Morgunblaðið - 16.12.1930, Blaðsíða 6
6
Lýðveldi Austurríkis átti nýlega 12 ára afmæli,, og var
þess minst með hátíðahöldum í Vínarborg; mynd þessi er þaðan.
frd Moskva.
Moskva í nóv. 1930.
Það verður aldrei um Moskva
*agt, að þar sje hver dagurinn
öðrum líkur. Þar er alt á ferð og
flugi. Prá því 1922—1926 gátu
Kó.ssiandsi'arttr sagt frá hinum og
öðrum hamförum, sem þar hefði
-orðið. En hvernig er þá umhorfs
þar, núna? Vjer skulum reyna að
rsvara því.
Mörgum stórbyggingum hefir
miðað talsvert áfram seinustu árin.
Þar er t. d. hin mikla bygging G.
P. U., sem er hraðað meira en öðr-
um byggingum. Undir henni er
niikill kjallari. Hún stendur hjá
Ljubáiika, sem nú héitir Dserzjin-
skygata. Hún er 10-lyft og þar yfir
gnæfir í miðju 15 hæða turnbygg-
ing og er úr henni útsýn yfir alla
horgina. Beint á móti er utanríkis-
ráðuneyti Rússa enn í gamalli
byggingu, sem alveg hverfur við
hliðina á þessu stórhýsi.
Þá má minnast á stjórnarráðið
nýja, þótt það sje ekki eins stórt
■og Dserzjinsky-byggingin. Það er
•nú bráðuin fullsmíðað og stendur
gegnt Kreml, hiniim megin við
ána, þar sem stórbrúin er. Það er
mælt að í því húsi verði 2500 her-
bergi. SJíkum opinberum bygging-
um er altaf valinn besti staður.
Hingað og þangað hafa líka verið
rcist íbúðarhús fyrir opinbera
starfsmemi. Skamt frá Susjareff-
turni hafa íitlendir sjerfræðingar
fengið íbúð í sæmilegu húsi, en
leigan er liá.
Þarna eru nú framfarirnar í
bj’ggingum. En framfarir þurfa að
vera á íleiri sviðum. Hvernig er t.
■d.’með samgöngur um borgina? A
byltingadaginn 7. nóvember í
(1929) sagði Stalin í grein, sem
bann birti: „Rússland er að verða
vjelanna lánd, dráttarvjela og bíla
land“. En ráðstjóröin var of þung
fyrir bílana. Um leið og hún steig
á aurbrettin brakaði í bílunum.
Þettá vóru um 100 bílar, sem hún
hafði keypt, grænmálaðir og falleg
ir bílar. Þeir komu í fyrrahaust.
En hvað er orðið af þeim? Menn
segja að þeir sje allir komnir á
„viðgerðastöð“, en þar eru engir
varahlutir til þess að gera við þá,
og þar liggja þeir nú í lamasessi,
scm órækt vitni um það hvernig
göturnar í Moskva eru. Eegurðin
er fallvölt! Og þú, ferðamaður,
sem ekki átt bíl fremur en sovjet-
borgararnir, verður að láta þjer
Ivnda að ferðast í hinum gömlu
hestvögnum, sem eru engu þýðari
nje betri heldur en þeir voru fyrir
20 árum.
En fyrir 20 árum kostaði það 30
Icopeka að aka frá Alexander-járn-
brautarstöðinni til Grand Hotel.
Nú kostar það 12 rúblur. Sögðum
vjer það ekki í byrjun að hjer
gengur alt með flughráða. Og
þótt ekkert annað breytist, hækk-
ar verðlag jafnt og stöðugt.
Það getur nú verið að þú hafir
djörfung til þess ao ryðja þjer
braut inn í sporvagn, eða almenn-
ingsbíl. Þá viljum vjer óska þjer
þ(*ss að þú sjert eins og ormur —-
eins og lítill ormur þegar þú kem-
ur á stöðina. Að minsta kosti ætt-
irðu að aðgæta það áður, að hnapp
arnir í frakka þínum sje vel festir
og þoli rykki og sviftingar. Og svo
verðurðu að liafa peninga í budd-
unni, helst smápeninga, því að það
er ekki venjulegt að menn fái
neitt til baka af seðlum.
