Morgunblaðið - 21.02.1931, Page 3

Morgunblaðið - 21.02.1931, Page 3
M ORGUNBLAÐIÐ ; BIHIIIIIIIIIIIIIIIlllllllluiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirg Otgeí.: H.I. Árvakur, Beykjavlk = Rltatjörar: J6n Kjartanaaon. Valtýr Stefánaaon. Rltatjðrn og afsrelðala: Auaturatrœtl 8. — Slmi 500. = AuirlíalnBaatJðrl: E. Hafbergr. H AugrlýPinKPf,]jrlf<to£a; Auaturatræti 17. — riírai 700. = Helmasínnar: S Jðn KJartanaaon nr. 742. Vaitýr Stef&naaon nr. 1220. = E. Hafberg: nr. 770. Áakriftagjalð: S Innanlanda kr. 2.00 & aaánubl. = Dtanlanda kr. 2.50 á anánubl. = í lauaaaðlu 10 aura eintakiC, 20 aura meB Leabðk. s ® Bllllllllllllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin^ Islenskur ve kfræðiaýur. Jón (runnarsson verkfræðingur hcfir nýlega lokið byggingu tveg 8'ja stórbrúa fyrir West River Bailroad fjelagið í ríkinu Vermont. Mr. Gunnarsson útskrifaðist síðastliðið vor með meistara gráðu 1 ivCivil Engineering“ frá Massa- Hiusetts Institute of Teebnology sem er einn besti og þektasti verk- fræðingaskóli heimsins. .— Hann ^afði áður stundað verkfrœði í Noregi og útskrifast frá ríkishá- skólanum í Minnesota. 1929 var hann gerður fjelagi í Tao Beta Pi heiðursfjelagi amerískra verkfræð- ^nga. Hann er fæddur og uppalinn á Islandi. Kom til Bandaríkjanna 1925. Foreldrar hans eru Gunn- Jónsson og Guðríður Einars- Jóttir, sem lengi bjuggu á Ysta- í Húnávatnssýslu, mestu ™yndarlrjón og vel metin af öÍI- Rui, sem til þeirra þektu. Hann misti föður sinn 29. apríl 1928, en móðir lians býr í Reykja- Vjh hjá dóttur sinni Margrjeti, sem Þai’ er búsett. „Lögberg“. ------V----------------- Kosningin í Islington. London 20. febr. United Press. FB. Mrs. Manning (jafn.) bar sigur iir býtum í aukakosningunni í Hast Islington með 10.591 atkv. ’Critchley (ríkisfl.) hlaut 8.314, Miss Cazalet (íhalds) 7.182 og ‘Crawford (frjálsl.) 4450 atkv. Aukakosning í Englandi enn London 20. febr. United Press. FB. Aukakosning fer fram í Fare- ham kjördæmi í dag. 1 kjöri eru ®ir Thomas Inskip (íhaldsm.), Conningham Cross (frjálsl.) og A. Pearson (jafn.) Kjördæmi þetta 'er talið eitt af sterkustu vígjum •ibaldsmanna. Sleginn til riddara. London 20. febr. Opinberlega tilkynt, að konung- urinn hafi fallist á, að Malcolm ‘Campell verði sleginn til riddara. (Sennilega veitist Malcolm Campell þessi upphefði fyrir það, ah hann setti nýskeð hraðmet í hifreiðaakstri). Bæjarlæknirinn óskar eftir þ1 u<5 allir skólastjórar í bænu áti sig vlta daglega hve mar; vuntar af nemöndum í skólari þess að hægt sje að sjá hv; ^flúensan breiðist ört út. Alþingi. Efri deild. Frv. til laga um kirkjugarða (endurflutt). Frv. vísað til ann- arar umr. og mentamálanefndar. Frv. til laga um veitingu presta- kaUa. Dómsmálaráðherra mælti nokkur orð með frumvarpinu, og lagði til að því yrði vísað til alls herjarnefndar. Halldór Steinsson sagðist vilja vekja athygli væntanlegrar nefnd- ar á því, að frumvarp þetta gengi í öfuga átt við þá stefnu, sem nú væri ríkjandi sem sje þá, að rýmk- un kosningarrjettar sje rjettmæt, því þetta frv. þrengdi mjög rjett safnaðanna til að kjósa sjer þrest. Neðri deild. Fýrstu málin á dagskránni voru frv. um breyting á 1. um auka- tekur ríkissjóðs og frv. um vita- gjald. Fóru þau umræðulaust til 2. umr. og fjhn. Ný „bsinf-AvöiL*. Þriðja málið var frv. um rífeis- bókhald og endurskoðun. Fylgdi fjármálaráðh. frv. úr hlaði með nokkrum orðum og