Morgunblaðið - 17.04.1931, Qupperneq 5
Föstudag 17. apríl 1931.
5
*
„DAoiurinn
IA
Tryggvi Þórhallsson er sífelt
að tala um dóm þjóðarinnar.
Hann lætst vilja skjóta málum
sínum undir þann dóm. Tr. Þ. er
það sjálfsagt ljóst, að hann muni
ekki komast fram hjá hinum
reglulegu dómstólum landsins
með sakir sínar. Ilonum virðist
einnig vera orðið það Ijóst,
hvernig mál hans muni þar ljúk-
ast. Og það er eins og mannin-
am sé það einhver fróun, að
telja sjer sjálfum trú um, að
íleiri ieiða aé völ, en Litlahrauns
vegarins. Það er nú líklegt, að
Tr. Þ. megi lengi þreyta sitt
tóma höfuð, áður en hinn finnur
ieiðina fram hjá hrauninu. En
ekkert er á móti því að athuga
líkurnar fyrir því, að þjóðin
dæmi mildar um afbrot Tr. Þ.,
en hinir reglulegu dómstólar
munu gera. Þar um mætti leita
vitnisburðar sögunnar. Mætti
ætla, að manninum væri það
ekki ógeðfelt, þar eð hann mun
þykjast sögufróður. Hins er og
ao geta, að refsing Tryggva
mtmdi verða póiitísk, í stað þess
að hliðsíæðir sakborningar tókr.
áður út refsingu, samkvæmt
þjóðardómum, á líkama sín-
um.
Hvað er það svo, sem Tr. Þ.
er sakaður um?
Hann er sakaður um, að hafa
farið óráðvandlega með fje
þjóðarinnar — ríkissjóð.
Hverskonar dóm hefir þjóð-
in áður á tímum felt yfir slík-
um mönnum? Hún hefir ekki
einu sinni þolað, að þeir fengju
heiðarlegan dauðdaga. — Hin
pólitíska aftaka Tryggva fyrir
þessar sakir, yrði því án efa
mjög óvirðuleg.
Tr. Þ. er sakaður um að hafa
brotið æðstu lög landsins. Hann
er sakaður um, að fara með
konungsvaldi á hendur þjóð-
inni.
Hvernig hefir þjóðin áður
skift við þá ménn, sem tekið
hafa sjer völd með konungs að-
stoð gegn þjóðarvilja og lands-
lögum? Hvernig fjell þjóðar-
dómur um Krók-Álf, Jón Ger-
reksson, Smið Andrjesson, Jón
skráveifu, Ljenharð fógeta og
fleiri slíka konungs skjólstæð-
inga? Heldur Tr. Þ., að þjóðin
taki nú vægar á afbrotum og
skapraunum, en hún gerði á
fyrri öldum, þó nú sje komin
pólitísk refsing í stað líkam-
legrar? Heldur hann, að þjóð-
in kunni betur konungskúgun
nú, þegar hún er fastráðin í því
að losna algerlega undan kon-
ungsvaldinu, heldur en hún
gerði, meðan hún leit á kon-
ungsvaldið sem ævarandi?
Tr. Þ. er haldinn miklum
andlegum og siðferðilegum sljó-
leika, ef hann heldur, að þjóð-
in taki vægt á afbrótum hans
og framferði. Þó ekkert hefði
annað verið, en að hann reynir
að hanga við völd í trássi við
landslög og þjóðarvilja, mundi
það eitt vekja slíka fyiirlitn-
ingu, að þessi maður væri til
frambúðar pólitískt dauður. En
hverjir smámunir eru þó
þessi tiltæki hjá öðrum afbrot-
um, sem Tr.Þ. nú hefir að verja
fyrir þjóðardómstólnum?
