Morgunblaðið - 13.12.1930, Síða 3

Morgunblaðið - 13.12.1930, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ I»essir fórust með „Apríl“: Skipverjar voru sextán, sem áð- ui' er sagt, og’ allir á besta aldri. flestii* innan við þrítugt og sá elsti 55 ára. Skipstjórinn var. Jón Sigivrösson, skipstjóri. Hann átti lifeiúiá á Hóltsgötu 13 iijá for- eldrum sínum, 2Í) ára að aldri, fœddur 13. júií 1!.)01 á Bug í Próð- árhreppi. Hann var ókvæntur, en trúloíáður Siglin Grímsdóttur, Sig- urðssonar frá Nikhól í Mýrdal. Hann tók við skipstjórn ,,Apríls“ í ágústmánuði síðastliðnum. Jörgen Pjetur Hafstein. Fœddur 15. nóvember 1905, að Ospakseyri. Fbreldrar Marino sýslumaður Haf- stein og Þórunn Eyjólfsdóttir; bæði á lífi. 5 svstur og 2 bfæður. Tók stúdentspróf vorið 1925 og •embættispróf í lögum vorið 1929, með 1. einkunn. Fekk utanfarar- styrk úr Sáttmálasjóði til fram- haldsnáms vorið 1930. Fór utan í maí s.l. og hafði lokið námi í Lundúnum. Kosinn í bæjarstjórn Reykja- víkur í janúar 1930. Hann var farþegi með skipinu. Ólafur Helgi G-uðmundsson, 1. stýrimaður. Hann var sonur Guð- mundar Guðnasonar skipstjóra, Bergstaðastræti 26 og konu lians Mattínu Helgadóttur. Hann var íæddur 3. ágúst 1903, ókvæntur og •átti heima hjá foreldrum sínum. Magnús Brynjólfsson, 2. stýri- xnaður, átti heima á Oðinsgötu 6. Hann var elsti maður á skipinu, 55 ára að aldri, soimr Brynjólfs Bjarnasonar í Engey. — Magn- ús lætur eftir sig konu, He'lgu Stefánsdóttur og tvö •börn. Einar Eiríksson, 1. vjelstjóri, utti heima á Bragagötu 21. Hann nrar fæddur 10. nóv. 1898 í Selkoti í Reykjavík. Hann lætur eftir sig ikonu, Svanhildi Sigurðardóttur, 3 'börn og eitt fósturbarn. Jón Ó. Jónsson, 2. vjelstjóri, ;átti heima á Njálsgötu 23. Hann var fæddur 7. maí 1892 að Hró- .aldstöðum í Vopnafirði. Hann læt- ur eftir sig konti. Margrjeti Ketil- 'bjarnardóttur og 4 börn öll ung. Margrjet er systir Eggerts Ketil- ■bjarnarsonar, sem oinnig fórst á a,Apríl“'. JfViðrik Theodór Theodórs,. loft- •skeytamaður, átti heima á Marar- götu 7, hjá foreldrum sinum Ólafi Tlieodórs snikkara og konu lians Sigríði Bergþórsdóttur, sem er sysítir Hafst. Bergþórssonar skip- stjöra. Theodór var 27 ára og ó- Ikvæntur. Frá honum komu sein- mstu kveðjurnar frá „Apríl“, er íhann náði loftskeytasambandi við ,jOtur“ á sunnudagskvöldið 30. aióvember. Þórðux Guðjónsson, bryti, til heimilis á Lo'kastíg 28 A. Hann var fædfhir 12. desember 1903. Faðir 'hans heitir Guðjón Egilsson iQg ,á íheima á Bjargarstíg 3, og eru þar tvær systur Þórðar. Hann var ókvæntur. Mnn hafa verið ólög- .skráður á skipíð. Einar Sigurbergur Hannesson, :aðstoðaTma'tsvemn, var fæddur 17. -september 1913. Hann átti heima lijá foreldrum sínum, Hannesi "Btígssyni og Ólafíu Einarsdóttur á Laugaveg 11. Þau bjón eru Skaft- fellingar og eiga nú 6 syni á lífi, flesta yngri en Einar. Kjartan Reynir Pjetursson, há- •seti, átti heima á Ásvallagötn 13. Hann var fæddur 11. janúar 1907 í Reykjavík. Foreldrar lians eru Pjetnr Sigurðsson og Gróa Jóns- dóttir og eiga þau hjón heima á C'esturgötu 51. Kjartan lætur eftir sig konu, Valgerði Kr. Sigurgeirs- dóttur og barn á fyrsta ári. Pjetur