gat þess, að ætlunin væri sú, að koma bók- færslu ríkissjóðs í fullkomnara liorf, er sniðið væri eftir bók- færslu annara þjóða. Magnús Jónsson mintist nokkuð á liið nýja form, sem fyrirhugað væri á fjárlögum og landsreikn- ingnum. Gat hann þess, að almenn- ingur væri farinn að venjast því, sem nú væri, enda væri það á ýms- an liátt aðgengilegt, einfalt og auðvelt að átta sig fljótlega á því, hvernig ríkisbúskapurinu stæði á hyerjum tíma. Það væri misskilið mont- eða annað verra, að vera að elta erlendar þjóðir, í þessu efni, enda þektist það meðal erlendra þjóða, að ríkis- reikningar væri liafðir flóknir beinlínis til þess, að almenningur gæti ekki fylgst með þeim. Þetta nýja form væri miklu flóknara en það sem nú er, og aðeins fyrir bókhaldsfróða menn að átta sig á því. Breytingin væri óheppileg vegna þess, að almenningur ætti þá erfitt með að gera samanburð við fyrri afkomu þjóðarbúsins. Jóhann Jósefsson sagði, að sjálf- sagt væri að hafa bókfærslu ríkis- búsins í lagi, og aldrei kvaðst liann hafa heyrt, að hjer væri ólag á. Skifti það og miklu meira fyrir afkomu þjóðarbúsins, hvern- ig lialdið væri á fje ríkissjóðs, heldur en því, hvaða fyrirkomu- lag væri haft á bókfærslunni. — Þar, sem illa væri á haldið, hlytu fjármálin að komast í óreiðu hvað sem fyrirkomulagi bókfærslunnar liði. Nú væri svo komið, að stjórn- in væri búin að sóa og bruðla öllum þeim feikna tekjum, sem rík issjóði hefði áskotnast í góðær- unum og margfaldað ríkisskuld- irnar. Eina bjargráð stjórnarinnar væri svo: flóknari bókfærsla! Ekki væri hægt annað en að viðurkenna það, að stjómin væri fundvís á leiðir til að fjölga embættum og opinberum starfsmönnum. Hjer væri ein leiðin. Hjer væri stofnað embætti með 6000 kr. byrjunar- launum og einnig ætti að stofna þriggja manna reikningsráð, og ef að vanda lætur, myndi það eitt- livað kosta. Fjármálaráðherra svaraði Jóh. ekki öðru en skætingi. Sagði hann að Jóh. færist ekki að finna að fjármálastjórn ríkisins, því að enn verri væri fjármálastjórn Vestmannaeyja. Jóhann svaraði því, að þótt fjár- hagserfiðleikar væri hjá Vest- mannaeyjum sem öðrum hjeruðum nú í kreppunni, væri það þó svo, að Vestmanneyjar væri að grynna á skuldum sínum, en ríkisstjórnin hefði þrefaldað skuldir ríkissjóðs undanfarin góðæri. Ríkisstjórnin liefði ekkert gert til þess að hjálpa atvinnuvegunum í kreppunni — þvert á móti; ,hún væri stöðugt að þyngja álögurnar. (Hannes Jóns- son fór eitthvað að grípa fram í hjá ræðumanni og bað Jóhann þá „litla fjármálaráðherrann“ að bíða, uns hann hefði lokið ræðu sinni. Varð af þessu hlátur í deild- inni). A úndanförnum þingum hefði stjórnin verið að burðast með mörg nýmæli á Alþingi, og oftast hefði sú yfirlýsing' fylgt frá hennar hálfu, að þetta væri gert til þess að spara. En hvað sýndi landsreikningurinn? Hann sýndi fjölgun embætta ,bruðl og takmarkalaust sukk í fjármálum. Þar hefði „verkin talað,“ Magnús Guðmundsson kvaðst ekki vera í vafa um, að þetta nýja fyrirkomulag yrði dýrt fyrir ríkis- sjóðinn. Væri þegar stofnuð tvö embætti, annað með 6000 kr. byrj- unarlaunum og hitt með 5400 kr., auk dýrtíðaruppbótar. Laun yfir- endursköðanda væri ákveðin hærri en laun skrifstofustjóra stjómar- innar, sem liefðu 5000 kr. byrjun- arlaun. Hjer væri ekki verið að spara. Kostnaðurinn yrði þó vafa- laust enn meiri; myndi 3—4 ný embætti verða stofnuð, ef breyt- ingin kæmist á. Að lokum kom