Seðlarnir eru heldur ekki vin-
sælir. Og það er í rauninni ekki
talað um annað meira í borginni.
Þetta er eitt af því, sem daglega
kemfUr fyrir. íbúum Moskva gefast
altaf ný og ný áhyggjuefni, sem
mikið þarf að hugsa um. Og nú
er algengasta spurningin þessi:
Hvað er orðið af peningunum?
Ríkissjóður og ríkisbankar hafa
engum peningum yfir að ráða, og
hafa ekki líkt því nægilegt til
þess að greiða laun og verkakaup.
Embættismenn og aðrir opinberir
starfsmenn hafa venjulega fengið
kaup sitt goldið hálfsmánaðarlega,
en nú hafa þeir aðeins fengið 40%
af fyrri helmingnum af kaupinu
fyrir október. Og samt er komið
MORGUNBLAÐIÐ
Lík fnndið.
Frá: Þórshöfn á Langanesi er
FB. skrifað 5. des.: Maðurinb;. frá'
Eldjárnsstöðum, sem varð úti í
föstudagsveðrinu knikla, fýrir ea.
|)romur vikum hefir nú fimdiát.
Ilann fanst örskamt frá næsta bæ:
Sáu leitarmenn á harðsporum, að
hann hafði hafst við undir steini
rjett upp af bænum, en hralcið
frá steininum. Hann var búinn ;\ð
týna höfuðfatinu, vetlingunum og
iiðrum sliónum.
fram í nóvembermánuð. Kermarar
liafa ekki fengið greidd laun síð-
an í september. Þótt menn eigi
fj'e á vöxtum f bönkunum. fá þeir
ekki að taka það út. Engir pen-
ingar! Engir peningar ! Hvað er á
seyði? Menn höfðw búist við ýmsu
ótrúlegu, en að það yrði skortur á
þappírspeningum, það hafði menn
ekki órað fyrir,
, Það þarf svo sem engum blöðum
um það að fletta, að hjer er um
eitthvert ólag að ræða. Það sjá
allir. En frá „æðstu stöðum“ kom
skýringin — til vonar og vara:
— Brjuchanoff fjármálaráðgjafi
„hvarf“, Pjatakoff yfirbankastjóri
þjóðbankans „hvarf“ ; alt fjár-
málaráðuneytið „hvarf“. Og það
er satt, að öllum almenningi þótti
gaman að þessu. Það er ekki svo
margt að gleðjast yfir. Þess vegna
þótti það á við að fá gott staup
þegar það vitnaðist áð þeir á
„hærri stöðunum“ væri kornnir í
hár saman.
En hitt er satt, að ekki græddu
cmbættismenn og opinberir starfs-
menn neitt á þessari tilkynningu.
Þeir voru jafnfjelausir eftir sem
áður — og þeir eru þó meiri hlut-
inn af þeiin, sem vinna hjer í borg.
En hvernig gengur þá með ríkis-
búskapinn ?
Margt kemur þar til greina. —
Fyrst og fremst viðskiftakreppa
vegna þess, að sumir höfðu verið
: allósparir á það að gefa út ávís-
janir. Og þegar þar við bættist svo
að hin opinbera verslun lenti í
vöruhraki, þá jókst dýrtíðin um
allan helming á frjálsa markaðn-
um. Frjálsa markaðnum? Er hann
ti! enn? Jú, að vissu leyti. Hinir
svöngu magar borgarbiianna hafa
síðan í vor verið háðir því að,
fá lífsnauðsynjar hjá bændum á
strætum og gatnamótum. A þenn-
an hátt hafa miljónir rúbla borist
út á landið, því að borgarbúar,
höfðú ekkert að selja bændum í
staðinn fyrir vörur þeirra. Auk
þessa má telja fjártöku stjórnar-
innar til ýmissa iðnaðarfyrirtækja
o. s. frv.
Að vísu hafði stjórnin eitt ráð
til þess að sjúga peningana út úr
bændum aftur Með því að láta þá
fá vörur. Alla vantar vörur. Fatn-
aður manna er nauðslitinn; skó-
sólar eru afardýrir, því að maður
verður sjálfur að útvega þá og
koma með þá til skóarans. Enginn
skóari liefir neitt leður að smíða
úr. Og einir skór kosta í Moskva
30—40 rúblur eða meira! Samt er,
hörgull á Öllu.
