Morgunblaðið - 25.02.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1931, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐT.Ð / ■ ‘ ■ i MlMamaMsOisHNiC Bakarar Ff rirliggiandi: Hveiti „Cream of Man.“ Do. „Gilt Edge“ Rúgmjöl „Blegdam“. Svínafeiti. Bakarasmjörlíki. Blandað sultutau. Hálfsigtimjöl. Malsveinn. Unglingspiltnr óskast á Ilntningabát. Upplýsing- ar í síma 2370. Meðferð á almannafje. í \ Ráðherraábyrgð og landsdómur. Ef einhver óbreyttur maður verð ur uppvís að því, að hafa tekið ránshendi eða þjófshendi annars manns eign, þó ekki sje nema ör- lítil upphæð eða verðmæti, er hann vægðarlaust dreginn fyrir dómara. Reynist hann sannur að sök, er hann dæmdur frá æru, hann er aviftur þeim borgaralega rjetti að ■eiga, sem aðrir menn, hlutdeild í meðferð málefna borgaranna — hann er sviftur kosningarrjetti — hann er sviftur frelsi um stundar- sakir, og jafnvel lagður í áþján — hegningarvinnu. — Hversu smá- vægileg sem sök hans er, sje hún aðeins þessarar tegundar og verði nppvís, getur ekkert frelsað hann frá ærumissi og mannrjettinda- missi. Ve'iti menn fyrirtæki forstöðu «ða ~þjónustu, einkafyrirtæki eða almenningsfyrirtæki, og fari með fje þeirra eða fjármuni, er yfir þeim A'akandi auga rjettvísinn- .*r og refsiyöndur hennar á lofti. Æivo vandlifað er í slíkum stöðum, nð þar til endist ekki stakasta ráð- vendni, heldur verður að fylgja vakandi gætni og glöggskyggni. svo nákvæm er sú lína, sem rjett- vísin dregur milli heiðarlegrar og úheiðarlegrar meðferðar á annara fje. — Flestir munu sammála um það, að þetta sje nauðsynlegt. Meðfædd ráðvendni og rjettarvitund er ekki öllum næg leiðbeining og nægur «tyrkur til að lifa ráðvandlega. Parf þá einnig ótti við refsingu «ð leggja höft á þá. En almenningur vill að þessu <>ngan mannamun gera. Hann vill ■ækki að snauður maður, sem enga ■„samábyrgð hefir keypt sjer, sje merktur þjófsmarki fyrir smáyfir- sjón, en valdhafar megi óátalið lifa á almannasjóðum, sem væri það eigið fje, og gefa af því stór- gjafir til vina og vandamanna, eða leigðra þjónustumanna. Almenn- ingur vill engin lögvernduð nje venjuvemduð fjársvik þola, nje a,ð „fríbilletti“ sjeu gefin til sjóð- xána. Ilánn vill að allir sjeu jafnir fyrir Tögum, og hann vill ekki að bófar sjeu settir á mannvirðinga- bekk með heiðarlegum mönnum, hvorki fátækum nje ríkum. Sjóðþurðir hafa oft orðið upp- vísir hjer á landi. Upphæðirnar hafa venjulega verið smáar, því sjóðir eru ,flestir smáir á landi voru. En fíestir þeir, sem sjóðina hafa geymt og af þeim eytt án heimildar, hafa fengið að kenna á ákvæðum hegningarlaganna. Flest ir hafa þeir þó haft þá afsöknn, að þeir liafa liaft sjóðina í eigin geymslu, blandað þeim saman við eigið fje, og því margir ekki vitað glögt, er þeir gengu til þurðar. Og allir liafa þeir eflaust íftlað að skila sjóðunum óskertum. — Þeir hafa vonað að ástæður leyfðu þeirn að endurgreiða sjóðnum, áður en að sktfldadögum kæmi. Hjer er því oft um að ræða ógætni í fyrstu, er bar manninn á óstætt fyr en varði, svo honum var ekki unt að snúa til sama lands, ■ þó feginn vildi. Á þessu er mikill munur og því, er menn taka fje, sem aðrir eiga, nota