Morgunblaðið - 23.04.1931, Page 6

Morgunblaðið - 23.04.1931, Page 6
p 'N í’ p r « \ ÍStennHi^^i i Ölseini Cl! Fyrirliggjandi: Hringið í síma 45 Þnrkaðir ávextir: Rúsínur, Sveskjur, Bláber, Kúrennur, Döðlur, Epli, Aprikosur, Ferskjur, Blandaðir Ávextir. Kaupmenn. Þegar þjer gjörið innkaup yðar, þá spyrjið um verð og athugið gæði vörunnar. Það besta verður ódýrast. Pappír, ritfðng, BókaverslnB Isaioldar. Með e.s. Ooðaloss kom: Nýjar ítalskar KartöHnr, Epli, Appelsínnr, Lanknr. Eggert Kristjánsson & Co. Ekki einn einasti Framsóknarmaður á þing. Barnadagannii 1931 Sumardagurinn fyrsti. . Fregnin um ofbeldisverk Tryggva Þórhallssonar fór á svipstundu um alt Island. Hin siðláta, geðstilta íslenska þjóð spratt úr sæti sínu með reiði- svip, öll sem einn maður. Það var sem hrækt hefði verið í andlit henni. Aldrei hafa öldur risið jafn þungt og einátta um alt ísland, eins og þegar það barst til eyrna þjóðinni, að mað ur, sem að sönnu hafði verið trúað fyrir æðstu stjórn lands- ins, traðkaði eins og ræning: yfir lýðræðisrjett þjóðarinnaiv þingræði hennar og helgustu lög, sjálfa stjórnarskrána. Svo einhuga reis íslenska þjóðin úi sæti sínu, að meðan hvassai einróma mótmæla-ályktanir voru samþyktar um land alt, heyrðist ekki ein einasta rödd til afsökunar stjórninni. Enginn Framsóknariúaður var svo djarfur að mæla gerræði Tr. Þórhallssonar bót. Stjórnin stóö og stendur yfirgefin á sínu pólitíska flæðarskeri. Er það verknaðurinn einn, er veldur þessari andúð? — Að sönnu er hann einn nægur. Það er ekki svo langt síðan íslend- ingar áttu köldu að mæta frá konungstuddum valdhöfum, að þeir sjeu með öllu búnir aC gleyma því. Það er í minni nú- lifandi manna, að íslendingai voru að fáu spurðir og lög þeirra og vilji að litlu virt. Sár þeirra eru ekki fullgróin und- an valdhafasvipunni, útlendu svipunni, svo hvort sem það ei rjett eða ekki, að virða þenn- an atburð öðruvísi en kalt og beint frá lagalegu sjónarmiði. þá er það þó að minnsta kosti mannlegt að kippast við, e: svipuhögg ríður að gömlu sári. En það er fleira, sem rjett lætir viðkvæmni fólksins: Það er óvirðandi að taka við höggi af’óvöldum manni. Hvers hátt- ar spor á sá maður að baki sjer, er nú traðkar þingræði ís lendinga, og þykist til þess borinn að stjórna þessari þjóð þinglaust? Eru það ekki spor gleiðgosans? Eru það ekki spor hins grunnúðuga, kærulausa og þó ósjálfstæða manns? íslenska þjóðin vill ekki afhenda nein- um lýðræðisrjett sinn, því síð- ur, sem óvalinn maður á í hlut og síst af öllu lætur hún taka þennan rjett af sjer með valdi. En við alt þetta bætist sá þungi grunur, sem undaníarið hefir grafið um sig hjá þjóð- inni, að henni væri stjórnað af óráðvöndum mönnum. — Sá grunur varð að vissu, er Tr. Þórhallsson sá sjer ekki fært að leggja skjöl sín á borðið við stjórnarskifti, og kaus heldur að reyna að brjótast til ein- ræðis. Ríkisstjórnin hefir sett blett á íslenska ríkið og móðgað ís- lensku þjóðina á þann hátt, er ekki fyrirgefst. Refsingin er á- kveðin, öll þjóðin hefir þegar á- kveðið hana: Alþingi íslendinga skal ekki óvirt með framsókn- arandlitum innan þingveggj- anna hjeðan í