Látið okkur fá vörur! Þetta
neyðarkall helst stöðugt og breyt-
ist ekki, nema hvað það verður
hærra og hærra. Látið okkur fá
vörur! Vörurl Það er sama kallið
í dag og í gær og verður hið
satna á morgun.
Dagbik.
V«@nð. (mánudagskyöld ldi. 5) r
Alídjúp lægðarmiðja (um 730 im.
m-..) yfir Grænlandshafinu h;. u: b,
600 km. véstur af Reykjanesi. Véld'
ur liún ÍS-átt og liláku um" ált land
með regni sunnan lands og vestan;
Á Norðurlandi hefir verið. úrkomu-
lausd frarn að þessu í dágv Lægðin-
lLceyfist nú hægt norður eft-ir og
er áttin að v.erða SV-læg á SV-
landí. Ef til vill kemur þó ný lægð
svo fljótt. suðvestan úr liafi, að
áttin verði af.tur SA-læg á nw>rg-
un, —
Veðurútlit í. Rvík í dag.: SSV
eða SA-stinningskaldi. Frostlaust
og rigning með köflunji.
Vörður, fjelag Sjálfstæðismanna,.
heldur fund } Varðarh.úsin;u kl.
8y2. Ætlar Guðm. Eiríksson bæj-
arfulltrúi að hefja máls um fjár-
hagsáætlun, bæjarins og önnur bæj-
armál. Sbr. augl í blaðinu í dag.
,Apríl‘-samskotin. Hrekkir Scax>-
ins; vcrða leiknir á inorgun til á-
góða fyrir samskotasjóð þeirra,
sem fórust á „April“. Alt sem inn
kemur á sýningunni, rennur í sam-
skotasjóðinn, án neins frádráttar.
— Talsvert af samskotum barst
Morgunblaðinu í gær, en betur má
ef duga skal. Tekið verður þakk-
samlega á móti gjöfum á af-
greiðslu blaðsins á hverjum degi.
Fyrsti samskotalistinn birtist í
blaðinu á morgun.
Kristileg samkoma á Njálsgötu
1 í kvöld kl. 8. Allir velkomnir.
Karlakór Reykjavíkur. Samæf-
ing í K. R.-húsinu í kyöld kl. 9
e. m. (Síðasta æfing fyrir jól).
Silfurbrúðkaup eiga í dag, 16.
des., Þuríður Bjarnadóttir og
Helgi Árnason safnahúsvörður á
Njálsgötu 4.
Skipaferðir. Gullfoss fór frá
Leith á laugardag á leið hingað,
og Selfoss sama dag frá Hull á
leið til Austfjarða og Reykjavíkur.
Góðafoss fer lijeðan á morgun,
hráðferð til Kaupmannahafnar og
verður þar um jólin (fer þar í
þurkví). — Súðin er nú loksins
lögð á stað frá Kaupmannahöfn
til Reykjavíkur. — Esja var á ísa-
firði í gær.—- Botnía kom til Leith
í gærmorgún. — Dronning Alex-
andrine kom hingað í gær frá
Akureyri og fer hjeðan í kvöld á
leið til Kaupmannahafnar. — Lyra
kom hingað í gærkvöldi frá Nor-
egi. —-
Þrjár þulur lieitir lítið kver eft-
ir Kristján Sig. Kristjánsson, og
er góð jólabók handa börnum. Þær
hafa á sjer hinn þýða blæ þulanna,
sein er einhver einkennilegasta
grein íslensks skáldskapar. Fyrsta
þulan heitir „Jólaþula“ ; er lík-
legt að mörg móðir hafi yndi af
að lesa hana fyrir börnin sín. Hin-
ar þulurnar heita „Mamma er í
ráðum“ og „Gekk jeg upp á ham-
arinn“,
Togararnir Andri og Skúli fó-
geti komu af veiðum í gær með
1200—1400 körfur af ísfiski.
Niels Dungal lækni hefir stjórn
Rockefeller Foundation í París
boðið að ferðast víðsvegar um
Evrópu og heimsækja þar ýmsar
vísindastofnanir. Er Dungal gest-
ur Rockefellerstofnunarinnar í
París og ferðast á hennar kostnað
og er búist við að hann verði 2—3
mánuði í ferðinni. Mun Dungal
leggja á stað í næsta mánuði.