Ásbjörnsson, háseti. var eini maður á skipinu, sem ekki átti lögheimili í Reykjavík. Hann átti heima í Ólafsvík, var 26 ára að aldri; lætur eftir sig konu. Ingibjörgu Ólafsdóttur frá Sandi og þrjú börn kornung. Foreldrar lians eru Áshjörn Eggertsson og Ragnheiðúr Eyjólfsdóttir, bæði um sjötugt. Einar Axel Guðmundsson, há- seti. Ilann var fæddur 25. júlí 1910 í Reykjavík og átti heima lijá for- eidrum sínum á Framnesvegi 1 A. A’ar ókvæntuiv_ Páll Kristjánsson, háseti, var fæddur 4. október 1906 að Fossi í Staðarsveit í Snæfellsnessýslu. Hann var ókvæntur og átti heima á Frakkastíg 24. Sigurgísli Jónsson, háseti, var fæddur 11. desember 1892 að Skag- nesi í Mýrdal. Hann átti heima á Ljósvallagötu 10 og lætur eftir sig konu, Hóhnfríði Jónsdóttur, 4 börn og fósturbarn, hvert öðru yngra, hið elsta á 12. ári og hið yngsta á 1. ári. Kristján Jónsson, kyndari, var fæddur 20. apríl 1887 í ísafirði. Átti hann nú heima á Bergstaða- stræti 1 hjer í bænum, var ókvænt- ur, en hafði fyrir þungu heimili að ftjá. Magnús Andrjesson, háseti, var fæddur 18. apríl 1896 á Dagverð- arnesi á Skarðsströnd. Átti nú lieima á Marargötu 3. hjer í hæn- um; hann var ókvæntur. Eggert Snorri Ketilbjarnarson, kyndari, var fæddur 5. september 1909 að Sauðliól í Dalasýslu. Hann var ókvæntur og átti nú heima bjá móður sinni, Halldóru Snorra- dóttur, á Kárastíg 8. Misti hún þarna í sjóinn samtímis efni-legan son sinn og tengdason, Jón Ó. Jónsson, 2. vjelstjóra. Ragnar Júlíus Kristjánsson, fæddur 16. ágúst 1905, átti heima á Holt-sgötu 10. Faðir lians er Kristján Sæmundsson, salerna- hreinsari. Ragnar var kyndari á „Gulltoppi“, eu’varð eftir af skip- inu í Englandi í seinustu ferð þesé og tók sjer þess vegna far með „Apríl“. Jólakveðja til hinna sorgbitnu. En að . lietjurnar skuli vera fallnar! Þetta . andvarp steig upp frá brjósti Davíðs, er liann orti sorg- arkvæðið eftir Sál og Jónatan. Einatt eru harmafregnir að berast að eyrum vorum og oss setur ldjóða, en vitum um leið, að marg- ir gráta. Vjer lieyrum svo oft um slysfarir og lesum um sorgina. Elskan er sterkari en hel, en mörg eru þau sár, sem liel veitir elsk- unni. Víða liefir sorgin átt heima, er hinir hraustu menn hafa látið líf sitt á vígvellinum. Styrjaldirnar heimta skatt af þjóðunum. Vjer þurfum ekki að greiða þann beina skatt. En hafið heimtar mikið gjald af vorri fámennu þjóð. Það þýtur í stormi. Nóttin er löng og dimm. Msygir verða and- vaka. „Verður ekkert að í nótt V ‘ ..Hvernig líður manninum mínum'? Guð varðveiti drenginn minn“. Stormurinn æðir og það er oft sem vjer heyrum óminn af helfarar- söng. Enn á ný höfum vjér lieyrt þann óm. Átján hugdjarfir menn liafa látið líf sitt úti á liinu kalda djúþi. Það er eins og einhver stór- þjóðin liefði mist þúsundir sinna bestu sona á einu augnabliki. Út á sjóinn lialda röskir menn og sækja björg og miklar gjafir til hjálpar landi og þjóð. En sjórinn gefur ekki grið,'þar er hin harða barátta háð. og nú hefir verið heimtað af oss iiið dýra gjald. ..