Lesbók. Ej: ^lIliiIlilllllllllllllllllilÍIUiiliiliilillllliiitilllillllillllliill Slys. Maður drukknar. Siglufirði, FB. 18. yóv. Maður fjell í dag út af vjel- bát.num „Ásgrímur“ þegar bátur- inn var langt kominn að draga lóðina. Náðist maðurinn ekki og var þó gott veður, en nokkur kvika. Maðurinn var að innbyrða fisk, en bált var á þilfarinu og mun honum hafa orðið fótaskort- ur. Maðurinn hjet Sigurður Ólafs- son og var ókvæntur, ættaður af Austfjörðum. Sigurður var vjel- stjóri á bátnum. Afli í dag 1—-2000 kg. á bát. •Gott sjóveður. 25 ára ríkisstjómarafmæli Hákonar Noregskonimgs. Osló, 18. nóv., United Press. FB. Opinberlega tilkynt, að kon- ungshjónin dönsku, Thyra prins- essa og Gustav Svíaprins komi til Osló þ. 24. þ. m. í tilefni af því, að þ. 25. eru tuttugu og fimm ár liðin síðan Hákon VII. varð kon- ungur í Noregi. George prins kem- ur fram við hátíðahöldin fyrir hönd George V. Bretakonungs. (Hákon konungur og Maud drotn- ing komu til Osló (Kristjaníu) þ. 25. nóv. og vann konungur eið að stjórnarskránni tveim dögum síð- ar, en krýningin fór fram í dóm- kirkjunni í Þrándheimi þ. 22. júní árið eftir (1906). Stjómarbreyting í Frakk- landi. París, 18. nóv., United Press. FB. Kaoul Péret dómsmálaráðherra hefir beðist lausnar vegna harð- vítugra árása stjórnarandstæð- ínga, sem ásaka hann fyrir að hafa látið afskiftalaust ólag það, sem komið var á stjórn og rekst- ur Oustric-bankans, og leiddi til þess, að bankinn varð að hætta útborgunum þ. 8. nóv. Lausnarbeiðni Péret’s var tekin til greina. og fyrverandi fjármála- ráðherra, Henri Chéron, útnefnd- »r eftirmaður Péret’s. Leikhúsið. Söngleikurinn Þrír skálkar verður sýndur í þriðja sinn á inorgun. Hefir aðsóknin að leikn um verið góð og fult hús í bæði skiftin, sem leikið hefir verið, þrátt fyrir hækkað verð. Aðgöngu- tniðar að sýningunni annað kvöld Verða seldir við venjulegu verði, ekki hækkuðu vörði, Og hefst sal- ah í dag. Athugandi er, að inn- gangur í leikhúsið og að aðgöngu- Ehðasölunnl er nú að sunnamrerðu ▼ið Iðnó. IHolar. í. Ci’ hverjar kosningar skorar 'stjór^ 1 á alla bindindissinnaða mfi-r í landinu að fylkja sjer 'gcf r brennivínsmönnunum“, en svo ka ar hún þá alla andstæðinga sr.tt b 'efst hún þess að allir bind- indi m styðji sig og sína flokks nienr, < r hún telur ,stökustu reglu- nienn* g fyrirmyndir í hverskon- ir siðpo ði án undantekninga, þótt ýmsir þeirra sjeu vínsólgnir dónar og kunnir að því, að^ leita mun- aðarhvöt sinni fullnægingar á sið- lausra manna hátt. Sjálf hefir stjórnin, sem meðal annars yfirdrepsskapar komst til valda með sjálfsgyllingu í bindind- ismálum, gert sjer svo lítt um að ginna menn til vínnautnar, að hún hefir látið starfsmann sinn brugga vínhneigðum mönnum táldrykk miður heilnæman, og falsa til þess vörumerki. Hvílir þungur grun- ur á, að í hina kunnu áfengis- blondu vínverslunarinnar, Dog Brand, hafi verið blandað sterku á fengi og þá órannsakað hversu heiinæmu. Er og eigi síður grunur á samsekt stjórnarinnar í þessu máli, því tilgangurinn gat engihn annar verið, en að nota vínhneigð manna til þess að raka saman fje í hinn síþurfandi ríkissjóð. 