ræðumaður inn á form fjárlaga- frumvarpsins og sýndi fram á, ruglingslegt' og grautarlegt það væri. Auðvelt væri, að breyta til um bókfærslu lijá ríkisfjehirði og ríkisbókara, þótt form fjárlaga og landsreikninga yrði óbreytt. Fjármálaráðherra fanst það und- arlegt,. að sjálfstæðismenn skyldu vera að gera veður út af þessu máli, sem væri með öllu ópólit- ískt. Magnús Jónsson kvaðst, vera alt, annarar skoðunar hvað þetta snerti. Þetta væri stórpólltxskt mál, því að fjármálin myndu á- reiðanlega verða aðalmálin við næstu kosningar. Skifti því ekki litlu máli, að reikningar ríkissjóðs væru það glöggir, að almenningur gæti áttað sig á þeim og gert samanburð við fyrri ár. Stjórnin legði auðsjáanlega alt kapp á, að rugla reikningsfærsluna svo, að almenningur botnaði ekki í neinu. Þetta bæri vott. um vonda sam- visku. Frv. var því næst vísað til alls herjarnefndar. Bifreiðaskattur. Þetta frv. var síðasta málið, á dagskrá Nd. í gær. Fjármálaráðh. fylgdi því úr. hlaði með stuttri ræðu. Pjetur Ottesen gat þess, að þing- ið liefði nú setið í þrjá daga og væri allmörg skattafrv. fram kom- in. Að vísu væri svo háttað um flest þeirra, að ekki væri um verulega skattahækkun að ræða. Hjer væri öðru máli að gegna, því frv. þetta liefði í för með sjer um 200 þús. kr. hækkun frá því sem nú er. í samskonar frv., sem lagt hefði verið fyrir síðasta þin^, hefði ekki verið skattað annað bensín en það, er notað væri til bifreiða. Nú væri það lagt á vakl stjórnarinnar, að skatta alt bensín og kæmi þá þar undir bensín til báta, dfáttarvjela (trak- tora) o. s. frv. Haraldur Guðmundsson and- mælti og frv. og taldi, að skatt- urinn myndi nema 6—700 kr. á bifreið. Fjhn. fekk frumvarpið til með- ferðar. Nýtt iyrirtæki. Smjörlíkisgerð Reykjavíkur. Magnús Thorsteinsson fyrver- andi bankastjóri bauð á fimtudag- inn blaðamönnum að skoða nýja smjörlíkisgerð, er han hefir látið reisa við Háteigsveg hjer í bæ. Hús og vjelar er livort tveggja mjög Vandað, og öllu fyrir komið eftir fyrirsögn sjerfróðustu manna. Vjela-, geymslu- og starfsrúm eru vandlega aðgreind. Vjelar eru fyr- irferðarlitlar* og ganga hljóðlega og án reima og annars gamaldags- útbúnaðar. Sjerstök herbergi eru fyrir starfsfólk til fatágeymslu,’ kaffidryklrju og því um líks, og fylgir baðherbergi. Gólf vinnuher- bergja eru gerð af sjerstöku steypuefni, er hvórki slitnar, nje klökknar við hið sífelda vatns- rennsli, en veggir eru klæddir hvít um glerung. Ollu er svo fyrir- komið, að auðvelt er að gæta liins- fylsta hreinlætis, en vinnubrögð verði auðveld. Þegar Thorsteinssón hafði sýnt verksmiðjuna, ávarpaði hann við- stadda eitthvað á þessa leið: Fljótt á litið verða það tæplega talin stórtíðindi á þessum tímum, að ný smjörlíkisgerð tekur til starfa. Þó er það svo að jeg geri mjer von um að opnun þessarar smjörlíkisgerðar verði talin at- burður í sögu íslensks iðnaðar, þegar stundir líða fram. Hxis verksmiðjunnar hefir verið: vandað svo sem kostur er á. Vjelar eru og af allra nýjustu gerð, keypt ar frá verksm. Paasche & Larsen Petersen í Horsens — þeim sömu og hr. Tlior Jensen hefir fengið vjelar sínar frá í mjólkurstöðina á Korpúlfsstöðum. Vænti jeg að auð- sjeð sje, að hjer er í mörgu um nýbreytni að ræða til fullkomnun- ar frá því, sem tíðkast hefir hjer í þessum efnum. Segi jeg það ekki til þess að gera líiið úr því, sem fyrir er, en það leiðir af sjálfu sjer, að auðvelt er að láta