Morgunblaðið - 26.03.1931, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
I
iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniHiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiHiimi'i
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk s
Ritstjórar: Jón Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreiCsla:
Austurstræti 8. — Simi 500. jj=
Auglýsingastjóri: B. Hafberg. S
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. —- Sími 700. g
Heimasimar:
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
E. Hafberg nr. 770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. =
Utaniands kr. 2.50 á mánuSi. S
f lausasölu 10 aura eintakin.
20 aura með Lesbðk =
illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllE
Frá Siglnfirði.
Siglufirði, FB. 25. mars.
Sunnan ofsarok í gærdag og
nótt og mikil rigning, og hefir
snjó tekið mikið upp. Leysingin
í nótt var svo stórfeld, að alt
flóir hjer í krapi og vatni.
Nokkrir trillubátar reru hjeðan
í gærmorgun. Óttuðust menn uini
i}iá og var m.k. Snorri fenginn til
að leita þeirra. Komust þeir. allir
heilu og höldnu til lands, en einn
með bilaða vjel.
M.s. Njáll, sem legið hefir í vet-
ur út og austur af eyrinni var liorf
inn í morgun. Sennilega hefir
hann slitnað upp í nótt rekið upp
undir Nesskriðum og líklega brotn
■að. Skipið var mapnlaust. Eigandi
þess var Lúðvík Grímsson.
Karlakórinn Vísir, sem Birkis
Siefir verið að æfa að undanförnu
«yngur opinberlega í kvöld.
Bæjarstjómin er að byrja að
iáta smíða síldart unnur til at-
vinnubóta í bænum. Kom liálfsmíð
að efni í 20.000 tunnur með Sel-
fossi seinast.
Blaðadeila er liafin milli sóknar-
nefndar og Pjeturs Bóassonar xit
af smíði kirkjunnar, sem liefst í
■sumar. Hefir sóknarnefnd falið
kirkjubygginguna tveimur bygg-
ingameisturum á Akureyri.
Stúdentaóeirðir.
Madrid, 25. mars.
TJnited Press. FB.
Læknisfræðinémendur háskólans
Siófu óspektir í morgun af nýju.
Átta lögregluþjónar urðu fyrir
meiðslum, er stúdentar hófu grjót-
kast á þá, en einn lögreglukapt-
•einn og tveir stúdentar særðust
■skotsárum. — Stúdentar báru
fána, sem á stóð: „Lifi lýðveldið“.
Kröfðust þeir þess og, að allir
pólitiskir fangar væri látnir lausir
:skilyrðislaust.
Atvinnuleysi eykst í Þýska-
landi.
Berlín, 25. mars.
United Press. FB.
Tala atvinnuleysingja í landinu
hefir aukist um 8000 fyrri helming
anarsmánaðar og er nú 4.980.000.
Atvinnuleysið í Englandi.
London, 25. mars.
United Press. FB.
Verkamálaráðuneytið tilkynnir,
■að 2.639.633 menn hafi verið at-
vinnulausir í landinu þ. 16. mars,
sem er 52.104 minna en vikuna á
úndan, en 1.017.875 meira en á
^ama tíma í fyrra.
ÞingtiOinði.
Umræðnr nm bankamál.
Afleiðingarnar af lokun fslandsbanka.
Fyrsta málið á dagskrá í Nd.
var frv. um Útvegsbanka ts~
lands, flm. Jón Ólafsson og Har-
aldur Guðmundsson.
Jón Ólafsson fylgdi frv, úr
hlaði með nokkurum orðum. Gat
hann þess, að lögin, sem síðasta
þing hefði samþykt um þennan
banka, væru mjög í molum, og
auk þess ýmis ákvæði í þeim,
er nú ættu ekki lengur orðið við,
og nefndi í því sambandi ýmis
skilyrði, er sett hefðu verið við-
víkjandi endurreisn íslands-
banka. Þessum skilyrðum hefði
nú verið fullnægt, og væri því
nauðsynlegt, að fá heildarlög um
þennan banka.
T*á gat ræðumaður þess, að
í frv. þessu væri tvö nýmæli.
Annað væri ákvæði 4. gr. frv.,
þar sem farið væri fram á ríkis-
ábyrgð á sparisjóðsfje bankans.