2. Það þykir tæplega samrýmast mannúðar og siðgæðiskröfum vorra tíma að eyða refum og hröfnum með eitri. Bannmenn hafa kært yfir því, að menn legðu sjer til munns ionspíritus og áfengi af áttavitum. Voru að sönnu talsverð brögð að þessu um vínsólgna menn, helst er þeir voru átur orðnir ölvaðir og þá ekki fullkomlega ályktunar- hæfir um gerðir sínar. Stjórnin fann fljótt, í samráði við bannmenn, ráð við þessu. Hún ljet blanda ólyfjan í þetta áfengi. Hefir það þegar orðið fleirum en einum að bana. Þau eru ekki dýr mannslífin,_ ef til þeirra þarf að grípa, til að fullnægja bindindishræsni ríkis- stjórnarinnar. 3. Fyrir ekki all-löngu var manni á Vesturlandi úrskurðað gæslu- varðhald. Einhver mesti sæmdar- maður á öllu Vesturlandi var beðinn að setja tryggingu fyrir staðvist mannsins. Svaraði hann á þá leið, að hann mundi enga trygg ingu setja og teldi ekki ástæðu til, að svo komnu máli, að maðurinn yrði settur í varðhald. Gekk og Hæstarjettardómur um það síðar, að engin ástæða hefði verið fyrir varðháldsúrskurðinum. Fvrir þennan „mótþróa“ fyrir- skipaði stjórnin sakamálsrannsókn og síðan sakamálshöfðun gegn þess nm alment virta ágætis majjjni, og nefndi Tíminn hann uppreisnar- mann, en stjórnin ráðgerði að senda vopnað skip til að taka hann fastan — til þess að halda uppi lögum og setja niður mótþróa við stjórnarvöldin! — -— Nýlega samþyktu bandamenn stjórnarinnar, sósíalistar, í þrem lcaupstöðum landsins að stöðva með ofbeldi vöruflutninga frá rík- isversluninni í Reykjavík til þess- ara kaupstaða. Stjórnin lagði niður skottið. Nú þurfti ekki að halda uppi lögum nje setja niður mótþróa gegn stjórnarvöldunum. Stjórnin er blauð, ef hún sjer hnefa á lofti eða búið atkvæða tap, en grimm eins og hyena, ef hún kemst að pólitískum andstæð- ingi í einangri. 4. Yfirvald Snæfells- og Hnappa- dalssýslu var varla gengið til hinstu hvíldar, þegar stjórnin setti sósíalista norðan af Akureyri í embættið. Framsóknarmenn eru stjórninni þárflegir, en sósíalistar standa henni hjarta næst. ----------------— Kiúkrunarstofnunin í Sðlheimum. Þær ungfrúmar, Ása Ásmunds- dóttir ljósmóðir og Elísabet Er- lends hjúkrunarkona, hafa nú ný- lega opnað sængurkvenna- og lijúkrunarstofnun í Sólheimum við Tjarnargötu hjer í bæ (húsi Jóns heit. Laxdal). Er þar all-myndarlega á st,að farið, húsið stórt og vandað og er það alt tekið til notkunar fyrir stofnunina. Sjúkrastofurnar eru bjartar og rúmgóðar, litur þeirra þægilegur, innanstokksmunir nýkeyptir og smekklega valdir. Skurðarstofa er þar og fæðingarstofa, báðar vel úr 'garði gerðar. Flest þau áhöld og gögn, sem á slíkum stað eiga að vera, er þama að finna, ýmist fylgjandi húsinu eða aðfengin nú. Eins er þó að sakna þar enn þá, sem ekki má vera í jafn stór- um bæ og Reykjavík er orðin. Það er vermireitur (hitaherbergi) handa fyrirburðum (ófullburða börnum). Héfi jeg áður skrifað um naúðsyn slíks vermireits í blaða- grein fyrir fáum áram og hvatt til umbóta í því efni. Hvorki bæj- ar- nje ríkisstjórn hefir þó hafist handa í jafnsjálfsögðu og kostn- aðarlitlu máli og þetta er. Taldi jeg víst, að Landsspítalinn mundi taka þetta að sjer og reyna að halda lífinu í þessum litlu vesal- ingum, en nú hefi jeg heyrt að fyrir því hafi