Morgunblaðið - 24.03.1931, Síða 3

Morgunblaðið - 24.03.1931, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ rnimiiisiHiiiiiHiiinmtiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiitiiiiiiiiiii'i^ JHorgtmblaMft Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk S Ritstjörar: Jón KJartansson. Valtýr Stefánsson. = Ritstjórn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Slmi 600. = Auglýsingastjóri: E. Hafberg. S | Auglýsingaskrifstofa: Austurstrætl 17. — Slmi 700. js Heimasimar: ’ Jón Kjartansson nr. 742. §§ VMtJrt Stéfánsson nr. 1220. || E. Hafberg nr. 770. : Áskriftagjald: Innaniands kr. 2.00 á mánuBi. = ■ Utanlands kr. 2.50 á mánutSl. = : t lausasölu 10 aura eintaklis. 20 aura meiS Lesbók = liiiiiiniiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiif i>ingtíðindi Bjaigiáð sösíaiista. Neðri deild. Frv. Haralds Guðmundssonar, nim heimild fyrir ríkisstjórnina 'til að styðja að útflutningi á nýj- .um fiski, var enn til umræðu í Nd., og fór allur fundartíminn •til ki. 4 í að ræða málið. Jóh. Jósefsson deildi allfast á sósíalista í sambandi við þetta mál. Þeir væru að slá um sig með stóryrða vaðal um mál, er fieir hefðu ekki minstu þekkingu á. Og „bjargráð" væri altaf það •^ama, að ,,skipuleggja“ málin, •eins og þeir .orðuðu það, eða að láta ríkið taka ráðin af einstak- lingum og framleiðendum. Sam- kv. þessu frv. ætti ríkið að leigja 3—6 skip og hafa í reglu- bundnum ferðum með ísvarinn fisk. Nú vissu allir, að það væri aðeins vissar teg. fisks, sem Jhægt væri að selja þannig með ;sæmilegu verði á erlendum mark áði, sem sje ýsa og flatfiskur. 1 Vestmannaeyjum hefði í haust pg fram til ]>essa verið 3 togarar, pr keypt hefðu ýsu af bátum. Það gekk ekki betur að fá fisk f þessi skip en svo, að oft horfði til vandræða. Hvernig mundi fara ef skipin væru enn fleiri 'og stærri? — Sósíalistar væru í öðru orðinu að tala um, að bjarga smábátaútvegnum með þessu frumvarpi, en í hinu orð- inu segðu þeir, að þetta hefði ■engan kostnað í för með sjer fyrir ríkissjóð. Hvernig bæri að akilja ]ietta? Jú, leiga skipanna •(3—6), skrifstofubáknin og alt isem þeim fylgdi ætti að leggja á smábátaútveginn. Þetta væri bjargráðið. Hjer ætti að fara í sama fenið og síldarútvegurinn væri kominn. — Ræðum. taldi ■sjálfsagt ,að ríkið styrkti menn, einstaklinga og fjelög, til að koma fiski á nýja markaði. Hitt væri spor aftur á bak, að láta hið opinbera taka mál þetta í sínar hendur. Sig. Eggerz taldi þetta mark- aðsleitarmál svo mikils varðandi, að nauðsynlegt væri að taka það alveg úr höndum þess opinbera. Undanfarið hefði það opinbera verið að senda menn út um lönd í þessu skyni, og hefði verið var- ið til þess þúsundum króna. En árangurinn? Jú, þegar sendi- mennirnir komu heim, skrifuðu þeir bæklinga um förina — en svo búið. T>ví aðeins mætti vænta árangurs í þessu máli, að ein- staklingar hefðu þar forgöngu. Hitt væri sjálfsagt, að ríkið styrkti slíkar tilraunir. „Lotd BBacMfleld" bjargaí. Ægir nær togaranum út á sunnudagskvöld. Svo sem skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, strandaði ný- lega enskur togari, „Lord Bea- consfield“, austur í Meðallandi, skamt austan við Kúðaós. Ægir var fenginn til þess að athuga staðhætti á strandstaðn- um og reyna að ná skipinu út. Skipið var komið upp í fjöru, og mátti ganga þurrum fótum út í