Nú væri svo komið, að ríkið bæri
ábyrgð á öllum skuldbindingum
hinna tveggja bankanna, Lands-
bankans og Búnaðarbankans, og
væri því nauðsynlegt fyrir Út-
vegsbankann að fá ríkisábyrgð á
sparisjóðsfjenu. Að öðrum kosti
mundi bankinn ekkert sparifje
fá, en ]>að væri augljóst tap fyr-
ir bankann. — Hitt nýmælið,
sem frv. færi fram á, væri á-
kvæði 31. gr., þar sem farið væri
fram á, að slaka til um sltyldu
bankans um inndrátt seðla, þann
ig, að bankinn megi draga inn
seðlana á 10 árum. Að lokum gat
ræðumaður þess, að það myndi
verða erfitt fyrir bankann, að
halda áfram starfsemi sinni, ef
hann fengi ekki þessi fríðindi.
Sigurður Eggerz. „Ein syndin
býður annari heim“, mætti segja
um þetta, gat ræðum. í upphafi.
Þegar verið var að taka ábyrgð
á Landsbankanum um árið, hefði
komið fram háværar raddir um
það, að þetta væri mesta óráð,
heldur ætti í þess stað að styrkja
bankann með öflugu fjárfram-
lagi. Afleiðingin hefði og fljótt
komið í ljós, því sparifjeð hefði
streymt úr íslandsbanka og í
Landsbankann. Þessi ríkisábyrgð
á Landsbankanum hefði því ver-
ið' ein orsök þess, að íslands-
banki komst í kröggur. — Þá
mintist ræðumaður á lokun Is-
landsbanka. — Hún hefði riðið
bankanum að fullu. Hún hefði
eyðilagt lánstraust bankans og
orðið þess valdandi, að bankinn
hefði mist allar erl. innheimtur,
en þær hefðu jafnan verið mikill
tekjuliður fyrir bankann. Ef ís-
landsbanka hefði ekki verið lok-
að, en í þess stað rjett hjálpar-
hönd, þegar erfiðleikarnir
þrengdu að, þá myndi aldrei
hafa þurft að fara fram á rík-
isábyrgð. Bankinn hefði þá haft
óskert lánstraust.
Magnús Guðmundsson gat þess,
að það væri eftirtektarvert og
ekki að öllu levti óskemtilegt, að
sjá Harald Guðmundsson nú
flytja frv., þar sem farið væri
fram á ábyrgð ríkisins á spari-
fje Útvegsbankans, er þessi sami
þm. hefði á þinginu í fyrra bar-
ist einna harðast gegn slíkri á-
byrgð. Vitanlegt væri, að að-
staða þessa þm. væri breytt frá
því í fyrra (bankastjórastaðan)
— og sennilega væri skoðun hans
líka breytt. — Þá sneri ræðum.
sjer að ríkisábyrgðinni á skuld-
bindingum bankanna. — Fyrsta
sporið í þessa átt hefði — illu
heillu og algerlega að óþörfu —
verið stigið 1928, þegar samþ.
var, að ríkið skyldi vera í ábyrgð
fyrir skuldbindingum Lands-
bankans. Hefði þegar verið bent
á afleiðingar þær, sem af ]>essu
hlytust, sem sje, að sparifjeð
myndi streyma í bankann og
jafnframt lama eða drepa aðra
banka og e. t. v. sparisjóðina
líka. Reynslan hafi nú sýnt, að
sparifjeð hefði streymt í Lands-
bankann, og aðrir bankar væru
til neyddir að biðja um vernd.
— Nú hefði ríkið lagt 4% mhj.
kr. í Útvegsbankann; — þessa
fúlgu hefði ríkið orðið að blæða
vegna heimsku stjórnarinnar í
íslandsbankamálinu. En þrátl
fyrir Jiennan mikla stuðning,
hefði flm. ]>essa frv. lýst yfir
því, að bankinn myndi eiga erfitt
með að starfa áfram, fengi hann
ekki um beðin fríðindi. Þetta
kostaði þá hin tilgangslausa og
al-óþarfa ríkisábyrgð á Lands-
bankanum. Sennilega væri ekki
annars úrkostar fyrir Alþingi
nú, vegna þess, sem á undar
væri gengið, en að veita þessa á-
byrgð. En þingið yrði um leið
að hafa í huga, að fleiri kynnu
a eftir að koma; sparisjóðirnir
á landinu gætu verið í hættu
staddir vegna þessa ábyrgðar-
flans. Eins gæti svo farið, að
ekki yrði langt að bíða þess, að
Útvegsbankinn þyrfti að koma
aftur til Alþingis og biðja um
cnn víðtækari ríkisábyrgð. —
Því hefði verið haldið fram í
'yrra af stjórninni, að Lands-
bankinn gæti ekki á neinn hátt
hjálpað íslandsbanka, þá hefð;
þó skuld Islandsb. við Landsb.