ekki verið sjeð þar og er það óafsakanlegt ef rjett reynist. Nú munu samt forstöðukonur þessarar nýju fæðingarstofnunar hafa fullan hug á að bæta úr þessu ástandi hið bráðasta og er það vel farið. í ráði er að hafa fæðingardeild- ina uppi í húsinu, en aðra sjúk- Jinga niðri. Mun stofnunin geta tekið á móti 15—-20 sjúklingum alls. Húsið stendur á rólegum stað, garður að baki og útsýni frítt. Á sunnudaginn var, var læknum bæjarins og blaðamönnum boðið að skoða þessa nýju stofnun. -— Mættu þar all-margir læknar (þó ekki landlæknirinn), enginn blaða maður. Mundi opnun slíkrar stofn unar sem þessarar þó ekki telj- ast hversdagsviðburður í heil- br'gðismálum bæjarins. Luku læknarnir einróma lofsorði á frágang og umbúnað allan og óskuðu stofnuninni góðs gengis. Jeg get ekki endað þessar línur svo, að jeg ekki minnist nokkrum orðum á fæðingarstofnun þá, sem trk. Þuríður Bárðardóttir hefir rekið í húsi sínu við Tjaraargötu og nú er hætt að starfa. Sú stofn- un bætti úr bráðri nauðsyn og er mj.er kunnugt um að þar var unn- iö gott verk, þó ekki væri mikið um það básúnað fremur en önnur verk þeirrar merku konu. Það er næsta eftirtektarvert Jwað konur hafa gengið á undan og haft forystu í spítalamálum þessa bæjar. Set. Josephssystúr hafa nú í áratugi haft sjúkrahús hjer. Konur beittu sjer fyrir Land- spítalamálinu, frk. Þ. B. setti á stofn fyrstu fæðingarstofnun þessa bæjar og nú hrinda þær ungfrúrnar Ása og Elísabet í fram kyæmd gömlu og nýju áhugamáli margra lækna og e. t. v. fleiri, einkastofnun þessari. Þótt óskandi sje að ekki verði lengi að bíða opnun Landspítala vors, og þó að sá spítali bæti úr mikilli þörf, þá mun það fljótt koma á daginn, að hvergi nærri er fullnægt spítalaþörf bæjar- og landsmanna með honum. Það verður því að álítast fengur að hverju því sjúkrahúsi ,sem set.t er á stofn og hægt er að mæla með. Rvík, 18. nóv. 1930. Ámi Pjetursson. Briining og BnðurskQðunin. Fyrst eftir kosningarnar í Þýska landi var tvísýnt um það, hvort miðflokkastjóm Brúnings mundi geta aflað sjer meiri hluta í þinginu. Eins og kunnugt er, er stjórn hans minni hluta stjóm; stjórnarflokkarnir ráða ekki yfir nema rúmlega 200 af 576 þing- sætum. — Hitler-flokkurinn, þjóðernis- flokkur Hugenbergs og kommún- istar báru fram vantraustsyfirlýs- ingar til stjórnarinnar. Þegar þing ið kom saman í fyrsta sinn eftir kosningarnar. Þessir flokkar eru fjölmennari í þinginu en stjómar- flokkarnir. Brúning þurfti því að afla sjer fylgi socialista, til þess að geta haft meiri hluta í þinginu f’g tókst honum það. Vantrausts- yfirlýsingaraar voru því feldar. Leiðtogum socialista þótti það of áhættumikið að fella stjórnina, þar sem Hitler-flokkurinn er næst stærsti og kommúnistar þriðji stærsti flokkur í þinginu. Þar að auki áttu socialistar á hættu, að miðflokkarnir mjmdi fella sam- steypustjórn socialistans Braun í Prússlandi, ef socialistar hefðu felt Brúning. En það er þó vafasamt, hvort socialistar styðja Brúning til lengdar. Þeir börðust ákaft á móti honum fyrir kosningarnar. Mörg- um kjósendum socialista líkar það því illa, að þingmenn þeirra styðja nú Brúning-stjórnina. Leiðtogar socialista óttast auðsjáanlega, að margir