frá. Ekki einn einasti framsóknarmaður á þing. Hallveigarstaðiir. Konur eru nú smám saman að legg.ja fram fje til byggingar Hallveigarstaða, þrátt fyrir almenna fjárþröng, sýnir þetta góðan skilning og áhuga á fvrirtækinu. Stjórn hlutafjelagsins tekur þakksamlega á móti tillög- um. Sjá skýrslu aðalfundar á öðr- uin stað í blaðinu. Það er góður gestur, sem heilsar upp á okkur í dag. Löngum hefir hann vakið fögnuð og tilhlökkun íslenska barna. Við munum það eflaust mörg enn, þótt komin sje- um af barnsaldri, hvað við hlökk- uðum til sumardagsins fyrsta; jeg heid helst að hann hafi gengið næst jólunum sjálfum. Og þó við ættum þá ekki von á gjöfum eða tilhaldi, öðru en aukakaffi, með hinum, þá færði dagurinn sjálfur okkur nægilegan fögnuð og til- hlökkun. Hann lyfti fargi af öllu og.öllúm; hann lyfti upp vetrar- ■tjaldinu, svo að við gá um. sjeð inn á sumarleiksviðið, og þar bliistu víð okkur sumarvonirnar í aliri sinni dýrð .og fegursta skarti ásamt fyrirheitum um allar gleði- stundir sem sumarið færir ekki síst æskunni — -og þó að vetur- inn skyldi stundum eftir frostrósir á giuggunum og Kári kvæði kaidri raust á sumardagsmorguninn fyrsta, þá hlaút ]ió gleðin æðsta sessinn, af því að fulltrúi sumars- ins — sumardagurinn fyrsti var samt sem áður kominn til okk- fti. Nú hefir sumardagurinn fyrsti verið haldinn hátíðlegur urn nokk- ur ár, vhjer í höfuðstaðnum, með því að helga hann yngstu kynslóð- inni, hörnunum, og verja honvtm ti' starfs fyrir málefni þeirra. Bæjarbúum er kunnugt um að- nimálefnið, sem. bamafjelagið Sumargjöf hefir með höndum. Of mörg eru þau Reykjavíkurbörnin, sem lítt eiga þess kost að njóta sólar og sumars á góðum, hagan- iegum leikvöllum. Barnav.inafje- kgið Sumargjöf hefir því sett sjer það markmið að reisa dagheimili og grundvalla leikveili í sambandi við þau. Til þessa hefir fjelagið fengið mjög góða og heppilega lóð á sólríkum, fögrum stað. í þessum skemtilega framtíðar sum- arbústað verða böniin varðveitt fyrir göturykinu og iiðru óheil- næmi götúnnar. Þar verða þau ó- hult fyrir götuhættunum margvís- legu. Þar eiga þau að geta leikið sjer róleg og glöð undir góðri stjórn og nákvæmu ástúðlegu eft- irliti. Leikarnir þeirra eiga þó ekki fyrst og fremst að verða ærslafull ólæti heldur fallegir leikar samein- aðir og til skiftis við hið skemti- iégasta sumarstarf, að skreyta og ræsta móðurmoldina. Það á að venja þau smátt og smátt við að riota litiu hendurnar sinn*r til þéss að gróðursetja og hlynna að iimandi blómum, sem aljra, allra best geta kent, þeim að „lofa gæðsku gjafarans“. Jeg ætla mjer ekki að orðlengja hjer um fyrirætlanir Barnavina- fjeiagsins Sumargjiif, þær eru miklu fleiri. En það sem hjer er sagt, nægir til þess að sýna þann hug, sem fjelagið ber til barn- anna. Til guðs og góðra manna ber fjelagið það traust, að vonir þes.s fái rættst sem allra fyrst, fyrir því fer fjelagið enn á ný í liðsbón til allra barnavina, innan bæjarfjelags vors. Bæjarbúar hafa sýnt það í verkinu hvern sumardag fyrsta, síðan starfsemi Sumargjaf- ar hófst, að þeir vilja lilynna að málefninu, sem hjer er barist fyr-. ir. Og svo mun enn