Morgunblaðið - 08.02.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.02.1931, Blaðsíða 7
M0 RGUN BLAÐIÐ 7 •hjer á landi 1918, sean var ánægð- wr. Hann meira að segja krafðist þess að fyrra bragði, að sett yrði kvöðin um jafnrjetti þegnanna. Þetta var Alþýðuflokkurinn, sem llanir hafa síðan verið að styrkja fjárhagslega. Pullveldisviðurkenningin er feng in með sambandslögunum frá 1918. Petta var stærsti sigurinn, sem nnninn hefir verið í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. En þannig var gengið frá kvöðunum, sem fylgdu fnilveldinu af hálfu Dana, að Islendingar hafa það eigi á sínu Valdi að losna við kvaðirnar, fyrr en að samningstímabilinu loknu, eða í árslolt 1943. En frá þeim tíma, er það á valdi íslendinga «inna, að iosna við kvaðirnar og verða einráðir sinna mála. Þó er þetta því aðeins liægt, að íslend- lngar standi sem ednn maðuir. — Uppsagnarákvæði sambandslag- ^anna eru svo ströng, að það er ®neð öllu óhugsandi að losna við kvaðir Dana, nema íslendingar «jeu samtaka og einhuga. íslendingar verða því að yera Vel á verði nú, þegar Danir eru ■að læða hingað 'fjármagni til ‘Stjórnmálastarfa. Hreggviður Þorsteinsson kaupmaður. Fæddur 5. október 1880. Drukknaði 20.—21. janúar 1931 af skipinu Ulv. Hniginn og horfinn, •svo hraustur, svo fijótt! Margt býr í íslenskri miðsvetrar nótt. Jtfl hefir Ægir *við albúinn knör. Áfangi er óviss þá ýtt er úr vör. Holskeflan fellur ■og hríðin er grimm, mákuldinn nístir 'Og nóttin svo dimm. Ber þig á boðann Brunandi fley. Bífið er gáta ■sem leyst verður ei. Preyðandi brimskafl á boðanum rís. ■Ógnar í brotsjóum ;örlaga-dís. Bíðasta kallið ær 'komið að þjer. Enginn veit áðm’, livert aldan hánn ber. Ljós eru dáin •og liðið á kvöld. Rán býður rúmið, ■en rekkjan er köld. Óðar er íiðin liver æfidagsstund, svo er að sofna hinn síðasta blnnd. Bregðast nú fundir, bróðir minn kær. Maka þar á verði 'vindur og sær. Það syrtir, það syrtir í sóllausum geim. Það birtir, það birtir því bráðum sjer heim. Þó úfin s.je alda á æfinnar dröfn. Sól lýsir sumri þá siglt er í liöfn. Hjálmar Þorsteinsson, Hofi. Frá Rósslandi. (Eftir frjettaritara „Dresdner Nachrichten“). Moskwa, aðfangadag. í Þýskalandi, Vesturevrópu og um allan heim eru nú haldin hátíð- leg jól meðan jeg skrifa þessar línur. Það er aðfangadagskvöld. En það er nú eitthvað annað en jólabragur hjer í Moskwa, liöfuð- borg ríðstjórnarríkisins . . . Menn eru alvarlegir og raunalegir á svip. Það er harðlega bannað að liafa jólatrje, og voru þau þó leyfð í fyrra. En á götunum ern íjölmennar skriiðgöngur guðleys- ingja, sem stjórnin hefir sýnilega komið af stað. En á andlitum margra, sem liafa blandast þar saman við skrílinn, sjest að þeir liafa ekki þorað annað en vera með, af liræðslu við það að missa atvinnu sína að öðrum kosti. Samt eru jólin haldin hátíðleg, þrátt fyrir boð og bann. Þær kirkjur, sem enn eru opnar, eru troðfullar og eins göturnar um- hverfis þær. Heima fyrir lialda menn jólin hátíðleg í laumi . . . Það er eftirtektarvert hvað margir ölvaðir menn eru á götun- um. Það eru menn sem enga ætt- ingja eiga, ekkert heimili, og reyna að drekkja sorgum sínum og bernskuminningum í „vodka“. 1 þorpum þeim, sem enn lúta ekki sömu sameignarlögum og Moskwa, eru jólin sjálfsagt hald- in helg núna, eins og í fyrra. Þeir, sem þar eiga heima, kæra sig ekk- ert, um, fyrirskipanir frá Moskwa, og lifa eftir eigin geðþótta. Hallæri. Með hverri viku sem líður, verð- ur matarskortur tilfinnanlegri, og alt af lengjast raðir þeirra, sem bíða utan við útsölustaðina, Eitt pund af smjöri kostar 15 rúblur (rúmar 30 krónur). Egg, mjólk, fleslt, feiti og ofanálag fær maður ekki nema í örsmáum skömtum og oftast nær alls ekki. Menn kvarta og bölva út af þessu — ekki þó ráðstjórninni, heldur „borgurunum“, sem sagt