Tr. Þ. er þegar kominn fyrii
þjóðardómstólinn. Hann hefir
verið þar nokkra daga tii yfir-
heyrslu, og þar hefir alt geng-
ið, eins og vant er að ganga hjá
sekum mönnum: Tr. Þ. er byrj
aður að meðganga. í fyrradag
sendir hann þingmönnum
Sjálístæðisflokksins skriflegt til
boð um það, að hann skuli
hvorki misbrúka ríkisfje nje rík
iseignir fram til kosninga. —
Þarna meðgengur hann, að
þetta hafi hann gert til þessa
dags, en hann býðst til að lifa
ráðvandlega í 7 vikur.
í gær sendir Tr. Þ. aftur
Sjálfstæðisflokknum yfirlýsingu
um það, að hann láti bæði fjár-
málaráðherrann og dómsmála-
ráðherrann segja af sjer. Þarna
meðgengur hann, að meiri hluti
stjómarinnar sje óhæfur til að
fara með völd í landinu.
Og Tryggvi Þórhallsson á eft
ir að meðganga fleira, — miklu
fleira og stærra.
irampe og Trvggvl.
Ennþá, eftir 80 ár, er þjóð vor
mint á frumhlaup Trampe greifa,
og skjót úrræði og skörungsskap
dóns Sigurðssonar, er hann bjarg-
aði heiðri og hamingju þjóðarmn-
ar á fundinum 1851, og eftir hann.
Trampe greifi beitti því ósvífna
gerræði, aö siíta fundi þeirra, sem
konungur og þjóð vor í sameining 1
hafði stofnað til. Sleit fundi í
nafni konungs, einmitt þá, er ísi.
fulltrúarnir ætluðu að ræða frá
sinni hálfu stjórnarskrármálið, það
málið, sem fundurinn var stofnað-
ur til og átti sjerstaklega að ræða.
Nú lieíir stjórn vor beitt sama
gerræðinu. Hún hefir slitið því
þingi, sem þjóðin og konungur
höfðu kvatt saman. Og slitið því
einnig þá, er komið var að alvar-
legustu umræðunum um mestu
nauðsynjamál þjóðarinnar.
Þessum tveim atburðum liefir
verið jafnað saman. En þeir eru
ekki hliðstæðir eða jafnir, að öðru
leyti en gerræðinu. Nýi atburður-
inn er hinum miklu verri, af þess-
um ástæðum:
1. Trampe greifi Var danskur
maður, og fulltrúi konungs. Hann
varð því á fundinum til þess að
gæta rjettar Dana gagnvart rjetti
Islendinga ,og verja skoðnn kon-
ungs og danskra löggjafa, gegn
skoðun og vilja þjóðar vorrar.
Nú er það ekki aðeins íslenskur
inaður, heldur sjálfur forseti ríkis-
stjórnar landsins. — Sá maður, /
sem fremur öllum öðrum á að gæta
hagsmuna og vernda rjett þjóðar-
mnar, og síst allra má. láta sjer
verri menn og óhlutvandari, hafa
sig að varaskeifu, hann hefir nú
traðkað á þingræði voru, og flúið
aí hólmi, þá er liann átti að verja
gerðir sínar og þeirra sem hann
var settur yfh-.
2. Á fundinum gat Trapnpe greifi
ekki spurt konung ráða, h.va.ð gera
skyldi. Hann tók því einn á sínar
herðar ábyrgðina af fundarsbtum.
En þessi stjórn skríður í kon-
ungs skjól, og sýnist hafa. blekt
konung með villandi frásög^i, og
tælt hann tií að brjóta þá stjqþnar-
skrá og þann rjett ísldndinga, sem
hann og þeir allir, er hjer hafa að
unnið, hafa lofað með eiði að
vinna eftir og varðviþta.
3. Einræði og ofbeldi konungs-
valdsins var á fyrra ár abilinu al-
kunnugt víða um Iönd„ Þjóð vor
-ar búin að venjast því uin 600 ár,
>g hugsunarháttur hermar var ann
ar en nú. Flest þótti /ært að bjóða
henni, og hún var v 6n að þola og
b'ða.
Nú er þjóðin vanari við að ráða
og fara ferða siraia. Nú er ekki
eins hægt um vik og þá, að bjóða
þenni ósvífni og einræði.
