Morgunblaðið - 12.04.1931, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1931, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ c SUvo silfurfægilögur er óviðjafnan- legur á silfur, plet, nickel og alumineum Fæst í öllum helstu verslun- um. Ferrosan er bragðgott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleysi og taugaveiklun. Fæst í öllum lyfjabúðum í glösum á 500 gr. Verð 2.50 glasið. Gladiólur, Begóníur, Anemónur, Ranunklur. — Einnig Jurtapottar, allar stærðir, og allskonar fræ nýkomið. Vald. Ponlsen. Klapparstig 29. Sími 24. Statesmaa or stóra orðið kr. 1.25 á borðið. Til Heflavíkur, Sandgerðis og Grinda- víkur daglegar ferðir frá Steindóri. Sími 581. lalasalaa u Simi 1514. eigi er neitt tímarit til, er hirði þær og birti. Náttúrufræðingur- inn rann teka fegins hendi öllum slíkum athugunum víðsvegar af Iandinu og birta þær, ef einhver fengur er í þeim. Með því móti getur hann komist í samvinnu við marga mæta menn út um land, er aukið geta þekkingú vora á ís- lenskri náttvirufræði, þó að eigi sjeu þeir lærðir náttúrufræðingar. Við höfum fengið loforð margra góðra manna, sem fróðir eru í náttúrufræði, um að skrifa greinir í Náttvirufræðinginn. Er það góð trygging fyrir því að hann geti orðið fjölbreyttur að efni. Kostnaðurinn við útgáfu tíma- rits þessa verður mikilvægasta at- riðið. Það eru engar líkur til að útgáfa þessi verði gróðafvrirtæki. En við höfum gert okkur vonir um að tímaritið fái þó svo góðar viðtökur að það geti rjett borið sig fjárhagslega. En þó mun alls við þurfa, jvví að prentun og myndagerð er ærið dýr. Er okkur mikil jvörf á lið- sinni allra góðra manna, er þessum fræðum unna og í einhverju vilja meta þessa viðleitni okkar. Vænt- um vjer að þeir vilji gerast kaup- endur að ritinu og hvetji aðra til ]>ess. An sliks liðsinnis verður tíl- raun þessi að engn; því að eigi liöfum við efni á að kosta útgáfu þessa sjálfir. Væri æskilegt að kaupendur gæfu sig fram sem fvrst, svo að vjer bráðlega getum sjeð hve mikið mnni þurfa að leggja upp af rit-inu. Hr. Helgi Árnason dyravörður Landsbókasafnsins hefir til sýnis fyrstu hefti Náttúrufræðingsins og þar geta menn skráð sig sem kaup endur. Líka geta menn pantað rit- ið í síma hjá okkur útgefendunum. Guðm. G. Bárðarson, Lauganesi. (Sími 2068). Árni Friðriksson, Fiskifjel. fslands (Sími 462). Kvennagullið. hrunið í rústir. Nú varp liann öndinni ljettar og leit illgirnis- lega til mín. — Þetta er sendiboði konungs- inSj hvíslaði Castelroux í eyrað á mjer. Ætli jeg hafi ekki vitað j^að. •Teg skeytti ekki um að svara hon- um, heldur skálmaði jeg jyvert yfir gólfið og rjetti fram hendina yfir borðið til Chatellerault, — Elskulegi greifi minn, hrópaði jeg, þjer komið alveg eins og þjer væruð kallaðir. Jeg ætlaði í fyrstu að segja meira, en það var eitthvað í lát- bragði hans, sem lokaði munnin- um á mjer. Hann sneri sjer hálf- vegis við og stóð með aðra hend- ina á mjöðminni og höfuðið reigt 'aftur á bak. í öllu fasi hans lýsti sjer eitthvað kuldalegt og fyrir- litlegt og óstjórnlega svívirðilegt. — Lesperon, sagði hann, jeg get ekki annað sagt en að þjer