er að hafi tekið höndum saman við Poincaré, Briand og aðra „kapi- talista“ til þess að koma .viðskifta- lífi ráðstjórnarríkisins í kaldakol. Málið, sem hafið var gegn hinum svonefnda iðnaðarflokk, varð ekki til ónýtis. Það var meistaralegt hve Sovjet-stjórnin iþó hendur sínar; hún ber ekki sök á ástand- inu. Bragðið heppnaðist ágætlega. Blöðin og alþýða voru sammála: Það er borgurunum eingöngu að kenna, við hve mikil vandræði öreigalýður Rússlands á að búa. Fimm ára áætlunin. Hrun viðskiftalífsins verður æ augljósara. Þetta á eigi að eins við um matarskortinn. Pimm ára á- ætlunin kemst ekki í framkvæmd á neinu sviði. Og þeir, sem best þekkja til, undrast það alls ekki. Þjóðarauðurinn minkar ár frá ári undir núverandi stjórn. Yara- sjóðurinn, eign „Kapitalistanna“, er næstum gjöreyddur, og ný verð- mæti koma ekki í staðinn. Prarn- j leiðslan minkar stöðugt. Og það j eru engar líkur til þess að hægt j sje að auka framleiðsluna svo, að fimm ára áætlunin komist í fram- kvæmd! Engar líkur! Áskoranir og viðvaranir hafa engin áhrif. Þá var gripið til örþrifaráðs, sem getur orðið til bóta fyrir stjórn- ina, ef því er miskunnarlaust beitt. Það hefir verið gefin út reglugerð, sem mælir svo fyrir, að hver verka maður, sem ekki hlýðnast vinnu- aganum, skuli tafarlaust rekinn og fái ekki neina atvinnu neins staðar í fimm mánuði. Og þeir fá að sjálfsögðu engan styrk þennan tíma. Og hafi þeir gert „fjand- samlega árás á vinnuagann“ þá verða þeir að greiða fullar skaða- bætur fyrir það. Á annari reglugerð sjest það hve stjórninni þykir ilt, ef hún verður að hverfa frá fimm ára á- ætluninni. Stjórnin skipaði nýja umsjónarmenn, sem eiga að sjá um það, að fyrirætlunin sje fram- kvæmd í öllum atriðum, og vaka yfir því að hinir fyrverandi um- sjónarmenn geri skyldu sína. For- maður þessara nýju umsjónar- manna er Molotow, kunnur fylg- ismaður Stalins. Og einkennilegt er það, að Stalin hefir verið út- nefndur meðlimur í Sto (atvinnu- og landbúnaðar framkvæmdaráð). Þetta er í fyrsta skifti að Stalin er útnefndur til þess að gegna op- inberu embætti. Má af því draga þá ályktun að viðskiftalífið sje komið í reglulegt öngþveiti. Samt sem áður væri misskilning- ur að ætla að hjer sje um pólitískt öngþveiti að ræða og stjómin sje. völt í sessi, eins og blöð hinna landflótta Rússa halda fram. Hin- um landflótta Rússum verður þar sama skyssan á eins og blöðunum í Yestur-Evrópu, að þeir dæma ástandið í Rússlandi frá vestur- evrópsku sjónarmiði. Frá sjónarmiði í Vestur-Evrópu hafa margir merkir viðburðir í inn anríkispólitík gerst í Moskva að undanförnu. - Stalin var að hugsa um að losa sig við Rykow og kvaddi því Styrzow til Moskva og gerði liann að formanni þjóðfull- trúaráðs ríkisins. Allir töldu að Styrzow væri þá hinn spakasti fylgismaður Stalins. En livernig fór. Það er erfitt fyrir þá, sem ekki eru kunnugir því, sem gerist í Kreml, að skýra það. En. einn góðan veðurdag barst ótrúleg fregn út um Moskva. Styr- zow dirfðist að rísa gegn Stalin, hinum volduga vini sínum. Hann lýsti opinberlega yfir því, að það væri ekki hægt að framkvæma fimm ára áætlunina. Stalin krafð- ist þess undir eins að hann tæki orð sín aftur. En Styrzow gerði það ekki. Þá svifti Stalin hann embætti, og þegar það dugði ekki, var Styrzow rekinn úr bolsivíka- flokknum. Nú á hann hvergi höfði sínu að að halla. Menn höfðu hann fvrir rangri sök er þeir hjeldu að hann væri verkfæri í hendi Stalins. Og til þess að vera samur við sig, þá rak Stalin Rykow líka út á gaddinn, fyrir það að hann hallaðist að hægri mönnum innan flokksins (Prarvyje uklony) árið sem leið. Að vísu hafði hann hvað eftir annað verið látinn eta ofan í sig ummæli sín og biðja velvirð- ingar á þeim. Og nú liafði hann ekki gefið neinn sjerstakan högg- stað á sjer. En sennilega hefir