Morgunblaðið - 28.12.1930, Page 5
Sunnudag 28. des. 1930.
s
#
JIHoigttttbfafóft
Skammdegið breiðir nú
skugga sína yfir gjörvallt þjóð-
íjelag vort. Þeir skuggar leggj-
ast jafnt á alla landsbúa. En
samtímis þeim eru nú aðrir
skuggar, sem falla yfir þjóð
vora alment, en misjafnlega
þungt. Það eru skuggar sorgar-
innar, sorgarinnar út af hvarfi
hinna átján vösku drengja, er
Ægir laust hrammi sínum og
nam brott frá sjónum vorum.
Því nær, sem vjer stóðum þeim,
sem horfnir eru, því þyngri
verða nú raunir vorar.
Einn þessara manna var Pjet-
ur Hafstein, lögfræðingur og
bæjarfulltrúi.
Aldrei höfum vjer vinir hans
þurft að beygja oss fyrir sorg-
legri fregn en þessari, að hann,
sem vjer álitum glæstastan og
efnilegastan ungra manna, sje
horfinn.
Pjetur Hafstein var fæddur
15. nóvember 1905 að Óspaks-
eyri. Foreldrar hans voru Mar-
ino Hafstein sýslumaður og
kona hans, Þórunn Eyjólfsdótt-
ir, Jónssonar prests í Árnesi. 1
æsl'u ólst Pjetur ýmist upp hjá
foreldrum sínum eða skyld-
mennum þeirra, síra Böðvari
móðurbróður sínum í Árnesi og
frk. Leopoldinu móðursystur
sinni.
Árið 1919 tók hann inntöku-
próf í hinn almenna Menta-
skóla í Reykjavík. Varð það þá
þegar ljóst, að hjer var á ferð-
inni alveg óvenjulega efnileg-
ur námsmaður. Þetta ár tók
föðursystir hans, frú Þórunn
Jónassen, hann að sjer og kost-
aði hann til náms meðan henn-
ar naut við. Við andlát hennar
'irið 1922 tók dóttir hennar, frú
Sophia Claessen, Pjetur á heim-
ili sitt, og bjó hann þar víð
bestu ástúð og umhyggju fram
til dauðadags.
Pjetur lauk stúdentsprófi vor
'ð 1925, og var hann þá, eins
og hann hafði verið alla sína
skólatfð í Mentaskólanum, efst-
ur fjelaga sinna. í skóla var
Pjetur frekar fáskiftinn um op-
inber mál, en í öllum skólamál-
m tók hann ákveðinn þátt, og
ór það orð af honum, að betra
væri hverjum þeim, er koma
vildi málstað sínum fram til sig-
urs, að hafa Pjetur með sér en
á móti.
Ilaustið sama ár innritaðist
hann í lagadeild Háskólans og
auk embættisprófi í lögum með
aárri fyrstu einkunn vorið 1929.
A háskólaárunum tók Pétur fyr
alvöru að gefa sig að opin-
berum málum, og skipaði sjer
þegar ákveðið í flokk Sjálf-
stæðismanna. Var hann einn af
ofnendum „Heimdallar", fje-
lags ungra Sjálfstæðismanna,
og fyrsti formaður þess fjelags.
rð hann þrívegis formaður
fjelagsins, og nú á síðasta ári
tókst honum að efla fjelagið
svo og fjölga meðlimum þess,
að Heimdallur mun nú öflug-
sta og fjölmennasta fjelag
Sjálfstæðismanna. Vegna þessa
axtar fjelagsins var því boðið
að tilnefna einn mann á bæjar-
stjórnarlista flokksins síðastlið-
:nn vetur, og þótti Pjetur, sakir
arfs síns í þágu fjelagsins og
mannkosta, sjálfsagður í það
æti.
