Morgunblaðið - 28.12.1930, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.12.1930, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirliggjandi s VOPNAFJARÐARKJÖT: Aðeins nokkrar tunnur óseldar. TÓLG: Verulega góð og ódýr. ÍSLENSKT SMJÖR: (Aðeins lítið óselt). Ef yður vantar þessar vörur, þá hringið í síma 45. (3 línur) Tran-agent. Undertegnede akter at ansætte agent i Reykjavik for indkjöp av tran. Yedkommende maa ikke drive tranforretning for egen regning eller representere andet firma i tran. Reflektanter bedes indsende ansökning snarest ledsaget av ' I r ef erancer. Brödr. Aarsæther A.S. ÁLESUND. fbnð tll lelgn, sex stofur og eldhús, auk baðherbergis, á Marar- götu 6, nú þegaí. Upplýsingar í síma 1198. Verslmain Brynja verður lokuð þriðjudag og miðvikudag 30. og 31. vegna vörutaln- ingar. Heiðraðir viðskiftavinir verslunarinnar eru því vinsamlega beðnir að ljúka innkaupum sínum á mánudaginn. Höfuðbækur. Sjóðbækur. Dagbækur. Kladdar. Bókaverslnn ísafoldar. Flngeldar, Kínverjar. Púðurkerlingar og margt fleira mjög ódýrt. Eggert Kristjánsson & Ce. Símar 1317 — 1400 og 1413. Veggábreiða Unnar Ólafsdóttur er til sýnis í dag í leikfimishúsi Menta- skólans frá kl. 1—10 síðd. Þeir nemendnr Langavatnsskóla, sem eru staddir í bænum, geri svo vel að tala við Guð- mund Gíslason kennara í dag kl. 12—3 e. m. Sími 1963. Drifanda kaffið er drýgst. IngigerðuT Uilhiálmsdúttir frá Stóra-Hofi. Hún var fædd hinn 23. des. 1861, á hinu fagra og fornsöguríka stór- býli Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Foreldrar Ingigerðar voru hjón- in Vilhjálmur Jónsson og Styr- gerður Filipusdóttir sem þá bjnggu á Stóra-Hofi. Var Vil- hjálmur ættaður þaðan, hann var gildur bóndi ráðhollur og góð- gjarn, en ljest á hesta aldri. Styr- gerðnr kona hans var ættuð frá Bjólu, er sú ætt kunn að rausn og drengskap — skapgerð hinna fornu íslendinga. Börn þeirra Vilhjálms og Styr- gerðar, alsystkin Ingigerðar, þau sem nú ern á lífi, eru þau: Sigríð- ur húsfreyja í Binarshöfn á Eyr- arbakka. Filipus söðlasmiður í Vestra Fróðholti, orðlagður greiða maður og góðmenni og Jón skó- smíðameistari í Reykjavík. Síðar giftist Styrgerðnr Gísla ’Felixsyni, þeirra synir eru þeir Ingigerður Vilhjálmsdóttir. Vilhjálmur á Ásabergi á Eyrar- bakka, fyr bóndi á Hofi í Gnúp- verjahreppi og víðar, hinn mesti dugnaðarmaður og hagur, einkum á járnsmíðar, Sigurður bóndi á Vindási í Hvolhreppi, hefir liann um langt skeið verið hjeraðslækn- unnm á Stórólfshvoli til aðstoðar við svæfingu sjúklinga, sem þurft hefir að gera á meiri háttar skurð- lækningar, og Kristinn útgerðar- maður í Einarshöfn, er staðið hefir fyrir búi Sigríðar systur sinnar síðan hún misti mann sinn, og leyst þann starfa af hendi mjög sómasamlega, enda er hann maður ranngóður og hinn besti drengur. Eftir nokkurra ára samhúð misti Styrgerður Gísla seinni mann sinn, og bjó síðan með börnum sínum áfram á Stóra-Hofi þar til vorið 1902, að hún ljet af búskap og fluttist til Sigríðar dóttur sinnar í Einarshöfn, sem þá fyrir nokkrum árum var gift Guðna Jónssyni þar, hinum nafnkunna heppnisformanni og atkvæða atorkumanni, og ein- um hinna mestu mannkostamanna, er sá er þetta ritar hefir kynst, og er þá að vísu mikið mælt; en ]jc ekki um of. Ingigerður Vilhjálmsdóttir ólst upp á Stóra-Hofi, og dvaldi þar þangað til móðir hennar ljet af búskap. Þær Hofssystur, eins og þær Sigríður og Ingigerður voru venju lega nefndar á yngri árum þeirra; 'ióttu bera af öðrum jafnöldrum •sínum þar í sveit, bæði að fróð- leik, snyrtimensku, fegnrðarsmekk og fallegu handbragði. Ingigerður var ekki há vexti en svaraði sjer Flngeldar: Kínverjajr Púðurkerlingar, Sólir — Blys o. s. frv. Ódýrast hjá fsleifi Jónssyui, Aðalstræti 9. Sími 