Morgunblaðið - 18.02.1931, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLA&IÐ
BLÓM & ÁVEXTIR
Hafnarstrœti 5.
Nýkomið: Blómfræ. Matjurta-
fræ. — Túlipanar á 50 aura.
Stórt úrval af krönsum. Lítið í
gluggann.
Fallegir túlipanar og fleiri lauk-
blóm fást í Hellusundi 6, sími 230.
Einnig selt í Austurstræti 10 B hjá
V. Knudsen (uppi yfir Brauns-
verslun). Sent heim ef óskað er.
Blómaversl. „Gleym mjer ei“.
Nvkomið fallegt úrvai af pálmuih
og blómstrandi blómum í pottum.
Daglega túlípanar og hyacintur.
P’yririiggjandi kransar úr lifandi
og gerviblómum. Alt til skreyting-
ar á kistum. Sömuleiðis annast
verslunin um skreytingar á kistum
fyrir sanngjarnt verð. Bankastræti
4. Sími 330.
- • ■<*
Hestur, gráskjóttur, hefir tap-
ast frá Rvík. Þeir sem kynnu að
verða varir við hann, hringi í síma
1525, eða Dýraverndunarfjelagsins
í Tungu.
• ■ , t;.*a-------------------------
Stúkan Einingin nr. 14. Ösku-
dagsfagnaður í lcvöld (miðviku-
dag') kl. 8y2. Systur geri svo vel
og komi með öskupoka. Til skemt-
unar: Samdrykkja, ræður, söngur
og dans. Fjelagar, styrkið sjvikra-
sjóðinn og fjölmennið.
Forstofustofa til leigu í miðbæn-
um. Upplýsingar á Grjótagötu 7.
ódýr saltfiskur, nr. 1, á 0.25 i/2
kg. í smákaupum og ódýrari í
«tærri kaupum. Úrgangsfiskur svo
ódýr að það tekur ekki að aug-
lýsa það. Nr. 1 saltfiskur úr
sUfia á 0.11 y2 kg.
Fæst í Saltfiskbúðinni, Hverfis-
götu 62, sími 2098 og á Hverfis-
götu 123, sími 1456. Hafliði Bald-
vinssþn.
Þ j er
kanpið alls konar
Ullarvðrnr
best og ódýrast í
Vðruhúsinu.
Fallega Tulipana
hyasintur, tarsettur og páskaliljur
fáið þjer á Klapparstíg 29 hjá
Vald. Ponlsen.
Sími 24.
Mjðlkurbd Flðamanna
Tý%ötu 1 og Vestur0ötu 17.
Skjpi 1287. Sxmi 864.
DagÍQga nýjar mjólkurafurðir. —
Sent heim.
Dagbák.
Veðtrið (í gær kl. 5): Á SA- og
A-landi er kyrt veður og alt að
4 st. frost, en S-læg átt og frost-
laus í öðrum landshlutum. Veður-
hæðin er víðast 5—6, en tvær
stöðvar á Vestfjörðum telja storm.
Fm SV-hluta landsins er byrjað
að rigna, og hitinn er þar 2—4
st. Loftþrýsting er nú lág yfir
öllu Grænlandi en er nú farin að
stíga sunnan til. Lægðarsvæðið
færist NA-eftir og veldtir SV-
lægri átt á Grænlandshafinu og á
hafinu suðaustur af Islandi. Á S-
og V-landi mun vindur snúast í
SV í nótt með skúra- eða jelja-
veðri. Austanlands mun vindur
einnig komast í suðrið með þíð-
viðri í nótt.
Veðurútlit í Rvík í dag: SV-
átt, stundum allhvast eða hvast
með skúrum eða jeljum.
Föstuguðsþjónusta í Dómkirkj-
unni í kvöld kl. 6. Síra Friðrik
Hallgrímsson prjedikar.
Föstuguðsþjónusta í Fríkirkj-
unni í kvöld kl. 8. Síra Árni Sig-
urðsson.
Öskudagsfagnað heldur Verskxn-
armannafjel. Merkúr að Hótel
Skjaldbreið í kvöld kl. 8. Mun
þar verða til skemtunar söngur,
hljóðfærasláttur og dans. Einnig
mun verða haldið uppboð á út-
saumuðum öskupokum, sem fje-
lagsstúlkur hafa gefið til ágóða
fyrir kvennadeild fjelagsins, sem
sjer um þenna fagnað að öllu
leyti. Er víst að fjelagsmenn munu
fjölmenna þangað. Uppboðið hefst
kl. 10i/2.