það til eigin þarfa, eða augða með því vini og þjónustu menn í eigingjörnum tilgangi, vitandi vel að það er óheimilt, og ráðnir í því að slcila j>ví aldrei aftur. Slíkir menn eru liættulegir þjóðfjelag- inu, og ber að merkja þá óhæfa til að vera í trúnaðarstöðum. Og eigi síður til ]>ess að fara með atkvæði um málefni almennings eða umboð annara. Einn stærsti, og fortakslaust frið helgasti sjóður,. sem fenginn er til varðveislu hjer á landi öðrum en eiga, er ríkissjóður. Við meðferð hans er það sjerstakt, að honum cr ekki unt að blanda saman við eigið fje og að öll greiðsla úr hon- um er fyrir fram ákveðin með lög- um, er Alþingi setur til eins árs í senn. Og sjálf stjórnarlögin mæla stranglega svo fyrir, að úr honum megi enga upphæð greiða, nema samkvæmt lögum. — En ráð- kerrarnir, sem einir hafa lykla- völd að sjóðnum (og forsetar Al- Skjmdisalan. — Á morgun verða margs konar vörur seldar. Tækifærisverð og þar á meðal allir bútar fyrir örlítið verð. — Enn er nokkuð eftir af vetrarfrökkum kvénna og karla, sem seljast fyrir lítið. Kostakjör í öllum deildum: ]>ingis að litlu leyti) eru látnir vinna eið að ]>ví, að víkja í engu hjer frá. 011 misnotkun þe.ssa sjóðs ætti því að vera fyrir bygð; en ef liún samt ætti sjer stað, ætti ]>að brot að sæta þyngri og alvar- legri refsingu en þjófnaður eða venjulegur fjárdráttur. Fyrir skemstil mundi það hafa verið talinn hinn mesti óþarfi að tala um þurð ríkissjóðs í þessu sambandi. Fyrir slíku er þó ráð gert í stjórnarlögum íslands, ráð- herralögum og lögum um lands- dóm, að fyrir þessa hlutj þurfi að refsa. Og nú er svo kömið, að það er ekki eipasta eðlilegt, að um þetta sjé 'rætt, heldur knýr þar til hin brýnasta nauðsyn. Sæmir ekki að látið sje lenda við laust umtal um það, að ráðherrarnir fari óráð- vandlega. með ríkisfje, því þá má búast við að ]>að rótfestist í með- J vitund manna að ekki beri að krefjast þess, að ráðherrar sjeu heiðarlegir menn, og að lög gangi yfir þá eins og aðra. En úr ríkis- sjóði hefir eyðst fje með þeim liætti, er rjett er að gefa öllum at-! kvæðisbærum mönnum á íslandi kost á að vita um, svo þeir geti prófað huga sinn um það, liverrar tegundar ]>eir hefði talið verknað- inn, ef hann liefði Iient mcnn í smærri verkahring, svo sem við eitthvert atvinnufyrirtæki eða for stöðu f jelagsmála. pví ef Aiþingi skyldi af einhverri ástæðu ekki! þykja sjcr hagfelt, eins og það nú er skipað, að fá mat dómstóla á verknaði, sem kjósendur telja að minsta kosti rannsóknarverðan, eiga ]>eir kost á að gera þar um ráðstafanir, ineðan kosningarjett- ur er ekki af þeim tekinn. Landsreikningurinn 1929, sá síð- asti, sem birtur er, sýnir það, að ríkisstjórnin hefir eytt af ríkisfje um 4.5 railj. kr. meira en fjárlög heimila. Reikningurinn mun nú hjer á ofan rangur, og umfram- eyðslan að minsta kosti heilli milj- ón kr. meiri en talið er, eða um 5.5 milj. kr. Þetta fje er geysimik- ið, jafnast á við hálfar tekjur rík- issjóðs á meðalári. Hvað hefir rík- isstjórnin gert við þetta fje, og livers eðlis er slík meðferð á fje almennings ? Eyðslunni má skifta í þrjá flokka. I fyrsta lagi ófyrirsjáan- leg útgjöld, sem ríkissjóði