vera. Dagskrá barnadagsins 1931 ber það með sjer. Þar eru margar hendur að verki, smáar og stórar, þar er margt í boði. Allir munu geta fundið eitthvað, sem er við þeirra hæfi. Fyrsta boðorð bamadags- ins er: Sameinumst fyrir málefni barnanna. Guðrún Lárusdóttir. Frá sendiherra Dana. Heimildir Th. Staunings, f or s ætisráðherra. Frá sendiherra Dana hjer Fran- cois Le Sage de Fontenay, hefir Morgunblaðið fengið eftirfarandi grein til birtingar: Ritstj. Morgunblaðsins (V. St.) hringdi til mín í síma hjer um kvöldið, og spurði mig að því, á hverju Th. Stauning forsætisráð- herra Dana, byggi ummæli sín, sem birtust í blaðinu þ. 19. þ. m. Þegar blaðið hefir það eftir mjer, að jeg skildi það svo, sem for- sætisráðherrann hefði upplýsingar sínar í málinu beint frá konungi, er þetta á misskilningi bygt. í samtaiinu benti jeg á ræðu þá, sem forsætisráðherrann Tr. Þ. hjelt á Alþingi 14. þ. m. og las upp þá málsgrein, sem byrjar með orðunum „þar eð annars vegar er yfirlýst“ o. s. frv. Forsætisráðherra Dana hefir ekki aðra frjetta vegi um íslensk efui, en sendiherraskrifstofuna hjer. (Leturbr. hjer). Er menn virðast hjer líta svo á, sem hinn danski forsætisráð- lierra beri það fram, sem hina persónulegu skoðun sína, að and- stöðuflokkarnir tveir hafi ekki getað í sameiningu my-ndað meiri hlutastjórn, þá er þetta á algerð- um misskilningi bygt, enda kom ast menn að raun um það, er menn lesa ummæli hans með athygli: Ráðuneyti Tryggva Þórhallsonar rökstyður aðstöðu sína með yfir- lýsingum, sem fram hafa komið um það, að þingmeirihlutinn, jafn- aðarmenn og „fhaldsmenn“ ætl- uðu að greiða atkvæði með van trausti, en auk ]jess var })að vitað að.þessir tveir flokkar gátu ekki myndað meirihlutastjórn. Því þðtti það óþarft að halda fleiri þingfundi, heidur iáta nýj- ar kósningar fara fram. Af því verður sjeð, að forsæt isráðherrann eingöngu lætur sjer nægja að skýra frá því í styttri mynd, sem Tr. Þ. sagði í ræðu sinni á Alþingi, þar sem hann rökstyður afstöðu sína þannig: „Þar eð því annars vegar er yf- irjýst í málgagni Jafnaðarmanna flolcksins að sá flokkur muni hvorki styðja Sjálfstæðisflokkinn til stjórnarmyndunar nje veita honum hiut.leysi til ]>ess og af því er ljóst, að þessir tveir flokkar geta nú ekki myndað pólitíska stjórn, og hins vegar er því yfir- lýst- af þingmanni iír miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á fundi í neðri deþd Alþingis í gær, að það væri með öllu óráðið hvað við tæki eftir samþykki vantrausts- vfirlýsingarinnar/1 Fr. de Fontenay. Aths. Hjer sltýrir sendiherra Dana frá því hvaðan Th. Stauning forsrh. fær fregnir sínar, og er jafnframt. tekið fram, að hann hafi ekki látið B 5 p va ■ < ** X01 S9 m S»< 9» S H _ ss ö* S 3 S ON a n m 9f Q» &> W va m m o P sa ►s CD «■* m >Þ> 1/50 pr. % kg. Islcnsk E G G Útlend E G G rsl. Foss Lautraveor 12 Stnru 2*>hi í ljós neina persónulega skoðun a framferði Tr. Þ., en aðeins skýrt frá afstöðu Tr. Þ. og framburði lians á Alþingi þingrofsdaginn. Munu ])essar upplýsingar frá sendiherra Dana hjer, vera full- nægjandi í þessu efni. Ritsl j.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.