Sjómannastofan. Þeir, sem vildu
gleðja sjómennina, sem verða hjer
um jólin, fjarri öllum ástvinum
Opinbert uppboð
verður haldið, að Móakoti í
Kálfatjarnarhverfi á Vatns-
leysuströnd laugardaginn 20.
b. m. kL 11 f. h. og þar selt:
2 kýr ungar, 1 hestur, nokkr-
ar sauðkindur og taða og-
fleira..
sínum,. skyldi senda þangað smá-
g.jafir, Engin gjöf er svo lítilfjör-
leg,. að sjómaður verði henni ekki
feginn, því að hún er honum tákn
þess kærleika, sem hann verður
að fara svo oft á mis við í hinu
hættulega s.tarfi á sjónum. Harð-
vítugir sjómenn verða klökkir þeg
ar þeir fá þessar vinagjafir frá
óþektu fólki, og þær verða til þess
að rifja upp fyrir þeim sælu og
nægju bernskunnar, sem Matthí-
as Jochumson lýsir svo: „Man það
fyrst, er sviftur allri sút, sat jeg
barn með rauðan vasaklút“. Bjó-
mennirnir verða börn að nýju,
þegar þeim berast jólagjafir á
Sjómannastofnnni.
Stofnfundur verslunarkvenna-
deildar Merkúrs verður í kvöld
kl. 8y2 í Hótel Borg (uppi). Eru
stofnendur yfir 50 og eru allar
verslunarstúlkur boðnar á fund-
inn. Má vænta hins besta af þess-
ari deildarstofnun, þar eð verslun-
arstúlkur bæjarins hafa hingað til
haft lítil samtök sín á milli.
Vanskil á blöðum. Úr Húna-
þingi er FB. skrifað í þessum mán
uði: „Vanskil á blöðum fara vax-
andi svo að úr hófi keyrir. Eru
dæmi til að þau voru 15 mánaða
gömul þegar þau komust tíl skila“.
Þetta gerist á sama tíma og þeg-
ar „ferðamannastraumurinn hefir
verið svo mikill, að enginu man
annan eins“. Er hart til þeSs að
vita hvað póstsamgöngur eru 'slæm
ar — og sjerstakléga erfitt að
koma blöðum til ltaupenda — þeg-
ar öðrnm siftngöngurri fleygir fram,
bæði á sjó og landi.
Apríl-slysið. Nánari upplýsingar
hefir Morgunblaðið fengið um
suma af mönnunum á Apríl heldur
én stóðu í blaðinu á laugardaginn.
— Koná Pjeturs Ásbjörnssonar í
Olafsvík, hefir legið í allan vetur
og átti að koma hingað suður til
lækninga nú um hátíðar, en óvíst
að úr því verði, fyrst svona fór.
— Jón Ó. Jónsson, II. vjelstjóri,
lætur eftir sig 5 börn í ómegð, (í
hlaðinu var sagt fjögur). — Krist-
ján Jónsson kyndari var giftúr,
en bjó ekki með konu sinni. Hún
heitir -Jóhanna Guðbrandsdóttir og
á heima á Hvei;fisgötu 34, ásamt
tveimur börnum Jieirra.
Hjónaband. Á laugardag voru
gefin saman af síra Eiríki Brynj-
ólfssyni að Útskálum ungfrú Ás-
dís Káradóttir og Sigurbergur
Þorleifsson, Hofi í Garði. (Náfn
brúðinnar misprentaðist í blað-
inu á sunnudaginn).
Nýtt sönglag. Textann við söng-
lagið „Ay, ay, ay“ hefir Frey-
steinn Gunnarsson skólastjóri þýtt.
Lagið og textann hefir Hljóð-
færaverslun Helga Hallgrímssonar
nú gefið út. Freysteinn hefir valið
laginu nafnið „La, lí, la“, sem fer
vel í söng. Mun lagið verða vin-
sælt hjer eins og alls anúars
staðar. Frágangur er góður og
kápan skreytt mynd af frægri
söngkonu í einu af hlutverkum
sínum.
------------------