verið um 31/2 milj. kr.; nú væri
skuld Útvegsbankans við Lands-
bankann 8—9 milj. kr. Þett?
sýndi (beist, að Landsbankinn
hefði getað hlaupið undir bagga;
en ríkisstjórnin hefir sennilega
ekki kært sig um það, eins og
sakir stóðu. En þessi leikur væri
ríkissjóði dýr, og yrði þó vafa-
laust miklu dýrari, þar sem nú
á að flækja ríkinu í ábyrgð fyr-
ir alla bankana. — Ríkisstjórnin
hefði einnig komið með þau
skilaboð til Alþingis í fyrra,
að ekki stoðaði íslandsbanka að
koma oftar til þingsins með
beiðni um frest á inndrætti seðl-
anna; slíkri beiðni yrði ekki
sinnt. En nú væri farið fram á
stórfelda ívilnun hvað þetta
snerti. Alt þetta sýndi glögglega,
•m allir hefðu vitað, að ríkis-
stjórnin hugsaði í fyrra um það
eitt, að koma íslandsbanka á
knje; en ekkert hefði verið um
bað hugsað, hvað ríkissjóður
]>yrfti við það að fórna. —
Jón Ölafsson kvað það eðlilegt,
að skuld Útvegsbankans við
Landsb. væri nú óvenjulega há,
þar sem aðalframleiðsla fyrra
árs væri ekki enn komin í pen-
inga, nema að nokkuru leyti.
G. Sig. kvaðst jafnan hafa ver-
ið á móti ríkisábyrgð á skuld-
bindingum bankanna, en fyrst
komið væri út á þessa braut, yrði
hann því fylgjandi, að Útvegsb.
fengi um beðna ábyrgð. Harald-
ur vildi ekki kannast við, að
nein breyting hefði orðið á af-
stöðu sinni frá í fyrra, heldur
væri viðhorfið nú alt annað
gagnvart bankanum.
Ólafur Thors sýndi fram á ó-
samræmið í framkomu Haralds
nú og í fyrra. Haraldur vildi
halda því fram, að aðstaða sín
væri óbreytt; nú væri orðinn sá
eðlismunur á málinu, að í fyrra
hefði ríkið átt að taka ábyrgð á
„þrotabúi Islandsbanka", eins
og Haraldur orðaði það, en nú
ætti ríkið 60% af hlutafje bank-
ans. Þess vegna, væri sjálfsagt,
að ríkið tæki ábyrgð á spari-
fjenu. En hver væri svo þessi
eðlismunur? Hann væri sá, að
samkv. frv. Sjálfstæðismanna í
fyrra, hefði verið farið fram á,
að ríkið tæki ábyrgð á sparifje
bankans, en yrði jafnframt svo
að segja eini eigandi bankans;
hlutafje bankans átti að meta,
og ]>að svo fært niður samkv.
því mati. Matið hefði svo sýnt,
að hlutaíjeð væri alt tapað; af
því leiddi, áð ríkið, með framlagi
aínu, hefði orðið eini eigandi
bankans. Úr því nú, að ] etta
hefði verið höfuðsökin í fyrra,
hvað mætti þá segja um ábyrgð-
ina nú, þar sem rílcið ætti að
eins 60% af hlutafje bankans?
Forsætisráðherran lýsir hag
Utvegsbankans.
Tryggvi Þórhallsson forsrh.
þóttist nú þurfa að láta vitsku
síria skína og flutti tölu, sem all-
ur þingheimur varð undrandi yf-
ir. Forsrh. sagði, að með ríkis-
ábyrgðinni í fyrra hefði verið
farið fram á, að velta miljóna-
töpum íslandsbanka yfir á rík-
ið! Stjórnin hefði hins vegar
getað „pínt út“ 6 milj. kr. ann-
ars staðar frá, til þess að mæta
þessum töpum með ríkinu. Loks
sagði ráðh., að nú væru töp ís-
landsb. komin í ljós, því að á síð-
astliðnu ári hefði Útvegsbankinn
orðið að afskrifa 10 milj. króna.