1280. vel, og bauð af sjer einkennilegan yndisþokka og með afbrigðum vin- föst og trygglynd. Þá er Ingigerður fór fra Stóra- Hofi rjeðst liún til Reykjavíkur, var þar hjá merkiskonunni frú Þóru Melsteð, henni til aðstoðar, hin síðari árin. Þaðan fluttist Ingi- gerður austur á Eyrarbakka til systur sinnar í Einarshöfn og var þar til dauðadags. Eftir að Ingigerður kom að Ein- arshöfn vann hún fagurt og gott en erfitt og þýðingarmikið starf. Nokkru síðar varð Sigríðnr systir hennar fyrir hverjum ástvina miss inum af öðrum á heimilinu. Hinn 26. febr. 1912 andaðist hennar ást- fólgni eiginmaður Gnðni Jónsson, 45 ára gamall; 1918 deyr Styr- g rður móðir hennar, 22. ág. miss- ir hún Ástmund einkason sinn frá hinn ástríka hjónabandi sínu, hinn mannvænlegasta mann, 26. ára að aldri og 9. júní 1928 ljest upp- eldis- og bróðurdóttir hennar, Sig- urlína,Filipusdóttir eftir langvar- andi heilsuleysisstríð, frá ungnm syni, er síðan hefir dvalist á heim- ilinu. Nærri má geta að Sigríður hefir, ])rátt fyrir aðdáunarvert þrek, og fádæma stillingu, þurft styrk og innilegrar hluttekningar við í öll- um þessum þungu, sáru og svíð- andi raunum sínum; svo að ekki yiðu þær með öllu óbærilegar, og það var þessi styrkur og þessi hluttekning sem Ingigerður fann að hún þurfti að veita systur snini, cg hún gerði það líka. Það var heitasta hjartans þrá hennar, að verja lífi sínu til þess að ljetta öðrum hinar örðuguhyrð- ar þessa jarðneska lífs; hún fann áreiðanlega strey-ma um sál sína vissuna og viðurkenninguna um að það væri hið sæluríkasta og há- leitasta hlntverk að þjóna öðrum í anda frelsarans. Sjálf mun hún hafa borið „hulið mein í hjarta leyni“ frá æskuár- unum, en hún trúði þó ávalt á hið •yóða og göfuga í mannseðlinu; og á fullkomið rjettlæti í ráðstöfun guðs, enda þó mönnum sje ofvaxið að skilja þær til hlítar hjer í lieimi. Eftir nokkurra daga legu af lungnabólgu, sem hún sýndist að vera þó búin að yfirvinna, ljest liún snögglega 9. nóvbr. 1930, þá er Iiún var að leggja ungum fóst- ursyni þeirra systra heilræði. Minning Ingigerðar skartar í huga og hjörtum vina hennar og vandamanna, en líkami hennar hvílir nú “við hlið hinna framliðnu vina hennar í Eyrarhakka-kirkju- gai’ði í grafreit Einarshafnar, sem prýddur er röð af stórum vandlega gerðum minnismerkjum af granit- steini, sem tala sínu þögula, en al- varleg* máll. O. O. Uigfús Bergsteinsson. Yigfús Bergsteinsson óðalsbóndi á Brúnum undir Eyjafjöllum ljetst á jóladagskvöld, eftir sólarhrings legu. Vigfús á Brúnum. Hann var fæddur 18. febr. 1863. Árið 1886 kvænt.ist liann eftirlif- andi konu sinni Valgerði Sigurð- ardóttur, systur Guðjóns heit. úr- smiðs .Byrjuðu þau þá um vorið að búa á Brúnum og hafa búið þar með rausn síðan. Börn þeirra eru: Sigurður, sem nú er bóndi á Brún- um, Jón rnúrarameistari á Seyðis- firði, Katrín, ljósmóðir í Eyja- fjallahreppi, gift- Einari Einars- syni í Nýjabæ og Anna, ógift í foreldrahúsum. Tvö hörn tóku þau Vigfús auk þess til fósturs og ólu upp. Vigfús var framkvæmdasamur bóndi á sinni tíð, framfaramaður og á unclan samtíðinni í mörgu. Hann mun t. cl. fyrstur manna þar eýstra hafa byrjað á því að kaupa sjer allskonar landbúnaðarvjelar, og hvatti aðra til þess að gera hið sama. Sá hann hve ómetanlegt gagn landbúnaðinum mundi verða io því að breytt vxeri um búskap- arlag í mörgu og ekki altaf hjakk- að í sama fari. — Var hann því hrautryðjandi ýmissa framfara innanhjeraðs. Um skeið tók hann og allmikinn þátt í stjórnmálnm, og sýndi þar sem annars staðar einbeitni og stefnufestu, því að hann var enginn flysjungur. Hafði hann því mikið álit á sjer meðal hjeraðsbúa, og þótti xnörgum ekki ráð ráðið, nema hans álits væri leitað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.