Stalin hugsað sem svo, að best væri að gera rækilega hreint fyrir sínum dyrum, úr því að byrjað væri á því. í embætti beggja, Styrzow og Rykows, setti Stalin svo Molotow, Sem talinn er tryggur fylgismaður hans. Molotow er fertugur að aldri og liann er ekki af öreigaættum, eins og ‘ flestir foringjar bolsa, heldur af smáborgarakyni. Hann gekk í mentaskóla í Kasan og síðan á háskólann í Pjetursborg. En hann gengur alt af til fara eins og ræfill, til þess að vera eins og öreigarnir. í hverju öðru landi en Rússlandi mundi það hafa komið á stað inn- anríkisdeilum í pólitík, ef tveir æðstu embættismenn þjóðarinnar hefði gengið í berhögg við stjórn- ina. En í Rússlandi er því alls ekki til að dreifa. I Yestur-Evrópu hafa stjórnarandstæðingar sín eigin blöð. 1 Rússlandi eru engin önnur blöð en þau, sem fylgja Stalin. — Hann þarf ekki að segja nema eitt orð til þess að refsað sje þeim, sem honum mislíkar við, og að al- menningsálitið dæmi þá sem svik- ara. .Jafnvel annar eins maður og Trotzki er að almenningsáliti svik- ari við málstað öreiganna, pólit- iskt dauður. Sömu förina hafa allir farið, sem reynt hafa að rísa gegn Stalin: Sinowjew, Kamenew, Radek, Bucliarin, Bjeloborodow, morðingi keisaraf jölskyldunnar, og ótal margir aðrir. Besta sönnunin fyrir því, að stjórnarandstæðingar eiga sjer engrar viðreisnar von, er hvernig fór fyrir Bucharin. í langri og ýtarlegri grein, sem birt var í Moskva-blöðunum, viðurkendi hann yfirsjónir sínar og gaf flokk- stjórninni sjálfdæmi á máli sínu. Bucharin var lengi stjórnarand- stæðingur. Og það sem hann fann stjórninni til foráttu var alt lauk- rjett. Bucharin verður ekki lagt neitt til lasts, hvorki sem manni nje hugsjónamanni og er hann því virðingarverðastur af öllum for- ingjum bolsa. Samt verður hann að beygja sig þannig, og hefði fáir trúað því um hann. En þetta dæmi ætti að sannfæra þjóðirnar í Vestur-Evrópu um það hve alger- lega vonlaust það er að ætla sjer að hnekkja veldi Stalins. Harður vetur vofir nú yfir. Það er lítið um elds- neyti. Eldsneytisskortur er þegar farinn að gera vart við sig. Þetta verður miklu verri vetur en nokk- ur liinna undanfarandi; það finn- ur maður nú þegar og það er öll- um ljóst. Samt sem áður bala menn af. Menn verða að þola hung ur og kulda, en það er þeim Poincaré og Briand, erlendum stjórnmálamönnum og fjármála- miinniim að kenna. — Blöðin í Moskva munu sjá um það að allri skuldinni verði skelt á aðra. Dag- lega munu þau vitbásúna ótal sög- ur um juið livernig útlenda auð- valdið ætli sjer að kúga öreigana í Rússlandi. Og fólkið trúir þessu, því að það les ekki önnur blöð. Það er harmsaga hinnar rúss- nesku þjóðar, og um leið lausnin á þeirri gátu, hvers vegna bolsi- víkastjórnin er eins sterk og raun er á. En þetta skilja menn ekki í Vestur-Evrópu — geta alls ekki skilið það. Frá Vestmannaeyjum. Fiskafli er þar að glæðast; voru flestir ■ bátar á sjó í gær og öfluðu vel. Eitttivað ti! að nala af! EggladnH - Gerdnfl og Krydd. imlssandl i allan takstar. Húsfreyjur! Ef yður vantar steinolíugas- vjel þá kaupið „Juwel“ hjá okkur. Þær eru spameytnar, hita fljótt og eru ódýrar. — A. Einarsson 8 Funk. STRAUJÁRN og RAFMAGNSBAKSTRAR eru ómissandi á hverju heimili. Raftœkjaverslunin Norðnrlfósið Laugaveg 41. EGGERT CLAESSEN asstarjottnrmálnflvtntakgnanOar. Skrifstofa: Hafnanrtneti 5. Lmi 871. ViCtalnttani 10—12 1 k Miðlkurbú Flóamanna Týsgötu 1 og Vestur0ötu 17. Sími 1287. Sími 864. Daglega nýjar mjólkurafurðir. — Sent heim. Ouflerln besta blóðaukandi meðal. Læknar um allan heim mæla með því. — Fast i fillnm lyfjabnðum. MMMB»iccBnMaaw«weanwnPoenwnawHBnna«iffi£njiui. unani— Fallega Tulipana hyasintur, tarsettur og páskaliljur fáið þjer á Klapparstíg 29 hjá Vaid. Ponisen. Sími 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.