komið afar flatt upp á mig með óskamm- feilni yðar. Þó að við höfum verið kunningjar einhvem tíma áður, gefur það þó engan veginn neina átyllu til að jeg ætti að taka í hendina á yður mina, þegar þjer hafið skapað yður þær ástæður, að engin leið er fyrir trygga þegna konúngsins að telja yður kunn- ingja sinn. Börnin og bannið. Seattleblöð hafa það eftir Kenneth Mackintosch dómara, sem átti sæti í Wickersnefndinni, að knýjandi nauðsyn bæri til þess að breyta bannlögunum, ekki síst vegna ákafrar óánægju foreldra yfir því, hversu illa þau reyndust. „Við settum þessi lög fyrir 12 árum til þess að vernda börnin okkar fyrir góðu Whisky. Nú hafa foreldrar orðið fyrir því, að sjá börnin venja sig á allskonar ódrekkandi áfengi og verða blátt áfram drykkfeld.“ „Það gengur ýfir ameríska for- eldra, að sjá börnin sín koma heim kvöld eftir kvöld dauðadrukkin. Það er óhjákvæmilegt að taka lijer alvarlega í taumana.“ „Eitt gott hefir þó bannið gert Það hefir losað okknr við ill- ræmdu veitingakráraar (saloons), en nú er eftir að losna við eitraða áfengið og skytningsstofurnar.“ „Að ætla sjer að framkvæma bannlögin með harðneskju og hegningum er blátt áfram heimska ein og ókleift, Það er svo lítill galduir að búa til áfengi með smá- áhöldum, að heimabrnggun getur enginn útrýmt. Oftast verður þó áfengið ilt og óholt, en unga fólkið hefir svo Vanist bragðinu á því. að því myndi sennilega þykja gott áfengi engu betra“. Hann kvað 7 af 11 mönnum í Wickershamnefndinni vilja breyta bannlögunum svo fljótt sem auðið væri. Tveir af þessum 7 vildu af- nema bannlögin, en 5 vildu breyta þeim. Um hina 4 væri það að segja, að þeir vonuðu að betra skipulag í framkvæmd bannlag- anna kynni að leiða til þess, að þau yrðu nokkurn veginn haldin. Ef þetta mistækist, eftir eins árs reynslu, þá væri sjálfsagt að breyta lögunum eða afnema þau. G. H. Jeg hörfaði eitt skref aftur á bak, enda var jeg ekki ennþá bú- inn að átta mig á því hvaða á- stæður gætu legið á bak við þessa óskiljanlegu framkomu. — Og þannig ávarpið þjer mig, Chatellerault! sagði .jeg forviða. — Ávarpa yður? hreytti hann vonskulega út úr sjer. Áttuð þjer ef til vill von á einhverju öðru, Lesperon. Það munaði minstu að jeg svar- aði honum að hann væri að ljúga og að hann væri svívirðilegur og falskur bragðarefur. Svo rann það alt í einu upp fyrir mjer, hvað fvrir honum vekti, með jiví að fara svona sviksamlega að ráði sínu. Saint. Eustache hafði sagt honum hver jeg var álitinn vera og vegna veðmálsins vildi hann ekki stuðla að ]jví að fá villuna leiðrjetta, heldur senda mig liið skjótasta til gálgans. Gat jeg líka átt von á öðru af manni sem hafði ginnt mig til annars eins veðmáls og þessa, sem hann vissi — af því að hann var kunnugur ástæðun- um að hann hlyti að vinna. Gat jeg átt von á að maðufinn. sem hafði haft svik í frammi þegar spilin voru géfin, mundi láta nokk- uð tækifæri ónotað til að svíkja meðan á sjálfu spilinu stæði. Eins og jeg tók fram áðan, var jeg kominn á fremsta hlunn með að ségja honum að hann væri að ljúga — að jeg væri ekki Lesper- June-MankMl- miðþrýstimótorar, skipamótorar, landmótorar, 20% ódýrari en flestir mótor- ar er hingað flytjast. traustir, gangvissir, sparneytnir, ódýrir S.K.F.