Morgunblaðið - 10.03.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.03.1931, Blaðsíða 3
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiimiiumiiiiiiiiim MORHT’ ! 'OIÐ HiiuniiiiiiiiHniiiiHiiiiiflinnniHtimniiiiiniiiiiiniiiiiiiiiii^ Ttlor6nnblaí>H) Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík || Ritstjórar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjörn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Simi 500. = Auglýsingastjóri: E. Hafberg. || Auglýsingaskrif stofa: Austurstræti 17. — Sími 700. Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 742. = Valtýr Stefánsson nr. 1220. s E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: .Innanlands kr. 2.00 á mánuSi. = Utanlands kr. 2.50 á mánuSi. §§ í lausasölu 10 aura eintakiS. EE 20 aura meS Lesbók jiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiHiHjiiHiiniiifflniiiiÉ B»|arbrnni. 1. mars FB. Að kvöldi dags þ. 27. febr. s.l. kviknaði í íbiiðarhúsinu á Helga- stöðum í Re'ykjadal. Norðanstorm- ur var á og hríð. Brann húsið á tiltöluiega stuttum tíma. — Samt bjargaðist töluvert mikið af innan- stokksmunum en matvæli brunnu inni og svo eldiviður. Fóikið fór um nóttina fram í Halldórsstaði í hríð og ófærð, en það er töluvert löng bæjarleið. Yoru þrettán manns í heimili á Helgastöðum. Húsið var vátrygt, en annað ekki. Er því tjónið töluvert. mikið fyrir Utan það óbeina tjón, að verða húsviítur um hávetur og verða að leita á náðir annara. Evensen setur ný met. Osló, 7. mars. ' United Press. FB. Auk áðurnefndra tveggja nýrra heimsmeta, setti Evensen önnur 'tvö ný heimsmet. Hann rann þrjár mílur enskar á sjö mínútum og 57 ssekúndum og tvær mílur á fimm auínútum og sextán sekúndum. Snowden veikur. London, 7. mars. United Press. FB. Snowden fjármálaráðherra ligg- nr í blöðrubólgu, en áður hafði hann legið í inflúensu, — er búist við, að hann verði rúmfastur nokk ?hrra vikna tíma. Frá Englandi. Þmgtíðíndi. Uerslunarnðm og atuinnurlBttindi verslunaimanna. ei Neðri deild. Þingmenn Reykvíkinga flytja frv. um verslunarnám og atvinnu- irjettindi verslunarmanna. Frv. er samið að tilhlutun Verslunar- mannafjelags Reykjavíkur og Yerslunarmannafjelagsins Merkúr. Einnig hefir Verslunarráð íslands og Samband verslunarfjelaga ís- lands átt nokkurn þátt í samhingu frv. Hefir mál þetta lengi verið á dagskrá hjá verslunarstjettinni og frv. niðurstaða þess samkomu- ags, sem náðst hefir um málið. Frv. nær til þessara atvinnurek- enda: Kaupmanna, heildsala, hluta fjelaga, kaupfjelaga, pöntunarfje- laga, samvinnufjelaga, banka, sparisjóða, vátryggingarfjelaga, umboðssala, útgerðarfyrirtækja, skipaafgreiðslna, vöru- og skipa- miðlara, svo og annara, er bók- haldsskyldir eru að lögum. Er aðalstefna frv. sú, að heimt- uð er meiri þekking af þeim mönn- um, er starfa við þessi atvinnu- fyrirtæki lieldur en nú er krafist og rjettindi og skyldur aðila dreg- in skýrar fram, en gert er í gild- andi lögum. Aðalflm. frv., Jón Ólafsson gat þess, að þeir flm. væri eigi sam- mála ýmsum ákvæðum frV., en taldi málið svo mikils varðandi, að sjálfsagt væri að frv. fengi ræki- lega meðferð á Alþingi. Var því vísað til 2. umr. og allshn. myndi svo þurfa marga starfs- íenn .Jörundur varði gerðir milli- inganefndarinnar. Frv. var vísað til 2. umr. og landbn. Sauðfjármörk. Milliþinganefnd