Morgunblaðið - 08.02.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1931, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Uóðmæli Qiíiiu og Heidisðr Bollaoðr geiins. Kaffikönnur 2.60. Ryðfríir borðhnífar 0.75. Sleifarstativ með 7 stk. 2.80. — 3 sápur 1.00 — 3 klósettrúllur 1.00 — Emal. uppþvottabalar 3.75. — Galv. fötur 1.25. Kökuform 0.90. 50 tauklemmur 1.00. — Þvottabretti 1.75 o. m. fl. Með hverjum 2 50 kaupum gef jeg sem kaupbæti 1 bolla- par. — Heil skrúfa gefin með kr. 10.00 kaupum. Komið fljótt meðan nóg er af bollunum. Sigurðnr Kjartansson. Herdis og Ólína Andrjesdætur. Það er lítill vandi að skrifa um pað, sem fáir, eða engir þekkja, en hitt er vandi að skrifa um það, sem allir þekkja. Má svo að orði kveða, að hvert mannsbarn á land- inu kannist við kveðskap þeirra systranna Ólínu og Herdísar And- rjesdætrá, því að vísur þeirra hafa jafnan orðið landfleygar. Sjálfar xnunu þær yrkja „sjer til hugar- hægðar, en hvorki sjer til lofs nje frægðar“. En nú hefir frú Ouðrún J. Erlings safnað saman kveðskap þeirra og gefið hann út í einni bók, sem er prýðileg að frágangi, eins og aðrar bækur þær, sem frú Guðrún hefir gef- ið út. Það mun sjaldgæft að hægt sje a 8 finna jafn náinn andlegan skyldleika, eins og hjá þeim systr- unum, enda þótt hjá jafn skyld- um sje. Það er eins og nornirnar, sem standa við vöggu hvers barns og gefa því æfigjafir, hafi gefið báðum hinar sömu gjafir. Báðar hafa þær hlotið skáldskapargáf- una í vöggugjöf, og hana svo líka, að ekki verður gert upp á milli þeirral Skaplyndi þeirra virðist afar líkt, innræti og skoðanir. Þetta sjest best á því þegar þær yrkja um sama efni, sem þær ef til vill liafa komið sjer saman um stundum að yrkja um, en áreiðan- lega ekki talað um fyrirfram hvernig þær skuli yrkja um. Nokkur dæmi munu nægja, Ólína yrkir kvæði, sem hún nefnir „Náunganskærleika“. Þar stendur: „Þú átt að elska alla menn og allan heiminn“. Er það ekki of mikið að segja í senn við syndara gleyminn? Jeg óttast suma og óska, að þeir sje ei njínir vinir. Get lynt við suma, lítið meir, en leiðast hinir. En Herdís yrkir vísu undir fyr- irsögninni „Elskið óvini yðar“ : Að elska þann heitt sem böl mjer bjó, og biia hjá þeim í friði og ró, sein gerðu mjer grýttan veginn — hið göfuga við það glögt jeg finn; jeg get það samt ekki, Drottinn minn! En kanske mjer verði kent það hinumegin. Þegar þær eru sjötugar yrkja 'þær sitt kvæðið hvor. Ólína segir: Blys míns lífs er brunnið, blaktir á veiku skari. Ekkert nytsamt unnið enn jeg hef’, sem vari. Og Herdís segir: Ef lít ieg yfir liðna tíð •cr lítio þar að sjá. En a!t mitt fánýtt strit og stríð jeg stari hnuggin á. Því kveð jeg hvorki kóng nje klerk, en kasta vopnum þreytt; hef sjaldan unnið ærlegt verk og aldrei verið neitt. Þá er og skyldleikinn augljós.. þegar þær kveða um nýjar ljóða- bækur. Það verður að vísu ekki j sjeð hvort það eru sömu ljóðabæk- J urnar, en ekki vildi jeg vera í sporum sumra höfundanna. Dóm- arnir eru eins og Ólína segir í hinu ágæta kvæði um ferhenduna: Gaf þín ærið ljúfa list iifsins kærust gæði, enginn fær þá aftur mist ef þú slær í bræði. Um mörg önnur efni kveða þær báðar eins og menn geta sjeð þeg- ar þeir lesa bókina. Þessi dæmi verða að nægja. Það sem ber mest á í kveðskap þeirra er tilbeiðsla á fegurð nátt- úrunnar. Alls staðar skýtur henni upp, þótt inaður eigi ekki von á því í byrjun. Þær kunna líka að lýsa kuldatökunum. En alls staðar andar í gegn hin ljiifa sveitarsæla ]öngu liðinna tíma. Þær rifja upp fyrir manni