-keflaleg. Besta sænskt efni. Notar aðeins 210 gr. hráolíu og 5 gr. smurolíu. líyður sjer meira til rúms en nokkur annar mótor á Norðurlöndum. Útvega einnig fyrsta flokks eikarbyggða fiskibáta, með June-Munk- tell-mótor og öllu tilheyrandi, samkvæmt skipaskoðunarkröfum. Til dæmis: 14 tonna bátur með 35 ha.June-Munktell-mótor aðeins ca- 13500 krónur. Aðalumboð fyrir Suður-, Yestur- og Norðurland. B. J. Johnseu. V/ff ^aujgðve^ 34 ^írni: 1300 ^eg&iatufe. Hreinsnm ná gólfteppi af fillnm stærðnm og gerðnm. on og að liann vissi einkar vel að jeg væri Bardelys. Mjer varð þó ljóst í sömu andránni og þessari hugsun skaut upp í huga mjer, að slíkt mundi ekki koma að neinum notum. Og jeg er hræddUr um, ao dálítið skrítið hafi verið að sjá mig standa ]>arna, frammi fyrir honum og riddurum hans, meðal annara hinum háðslega Saint Eu- staehe. — Þá er ekkert frekar um það að segja, sagði jeg að lokum. —- Ojú, og það miklu meira en yður órar fyrir, öskraði hann. Bráðlega skuluð ]>jer fá að svara fvrir landráð yðar og jeg er hræddur um, vesalings uppreisnar- maðurinn minn, að svo geti farið að hið fallega höfuð yðar verði að skilja við hinn íturvaxna skrokk yðar. Við sjáumst aftur í Toulouse, jeg og þjer, og þar getum við rætt nánar saman um það sem við eig- um vantalað frammi fyrir dóm- stólunum. Hrollur fór um mig allan. Ekk- ert var sýnna, en að úti væri um ,mig. Þessi maður, sem hafði ótalc- markað vald yfir hjeraðinu, mundi vafalaust sjá til þess að enginn T-rði til að kannast við mig. Og allur þessi skrípaleikur mundi ,enda í blóðugxim sorgarleik, er jeg væri af lífi tekinn. Fullvrðingum mfnum um að jeg væri annar en sá sem jeg var álitinn vara, myndi engir trúa og enginn einu sinni gefa þeim gaum. ITamingjan góða.. livað var það eiginlega, sem jeg hafði blandað .mjer í? Stúlka sú,. sem jeg hafði veð.jað um að jeg skyldi gera að konu minni, hafðí svikið mig á vald þess manns seim jeg veðjaði við. Það var úti um mig. Mjer var ]>að fyllilega ljóst, og fanu til þess. ineð miklum sársauka. Án þess að nokkur veitti því aíhygli eða grjeti mig, átti jeg að deyja £ nafni annars manns og ganga hina erfiðu göngu til gálgans með synd- ir annars manns á lierðum. Barde- lys, hinn veglyndi —- Marcel Saint Pol, markgreifi af Bardelys, seni' var svo ríkur bg glæsilegur, að um það gengu sögusagnír urn gervalt ríkið — átti að deyja eins og logr á kertisskari. Jeg var næstum orðlnn ær, vit- skertur, af því að hugsa um van- mátt minn — vitskertur með sama hætti og þeir eru vafalaust, sem fordæmdir eru í eldhafi vítis. Og á þessari stundu gleymdi jeg jafnvef því, sem jeg vænti mjer fyrst. og fremst af sönnum aðalsmanni og það er að láta reiði sína aldrei hlaupa með sig í gönur. Blindaður af stjórnlausu æðiskasti varpaðí jeg mjer fram á borðið og þreif í kverkar þessa svívirðilega lygara, áður en nokkurum þeirra, sem við- staddir vora, gæfist tóm til svu inikils sem lyfta héndinni til aS varna mjer þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.