í landbúnaðarmálum hefir samið frv. um sauðfjármörk. Er þetta allmikill lagabálkur og aðaltil- gangurinn sá, að koma í veg fyrir sammerkingar, einkum í þeim hjer uðum, er saman liggja og sam- gangur er á milli. Skulu skipaðir þrír menn í markadóm fyrir alt landið og úrskurðar hann um rjett manna til að lialda áfram sauð- fjármarki er þeir hafa haft, enn- fremur um heimild manna til að taka upp nýtt mark eða flytja mark milli hjeraða. Einn þessara manna nefnist markavörður og er hann formaður dómsins. Skal hann eiga lieima í Reykjavík og liafa 3000 kr. árslaun, auk dýrtíðar- uppbótar. Meðdómendur fá þókn- un eftir reikningi. Nokkurar umræður urðu um þetta mál. Vildu þeir Jón á Reyni- stað og P. Ottesen haía marka- dómara fleiri og á takmörkuðum svæðum, þar sem samganga er. Yrði slíkt ódýrara og lieppilegra. Málinu var vísað til 2. umr. og landbn. E.f. Kvenaaheimilið „Hailveigarstaðir'* heldur aðalfund sinn fimtudaginn 9. apríl næstkomandi í Varðarhúsinu kl. 8y2 að kvöldi. Dagskrá samkvæmt f jelagssamþyktum. STJÓRNIN. Vðknkona. Stúlka vön hjúkrun óskast til að vaka á Vífilsstaða- hælinu. Upplýsingar í síma 813 frá kl. 9—12 f. h. Brensor eða telna óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda í miðbæinn. Stýfing. Kol! Sími 595. Kol! Okkar ágætu Steamkol eru komin. Notið tækifærið á meðan á uppskipun stendur og kolin eru þur úr skipi. Uppskipun stendur yfir alla þessa viku. 5' London, 8. mars. United Press. FB. Áætlað er að kostnaður við ^tarfsmannahald ríkisins, að und- •únskildum her og flota, verði 1931 S87.612.572 sterlingspund, en var 1930 381.809.411 sterlingspund. ADsherjar námuverkfall í Frakklandi. , París, 9. mars. United Press. FB. Fulltrúafundur námumanna hef 5r samþykt tillögu um verkfall í bllum námum landsins og er ráð- €ert að verkfallið hefjist þ. 16. þ. Ba. Fundurinn ljet og þá ósk í ljós, iðnaðarmenn í vefnaðariðnað- ^Hnm og hafnarverkamenn tæki þátt í verkfallinu. — Aniche námu íjelagið, sem starfrækir námur 8kamt frá Douai, hefir tilkynt að 7500 námumönnum sje sagt upp ’vúmu um stundarsakir frá byrjun **®8tu viku að telja. Önnur mál. Jöfnunarsjóður ríkisins. Sósíal- istar í Nd. flytja frv. um jöfnun- arsjóð ríkisins og er það sama frv, og lagt var fyrir síðasta þing. Er þar lagt til, að af tekjum ríkis sjóðs á rekstrarreikningi, þá er þær fara fram úr 9milj króna á ári, skuli leggja hundraðshluta í sjóð, er nefnist jöfnunarsjóður rík- isins og skal þeim sjóði eða hluta hans varið til verkl. framkvæmda, þegar atvinnubrestur er í landinu. Frv. var vísað til 2. umr. og fjhn. Erfðafestulönd í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum. Frv. þetta er samið af meirihl. í milliþinga- nefnd í landbhnaðarmálum (Jör. Br. og Bernh.) og miðar að því, að tryggja kaupstöðum, kauptúnum og þorpum rjett til þess að eignast lönd til ræktunar og koma á sam- ræmi um þessi mál fyrir alt landið. Víðtæk eignarnámsheimild er í frv. Hannesi Jónssjmi, P. Ottesen og Jóni A. Jónssyni þótt of langt gengið í frv. og rjettur einstak linga um of fyrir borð borinn. Bentu þeir á, að þótt sveitarfje- lagið sæi eigi ástæðu til að taka landið, þá gæti landræktunarfje- lag gert það, en engin trygging sett fyrir því, að almenningur standi að baki slíkri kröfu; jafn- vel 2—3 menn gætu stofnað slíkt fjelag og heimtað eignarnám jörðum