Morgunblaðið - 21.02.1931, Page 4
4
Hus($singssiagbök j
BLÓM & ÁVEXTIR
Hafnarstræti 5.
Nýkomið: Blómfræ. Matjurta-
fræ. — Túlipanar á 50 aura.
Stórt úrval af krönsum. Lítið í
gluggann.
Hálfstífir flibbar, allar stærðir.
Hálsbindi í miklu úrvali. Hvítar
og ' mislitar manchettskyrtur. —
Sterkustu og bestu sokkarnir fást
hjá mjer. Vigfús Guðbrandsson,
Austurstræti 10.
Fallegir túlipanar og fleiri lauk-
blóm fást í Hellusundi 6, sími 230.
Einnig selt í Austurstræti 10 B hjá
V. Knudsen (uppi yfir Brauns-
verslun). Sent heim ef óskað er.
---------------------------------
Blómaversl. „Gleym mjer ei“.
Nvkomið fallegt úrval af pálmum
og blómstrandi blómum í pottum.
Daglega túlípanar og hyacintur.
Fyrirliggjandi kransar úr lifandi
og gerviblómum. Alt til skreyting-
ar á kistum. Sömuleiðis annast
verslunin um skreytingar á kistum
fyrir sanngjarnt verð. Bankastræti
4, Sími 330.
Sauma kjóla og kápur eftir ný-
ustu tísku. — Árni Jóhannsson,
dömuklæðskeri, Bankastræti 10.
íbúð laus 14. maí eða jafnvel
fyr/ 5 herbergi auk eldhúss og
baðherbergis. Öll nýtískuþægindi.
Upplýsingar í sima 955.
Holasilan «i
Sími 1514.
Anstnr á
Eyrarbakka
daglega
frá Steindóri.
Þ|er
kanplð alls konar
Ullarvörnr
best og ðdýrast i
böruhúsinii.
Fjallkonu-
skó-
m
svertan
er
best.
Hlf. Eftiagerð Reyhjavikur.
MORGUNBLAÐIÐ
Uni bæflafal i smitrliki.
Heliocithin heitir nýtt efni, sem
hefir rutt sjer til rúms upp á síð-
kastið, einkum í Evrópu. Það er
iátið í smjörlíki til þess að spara
mönnum að blanda það með smjöri
sem annars væri mikilsvert til
þess að fá nægilegt bætiefnainni-
hald í fæðuna. Samkvæmt skýrslu
„Physiologische Institut“ í Berlín
inniheldur Heliocithin mikið af A1
vitaminum (sama og í smjöri) og
einnig D-vitamin (anti-rachitisk-
ar), og getur á þann hátt hjálpað
mikið til þess að gera smjörlíki
fjörefnaríkara.Samskonar álit hafa
látið uppi um þessa tegund Dr.
Massatsch, Berlín. Dr. Leonard
Frank forstöðumaður við „Háupt-
gesundheitsamt der Stat Berlin“
segir: Vilji smjörlíkisframleiðandi
af einni eða annari ástæðu auka
fjörefnainnihald smjörlíkisins, þá
er það auðvelt, meðal annars með
því, að nota Heliocithin, sem próf.
Steudel hefir hrósað mjög í „Die
Klin. Wochenschrift“.
„Smára“-smjörlíkið hefir notað
Heliocithin núna um nokkurn tíma
Onnur efni sem notuð eru til þess
að bæta „Smára“-smjörlíki, eru
meðal annars nýmjólk og eggja-
rauður.
Húsfreyjur: Ef þjer kaupið
„Smara“, hafið þjer tryggingu
fyrir því, að fá altaf það besta
sem hægt er að framleiða. Mest
bætiefnainnihald. Best til þess að
baka úr, steikja í og borða með
heituín og köldum mat.
„Smári“ bregst yður aldrei.
Ins.
Einarssyni (Árm.) 6. sept. 1930.
— 1000 stiku lilaup á 2 mín. 39
sek„ sett af Geir Gíja 16. maí 1930.
— Öll metin eru sett í Reykjavík,
nema met Geirs Kr. Gígju. Það var
sett í Kaupmannahöfn.
’Ný sambandsfjelög. Þessi fjelög
hafa gengið í sambandáð: Knatt-
spyrnufjelagio Kári, Akranesi. Fje
lagatala 80. Formaður Ólafur Jóns
son, kaupmaður. Knattspyrnufje-
lag Akraness, Akranesi. Fjelaga-
taJa 56. Formaður Ólafur Sigurðs-
son, verslunarmaður.
