Morgunblaðið - 12.04.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1931, Blaðsíða 7
MORG.UNBLABIÐ 7 9 Vitið þið að byrjunin að nýju bókinni eftir Erich Maria Remarque, „Vjer hjeldum heim“, kemur í næsta hefti af tímaritinu „Perlur“. Síð- ar verða birtir nokkrir úrvalskafl- ar úr bókinni. — f heftinu verður einnig grein um Remarque, ásamt nokkrum myndum úr kvikmynd- inni „Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum“. — Heftið kostar kr. 1.25 fyrir áskrifendur. — Nýir áskrifendur að „Perlum“ fá al- þingishátíðarheftið, sem kostaði kr. 3.00, ókeypis. — Skrifið til: „Perlur“, Pósthólf 366. (ca. 2.250 milj. í íslenskum krón-' ■um). Það er fkostur við silfurref- inn, að hann hefir verið svo lengi ræktaður sem húsdýr, að hann tímgast jafnt og villtir refir. — Hann á venjulega 4—7 yrðlinga, •æinstöku sinnum jafnvel 10—12. Verðið á góðum skinnum hefir undanfarið verið 300—800 krónui'. : Bestu skinn liafa verið seld á 1000 ■ krónur og þar yfir, jafnvel upp í| 4000 krónur, þó að þess sjeti fá dæmi. En vitanlega liefir verð á lje- legum skinnum verið langt undir | þessu. Eftir nýjustu markaðsfrégn- um frá London og New York, sem Bisamrotta. ' . jeg liefi nýiega fengið, hefir verð á silfurrefaskinnum lækkað um 15% yíirleitt á þessu ári, en að því ber að gæta, að verðfallið er aðallega á dýrustu skinnunum. — Þau hafa fallið um 20%, en lakari sskinn og miðlungsskinn mjög lítið. Það er enginn efi á því, að 'lslendingar standa eins vel og .jafnvel betur að vígi með fóður handa refum en aðrar þjóðir, þar -sem aðalfóðrið er kjöt og fiskur ■og við getum framleitt báðar þess- ■ ar vörutegundir mjög ódýrt, sjer- staklega hrossakjöt. Víða hagar svo til, að slátrað er fjenaði mikinn hluta árs, og hent- ;ar þar vel að hafa refi eða önnur loðdýr, sem kjöt og slátur eta. Geta má þess, að íslenskir refir ■ og refaskinn hafa nú fallið mjög í verði, enda hefir eftirlitið með útflutningi á lifandi refum hjeðan verið alt of lítið, og því oft flutt út ljeleg dýr, En þó er allmikið ítil hjer á landi af mjög góðum blárefum, og mætti áreiðanlega koma hjer upp góðum blárefa- kynstofni, sjerstaklega með kyn- blöndun með blárefum frá Græn- landi eða Jan Mayen, því íslensk- ir blárefir hafa úrkynjast hjer af kynblöndunarleysi. Að vísu tímg- ast þeir ver í öndverðu keldur en til dæmis silfurrefir, en reynslan sýnir ,að Jieir tímgast furðu fljótt. Reynsla fyrir þessu er fengin á refabúunum á Svignaskarði og Stykkishólmi. Það eru áreiðanlega fleiri loðdýr en refir, sem rækta má hjer, svo sem t. d. mink (mustela vison), otur (lutra vulgaris), þvottabjörn (procyon lotor) og bismarotta (fiber zibethicus) og ýmis fleiri. Allar þessar dýrategundir gefa af sjer dýrindis skinn. Það er ekki hægt í stuttri blaða- grein að lýsa nytsemi þessara dýra ítarlega, en geta má þess, að skinn bisamrottunnar hefir undanfarið hækkað í verði ár frá ári, henni fjölgar mjög fljótt, eins og nag- dýrum yfirleitt. Hún lifir í mýrum og við vötn eða ár, og er mjög harðgerð. Einnig má rækta hana í girðingum. Það er nauðsynlegt að gera alt til þess að taka alla þá nýbreytni upp, sem verða má til að afla landbúnaðinum nýrra tekjulinda, jafnmikla erfiðleika og hann á n við að stríða. Þetta~ mál er áreiðanlega þess vert, að því sje gaumur gefinn. íslendingar eru yfir höfuð allt of seinir til að taka upp nýbreytni til hagsbóta atvinnuvegum sínum. Utgerðarmenn trúa of einhliða á þorskinn og síldina og bændur á æmar og kýrnar, þótt hinsvegar sje nauðsynlegt að taka nýbreytni með gætni og afla sjer þekkingar á henni. Að því er ræktun refa sriertir, er auðvelt fyrir þá menn að afla sjer þekkingar á henni, sem út- lénd mál skilja, éins og síðar verð- ur Vikið að. Þess má geta í því sambandi, að afkoma landbúnaðarins, eins o<r liann er nú rekinn, er mjög háð samgöngum. Loðdýrarækt er það ekki. Hún er heldur ekki háð ár- ferði, óþurkasumrum eða harð- indavetrum, að því er loðdýrum, ræktuðum í girðingum, viðvíkur. Svo virðist, sem sú sjálfsagða stefna sje að sigra í almennings- álitinu, að rjúfa þann kínverska múr, sem íslendingar liafa á und- anförnum öldum reist um sig gegn aukningu á dýralífi, og má minna á í því sambandi, að dýralæknar eru mi frjálslyndari í þessu máli en áður. Að vísu er sjálfsagt að gjalda varhuga við sjúkdómum, en bæði er það, að lítil sjúkdómahætta, er af dýrum, sem alin eru upp norð- arlegá á hnettinum. Svo