Morgunblaðið - 19.03.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1931, Blaðsíða 2
M O R G IT N B L A f) T T> R Laugaueg 41 fáið þið með sanngjörnu verði alt -sem ykkur vantar viðvíkjandi RAPMAGNI. Einnig Verkfæri, svo sem Skrúfjárn Tengur o. fl. Reiðhjól. Grammófónair margar teg og Grammófónplötur ódýrar, falleg lög. RRFTffiKlHVERSLURIH HORBURUÚSIR. Er ein allra vin- sælasta öltegund, sem framleidd er í landinu. Þórs-Bjór líkist hvað mest Gamla Carlsberg og Miincheneröli að sem eru með víðfrægustu öltegundum sem 'fáanlegar eru. í heiminum. Biðjið ávalt um Þórs-Bjór, hann er framtíðar- diykkur allra ís- lendinga. Kestamannafjel. Fákur. Aðalfnndnr ii'elagsins verður haldinn þriðju- daginn 24. mars kl. 8!4> að Hótel Skjaldbreið. ■ - - Dagskrá samkvæmt 12 .grein ijdlagslaganna. Lagabreytingar. Stjðniln. Flsk dekfc skara fram úr að gæðum, verði og ehdingu. Fyrirliggjandi nægar birgðir í illlum stærðum. Stórkostlegar end- mjþætur. Verðið mikið lækkað. Allar nánari upplýsingar gefnar I síma 1717. Egill Viihjálmsson. Grettisgötu 16. GilletteMðð ávalt fyTÍrliggjandi í heildsölu. Vilh. Fr. Frímannsson Sími 557. Foreldrar, ávalt skal lauga barnið daglega í heitri laug í heitu herbergi. Kaupið Mæðrabókina «ftír prófessor Monrad. Kostar kr. 3.75. nonie A. S. L Misno kun ðtvsrpsfns. Jónas Þorborgsson nt.varpcstjóri hefir sciit Morgunblaðinu eftirfar- andi brjeí, og óskað að það yrði birt í blaðinu: Herra ritstjóri. í Morgunblaðimi/13. þ. m. látið þjer svo um mælt, að jeg hafi tek- ið mjer „bessaleyfí" til þess að , skrúfa fyrir útvarpið‘,‘. þ. 21. f. m. eftir að framsöguræðú fjármála ráðherra við fyrstu umræðu fjár- laganua’ hafði verið útvarþað. Er þetta endurtekning fyrri sams kon ar aðdróttUnar í minn garð um l>etta efni. Ut af þessu leyfi jeg mjer, að fara þess á leit við yður, að þjer birtið eftirfarandi útdrátt úr fund argerð útvarpsráðsins mánudaginn 16. mars 1931 Eftirfarandi yfirlýsing var sam- þykt: Ut.varpsráðið lýsir yfir því að gefnu tilefni, að ræðu fjármálaráð- herra við 1. umræðu fjárlagánna 21. f. m. var útvarpað samkvæmt ákvörðun útvarpsráðsins í samráði við forsetá sameinaðs þingS og Var þá ákveðið að úfvarpa aðeins þessari einu ræðu. Utvarpsstjóri framkvæmdi því aðeins vilja útvarpsráðsins þenna dag, eins og vera bar“. Yirðihgarfylsti Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri. Samkvæmt þessari yfirlýsingu er upplýst að útvarpsráðið hefir tekið þá ákvörðun að útvarpa skyldi fjárlagaræðu Einars Áma- sonar. Mun forseti sameinaðs þings, Ásg. Ásgeihsson háfa sam- þykt þessa ákvörðun. Um það verð ur ekki deilt, að hvorki útvarps- ráðið nje forseti sameinaðs þings hafa minsta rjett til að ákveða hverju skuli útvarpað frá Alþingi og hverju ekki. Aðeins Alþingi sjálft, eða flokkar þingsins geta gert ákvörðun um þetta, aðrir ekki. Nú er það upplýst, og enda játað af útvarpsráðinu að ekki var leitað álits flokkanna um það, hvort útvarpa skyldr fjárlagaræð’- unni. Hefir því íxtvarpsráðið (og forseti sameinaðs ]>ings) gefið fyr- irskipun í þessu máli, sem það hafði enga heimild til. Utvarpsráðið kveðst hafa tekið þá ákvörðun að úrtvarpa fjárlaga- ræðu Einars Árnasonar og „aðeins þessari einu ræðu“, eins og segir í yfirlýsihgunni hjer að framan. Nú er spurningin þessi: Ber að skilja þetta svo, sem iitvarpsráðið hafi bannað að litvarpa þeim um- ræðum, er kynnu fram að fara að lokinni ræðu ráðherrans? Eða ber að skilja þetta þannig, að aðeins þessu ákveðna máli á dagskrá þingsins skyldi útvarpað? Er nauð synlegt, að útvarpsráðið svari, því að á því veltur hvort það hafi með ráðnum hug tekið ákvörðun um, að misnota útvarpið í þágu ákveðins stjómmálaflokks, og þar með gerst brotlegt við út- varpslögin, sem fyrirskipa fullkom ið hlutleysi í þessu efni. Væntanlega sjá það allir — og útvarpsráðið sennilega líka — að útvarpið er komið út.á hættulega .