4. Þjóð vor átti þá ekki frjálst
iöggjafarþing, og engin sjórnskip-
unarl. (stjórnarskrá). Almenning-
ur þekti því næsta lítið þjóðfrelsi
og þingræðisreglur eða stjórnfars-
lcgt velsæmi.
Mörgum mun hafa þótt svo sem
sjálfsagt, að konungur og fulltrúar
hans rjeðu einir því er þeim sýnd-
ist. —
Nú liefir ]ijóðin vanist því, meira
(u hálfa öld, að setja sjer lög og
Iífsreglur sjálf. Og leiða til lykta
nauðsynjamálefni sín á Alþingi, án
nokkurrar meinbægni frá konungs-
valdinu, á síðustu árum.
Nú lætur þjóðin varla lengnr
ofríkisfúlla ráðleysingja setja sig
;i vonarvöl.
5. Trainpe hafði varla mikið að
missa, ekkert að fela, og ekkert
að vinna. Þó djarft væri teflt.
Hann var að vinna fyrir Dani og
konunginn.
En Tryggvi sýnist með gerræði
sínu vera að vemda vald sitt og
ukjólstæðinga sinna, og dylja glæp
samlegt framferði og fjársóun
þeirra, móti liagsmunum sinnar
eigin þjóðar, að miklum meiri
hluta.
Á þessu hneyksli byrjar önnur
áraþúsundin í þingsögu Alþingis.
Byrjar á meira hneyksli, en til er í
þingsögunni um þúsuhd ár, af
hálfu hins æðsta valds í landinu.
Þjóðin mun nú — ekki síður en
fyr öðlast vit og vilja, þrek og
þor til þess, að hrinda af sjer
þessari einræðisstjórn, og átumeini
því er henni fylgir í fjárhag og
frelsi þjóðar vorrar.
Góðir íslendingar og þjóðrækn-
ii' hafa nú verið vaktir af svefn-
móki, og þeir munu mæla sem
einum munni:
Vjer mótmælmn allir!
16. apríl 1931.
V. G.
Nýkomið:
Fyrlr bakara:
Hveiti „Cream of Manitoba“.
Rúgmjöl ,,Blegdamsmöllen“.
Hálfsigtimjöl.
Sultutau blandað.
Svínafeiti.
[V>
notib .smAra-.smjörlIki.
Fyrirliggjandi:
Kjðt > í 1/1 og 1/2 dósnm.
Kæfa í 1/1 — 1/2 —
FiskaMIir I 1/1 — 1/2 —
Eggeri Krisijfánssoa & Co.
Umgur maðnr
vannr Ölium skrifstofnstðrfum, óskar eftir vinnn, allan
daginn, eða hlnta úr degi. Tiiboð sesdist A S í fflerkt „B“
Ankakosning
i Englandi.
London, 16. apríl.
George Hicks, jafnaðarmað-
ur, vann aukakosninguna í East
Woolwich; hlaut 16,200 atkv.,
en frambjóðandi íhaldsmanna
12,357 atkv.
Nýkomið.
íslenskar vörur:
Kartöflur í sk. og lausri vigt.
Egg, 18 aura.
Andaregg 25 aura.
íslenskt smjör 1.50 pr. y2 kg.
Rjómabússmjör, glænýtt
1.75 pr. y2 kg.
Riklingur í pökkum.
Danskar vörur:
Ný egg á 15 aura.
Hvítkál á 25 aura y2 kg.
Rófur 20 aura y2 kg.
Þetta er lægsta verð í Reykja-
\úk.
URiF/INDI
Dívanar
og Dýnur af öllum gerðum. Enn
fremur Divanteppi. Veggteppi.
Alt með lægsta verði.
Húsgagnaverslun
Reykjavíkur.
ÍF
kr. 1.25
á
iJohn Oakey & Sons Ltd.
London.
UfeiiiiDtoR
FÆGIL0GUR
I HREINSAR BEST
GLJÁIR fflEST
Kaupið Morgunblaðið.