smjör- Jíkisgerð, sem bygð er árin 1930 til 1931, þar sem liús er bygt ná- kvæmlega fyrir vjelar og fyrirhug að hlutverk með hvern hlut á sín- um stað, taka því fram, er menn neyðast til að setja vjelar og vinnustöð í hús, sem bygð eru í alt öðrum tilgangi. Vænti jeg að það sje auðsjeð, að hjer er auðvelt að gæta hins ítrasta hreinlætis. Þó er það ekki vegna þessara spora í framfaraátt, sem jeg geri mjer von um- að opnunar þessarar smjörlíkisgerðar verði síðar minst sem nokkurs atburðar hjer á landi. Eins og kunnugt er, hefir smjör- s - líki verið að því leyti gölluð vava, að í því hafa engin fjörefni verið. Miklar og margvislegar tilráunir hafa verið gerðar til þess, að fá fjörefni í smjörlíltið en þær til- raunir hafa altaf mistekist þar til árið sem leið. Þá fyrst tókst í Syiss að framleiða úr „grænu jurtinni“ -— efni, sem inniheldur öll fjörpfni, og að auki fosforsöltin — kalk og magnesiu. — En það er hlutverk f jörefnanna að gera þessi efni full- komlega nothæf líkama mannsins. Fjörefna- og forforsafni þessu liefir verið gefið nafnið EvitOiis. Er alveg nýbyrjað að nota það í Þýskalandi og Sviss með ágætum árangri. Hafa vísindamenn margra landa sannað með tilraúnum á dýr um að Eviunis inniheldur öll þau efni, sem framleiðandi hefir haldið fram. Með mikilji fyrirþÖfn og fjár- framlögum hefir þessari smjör- líkisgerð tekist að fá einkarjett á íslandi, til þess að setja þetta fjör- efnasafn í smjörlíki sitt. Ábyrgð er tekin á að Ljómasmjöirlíkið (svo kallast smjörlíki Smjörlíkis- gerðar Reykjavíkur) með Eviunis inniheldur fleiri tegundir fjörefna en venjulegt smjör. Jeg vil ekki neita, að jeg er dálítið hreykinn af því að þessi smjörlíkisgerð er sú fyrsta á Norð- urlöndum, sem getur framleiU smjöriíki, sem sannanlega inni- heldur fjörefui. Að það hefir teh- ist, er því að þakka, að verksmiðj- an liefir notið aðstoðar sjerfræð- ings í þessum efnum, og mun fram vegis njóta aðstoðar hans. Þrétt fyrir mikinn kostnað, sem ]>að yjddnr, að láta Eviunis fjör- efni í smjörlíkið, liefir þó verið á- kveðið að selja það við sama verði og venjulegt smjörlíki. Með því er öllum gert fært að hafa á borði sínu smjörlíki, sem inniheldnr fleiri tegundir i'jörefna en smjör. Og þegar athugað er, hve mikií veikindi stafa af fjörefnaskorti, vona jeg að allir geti orðið sam- mála um, að fyrirtæki þetta geti orðið íslenskn þjóðinni til mikils gagns. Og þess vegna er það að jeg geri mjer von um að opnun Smjör líkisgerðar Rejrkjavíkur verði minst í sögu iðnaðarins hjer á landi. Blaðamenn óskuðú Magnúsi Thorsteinssyni til hamingju með þetta nýja fyrirtæki og Ijetu þá ósk fylgja, að framfarir þær, er hann hefir aflað sjer aðstöðu til að gera í þessari iðngrein yrðu lionum til sóma. «g þjóSinni til hagsbóta. Frá í. S. í. FB. 19. febr. Þessi met hefir sambaadsstjórn- in staðfest frá síðasta aðalfundi: 4X50 stihu boðsund á 2 mín. 15.6 sek:, settag Glf. Armann 13. júlí 1930. — 1500 stiku boðhlaup (=800+400+200 og +100 st.) á 3 mín. 47 sek., Glf. Ármann 17. júní 1930. — 400 stiku bringusund á 7 mín. 10.8 sek., sett af Þórði Guðmundssyni, SundfjeL Ægi 27. júlí 1930. — 100 stiku bringusund á 1 mín. 34.2 sek., sett af sama 14. sept. 1930. — 50 stiku sund, frjáls aðferð, á 31.6 sek., sett af Jóni D. Jónssyni (ÆgirJ 14. sept. 1930. •— Kúluvarp, betri hendi, á 11.85 stikur, sett af Þorsteini live

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.