eru hjer og nægar eyjar til að halda dýrum í sóttkví, ef dýralæknar telja þess þörf. Meðal þeirra manna, sem um þessi mál hafa áður ritað, má nefna, auk þess manns, sem áður ér nefndur, Vilhjálm Stefánsson, heimskautafara, Olaf Eriðriksson, ritstjóra, Helga Valtýsson, kenn- ara og Gunnlaug Þorsteinsson, lækni. Jeg skal geta þess, að í ráði er að stofna fjelag hjer í Reykja- vík, sem ætlast er til að útbreið- ist með tímanum um land alt. Er nefnd starfandi til undirbúnings þessari fjelagsstofnun og er hún búin að semja frumvarp til laga um fjelagið. Tilgangur þessa fje- lags verður að stuðla að fjölgun dýrategunda og eflingar dýralífs á íslandi, sjerstaklega með til- liti til ræktunar loðdýra. Hug- mynd fjelagsins er að stuðla að stofnun hagsmunafjelaga til nýrr- ar ræktar og leiðbeina þeim, sein slíka, ræktun liafa m<ð höndum. Utvarpsnotendur fá sennilega bráð lega fregnir af þessum fjelagsskap og geta þá þeir, sem áhuga hafa fyrir þessu máli, snúíð sjer til þessa væntanlega fjelags um upp- lýsingar og fyrirspurnir, og sömu leiðis um útveganir á erlendum bókum og tímaritum, er um þesú efni fjalla. Spá mín er sú, að þessi fjelags- stofnun reynist merkilegri en menn grunar, ef henni tekst að koma af stað nýrri iðnaðargrein hjer á landi, er áður er hjer lítt þekt, sem jeg álít að sje vel kleift. Gunnar Sigurðsson. Hðttúruf r æðingurinn. Við undirritaðir höfum ráðist í að byrja á að gefa út tímarit með þessu nafni, sem á að flytja fræðandi greinar um náttúrufræði. 1. hefti þess kom út í febrúar og 2. heftið mun verða sent kaup- endum og boðið til sölu næstu ;daga. í flestum skólum vorum er nátt- úrufræðin skyldunámsgrein. En þar er oftast svo mörgum náms- greinum að sinna, að náttúru- fræðisnámið verður þar mjög ein- hliða og af skornum skamti. Svo má heita að algerlega vanti hand- bækur og aðgengileg fræðslurit í ýmsum greinum náttúrufræðinn- ar, er geti veitt mönnum frekari fræðslu en skólabækurnar veita, og ekkert tímarit er til í landinu, er sjerstaklega, geri sjer far um að færa mönnum fregnir um nýjar uppgötvanir éða nýjungar í nátt- Heiðruðu húsmæður! leggið þetta á minnið: Reynslan talar og segir það satt, að Lillu- ger og Lillu-eggjaduftið er þjóð- frægt. Það besta er frá H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Fyrir hálfvirði seljum við alt sem til er af blómsturvösum. Békaverslnn (safoldar. Með B. S. R. - bilnm. Fyrstu ferðir frá Hafnarfirði kl. 9^ árd. Ferðir milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar allan daginn. Ferðir milli Vífilsstaða og Reykjavíkur, kl. 12, 3, 8 og 11. Ferðir milli Reykjavíkur og Fljótshlíðar, öðru hvoru. Akið í „Studebaker“-drossíum. Fengnm með e.s. Bnllfoss: Epli, Winsaps es fancy. Appelstnnr Jaffa 144. do Hfnrcia 240 og 300 stk. Kartðífur, Lank Egge t Kristánsson & Co. úrufræði. Erlendis eru gefin út, alþýðleg tímarit og fjöldi fræðirita í nátt- úrufræði, er veita miklu víðtæk- ari fræðslu, en skólarnir geta lagt af mörkum. Skólamir ná aðeins til þeirra, sem eru á skólaaldri, en fræðsluritin og lesbækumar geta náð til allra lesandi manna, bæði eldri og yngri, sem fræðslu- löngun hafa. Auk þess er slíkt sjálfsnám af aðgengilegum bók- um, utan skólanna, oft fult svo notadrjúgt og sjálft skólanámið. Við höldum að úr þessum skorti náttúrufræðisrita hjer á landi mætti bæta til mikilla muna með tímariti, og höfum við ráðist í að gefa, út Náttúrufræðinginn. Mun- um vjer reyna að sníða efni hans þannig, að hann geti orðið að- gengilegt fræðslurit fyrir allan þorra manna, er fræðast vill í náttúrufræði. Hjer á landi er mjög fátt um menn, er hafi það verk með hönd- um að fást við náttúrufræðirann- sóknir. En fjölmargir menn iir ýmsum stjettum, til og frá á land- inu, eru bæði athugulir og glöggir og veita mörgu eftirtekt, er snert- ir náttúrufræði, sem vert er að geymist, þeir fmna ef til vill fá- gætar jurtir, sjerkennilega eða fá- gæta fugla eða önnur dýr, og taka Daflalbitar þessir, eru besta og ódýrasta kryddsíldin. Tilreiddir hjer, úr íslenskri síld. Fást í flestum verslunum. Sláturfjelagfð. Sími 249. eftir einkennilegum lífsháttum þeirra, eða finna sjerkennilega steina eða jarðlög o. fl. Slíkur fróðleikur getnr oft ver- ið mjög merkilegur og góð bend- ing til sjerfræðinga um að kynna. sjer þetta nánar. En alla jafna týnast þessar athuganir aftnr, ef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.