ínnan skannns, innan skamms". — Jeg lilýt oft að mipnast þéssara orða, er umskiftin verða svo snögg. Að heiman hjeldu lijartkærir vin- ir. Lengi er búið að bíða eftir ])eim. En þeir koma ekki aftur lieim. H'armur er kveðinn að elsk- andi vinum. Oft hljótum vjer að segja: „Mjer ofbauð hve allur kraftur ltulnar fljótt fyrir kaldri feigð.“ Jeg sje fyrir mjer mædda móð- ur. Sonur hennar var jarðaður fyrir nokkrum vikum og áðúr hafði bún mist efnileg börn, 2 dætur liennar dóu í sama mánuði. Nú liefir liún mist son sinn og tengdasbn. Sonur hennar, tvítugur unglingur, fór með mikilli tilhlökk un í sína fyrstu Englandsför, glað- ur og brosandi kvaddi liann móð- ui sína. A'eit jeg um gamla konu, sem á nokkrum árum liefir mist alla þrjá 'sonu sína, liinn síðasta þeirra. misti hún nú. Tvær ungar konur liafa mist mann og bróður. Foreldrar liafa kvatt glaðan brosandi son, og nú er sæti lians autt. Börnin liafa hlakkað til að fagna föður sínum og oft spurt móður sína: Kemur liann ekki bráðum? Spurningin befir vakað í hjarta: Hvenær kemur ástvinur minn lieim ? Biðin hefir verið svo löng, skammdegið svo svart. Svefnvana sorg liefir fylgt mörgum til sæng- ur. — - . Það líður að jólum. En dauðan- um erti dagar allir jafnir. Þess vegna er þörf þeirrar huggunar, sem geti veitt kraft á hverjum degi. Ef jólin væru aðeins ytri liátíð með glys og giaumi, þá væri ó- sámræmið mikið milli hennar og þeirra, sem búa í sorgarranni. En ]iar sem hin sönnu jól eru lialdin, þar veitist mönnum blessun, þar eru jólin huggunarhátíð. Nú er þörf á slíkum ,þólum. Hin heilaga jólasaga segir frá náttmyrkri, segir frá starfandi, valtandi mönnum, sem á nætur- Jieli unnu sín skyldustörf. En kringum þá ljómaði birta drottins. Þannig ljórnar birtan kringum þá, sem í drotni deyja. Köld nóttin er í kringum þá, en framundan birta ln'ns eilífa dags. Birtan ljómar yfir þeim ,sem eiga heima í náttmyrkr- anna landi. Jeg bið þess, að bún nái til þeirra, sem nú sitja í sorg- arheimkynnum og eiga erfitt með svefn á löngum nóttum. Oruggur bendi jeg sorgbitnum vinum á gleði og huggunargjöf jólanna. — Jeg þekki ekkert, sem liægt er að setja. í stað hins himneska friðar. Þess vegna skila jeg jólakveðj- umii: „Óttist ekki“. A uppdrætti þessum er dregi n lína frá Austfjörðum til suð vesturs, suður fyrir 63° -breiddar bauginn, ])á vestur með landinu, og loks norður að Reykjanesi. Innan þessa afmarkaða svæðis var leitað að togaranum „Apríl“. Jeg bið þess, að þeir, sem nú liafa fengið heimsókn sorgarinnar, eignist þrótt og huggun og geti sagt: „Vjer’ undirt'ökum engla- söng; og nú finst oss ei nóttin löng“. Það er víða liugsað til liinna mörgu aðstandenda hinna látnu sjómanna, það eru margir, sem biðja um, að í svörtu skammdegi megi þessi orð ná hjörtum þeirra, sem nú gráta: Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur lijá oss friðarengill blíður, og þegar ljósið dagsins dvín, oss drottins birta kringum skín. Þegar jólin ganga í garð, tekur sélin aftur að hækka á lofti. Guð gefi, að með jólum aukist birta og friður í hjörtum þeirra, sem nú liorfa á svartnættið. En að hetjurnar skuli vera falln- ar! Þannig talar sorgin. En ttm bina sömu menn var einnig sagt: „Ástúðlegir í lífinu, skildu ekki heldur í dauðanum“. Þannig talar minningin. Myndirnar geymast af hug- rökkum