Ólafur Thors rakti nú hinn
víðfræga hringsnúning stjórnar-
innar í íslandsbankamálinu. —
Sjálfstæðismenn hefðu þegar í
upphafi boðist til að stýðja
hverja þá lausn er stjórnin fyndi
og verða mætti til að bjarga
bankanum. Baráttan hefði stað-
ið um annað tveggja: Að rjetta
bankanum hjálparhönd, ellegai
að gera bankann gjaldþrota. —-
Stjórnin hefði að eins komið
auga á gjaldþrotin. Svo hefði að
]>ví komið, að bardaginn hefði
ekki snúist um hagsmuni alþjóð
ar, um lánstraust þjóðarinnar,
heldur um það, hvort þingmað-
ur Strandamanna ætti áfram að
sitja í stól forsrh. Þegar svo var
komið, mátti öllu fórna! — Nú
væri helst svo að sjá, sem for-
srh. með sinni alkunnu fljót-
færni og grunnhyggni ætlaði að
fara sömu leið með Útvegsbank-
ann ög hann fór með íslands-
banka. Ráðh. risi upp á Alþingi
og skýrði frá ]>ví, að á síðastl.
ári hefði Útvegsb. afskrifað 10
milj. kr. Þessi fregn væri enn
ekki komin fram í reikningum
bankans; en samt dirfðist Tr. Þ.
að segja þetta yfir þingheim. Ef
þetta væri satt, þá kvaðst ræðu-
maður verða að spyrja Tr. Þ.,
hvort hann gæti komið sjer und-
an allri sök á þessum töpum;
hann hefði verið formaður 1
bankaráði íslandsbanka undan-
íarin ár. Eða lítur forsrh. svo á,
að form. bankaráðsins hafi enga
aðra skyldu haft gagnvart bank-
anum en þá, að hirða launin?
Jóhann Jósefsson vítti að mak-
leikum þá framkomu Tr. Þ„ að
vera að stæra sig af því, að tek-
ist hefði að þvinga fram spari-
fje fátæks almennings til við-
reisnar Islaiidsbanka. — Þetta
væri furðulegast af öilu furðu-
legu frá þessum ráðherra; hann
væri nú að hælast yfir því, að
hafa getað , pínt“ þetta fje frá
almenningi. Og aðferðin, sem við
hefði verið höfð, hefði verið sý,
að hóta sparifjáreigendum því,
að ef þeir ekki vildu leggja fram
helming innstæðunnar, }>á skyldi
þeir tapa öllu! Nú væri forsrh.
landsins að stæra sig af þessari
ráðsmennsku. Hann væri ekki öf
undsverður af þessu, og landa-
menn myndu áreiðanlega ekki
þakka honum fyrir aðfarirnar.
Að lokum bað ræðumaður nefnd
þá, er fjalla myndi um þetta
mál, að athuga, hvort ekki væri
unt að skila aftur einhverju af
því fje, sem forsrh. væri að
stæra sig af að hafa „pínt“ út
úr fátækum almenningi.
Jón Ólafsson skýrði nú frá
}>ví, vegna ummæla forsrh. uffl
afskriftir Útvegsbankans, að í
upphæð þeirri, sem ráðherrann
nefndi, væri allt hlutafje ís-
landsbanka, JVs> milj. kr., vara-
sjóður ísiandsbanka, 830 þús.
og yfirfært frá fyrra ári 400
þús. eða samtals 5,7 miljóriir
króna. — Hins vegar hefði á
síðastliðnu ári verið gerð upp
mörg stór fyrirtæki, og væri
bankanum að eins talið til eigna
}>að verð, sem fengist hefði fyrir
eignirnar á opinberu uppboði.
En vitanlegt væri, að eignimar
væru oft meira virði.1 — Bað
ræðumaður menn vel að athuga
þetta, því að svo kynni að líta
út, eftir umræðum þeim, sem
fram hefði faríð, að' bankinn
stæði nú mjög höllum fæti, en
]>að væri algerlega rarigt.
„Þú skalt ekki stela!“
Umræður voru all-hvassar með
köflum, einkum eftir að forsrh.
hjelt sína dæmalausu ræðu. For-
sætisráðherra sagði um Sig. Egg-
erz, að hann væri fallinn mað-
tu í þessu máli. Sigurður svaraði
því, að enginn hefði fallið dýpra
en forsætisráðherrann. T. d. tim
atferli hans, mætti minna á, að
hann hefði leyft sjer að taka
tugi þúsunda af almannafje til
þess að gefa út auglýsingarit ulö
kaupfjelag, sem hann hjeldi sjg
hafa pólitískan stuðning frá. Nú
stæði í einu boðorðanna: „Þú
skalt ekki stela!“ Nú vil jeg
skora á forsætisráðherrann að
læra betur boðorðin! (hlátur uffl
allan þingsal).
Haraldur Guðmundsson reyndi
að útmála, hvílík fádæma vit-