Verðlaunagetraunar efndi Björns-
bakarí til á bolludaginn, eins og
áður hefir verið getið um hjer
í blaðinu.Alls seldi bakaríið 21.900
bollur. Ymsar tilgátur voru send-
ar, en hjá þeim sem næstur var
„munaði bara einum“. Úrslitin eru
auglýst á öðrum stað hjer í blað-
inu í dag.
Bát vantar. Vjelbáturinn ,Alda‘,
sem Eggert Kristjánsson og Co.
hafa látið smíða í Danmörku,
lagði á stað frá Færeyjum á
fimtudagsmorgun, en var ekki
kominn til Vestmannaeyja í gær-
kvöldi. Eru menn hræddir um að
bátnum hafi eitthvað hlekst á.
Hefir sendiherra Dana hjer sent
ixt fyrirspurnir til skipa um það
hvort þau hafi orðið vör við bát-
inn, og beðið þau um að svipast
um eftir honum og liðsinna, ef
með þarf.
Eimskipafjelagsskipin. Gullfoss
er væntanlegur kingað í dag. Með
honum er von á Jóhanni Þ. Jó-
sefssyni alþingismanni, sem nú
er einn þingmanna ókominn. —
Goðafoss fór frá Hamborg í gær
til Hull og Reykjavíkur, en Lag-
arfoss frá Kaupmannahöfn til
Leith, Austfjarða og Norðurlands-
hafna.
Náttúrufræðingurinn, liið nýja
tímarit þeirra Guðm. G. Bárðar-
sonar prófessors og Árna Frið-
rikssonar mag., fæst á afgreiðslu
Morgunblaðsins.
Togaramir. Hilmir kom frá Eng
landi í gær — Gyllir kom hingað í
’fyrrinótt með Gulltopp í eftir-
dragi; var Gulltopp lagt upp í
fjöru til þess að gera við stýrið
á honum. — Ólafur og Tryggvi
gamli komu af veiðum í gær,
báðir drekkhlaðnir og urðu að
skilja eftir nokkuð af aflanum.
Þeir hjeldu svo áfram til Eng-
lands.
Gilletteblöð
ávalt fyrirliggjandi í heildsölu.
Vilh. Fr. Frímanusson.
Sími 557.
Rauði krossinn hefir fengið
leyfi til þess að selja merki sín
á g ötunum einn dag á ári og hefir
valið til þess Oskudaginn. Verða
ungar stúlku'r því með merkin
á boðstólum í dag og sýna menn
eflaust fjelagsskapnum velvild
sína með því að kaupa þau.
Botnia kom til Leith í fyrradag.
Útvarpið í dag: KI. 18 Guðs-
þjónusta í dómkirkjunni (síra Fr.
Hallgrímsson). Kl. 19.25 Hljóm-
leikar (Grammófónn). Kl. 19,30
Veðurfregnir. Kl. 19,40 Barnasög-
ur (Theódór Ámason, fiðluleik-
ari). Kl. 19,50 Grammófón-hljóm-
leikar: (Fiðla og cello). Valse.
lente eftir Merikanto, leikið af
Fr. Asti. Danse villagloise eftir
Popper, leikið af Casals. Romance
eftir Höeberg leikið af Joh. Nils-
son. Kl. 20 Kensla í ensku í 1. fl.
(Anna Bjarnadóttir kennari). Kl.
20,20 Grammófón-hljómleikar: —
fiðlusóló. Lofsöngur til sólarinnar
eftir R. Koreakow, Ieikið af M.
Ekman. Adagio pathetique eftir
Godard, leikið af H. Marteau. Kl.
20,30 Erindi: Um sjávarútveg
(Bjarni Sæmundsson prófessor).
Kl. 20,50 Óákveðið. KI. 21 Frjettir.
Kl. 21, 20—25 Einsöngur (Garðar
Þorsteinsson, stnd. theol.) Guð-
munda Nielsen: Gamlar stökur.
Arthur Tate: Somewhere a voice
is calling. Schumann: Þú ert sem
bláa blómið. Árni Thorsteinsson:
Rósin. Edv. Grieg: Og jeg vil ha
mig en Hjertenskjær.