sveitalífið í sinni feg- urstu inynd; t. d. kvöldvökurnar á vetrum. Hver sjer rjeði rökkvum í,. rjett á meðan áttum frí; þá var kveðið kútinn í, kviknaði gleði oft af því. Vetrar löngu vökurnar voru öngvum þungbærar, yið ljóðasöng og sögurnar söfnuðust föngin ununar. Ein þegar vatt og önnur spann iðnin hvatti vefarann, þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arin þann. (Ólína). Eða þá dásemdir vorsins: Býður fangið hlýtt og hljótt hlíðarvangi fagur, viðarangan — engin nótt alt er langur dagur. (Herdís). Og svo gægist þjóð.trúin fram ].ess á milli, sbr. „Margt er það í ; íeininum“, og Geirfuglasker (eft- ir Ólínu) og Strandarkirkja (eftir Herdísi). Og einkennilegt er hvað þær kveða oft um veðrið. Þetta sýnir að þær eru ennþá sveitabörn. Og hvaða borgarbúa skyldi detta í hug — þótt ljóð- mæltur væri — að fara suður í Kópavog og sitja þar einn allan daginn til þess að njóta náttúr-' unnar og yrkja henni dýrðarljóð, eins og Ólína gerir f Ekki eru öll kvæðin í bókinni jafngóð, enda mun engin ljóðabók með þeim „ósköpum fædd“. En jeg get ekki stilt mig um að taka 1 hjer upp nokkur gullkorn úr „veldi ferskeytlunnar“ : Þá um sögn og söng er hljótt, . segul mögnuð straumum fremst af rögnum ríður nótt reifuð þögn og draumum. (Ólína). Dómar falla, dauða þá drómar alla beygja. Blómin halla höfði’ und snjá hljómar snjallir þegja. (Ólína). Norðri gnauðar vinda verst, vefur hauður böndum. Blettur auður enginn sjest, alt er í dauðans höndum. (Herdís). Um læknana: Þeir hafa margra <manna bol með þeim hætti lagað: rænt þá limum, rist á hol rifið, bætt og stagað. (Herdís). Hæðii^ sljettur, hraun og dý, hlaupum ljetti eigi, fór jeg spretti einum í alla „Spretta" vegi. (Herdís). Þjer þó árin færi flest og falli tár um brána, þú munt sárin þola verst þegar hárin grána. (Herdís). Senn má varma sumarbáls síðsta bjarma líta; hlíðarbarminn faðmar frjáls fönnin armahvíta. (Ólína). Nei, það þýðir ekki að halda þannig áfram í blaðagrein, sem átti að vera stutt. En mig langar þó til þess að benda á nokkur kvæði í bókinni, sem mjer þykir bera af öðrum: Eftirmæli Þórðar Pálssonar læknis (þula), Svarað brjefi. Á leið inn Breiðafjörð, eftir Ólínu. ,,Leiddist mjer að lúta að smáu‘ ‘ og Ein á báti, eftir Herdísi. Að lokum vil jeg minnast þess, að mörg erindi í bókinni og jafn- vel heil kvæði, ætti að komast inn í sálmabókina í staðinn fyrir eitt- hvað af orðagutlinu þar. Yið það myndi sálmabókin batna. Á. Sníkjaije Alþýðnflokksins Alþýðusambandið fekk, að sögn Einars Olgeirssonar, 40 þús. krónur árið 1928 frá erlendum stjómmálaflokkum. Undanfarið hafa verið talsverð- ar erjur milli sósíalista ~og komm- únista hjer á landi. Þetta er í raun og veru ekki óeðlilegt, því að reynslan annars staðar hefir sýnt, að þessir flokkar hafa hvergi get- að unnið saman. Ekki hefir þó orðið úr fullkomnum klofningi hjer ennþá, þar sem bæði flokks- brotin teljast til Alþýðusambands íslands, sem er æðsta ráð sósíal- ista og kommúnista hjer á landi. Ymsir spáðu því, að flokkarnir myndu skilja að fullu og öllu á þingi Alþýðusambandsins í haust; úr því varð þó ekki. Þing þetta1 varð að vísu hávaðasamt og hand- aflið notað, þegar sterk orð ekki þóttu duga. Kommúnistar virtust ekki sem ánægðastir eftir þingið og stofnuðu sjerstakan flokk kommúnista. Er Einar Olgeirsson aðalforingi komnrúnista, og hefir hann ráðist harðast á stjórnmála- stefnu sósíalista. Þegar Einar kom til Akureyrar, að loknu sambandsþinginu, hjelt Iþinn áfram árásum sínum á for- ingja Alþýðuflokksins. Hann