Frá því að Pjetur tók fyrst
ð gefa sig við opinberum mál-
im, beindist hugur hans ein-
dregið að því að vinna fóstur-
iörðinni gagn á sviði stjórnmál-
ima. Honum var það ljóst, að
til þess að ná því marki, þurfti
í að afla sjer frekari þekk-
•gar og mentunar en íslenskt
sttjórnmálalíf fær veitt. Hann
fór því utan síðastliðið vor og
ms sjer að dveljast með önd-
vegisþjóð þingræðisins, Englend
ingum. Af brjefum Pjeturs
mátti marka það, að hann var
sjerstaklega ánægður með dvöl
4na þar og fanst ferð sín hafa
orið æskllegan árangur. Og
hann hjelt því áleiðis heim til
fósturjarðarinnar til þess betur
og innilegar en áður að fórna
henni starfskröftum sínum.
En engi má sköpum renna.
Og örlög Pjeturs Hafsteins virð-
ast hftf* verið fullráðin. Hann
hafði hugsað sjer að halda
heimleiðis nokkrum dögum fyr
n raun varð á en orðið að
resta förinni nokkra daga, þar
ð honum fanst hann eigi hafa
ujllokið störfum sínum. Er
m loks hugði að leggja á
hafið, gat hann valið um fjölda
íslenskra skipa, er lágu ferð-
búin í erlendri höfn. Hann stje
i það skipið, er aldrei skilaði
honum til vor.
Einhver dýrmætustu verð-
næti hverrar þjóðar eru þau af-
rek, sem eru óunnin af æsku
hennar. Engum, sem þektu Pjet
ur Hafstein blandast hugur um
bað, að hann átti fjölda afreka
óunnin til heilla fósturjörðinni.
Pjetur var gæddur alveg ó-
venju skörpum gáfum; jafn-
'ramt var hann þrunginn áhuga
fyrir velferðarmálum þjóðarinn
ar og svo staðráðinn í því að
berjast til þrautar að því marki
að auka heill og heiður lands
og lýðs, að ekkert gat stöðvað
hann á þeirri braut, nema það
eitt, sem nú er orðið. Hugsjón-
r Pjeturs, sem voru honum
mestur styrkur, í hinni alt of
tuttu baráttu hans, voru hon-
>m svo helgar, að hann gerði
hær aldrei að umræðuefni á
mannamótum. Þær voru hans
’eiðarljós, og enn þá einkaeign
ms, og þeirra sem hann þektu
best. Þess vegna kunnu engir
að meta hann að verðleikum,
nema vildarvinir hans.
Pjetur gerði sjer jafnan far
m að skoða allar hliðar hvers
máls, áður en hann kvað upp
nokkurn dóm í því. Skoðanir
hans bygðust á hans persónu-
’egu rannsókn, og voru óhagg-
anlegar öllu, nema 'nýju mati
hans sjálfs. Andúð eða velvild
til einstakra manna, hafði því
ngin áhrif á skoðanir hans.
Drenglyndi var einhver rík-
asti þátturinn í eðli Pjeturs. —
Hann var frábærlega vandur að
beim vopnum, er hann vildi
beita í baráttu sinni, og hefði
heldur kosið að bíða fullan ó-
sigur í baráttu við andstæðing
sinn, en að svíkjast að honum.
Honum kom aldrei til hugar að
hvika frá sannleikanum og vildi
hann láta andstæðinga sína sem
vini, njóta sannmælis.
Heilir hildar til,
heilir hildi frá
koma hermenn vorgróðurs
ísalands.
Þetta reynist því miður sjald-
an sannmæli um stjórnmála-
menn vora.
Pjetur Hafstein kom ungur
og göfugur fram á vígvöll ís-
lenskra þjóðmála, og fór þaðan
mgur og hreinn.
En þótt vjer hefðum fengið
að njóta hæfileika hans á þeim
vettvangi í marga áratugi, og
•?nn hefði barist í fylkingar-
brjósti, og þurft að mæta beitt-
'istu og skæðustu örvum and-
tæðinganna, þá erum vjer vin-
hans þess fullvissir, að hann
bcfði komið frá þeirri hildi jafn
Hnn og ðflekkaður.
Því hafa íslensk stjórnmál
mikið afhroð goldið.