Æfifjelagar hafa gerst: Einar
Steindórsson, Björnssonar frá Gröf
Ólafur Guðmundsson, Ólafsonar,
lögmanns. Báðir í Reykjavík. Æfi-
fjelagar eru nú 86 a ðtölu.
Sambandsfjelögin eru mint á að
se nda bæði ársskýrslu og fjelaga-
skrá sem fyrst, samkvæmt síðasta
umburðarbrjefi I. S. í.
Dagbák.
□ Edda 59312247 = 2.
Veðrið (í gær kl. 5) : Lægðin er
nú komin suðaustur fyrir ísland
og liggur lægðarmiðjan norðan við
Færeyjar. Er nú hvöss norðan átt
um alt land, snjókoma á N- og
A-landi, en úrkomulítið og víða
bjartviðri sunnanlands. Síðan í
gtér hefir kólnað all-mikið. Er nú
12 stiga frost norðanlands og 8—•
9 stig syðra.
Á morgun mun draga úr veður-
hæð hjer vestanlands.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
N eða NA-kaldi Úrkomulaust og
sennilega ljettskýjað.
Messur á morgun: í Dómkirkj-
unni kl. 11, sjera Bjarni Jónsson.
Kl. 2 Barnaguðsþjónusta (sra. Fr.
H.). Kl. 5 sjera Friðrik Hállgríms-
son.
í Fríkirkjunni sjerá Árni Sig-
urðsson kl. 2.
X Fríkirkjunni í Hafnarfirði
sjera Jón Auðuns kl. 2.
Heimdallur. Fundur á morgun
kl. 2. Sjá auglýsingu í blaðinu.
Elín Ólafsdórttir frá Gerðakoti,
Miðnesi, nú á Njálsgötu 50 verður
sjötug í dag.
Hjónaband. Ungfrú Eiríka Árna-
dóttir og Þorgrímur Eyjólfsson
kaupm. frá Keflavík, verða gefin
sáman í dag af síra Kristni Daní-
elssyni.
Fundur verður haldinn í Nor-
ræna fjelaginu mánudaginn 23.
febr. kl. 8% e. m. í Landsbóka-
safninu. Stjórnarkosning fer fram.
Ymiss önnur máí á dagskrá.
Frá útvarpinu. Framsöguræðu
fjármálaráðherra við fyrstu um-
ræðu fjárlaganna (fjármálaræð-
unni) verður varpað út á morgun
og hefst kl. 1Y2 eftir hádegi. Jafn
framt verður ræðunni — ef sæmi-
legt verður veður — varpað iit
með gjallarhornum af svölum Al-
þingishússins.
Inflúensan er komin til Vífils-
staða. Hafa 3—4 sjúklingar tek-
'ið hana og fengið háan hita. —
Nokkur börn vantaði í skólana
hjer í gær vegna inflúensu, og
um eitt heimili var oss kunnugt
í gær, þar sem allir lágu nema
húsmóðirin.
Snjóbíll bilar. Snjóbíllinn, sem
er á Hellisheiði fór frá Lögbergi
í gærmorgun, en var ekki kominn
til Kolviðarhóls um miðjan dag.
Voru menn orðnir hálfliræddir
um hann. En- svo var mál með
vexti, að þegar upp á Sandskeið
kom, bilaði bíllinn og komst ekki
lengra. Bílstjórinn skildi hann þá
eftir og fór niður að Lögbergi.
Er bilunin ekki talin alvarleg, og
tekst, vonandi að gera við liana
í dag. Engin ferð var yfir fjallið
í gær, vegna þessarar bilunar snjó-
bíísins. Þó er færð á háheiðinni
ekki talin sem verst, harðfenni
Hvennagullið.
að jeg trúi því tæpast að yður
langi til að bera það framar. Því
næst braut jeg það á ltnje mjer
og kastaði brotunum langt út í
fljótið, enda þótt meðal kafli þess
væri afar dýrmætur, lagður gulli
og eir.
Hann leit upp lítið eitt og augu
hans leiftruðu af stjórnlausu hatri.
;— Jeg kalla guð almáttugan til
vitnis um það, hrópaði hann hás-
um rómi, að þjer skuluð einhvern
tíma neyddur til að greiða mjer
bætur fyrir þetta.
—• Ef yður finst, að þjer hafið
ekki fengið nóg, þá er jeg reiðu-
búinn að halda áfram hvenær sem
þjer viljið, syaraðí jeg ástúðlega.