skrif aði árásargreinir sínar í „Verka- manninn“, blað Verklýðssambands Norðurlands. Skrifaði Einar ýmist undir nafni, eða greinir hans birt- ust sem ritstjórnargreinir. Erling- ur Friðjónsson al]im. var hins veg- ai ábyrgðarmaður blaðsins. For- ingjar Alþýðuflokksins hjer syðra kunnu illa árásarskrifum Einars; og þeir munu hafa lagt fyrir Er- ling, að setja hömlur á Einar. Erlingur byrjar með því, að senda Einari „opið brjef“ í Verkamann- inum, þar sem hann ræðst á Einar og tekur hreina afstöðu frá skrif- um hans. Þessu „opna brjefi“ svarar stjórn Verklýðssambands Norðurlands með því, að víkja Érlingi frá, sem ábyrgðarmanni blaðsins. Var Einar nú orðinn ein- ráður .yfir blaðinu. Þetta þoldu •ekki foringjar Alþýðuflokksins og var Erlingur þá látinn stofna nýtt blað. Mörg ár eru síðan menn höfðu hugboð um það, að foringjar Al- þýðuflokksins fengju fjárhagsleg- an styrk frá Dönum, til stjórn- málastarfa hjer á landi. Þetta var nokkurum sinnum borið á foringja flokksins, en þeir neituðu jafn- harðan. í fyrstu höfðu menn eng- ar sítnnanir fyrir því, að þessi orð- rómur væri rjettur. En haustið 1927 tókst Morgunblaðinu að leggja sönnunargögnin á borðið. Samkvæmt þeim gögnum var sann- að, að flokkur danskra sósíalista lagði fje í kosningasjóð Alþýðu- flokksins við alþingiskosningarnar 1923. Þegar þetta hneyksli upplýstist 1927, urðu um það miklar blaða- deilur hjer. Var þá m. a. skorað á foringja Alþýðuflokksins, að segja skýrt og afdráttarlaust frá ] <ví, hversu mikið Danir styrktu stjórnmálastarfsemi sósíalista hjer á landi, og hver væri meiningin með þessu. Foringjar Alþýðu- flokksins fóru jafnan undani í flæmingi. Nú upplýsir einn af flokksmönn um Alþýðuflokksins, að flokkur- inn hafi árið 1928 þegið 40 þús. kr. styrk frá erlendum stjórnmála- flokkum, og vafalaust er fúlga þessi komin frá Dönum. Fjörutíu þúsund krónur er mikil upphæð, reiknað á okkar mælikvarða. Eng- inn þarf að ímynda sjer, að Danir sjeu svona örlátir á fje til stjórn- málastarfa hjer á landi, nema þeir eigi von á einhverju í staðinn. Áður en gerð voru upp fjár- skifti íslendinga og Dana, með sam bandslögunum, greiddi ríkissjóður Dana hingað 60 þús. krónur á ári. Þetta þótti Dönum mikil fúlga þá. En nú, eftir að fjárskiftum þjóð- anna er að fullu og öllu lokið, greiða Danir ákveðnum stjórnmála flokki hjer á landi 40 þús. krónur á einu ári. Hver er meiningin? Eftir að sósíalistar og kommún- istar á Akureyri skildu á yfirborð- inu, hefir ýmislegt komið fram, sem vert er að komi fyrir almenn- ings sjónir. Einar Olgeirsson svarar í ,Verka manninum* opnu brjefi Erlings, og kennir þar margra grasa. M. a. segir Einar, að árið 1928 hafi Al- þýðusamband fslands fengið 40000.00 — fjörutíu þúsund bróna styirk frá sósíalistaflokkum erlend- is. — Einar nefnir ekki hvaðan : þetta fje hafi komið, en skilja má | orð hans svo, að það liafi komið I frá Dönum. íslendingar hafa enn ekki stigið síðasta skrefið í sjálfstæðismálinu. Með sáttmálanum, sem gerður var 1918, fekk ísland viðurkenningu Danmerkur á fullveldi sínu. Þetta var mikill sigur í sjálfstæðisbar- átt.unni. En biiggull fylgdi skammrifi. Dan ir Ijetu þá kvöð fylgja fullveldis- viðurkenningunni, að danskir rík- isborgar skyldi njóta jafnrjettis á íslandi við íslenska þegna. Einn- ig fylgdi sú kvöð, að Danir skyldi fara með utanríkismál íslands í umboði þess. íslendingar voru mjög óánægðir með þessar kvaðir frá Dönum. En þó var einn stjómmálaflokkur til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.