Morgunblaðið - 09.12.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1930, Blaðsíða 2
2 Nýkomið: Mais, heill Maismjöl. Hestahafrar. Hveitikiíð. Hænsnafóður, blandað. Verðið er lægra en nokkru sinni áður. Skiftafunði a þrotabúi Gísla J. Johnsen, Túngötu 18, er frestað var síðastliðinn laugardag, verður framhaldið í dag (9. þ.m.) kl. 2 e. m. í bæjarþingsstofunni í Hegningarhúsinu. Reykjavík, 9. des. 1930. Þðrðnr Eyiólfsson, skipaður skiftaráðandi. þarf að vera snotur og sígilcl, helst svo að hún sje æ því verðmeiri er lengur líður fram. Þessa kosti hefir bókin Icelandic Lyrics. Hún er eiiihver snotrasta bókin, sem út hefir komið á íslandi og í henni eru mörg af okkar ágæt- ustú og sígildu kvæðum — á íslensku önnur síðan, en í enskri þýðingu hin — og markaður fyrir hana, er svo víðtækur, en upplag lítið, að liún mun áreiðanlega stíga í verði er stundir Kða' fram. Engin tækifærisgjöf er betur valin til framandi vina, því með ljóðlistinni er kyntur einhver allra markverðasti þáttur í þjóðernrslegri menningu Islendinga að fornu og nýju. Fæst lijá bóksölum í Reykjayík og hjá iitgefandanum og kostar í skrautbandi kr. 15.00, í egta rúskinnsbandi 25 kr., — Þórhalli Bjarnarsyni, Sólvallagötu 31. Reykjavík. Pósthólf 1001. Fengum með e.s. Botnia: Epli í kössum Delecious. Epli í kössum Jonathans. Vínber í tunnum. Appelsínur, Jaffa 144 og 180 stk. Appel- síriur, Valencia 240, 300, 360 stk. Aðeins lítið óselt. Eggert Kristfánssoii 4k C Símar 1317 — 1400 og 1413. Nýtt Nýtt frosið Hvammstangakjöt (dilkakjöt) er það besta kjöt, sem fæst í borginni og fæst aðeins hjá okkur. Einnig Saltkjöt frá sama stað. 1 BenediktiB. Guðmundsson & Co iVesturgötu 16. Hringið í síma 1769. Alt sent heim. Vandaðir vetrarfrakkar, tílbúnir, góðir og ódýrir. MORGUNBLAÐIÐ Kristján konungur lendir í bifreiðarslysi. Khöfn 8. des. TJnited press, — FB. Bifreið Kristjáns konungs rakst á Fordbifreið í útjaðri bórgarinn- ar' á sunnudagskvöld, Brotnuðú rúðurnar í bifreiðinni og hrukku brot í ándlit konungi og særðu liann, en ekki stórvægilega. Barthou getur ekki myndað stjórn. París 8. des. United press. — FB. Eouis Barthou, sem var falin stjórnarmyndun, hefir tilkynt, að hann liafi verið tilneyddur að hætta við stjórnarmyndunina, vegna þess, að hann hafi eigi getað aflað sjer nægs fylgis í þinginu. Eiturþoka í Belgíu. Bryssel 8. des. United Press. FB. Tilkynning læknanefndar, sem hefir til rannsóknar dauðsföll 63 manna í Meusedalnum, hefir vakið mikla eftirtekt. Miklar þokur liöfðu verið í dalnum allmarga daga og telja læknar, að þokan Irafi verið þrungin eiturefnum. — Tiannsókn á blóði sumra þeirra, er biðu bana, á fram að fara, Flestir þeirra, sem biðu baná, liöfðu óstyrk íungu og voru lijart- veikir. Slys í ítölsku skipi. París 8. des. United Press. FB. 14 menn biðu bana, en 7 meidd- ust, er sprenging varð í ítalska skipinu „Arpiglio“ nálægt Houat- eyjú. Dagbók. j Flughöfnin í Vatnagörðum er nú ; næstum fullger. Er verið að leggja þangað rafmagn þessa dagana. Jafnfraint fer fram nákvæm skoð- un á flugvjelunum; þær hafa ver- ið teknár sundur og hver einasti hlutur rannsakaður nákvæmlega. Gert er við alla þá smá galla, sem koma í ljós við skoðunina. Christ- iansen, hinni þýski vjelamaður, Æem hjer hefir verið að undan- förnu, fer heimleiðis á miðviku- daginn, en annar þýskur vjela- maður kemur í hans stað upp xír áramótum. Skip Eimskipafjelagsins. Gull- foss fer frá Kaupmannahöfn í dag áleiðis til Leith og Reykjavíkur. Brúarfoss fór hjeðan í fyrrinótt vestur og norður um land til út- landa. Dettifoss kom hingað í fyrrinótt norðan og vestan um land. 71 árs verður á morgun 10. des. konan Hildur Bergsdóttir, Hverfis- götu 83. íBjarnaborg, Suðurenda, uppi). Hildur er mjög farin að heilsu, enda hefir hún unnið mikið alla tíð síðan hún var unglingur. Auk venjulegra ellilasleika hefir Hildur átt lengi í augnasjukdómi og er hún orðin alveg blind á öðru auga. Veí væri það gert að gamlir kunningjar Hildar heim- ssgktu hana á afmælisdaginn henn- ar og ljetu gömlu konuna verða þess vísa að þeir eiga nógan jóla- hug til þess að gleðja hana í ein- stæðingsskap sínum og veikindum. Kunnugur. Nýtt hns áskas! til ianps. Výtt steinhús í eða nálægt mið- ■num óskast til kaups. Æskilegt ekki sje búið að setja húsið í 1eild. Smíði hússins þarf ekki að vera að fullu lokið. Há útborg- • u. Tilboð sendist í lokuðu um- ígi, merkt „Vandað hús“, til S. í. — ersl. Hugustu Svendsen Kjólasilki, Svuntusilki, Peysufatasilki, Slifsasilki, ódýrust í bænum. Versl. Rugustu Svendsen Fyrir aðeins 65 anra getið þjer gert gamla kjóla sem nýja. Allir ný- tísku litir, er lieita itOGO til heimalitunar, fást í Laugavegs Hptóeki. HB.s. Drsnning Alexandpina fer í kvöld klukkan 6. o.s. Botnia fer annað kvöld1 klukkan 8 til Leith og Kaupmanna- hafnar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla fyrir klukkan 3 á morgun. Fylgibrjef yfir vörur komi fyrir hádegi á morgun. C. Zimsen. Skóhlifar eru bestar. Hvannbergsbraðnr. Fisfcf ars, Kjötfars, Vínarpylsur og Hakkað kjöt best hjá Verslnnin K|öt & Hrænmati, Bergstaðastíg 61. Sími 1042. Jeg vil benda yður á, að í áir, eins og endranær, er best að fara beint til Haraldar og lcaupa Jólagjafirnar. Þar eru bestar vörur og fallegast úrval. Og sjálfsagt er að gera kaupin strax meðan úr nógu er að velja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.