Vjer vinir Pjeturs Hafsteins,
sem hlökkuðum til að hitta
hann að nýju, glaðan og reifan,
gæddan nýrri þekkingu, útsýn
og starfsþrá, munum halda á-
fram að hlakka til næstu sam-
funda við hann. Vér skiljum
;:ð ekki, að jafn sterkur þátt-
ur úr sjálfum oss, hafi veiið
'. Íftur oss, og vitum, að vj er
munum öðlast hann aftur. Vjer
leitum hugsvölunar í þeirri hug.;
un, að liæfileikar og mannkost
r Pjeturs Hafsteins eru nú flutt
r á æðra svið, þar sem þeir fá
ootið sín, ótruflaðir og óáreittir
af sviksemi og illgirni þesða
heims.
Vegna allra þeirra glæstu og
björtu endurminninga, sem
f Pjeturs Hafsteins hefir veitt
oss, mun minning hans ætíð
vera einn þeirra hlýjustu og feg
irstu sólargeisla, er yljað hafa
líf vort, og lokið upp augum
vorum fyrir því, að vjer höfum
átt hjer yndislegar stundir.
— Vegna þess að vjer viss-
m, hversu heitt Pjetur Haf-
steinn þráði heill fósturjarðar-
mar, munum vjer láta minn-
>gu hans verða aukna hvöt til
að sækja fram til dáða, og jafn-
\ minnast hans, er vjer fáum
nhverju góðu afrekað.
Amicus.
Landsfaaflnr
S j álf stæðisflokksins
verður haldinn um það leyfi, sem
þing kemur saman í vetur.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
hefir látið það boð út ganga til
flokksfjelaga og flokksmanna fjær
og nær, að efnt verði til lands-
fundar flokksins á þessum vetri.
Enn er fundartíminn ekki ákveð-
inn upp á dag. En fundurinn verð-
ur haldinn hjer í Reykjavík um
það leyti, sem þing kemur saman.
Eftir undirtektum frá flokks-
mönnum og flokksfjelögum að
dæma, má búast við mikilli þátt-
toku víðsvegar að af landinu,
enda er áhugi flokksmanna meiri
nú, en nokkru sinni áður.
--------------------
Lausafregn hefir borist hjer um
bæinn um það, að landsstjómin
hafi í hyggju að nota sjer ekki
heimild þá, er hún fjekk
hjá þinginu, að segja upp ritsíma-
samningnum við „Stóra norræna",
og hverfa frá því, að koma íslandi
í talsamband við umheiminn.
Bílstjóri einn, er eigi kann tök
á því, að stýra bifhjóli, fór á bak
slíku farartæki í Hafnarstræti í
gær — og strandaði í búðardyrum
Mjólkurfjelagsins í liinni nýju ný-
lenduvörubúð, á horninu á Hafn-
arstræti og Naustum. Það vildi
bílstjóranum til happs, að hliðar-
vagn var á bifhjólinu, er rakst á
veggsúluna við hliðina á dyrunum,
og hefti sá árekstur innrás bif-
hjólsins í biiðina. — En hurðin
og dyraumbúningurinn mölbrotn-
aði. Má búast við að maðurinn
hefði særst að mun, ef hann hefði
farið inn í gegn um hurðarbrotin,
því í hurðinni var gler, sem hrundi
í molum niður, fyrir framan mann-
inn á bifhjólinu.
Dansleik heldur Stúdentafjelag
Háskólans þret.tánda dag jóla (6.
janúar) eins og að undanförnu,
fyrir eldri og yngri stúdenta. —
Verður hann að þessu sinni hald-
inn að Hótel Borg.
Nýtl
yrænmeti
Hvít&át
Kanðkál
Gnlrætnr
Hanðbeðnr
Pnrrnr
Versi. Foss.
Laugaveg 12.
Sími 2031.
Suðusukkulaði
^Overtrek “
Atsúkkulaði
KAKAO
Látlfl tkki sja annsfl en
Islensk spll
i spilaboröi yflar.
Hrciue gkááburður og |HL
éburður er drjúgur í notkun.
og gljáir fljótt o* veL