sonum ættjarðarinnar, og skýrastar eru þær heima, þar sem kæfleikiuúnn sameinast minning- únum. Köld sæng var hetjunum búin. En hefjum hugann hærra. í jóla- birtunni sjáum vjer lífsfleyið halda vfir kalda dauðans dröfn og ná heim í lífsins liöfn á landi sæl- unnar. ' Þetta útsýni hlasir við trúnni. Ottumst því ekki, en treystum drotni. Felum honum sjómanna- stjettina og hennar veglega og hættumikla starf. Förum til hans með gleðina og förum nú til hans með sorgina. Verum með öruggum huga. í almáttugri héndi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor bygð og gröf, þótt búum við liin ystu höf. Guð dreifi myrkrinu og láti birt- una skína. Fögnr er birta minninganna. — Vermandi er ylur samúðarinnar. En fegurst er birta drottins, dýrð- arbirta jólanna. Guð gefi, að hver sorgbitin sál geti sagt, um leið og hjálpar er leitað hjá drotni: | Við hann er nú einan að eiga ! og eitt sinn — eg veit það — fær 'þessi söknuður svarið og sár þessi bætur. O, hversu fegin eg fleygi, því farginu, Guð minn. Ó, hversu fegin því fleygi’ eg í faðminn þinn djiipa. Guð gefi harmþrungnum vinum liuggun og sælan frið, svo að sorg- in verði himinbrú. | Guð gefi yður öllum gleðileg jól. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur. Veðrið. Nokkur skip voru á sömu slóð- um og „Apríl“, er óveðrið skall á. Sum þeirra urðu fyrir áföllum. Sjómenn, sem voru úti í þessu jVeðri, telja það með þeim verstu sem hjer koma, frá því klukkan iþrjú aðfaranótt mánudags 1. de3., og fram til morguns. Veðurlýsing Veðurstofunnar er sem hjer segir: i Sunnudagskvöldið 30. uóvember ^ hvessti snögglega af SA með regni og hláku, en gekk í suðvestan rok um nóttina með hryðjuveðri og ! eldingum. Á mánudagsmorguninn var veðurhæðin í Vestm. talin 11 vindstig (25—29 m. liraði á sek.). ,í Reykjavík mun veðurhæðin einn- iig hafa komist upp í 11 um 7- * o leytið um morguninn. Vindmælir- inn á Veðurstofunni hefir því mið- ur verið í lamasessi þessa viku. Yfirleitt var veðurhæð 8—9 viud- jstig um alt land á mánudaginn, en mjög misvinda og gekk á með jeljuin. Felum sorg vora honum, sem heyrir stormsins hörpuslátt og barnsins andardrátt. Jeg minnist hinnar heilögu sögu, er segir frá því, að drottinn kom til lærisveinanna á vatninu. Það var um fjórðu næturvöku og bát- urinn þeirra lá undir áföllum, því að vindurinn var á móti. En Jesús talaði til þeirra og mælti: „Verið hugliraustir, það er jeg, verið ó- hræddir* ‘. Það er bæn mín, að þessi orð hafi náð til hinna látnu sjómanna á hinni erfiðu næturvöku, og jeg bið þess, að þau nái nú til þeirra, sem eiga erfiða næturvöku. Leitin. Á miðvikudagsmorgun þ. 3. des. komu hingað skip þau, er verið höfðu á sömu slóðum og „Apríl“ í mánudagsveðrinu. Er „Apríl“ kom eliki fram á sama tíma, voru þegar gerðar ráðstafanir til þess þá um morg- unin, að loftskeytastöðin sendi út fyrirspurn á klukkustundarfresti, bæði á íslensku og enskú, til skipa, er til hennar heyrðu, um það hvort nokkur hefði orðið var við ferðir ,.Apríls.“ Samtímis sneru eigendur togar- ans sjer til ríkisstjórnarinnar og báðu um, að varðskipin yrðu send

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.