Hjónaband. Síðastliðinn laugar-
dag voru gefin saman í hjónaband
Pálína Guðmundsdóttir frá Viðey
í Vestmannaeyjum og Adolpli
Holm frá Flateyri í Önnndarfirði.
Síra Jón Árnason gaf þau saman.
Söngflokkur Ól. Firiðirikssonar.
Að undanförnu hefir verið svo að
sjá, sem Ólafur Friðriksson hafi
stofnað söngflokk eða söngflokka,
sem hafa þann sið, að ganga syngj-
andi um götur bæjarins á síð-
kvöldum. Nú, þegar Olafur er
orðinn ritstjóri AÍþýðuþlaðsins,
lætur lögreglustjóri hann birta í
blaðinu tilkynningu um það að
„söngur, ræðuhöld og annar há-
vaði á almannafæri“ sje brot á
ákvæðum lögreghxsamþyktarinnar,
er varði alt að 1000 kr. sektum.
Allhart mun ritstj. hafa þótt að
taka þetta inn í blaðið, en jafn
framt er þetta áminning til bæjar-
fulltrúans, Ólafs Friðrikssonar um
það, að hann eigi að minsta kosti
að reyna að halda lögreglusam-
þykt bæjarins.
Fiskbirgðir á Spáni. í Barcelona
eru 2400 smál. óseldar. Verðið er
100—106 pesetar 100 kg., hefir
liækkað um 2 peseta síðustu daga,
en sxx hækkxxn stafar af gengis-
falli pesetans. í Bilbao enx fislc-
birgðir 625 smálestir.
Fiskbirgðfir Nc<rðmanna erxi nú
9982 smál. hausaður og slægður
fiskur, en voru 17.992 smál. xxm
sama leyti í fyrra. Af þessxxm fiski
hafa verið saltaðar 3801 smál., en
á sama tíma í fyrra 12923 smál.
80 þús. krónxir éru útgjöld Nes-
kaupstaðar í Norðfirði áætlxxð á
þessxx ári. Þar af verður jafnað
niður „eftir efnxxm og ástæðxxm“
77 þús. króna.
HÖFUÐBÆKUR. — YÍXLABÆKUR. — SJÓÐBÆKUR.
DAGBÆKXJR. — KLADDAR.
BökaTerslnn ísafoldar.
Sími 361.
m\WM
sillarfægilðgur
Hreinsar — gljáir,
en rispar ekki.
lolasalan
Sími 1514.
Hihler-Orgúlin.
Mönnum ber nokkurn veginn
saman nm að þessi hljóðfæri
hafi einlxvern hinn fegursta
hljómblæ, er þeir hafa heyrt
í nokkrum orgelum. Um útlit
og vöndun í öllum frágangi
orkar eklci tvímælis. — Ýmsar
stærðir, tvöföld, sexföld eru
nú fyrirliggjandi.
Góðir greiðsluskilmálar.
Hljóðfærasalan
Langaveg 19.
Ferrosan
er bragðgott og styrkjandi
jámmeðal
og ágætt meðal við blóðleysi
og taugaveiklun.
Fæst í öllum lyfjabúðum
í glösum á 500 gr.
Ve<rð 2.50 glasið.
fiuoerin
besta blóðaukandi meðal. Læknar
um allan heim mæla með því. —
Fæst í öllnm lyfjabnðum.
Freðýsa
nýkomin í
Verslunina Hamborg
Nýlenduvörudeildina.
Til minnis.
Nú og framvegis fáið þið besta
þorskalýsið í bænum í
Uerslunínni Birninum,
Bergstaðastræti 35, Sími 1091
Anstnr á
Eyrarbakka
daglega
Frá Steindóri.
Wellingtoa
fægilögnr
Hreinsar best. Gljáirmest.
Stfltesoian
er stóra orðið
fcr. 1.25
i iorðið.
Riómabússmiðr.
KLEIN,
sími 73.
Nýkomnar
góðar
kartðflnr
á 0.25 pr. kg.
Miðlkurfielag Heyklavfkur
Ætið
nýtt grænmeti í . ‘
Verslunin 1
Sirius Konsum súkkulaði.
er fyrsta flokks vara, sem
enginn sjer eftir að kaupa.