Jeg gat ekki sagt meira, því
að nú sá jeg Lavédan greifa og
greifafriína skunda þvert yfir
blómsturbeðin í áttina til okkar.
Greifinn var þungbrýnn, líkast því
sem hann væri reiður.
— Hvað er á ferðum lijer? Hvað
víða, því að skafið hefir af í
rokinu.
Útvarpið í dag: Kl. 19,25 Hljóm-
leikar (Grammófónn). Kl. 19,30
Veðurfregnir. Kl. 19,40 Barnasög-
ur (Steingr. Arason kennari). Kl.
19.50 Einsöngur: (Frk. Guðrún
Pálsdóttir). Kl. 20 Kensla í þýsku
í 2. fl. (W. Mohr). Kl. 20,20 Ein
söngur: (Frk. Guðrún Pálsdóttir).
Kl. 20,30 Erindi: Jarðskjálftinn
1896. II. (Sra. Ól. Óláfsson). Kl.
20.50 Óákveðið. Kl. 21 Frjettir.
Kl. 21,20—25 Grammófón-hljóm-
leikar. Dansmúsík.
Ráðningarskrifstofa verslunar-
mannafjelaganna. Undanfarin ár
hafa fjelögin Verslunarmannafje-
lag Reykjavíkur og Merkúr starf-
rækt ráðningaskrifstofu fyrir versl
unarmenn. Hefir hún haft aðsetur
í verslunarráðinu. Nokkurir, bæði
konur og karlar, hafa þegar fengið
atvinnu með aðstoð skrifstofunnar.
Samt hafa kaupmenn og atvinnu-
rekendur notað hana alt of lítið.
Er það nú áskorun fjelagsmanna
til verslunarmanna sem eru at-
vinnulausir að senda nöfn sín á-
samt'mynd til skrifstofunnar og
jafnframt skora stjórnir fjelag-
anna á kaupmenn og aðra verslun-
aratvinnurekendur að srn'ia sjer
ávalt til skrifstofunnar þegar þeir
hafa lausar verslunarstöður. Sig-
urður ’ Guðmundsson skrifstofu-
stjóri Verslunarráðsins gefur allar
nánari upplýsingar viðvíkjandi
ráðningaskrifstofunni.
fsfdsksala. Júpíter seldi afla
sinn í gær í Englandi fyrir 1754
stpd., og Ari á fimtudag og föstu-
dag afla sinn fyrir 1536 stpd.
Fiskafli á öllu landinu frá ára-
mótum fram að 15. febrúar, var
7727 skpd., en var á sama tíma
í fyrra 13466 skpd. Engin sltip,
livorki togarar nje línuvei$abátar,
liafa lagt saltfisk á land við Faxa-
flóa á þessum tíma í ár, og enginn
saltfiskur er kominn á land í
Vestmannaeyjum. Á Sandi og Ól-
afsvík hefir verið ágætur afli,
það sem af er þessu ári.
Háskólafyirirlesitur. í kvöld kl.
6—7 flytur próf. dr. Ágiást H.
Bjarnason þriðja fyrirlestur sinn
um vísindaiegar nýjungar í 1.
kenslustofu Háskólans. — Öllum
lieimill aðgangur. Fyrirlestrinum
verður útvarpað.
ísland og Þjóðabandalagið. — Á
"fundi í Siglufirði, sem fjárhags-
nefnd hafði boðað tii, var því mót-
er það, sem þjer hafið gertf spurði
hann og sneri sjer til mín. Af
hreimnuin í rödd hans heyrði jeg
að það vár ekki reiði, sem bjó
efst í huga hans, heldur kvíði.
— Hann hefir ráðist á hann eins
og fantur! æpti greifafrúin svo
undir tók og ygldi sig frarnan í
mig. — Hann er ekki nema barn
ennþá, veslings Saint-Eustache,
sagði hún við mig í ávítunarróm.
— Jeg sá það alt frá glugganum
mínum, Lesperon, og mjer fanst
það andstyggilega ruddalegt og
reglulega ragmenslculegt, að slá
svona ungan dreng. Að þjer skulið
ekki blygðast yðar! Komi það fyr-
ir að þjer verðið ósáttir við hann,
eru þá ekki vissar reglur fyrir því,
hvernig jafna eigi slíkt milli göfug
menna? Ó, hamingjan góða, liví
gátuð þjer ekki gefið lionum það
sem bann þurfti og farið að honum
að Iiætti aðalsmanna?