er að lögum skylt að inna af höndum. í öðru lagi útgjöld samkv. öðrum þingsamþyktum og lögum en fjár- lögum. í þriðja lagi útgjöld, sem ongin heimild er fyrir og enga stoð eiga í lögum eða samþyktum. Það eru þessi síðast töldu út-' gjöld,, sem samkvæmt rjettarmeð* vitund manna eru refsiverð, því allir vita, að hliðstæður verknaður mundi skapa valdalausum manni æruleysissök og þunga refsingu. | Krafa almennings hlýtur því að verða sú, að þetta mál ríkisstjórn- arinnar verði rannsakað, og hún látin afpiána þá sekt ,er hún verð- j ur sönn að. Framh. Bretar og Frakkar ræða flotamálin. Freðýsa nýkomin í Verslunina Haabirg London, 24. febr. United press. FB. Dalton, undirutanríkismálaráð- herrann, hefir tilkynt, að Hender- son utanríkismálaráðherra og flota málaráðherrann, Alexander, ásamt | breska fulltrúanum Craige, hafi lagt af stað til París til ]>ess að ræða um flotamálin við frakk- nesku stjórnina. Samkvæmt fregn frá París búast menn við, að málum hafi skipast svo, að Frakkar muni skrifa undir Lundúnaflotamálasamninginn. N ýlenduvörudeildina- Bæ j arst j órnarkosningar á Spáni. Madrid, 24. febr. s United press. FB. Ráðherrafundur í gær ákvað bæjarstjórnarkosningar þ. 12. apríl ! Ferrosan er bragðgott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleysi og taugaveiklun. Pæst í öllum lyf jabúðtun í glösum á 500 gr. Verð 2.50 glasið. Kcmmúnistahótanir í Höfn. Nokkrir fyrirliðar hand- teknir. Khöfn, 24. febr. United press. FB. í sambandi við fyrirhugaðar kröfugöngur í skandinavisku lönd unum á morgun, en þær eigá fram að fara samkvæmt umleitunum frá Moskva í mótmælaskyni gegn at- vinnuleysinu, hefir lögreglan í Kaupmannahöfn handtekið all- marga menn, sem eru sakaðir um að hafa áformað að sprengja ráð- húsið í loft upp. „Eksfrabladet“ liefir fengið IiQt- unarbrjef um, að skrifstofur blaðs- ins verði sprengdar í loft upp. Hýtt. Plómur, rauðar. Rabarbari. Tomatar. Perur. Blómkál. Epli. Glóaldin, Jaffa. Bananar. Þjóðarbúskapurinn í Danmörku. Samkvæmt skýrslum dönsku liagstofunnar um útflutninga í jan úar var útflutningur á öllum teg- undum landbúnaðarafurða, nema kjöti, meiri en í janúar í fyrra. Hins vegar er verð á öllum útflutt um landbúnaðarafurðum lægra en í janúar í fyrra. Atvinnuleysishlutfallstala í jan- úarlok 24.4, en 20.3 á sama tíma í fyrra. WizUZldj Útvarpið. Inflúensan í skólanum. Siggi hafði verið fjarverandi um tíma og kendi inflúensu um. Sögukenqarinn • Hvað hefir þú verið lengi í burtu? Siggi: Við vorum í ]>rjátíu ára stríðinu þegar jeg fór. Miðvikudagur. Kl. 18 Föstuguðsþjónusta í dóm- kirkjunni (Sr. Bjarni Jónsson i dómkirkjuprestur). Kl. 19,25 Hljómleikar (Grammófónn). Kl. 119,30 Veðurfregnir. Kl. 19.40 Barnasögur (Th. Árnason, fiðlu- leikari). Kl. 19.50 Hljómleikar (Axel Wold, cello, Emil Thorodd- sen. slagharpa). Kl. 20 Ensku- kénsla í 1. flokki (Anna Bjarna- dóttir, kennari). Kl. 20.20 Hljóm- lelkar: (Þór. Guðmpndsson, A. Wold, Emil Thoroddsen). Kl. 20.30 Yfirlit um lieimsviðburði (síra Sig. Einarsson). Kl. 20.50 Öákveðið. Kl. 21 Frjettir. Kl. 21.30—35 Grammó- fón-liljómleikar: (Kðrsöngur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.