þraut, ,ef stjóm þess getur tekið einstakar ádeiluræður, sem fluttar eru á Alþingi nt úr umræðum og útvarpað þeim til þjóðarinnar, en skmfa síðan fjrrir xitvarpið þegar svarræður koma fram. Mbl. geng- ur þess vegna út frá því sem alveg s.jálfsogðu, að framangreind um- mæli í yfirlýsingu útvarpsráðsins beri að skilja þannig, að útvarpa skyldi þessu eina máli á dagskrá þingsins, þ. e. fjárlagaræðunni og þá vitanlega einnig umræðum beim, er jrrðu að ræðunni lokinni. Þetta var ekki gert, því að „skrúf- naglar“ útvarpsins lokuðu litvarp-' inu strax að lokinni ræðu fjármála; ráðherraris. Þetta athæfi skrifar Mgbl. á reikning útvarpsstjÓEans, því blaðið trúir því ekki, að iit- varpsráðið hafi leyft sjer að gefa fyrirskipun, sem er skýlaust Iaga- brot. Fyriilestiar um tðnment. Fyrirlestrar próf. Erik Abraham sens hafa vakið allmikla athygli, enda er mörgum forvitni á að fræð ast um þau efni, sem erindi hans -fjalla um. Er og prófessorinn á- gætlega máli farinn, talar skýrt og skipulega mjög og hefir lag á ]iví að gera áheyrendum sinum ljóst og auðskilið það mál, sem hann ræðir um, endá eru fyrir- lestrar haiis lausir við þann strembna „lærdóm“, sem eftir- töknsamir menn og greindir í besta lagi eiga jafnvel erfitt með að átta sig á eða melta. íyrsta erindið flutti próf. Abra- hamsen síðastliðinn mánudag og fjallaði það um tónvísindi alment. Skýrði ræðumaður frá efni þeirra þriggja greina, sem áðurnefnd vís- indi fela í sjer: tónlistarsögu, tónfræði og fagurfræði (Musik- æstetik' ‘) og lýsti með dæmum hvers konar aðferðum beitt er við rannsókn og iðkun þeirra fræði- greina, hverrar um sig. Sjerstak- lega gerði hann að umtalsefni muninn á sögurannsóknum fyr og nú, er hefðu áður beinst að því, fyrst og fremst, að grafa upp ár- töl og atburði úr lífi tónskáldanna, tölu á verkum þeirra o. s. frv., en snerust nú fremur um hitt, að at- huga verkin sjálf, stýl þeirra, sögu- legt og listrænt gildi. Að lokum talaði hann um form og innihald tónlistar, en um þau hugtök hafa fekoðanir manna verið allmjög skiftar, enda hefir mikið verið rit- að og rætt um það mál. Annað erindi prófessorsins (s.l. þriðjudag) var um kirkjutónlist á siðbótartímanum. Byrjaði ræða maður á að lýsa ástandinu eins og það var í Norðurálfu, áður en Lúther kom til sögunnar, en sneri sjer því næst rækilega að afskift- um hans af tilhögun guðsþjón- ustunnar, og þeirri hlutdeild, sem hann átti í að sjá hinni „próte- stantisku“ kirkju fyrir sálmum (andlegum ljóðum)-. Lúther var söngmaður góður og gæddur mikl- um tónlistagáfum, en enginn bylt- ingamaður var hann á því sviði. Vildi hann helst, að gamla, mið- aldakirkjutónlistin hjeldist áfram líkt og verið hefði, þótt hann yrði að láta að kröfum safnaðanna um sálmasöng á móðurmálinu („Deut- sche Messe“ 1526). Þriðji fyrirlestur próf. Abra- hamsens er í dag, kl. 6, og lýkur hann þá máli sínu um kirkjutón- listina á siðbótartímanum. Næst- komandi mánudag mun hann flytja erindi um hrynjaaidi, (,,Rytme“). Sigf. E. Það marg borgar sig að feoma á * ÚTSÖLUNA i Verslnn Matth. Björnsdóttur Laugaveg 34. VfiBBUR, fjelag Sjálfstæðismanna, heldur fund föstudaginn 20. rtiars n.k. í Varðarhúsinu. Rætt verður um verðtollsfrumvarpið. Málshefjandi Björn Kristjánsson alþingismaður. Enn fremur verða rædd fjelagsmál. Fundurinn hefst kl. 8Á0 e. h. ♦ Stjðrnln. Meðalalf sl. Tilboð óskast í 170 föt og 250 blikktunnur af með- alalýsl, af þessa árs framleiðslu H.f. Bræðslufjelags Keflavíkur. Verðið sje miðað við f. o. b. Keflavík. Tilhoðin sendist undirrituðum fyrir 22. þ. m. * Friðrik horsteinsson Heflavík. Seljnm: Hrísyrjón, hrísmjðl, sagogrjðn og kartðflnmjðl, allra ódýrast. Hringið f sfma 8 og spyrjið nm verðið. H. Benediktsson i Co. Míólkurbú Biveslnga hefir útsölu fyrir vesturbæinn, á Öldugötu 29, S í M I 2 3 4 2 , ;; Fæst þar Nýmjólk, rjómi, skyr, smjör og hin viðurkenda Heilsumjólk. — Einnig brauð og Kökur frá Björnsbakaríi. Sent heim til kaupendai Kemur daglega nýtt á markaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.