— Ef frúin aðeins vill láta svo
lítið að athuga grandgæfilega
þetta vesalings barn, Saint-Eusta-
che greyið, sagði jeg örvaður af
mælt með 130 atkvæðum gegn 8 •
að Island gengi í Þjóðabandalagið.
Það voru sósíalistar, með Guðm.
Skarphjeðinsson kennara fremstan . 1
í flokki, sem svöruðu þannig þings
ályktunartillögu stjórnarinnar. —
Hvað skyldi nú búa undir þessu
og andúð Alþýðublaðsins gegn
þingsályktaninni? Ekki annað en
það, að fleiri sósíalistar en orðið
er, vilja komast að beinajötunni !
með því að Iiafa í hótunum við
stjórnina.
Skíðafjelagið er að hugsa um
skíðaför á morgun frá Hraða- !
stöðum, um Bjarnavatn, Miðdal,
Laugavatn að Grafarholti, en ekki
taka nema æfðir skíðamenn þátt
í þeirri för, því að vegna hvass-
viðrið að undanförnu er færið
livergi nærri gott," og ekki fyrir
byrjendur, harðfenni, og svell á
milli skafla.
En þeir sem eru lítt vanir að
fara á skíðum, geta notað sjer
skíðafærið hjer í grend, gengið t.
d. inn að Elliðaám, þaðan að
Breiðholti og niður Digranesháls
að Fossvogi og yfir Öskuhlíð. Það
er stutt leið en skemtileg að ýmsu
Ieyti. I brekkunum þótt ekki sje
háar, ætti byrjendur þó að fara
varlega. Ágætt skíðafæri kæmi nú
ef lausamjöll væri.
Laust prestakall. Hofsprestakall
í , Álftafirði í Suður-Múlasýslu
(Hofs, Djúpavogs, Berufjarðar og
Berunes sóknir) er auglýst og er
umsóknarfrestur til 1. apríl. Yeit-
ist frá 1 .júní.
Togari boðinn upp. Samkvæmt
beiðni skilanefndar li.f. Víðis í
Hafnarfirði, verður togarinn Ver
boðinn upp á liöfninni í Hafnar-
firði 2. mars, ásamt útbúnaði og
veiðarfærum öllum (botnvörpum,
þorska og síldametjum).
Sundfjelagdð Ægir heldur aðal-
dansleik sinn í kvöld. kl. 9 f
íþróttaliúsi K. R. Húsið skreytt.. |
Sjö manna hljómsveit. Aðgöngu- í
miðar eru seldir hjá Þórði Guð-
mundssyni hjá Hvannbergsbræðr-
um í K. R. liúsinu frá kl. 5—8-
í kvöld.
Framsókn múlbundin. Alþýðubl..
segir í gær frá Ijótu athæfi Sjálf-
stæðismanna á bæjarstjórnarfundi
á fimtudaginn, „að þeir hafi ætlað
að veiða sjer atkvæði Fram-
sóknarflokksmanna“ við eina
nefndarkosningu. „En það bragð>
hepnaðist ekki“, segir Alþbl.r
lieldur kampakátt út af því, að
fulltrúar Framsóknar þora ekki
annaS en sitja og standa eins og;
sósíalistum þóknast.
illmælgi hennár, þá vona jeg að<
þjer viðurkennið að jeg hafi geng-
ið svo rækilega frá honum að slíkt
verður tæpast betur gert. Mjer-
hefði verið ljúft að ganga á hólm:
við hann, en Saint-Eustache er
ekki alveg laus við ágalla ]>ann,-
sem oft sest að í óþroskuðum ung-
lingum — hann er of bráðúr. —
Hann er alt of fljótfær og það>
gat því ekki komið til mála að>
hann reyndi að bíða þar til jeg:
væri búinn að ná í sverð. Mjer
var því nauðugur einn kostur að
nota þenna staf svo vél sem, ýeg:
gat.
— En þjer móðguðuð hanrr,
hreytti hún út. úr sjer upp í opið
geðið á mjer.
-— Hver sem hefir sagt yður það
liefir farið með ósannindi, góða
frú. Þvert á móti, það var hann
sem móðgaði mig. Hann bar það
upp á mig að jeg færi með lygL
Jeg barði hann með stafnum, sem
hann sjálfur átti, og við það
rjeðst hann á mig vopnlausan með
sverði sínu. Jeg reyndi að verja