það um fjöru. Á sunnudagskvöld tókst Ægi að ná togaranum út. Var þá lítið um sjó og stórstreymt. — Ægir hafði skotið línu til manna, er voru um borð í tog- aranum, og komu þeir þannig á hann festum. Skipstjórinn á togaranum og vjelstjóri voru um borð; ljetu þeir kynda und 'ír vjelinni og settu hana í gang þegar Ægir fór að toga. Um stórstraumsflóð á sunnudags- lcvöld losnaði togarinn og Ægir dró hann út. í gærmorgun fór Ægir með togarann fram hjá Vík í Mýr- dal. Er það mjög sjaldgæft, að skip hefir náðst út af söndu?i- um eystra, því að venjulega sökkva þau þegar í sand og sjó. Hjer hefir það hjálpað, að skipinu í brimrótinu á dögunum hefir skolað upp í sandinn, án þess að fyllast af sandi og ^jó, og svo veður lítið um sjóinn og •stórstreymt, þegar Ægir kem- ur á strandstaðinn. Sennilega hafa þrír af skips- mönnum af togaranum verið lim borð í skipinu, þegar það var dregið út, og koma þeir með því hingað. Hinir, 11 tals- ins, eru enn austur í Meðallandi og verða fluttir landveg til Vík- ur næstu daga; þaðan fara þeir sjóleiðina, ef leiði verður. Frjettst hafði um ferðir Ægis í gærkvöldi. Gekk honum vel með togarann áleiðis hingað. OiagnótavBiðf I landhelff. Mótmæli gegn frumvarpi Haralds Guðmundssonar. (Einkaskeyti) Norðfirðingar mótmæla. Norðfirði, 23. mars. ’31. Fiskideildin „Neptunus“ boð- aði til almenns fundar hjer í gær meðal útgerðarmanna, til þess að ræða frv. Haralds Guð- mundssonar, um dragnótaveiði í landhelgi. í málinu var sam- þykt svo hljóðandi fundarálykt un: — „í tilefni af frv. Haralds Guð mundssonar, um dragnótaveiði í landhelgi, vill fundurinn benda hinu háa Alþingi á, að varhugavert sje að opna land- helgina fyrir stærri skipum, ekki síst, þar sem sambands- þjóð vor hefir mikinn og full- kominn útbúnað til slíkra veiða. — Hins vegar telur fundurinn brýna nauðsyn, bátaútvegi landsmanna til stuðnings, að breyta núgildandi lögum um dragnótaveiði þannig, að leyft verði að nota dragnót í land- helgi öllum smærri bátum, alt að 30 smál. (brúttó) á tímabil- inu frá 1. júní til 31. des., með takmörkun á nótagerð þannig, að ungviði sje ekki eytt að ó- þörfu. — Fundurinn er alveg mótfallinn því, að 8. gr. 1. nr. 55, 7. mlaí 1928 sje feld úr gildi“. — Skagfirðingar mótmæla. Á sunnudagskvöld var fund- ur haldinn á Sauðárkrók, og til umræðu þetta sama mál. Sósíal- istar vildu ekki taka ákvörðun í málinu að svo stöddu, vildu fyrst sjá greinargerð Haralds fyrir frv. Báru þeir því upp tillögu um að fresta málinu, en hún var feld með 39:34 atkv. Lá var borin upp tillaga frá Sigurði Sigurðssyni sýslumanni þess efnis, að fundurinn væri algjörlega mótfallinn því, að nokkuð yrði rýmkuð heimildin til dragnótaveiða ■ í landhelgi, og ennfremur, að æskilegt væri, að dragnótaveiði yrði með öllu bönnuð innfjarða. — Tillagan var samþ. með öllum greiddum atkvæðum. — Á sýslufundi í Skagafjarðar- sýslu í gær var samþykt í einu hljóði sams konar tillaga. Einnig hefir hreppsnefnd Hofshrepp nýlega samþykt á- lyktun í svipaða átt. Samræmi. Tveir Alþýðublaðsritstjórar beira vitni í sama máli. Haraldur talar: Saltfiskverð er nú svo lágt, að til fullrar tvísýnu liorfir um af- komu fiskveiða og sjávarútvegs, ef eigi er undinn að því bráður bug- ur, að koma iitgerðinni í hagfeld- ara og skipulegra horf og gera aflann verðmeiri en nú er. Full- verkaður stórfiskur