kjósendur þeirra muni framvegis kjósa kommúnista, ef socialistar styðja Brúning til lengdar. Það getur því hvenær sem er farið svo, að þingmenn socialista snúist á móti Brúning í þinginu. Hann verður þá sennilega aunaðhvort að rjúfa þing og stofna til nýrra kosninga eða beita einræðisgrein stjóraskipulaganna. Fjárhagsmálin eru annað aðal- viðfangsefni stjórnarinnar og ut- anríkismálin hitt. — Þýsk blöð af öllum flokkum heimta að Versala- samningurinn ög Youngsamþykt- in verði endurskoðuð og ráðnar verði bætur á þeim órjetti er Þjóð- verjar hafi verið beittir, hvað af- vopnunarmálin snertir. Og það er vafalaust nauðsynlegt, að eitthvað verði gert í þessum málum, ef koma áj veg fyrir, að öfgaflokk- unum aukist ennþá meira fylgi. En það er hægra sagt en geri. Flestir stjórnmálamenn í Frakk- landi vilja ekki heyra endúrskoð- un á Versalasamningnum nefnda á nafn. Þó er einstaka Frökkum orðið það ljóst, að endurskoðun er nauðsynleg. Hvað ætlar þýska stjórnin þá að gera í þessum málum? Brúning hefir gefið það í skyn, að'Þjóð- verjar verði ef til vill neydcftr til þess að biðja bráðlega um gjald- frcst á hernaðarskaðabótunum. — Youngsamþyktin er að vísu ekki ncma iy2 árs gömul, en fjárhagur Výska ríkisins hefir að undanförnu farið síversnandi. Ef til vill ætlar Brúning sjer að biðja bráðlega um endurskoðun á Youngsamþykt iuni. Þýsk blöð halda því fram, að heimskreppan hafi gert endur- sktðun nauðsynlega. Brúning hefir einnig minst á af- ■ pnunarmálin. Eins og kunnugt er voru Þjóðverjar neyddir til } ss að afvopna, þegar Versala- friðarsamningurinn var gerður. — Um leið var ákveðið í Versala- samningnum, að sigurvegararnir skyldu minka vígbúnað sem mest. Ln þeir hafa enn ekki dregið úr vígbúnaði sínum, sumir þvert á móti aukið vígbúnaðinn. Þjóðverj- um þykir það ranglátt, að sigur- vegararnir hlýða ekki fyrirmælum friðarsamningsins en heimta þó, að Þjóðverjar uppfylli kröfur samningsins út í ystu æsar. ,Frakk ar heimta stöðugt öryggi', segja Þjóðverjar. „En hveraig er öryggi, Þjóðverja farið. Þeir eru afvopnað ir , en nágrannaþjóðirnar vel víg- búnar. Að okkar áliti hafa allar þjóðir sama rjett til öryggis". Utanríkismálanefnd þýska þings ins ræddi nýlega afvopnunarmál- in. Hún samþykti að heimta ákveð ið svar því viðvíkjandi, hvort sig- iirvegararnir ætli sjer að efna af- vopnunarloforð Versalasamnings- ins. „Núverandi ástand í afvopn- unarmálunum er óþolandi mis- rjetti“, segir nefndin. „Það stofn- ar öryggi Þýskalands í hættu. Nú- verandi ástand er því óhafandi“. Khöfn í nóv. 1930 P. Dagbák. Veðrið (þriðjudagskvold kl. 5): Lágþrýstisvæði á hafinu fyrir suð- vestan og sunnan fsland, en allhá loftþrýsting fyrir norðan. Áttin er nú allstaðar orðin SA-læg, og all- hvasst á SV-landi, en nærri logn á NA-landi. A S og V-landi er 2—4 st. hiti, en á A-landi 1—4 st. frost. Við vesturströnd írlands er alldjxip lægðarmiðja, sem veldur hvassri S-átt og mikilli úrkomu á Bretlandseyjum. Er hætt við að þessi lægð færist nor$vestur eftir og valdi hvassri A-átt hjer sunnan lands. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvasst á A. Skýjað loft en lítil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.