eða jarðahlutum. Þá víttu þeir harðlega þá stefnu landbún- aðarnefndar, að í nálega hverju máli sem hún bæri fram, væri lagt til að stofnuð yrði ný embætti, eitt eða fleiri. í þessu frv. ætti að fela sjerstökum manni eftirlit með erfðaleigumálum og skyldi hann launaður úr ríkissjóði. — Hann Efri deild. Á dagskrá var: frv. til mynt laga. Fjármálaráðli. mælti með frv. og las upp því til stuðnings kafla úr umsögn prófessor G. Cassel um stýfingu ísl. krónunnar . Jón Þorláksson tók til máls, þeg ar fjármálaráðh. hafði lokið máli sínu. Sagði J. Þ., sem rjett var, að það sem ráðh. hefði sagt frá eigin brjósti, gæfi ekki tilefni til and- svara. En út af áliti próf. Cassel sagði hann, að hann að sönnu vissi að þessi vísindamaður hefði afrekað mikið í skýringum fjár- hagsmála, en tillögur hans í stýf- ingarmálum væru utan við hinn vísindalega grundvöll. Væri það mál orðið honum sjerstakt kapps- og metnaðarmál. Hann hefði barist fyrir stýfingu 'í sínu heimalandi, en Svíar hefðu ekki viljað hlusta á þær kenningar hans. Hann hefði lialdið stýfingunni að Dönum af miklu kappi, en ekki heldur fengið þar áheyrn. Hann hefði ráðlagt Norðmönnum það sama, en það enn farið á sömu leið. Nú væri fs- land eitt, eftir Norðurlandanna, og væri þar síðasta von G. C. að koma stýfingarkenningu sinni á framfæri. Slík skipbrot, sem hann hefði beðið með stýfingarkenningu sína, yrðu ekki sársaukalaus. J. Þ. sagði að þeir, sem aðallega hefðu snúist móti stýfingartill. próf. Cassel væru forstöðumenn banka og sparisjóða, yfirleitt þeir menn, sem mest hefðu með fjár mál að gera hjá hverri þjóð. Þetta væri eðlilegt, því einmitt þessir menn hefðu besta aðstöðu til að skilja það, hve mikils vert væri viðkomandi þjóð að þeir sem fengju þessum stofnunum fje til geymslu gætu treyst því, að það væri í öruggri geymslu. En sú þjóð, sem eitt sinn tæki það ráð að stýfa, væri jafn-vís til að stýfa hvert sinn, sem örðugleika bæri að höndum. Kolaverslun Guðna Einarssonar & Einars. Sími 595. Sími 595. I hæð. Er til leigu frá 14. maí í húsinu Strandgötu 31 í Hafn- arfirði, fyrir skrifstofur eða íbúð. Sími: 23. ■ Væntanlegt með es. Dettifoss Epli í ks. Winsaps ex. fancy. Appelsínur, Jaffa 144 stk. Appelsínur Valensía 240, 300 og 360 stk. Laukur — Kartöflur. Eggert Kristjánssoii & Co. Þetta álit próf. Cassel, sem hjer birtist, sag?5i J. Þ. að œtti sam- #• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • * • • •• »• Timburversiun P.W. Jacobsen & Sön. Stofnuð 1824. Simnefnli Granfuru - Carl-Lundsaade, Köbenhuvn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupmhöfn. Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við fsland f 80 ár. e » • » :: • * • e ee • » • • • e • e • e :i • • i\ :: • • • • :t •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••* •••••#••••••••••••••••••••••••••••••••••*••*********** merkt við alt annað, er hann hefði sjeð frá þessum höf. nm stýfing- una. Þar væri gersamlega gengið fram hjá öllum rökum andstæð- inga. Engin tilraun gerð til að hnekkja þeim. En að auki væri þetta álit snautt af rökum. Það væri aðeins allstórorð fullyrðing. Jón Baldvinsson sagði að þetta mál hefði svo lengi verið í milli- bilsástandi, að litlu mundi spilla,' þótt svo yrði eitt ár enn. Frv. vísað til 2. umr. og f jhn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.