hefir verið seldur fyrir 70—75 kr. pr. skpd., og jafnvel enn lægra. Um síðustu áramót voru óseldar fiskbirgðir nærfelt 130 þús. skpd. Er það um 150% meira en um næstu áramót á undan, og nærri þrefalt meira en í ársbyrjun 1929. Það er því ljóst, að fult. óvit væri að ætla lengur að byggja afkomuvonir eingöngu á saltfiskmarkaðinum, Spánar- markaðinum, sem svo dýru verði var keyptur, er bannlagaundan- þágan var veitt. Haraldur Guðmundsson. (Úr greinargerð fyrir frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að styðja að útflutningi á nýjum fiski). Alþýðublaðið talar: Það er eftirtektarvert að bæði íhaldsblöðin Yísir og Morgunblað- ið þegja um hið óhæfa verk stjórn enda íhaldsflokksins, að stöðva all an togaraflotann á hábjargræðis- tímanum, ]>egar nógur fiskur er á miðunum og sala ágæt. Morgunblaðsgreinin er ekkert annað en sultarvæl útgerðarmanna um að útgerðin beri sig ekki. En það vita allir óblindir, að sú saga er röng frá rótum. En tilfellið er, að togaraeigend- ur eru altaf að græða. Það er kjarninn í málinu. Það er nokkurn veginn víst eft- ir þessum heimildum að fiskveiðar við Lófóten muni að þessu sinni verða með minna móti, og því má ganga út frá því sem gefnu, nð saltfiskurinn íslenski hækki í verði á maíkaðinum, þegar fram í maí- íyánuð kemur. Beri maður þetta saman við hgilsíðugrein togarastöðvunar- manna í fyrra dag, þá er það aug- ljóst að þeir hugsa meira um hvernig þeir eigi að verja togara- stöðv.unapverk sín fyrir dómi al- menningsálitsins, heldur en þeir hugsa um möguleikana fyrir salt- fisksölunni og þeim líkum, sem þegar eru fyrir hækkuðu verði. Hvers vegna notuðu þeir (tog- ararnir) ekki tímann til 20. mars, til þess að ná í nógan fiskinn, sem bíður þess eins að vera fangaður og selja hann síðan fyrir ágætt verð eins og undanfarið. Alþýðublaðið 55.-58. tbl. 1931. Horfin eiturlyf. Þjóðabandalagið hefir nýlega til kynt að 2302 kg. af morfíni og 4324 kg. af heroin, sem flutt var út frá Konstantinopel fyrri hluta ársins 1930 til ýmissa ríkja í Norð- urálfu, hafi algerlega liorfið. Full- trúi Tyrkja í nefndinni, sem berst gegn notkun eiturlyfja sem nautna meðaia, skýrði frá því, að til Grikk lands hefði verið flutt 1400 kg. af morfíni, til ítalíu 640 kg. og Frakklands 180 kg. Af heroin var flutt til Danzig 766 kg., Grikk- lands 2777 kg.; Frakklands 227 kg. og Þýskalands 95 kg. Fulltrúar Þjóðverja, Frakka og ítala skýrðu frá því, að stjórnirnar í þeim lond- um hefði ekki gefið innflutnings- leyfi fyrir þessum vörum, og að þær liefði ekki þangað komið. Þjóðabandalagið komst að raun um, að ekkert af þeim ríkjum, sem berjast gegn eiturnautnalyfjum, liefði gefið innflutningsleyfi fyrir svona stórum sendingum af þeim frá Tyrklandi. En það skýrir frá því, að á seinustu árum hafi verið stofnaðar þrjár stórár vérksmiðjur í Konstantinópel til þess að fram- leiða morfin og heroin og for- stjórar þeirra sje Frakkar, sem áður smygluðu inn þessum eitur- nautnalyfjum í stórum stýl. En vegna þessara verksmiðja kröfðust Tyrkir þess, að fá að framleiða þriðjung 'af því, sem framleitt er í lieiminum af morfin, heroin og kokain. Málið kemur aftur fyrir opíums- nefnd Þjóðabandalagsins í maí. Enginn veit með vissu hvað orð- ið hefir af þessum horfnu eitur- nautnalyfjum, en eitt er víst að þau liafa komist í hendur smygl- ara. í nokkuð af þeim mun þó hafa náðst, því að amerískir toll- verðir hremmdu í frönsku skipi eiturnautnalyf, sem voru miljóna dollara virði. Það er næsta ótrúlegt hvað smyglarar finna upp á mörgum ráðum til þess að dreifa út þessum eiturlyfjum. T. d. tók lögreglan í Konstantinópel nýlega 15 poka af valhnetum úr skipi sem var að fara. Höfðu smyglarar tekið kjarn ann innan úr hnetunum og síðan fylt þær með ópíum. DqkáL I.O.O.F. 3 == 1123238 = Fl. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5)j Frá Bretlandseyjum liggur hú- þrýstisvæði norðvestur yfir ís- land til, Grænlands, en beggja vegna við það eru lægðir, önnur fyrir NA, en hin fyrir SV landi. Veldur sú fyrri NV-átt um NÁr hluta landsins, sums staðar all- hvássri. Á'hafinu fyrir S og SV landið er áttin hins vegar SA- læg. Á N og A-landi er 3—7 st. frost, en á S-landi er 0—2 st. hiti. Vindur er orðinn A-lægur eða SA-lægur um suðvesturhluta landsins og mun fara heldur vaxandi í nótt. Má og búast við nokkurri úrkomu á morgun á S og V-landi, snjókomu eða sjyddu fyrst, en síðan sennilega riglj- ingu. Veðurútlit í Rvík þriðjudag: Vaxandi SA-átt. Þykkt loft og nokkur slydda eða rigning. f Fákur heldur aðalfund sinn i’ kvöld kl. 8% á Hótel SkjaldbreiJS. Farfuglafundur verður í kvöld kl. 8y2 í Kaupþingssalnum. Guðl. Rósinkranzson segir þar frá Sví- ]>jóð og sýnir skuggamyndir, og fleira verður til gagns og gleðj. Allir ungmennafjelagar eru veþ komnir á fundinn. K. R. Kvenleikfimi í kvold verður bæði milli kl. 6 og 7 pg' 8 og 9 síðdegis. Kristileg samkoma á Njáls- götu 1 kl. 8 í kvöld. Allir veÞ komnir. Danssýning Ástu Norðm'ann og Sig. Guðmundssonar verður endurtekin næstkomandi sunnu- dag. Sjá nánar í augl. í blaðinu í dag. Hver er munurinn? Alþbh flytur á hverjum degi skæting fíl útgerðarmanna fyrir það, að nokkrir togarar lágu hjer 7— ti) daga eftir áð þeir hættu ísfisk»- veiðum og áður en þeir byrjuðu saltfiskveiðar. Alþbl. veit vel trm ástæðuna fyrir þessu. Ástæðan var nákvæmlega sú sama og var hjá Samvinnufjelagi ísfirðinga sl. sumar og haust, þegar það lagði bátum sínum upp, en ljet þá ekki fara á veiðar. En Alþbl. mintist aldrei á þessa ráðs- , mensku Samvinnufjelags Isfirð- inga. Hvers vegna? Fyrirspum svarað. Einhver - Jens Pálsson er í Alþbl. í gatfr með nokkrar fyrirspurnir til rit- stj. Mgbl. viðvíkjandi togaraút- gerðinni. Fyrirspurnum þessum er best svarað með því, að skýra frá litlu atviki. Þegar deilan var í vetur milli sjómanna og línu- veiðaraeigenda, buðu útgerðarm. forráðamönnum sjómanna, áð taka skipin á leigu og gera þau “ út. Þessu boði var hafnað. Hvers vegna höfnuðu forráðamenn sjó- manna þessu boði? Treystu þeh' sjer ekki til, að láta útgerðina bera sig, eða vildu þeir láta sjó- mennina svelta? — Sumir línu- veiðaraeigendur buðu hásetum á skipum sínum að gera út skipin, án þess að greiða nokkra leigu • eftir þau, aðeins skyldu þeir greiða vátryggingargjald skip- anna. Sjómenn ætluðu að taka þessu boði, en hvað skeður þá? Forráðamennirnir bönnuðu sjó- mönnum að gera skipin út! Hvers vegna? Svari Jens Pálsson eða hver sem betur getur. Veiðibjallan flaug vestur í gær. Komu f jórir farþegar frá Stykk- ishólmi. Dr. Richard Bech hefir flutt fjölda fyrirlestra um ísland og Alþingishátíðina síðan hann kom heim í haust. Nú er hann að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.