Morgunblaðið - 02.05.1931, Page 5

Morgunblaðið - 02.05.1931, Page 5
Laugardag 2. maí. fieygt fvrlr Dorð. Tímiun hefir undanfarið verið að narta í mig út af móttöku nor- rænna stúdenta á stúdentamótinu síðastliðið sumar og enda þótt höfundur þessara árása sje Jónas Jónsson, er eitt sinn var ráðherra hjer á landi, tel jeg rjett, eins og sakir standa, að gefa sanna skýrslu um málið. 1 fyrsta lagi er því haldið fram, að er erlendu stúdentarnir komu til Þingvalla hafi alt verið í ó- lestri og „helminginn" vantað af því,. er stúdentarnir töldu sig þurfa til að stofna ekki lífi og heilsu í hættu. Þetta eru ósvífin ósannindi. Það var alt í besta lagi i tjaldborg stúdentanna, allur nauð synlegur útbúnaður, svo sem teppi, koddar og snyrtiáhöld, hafði verið settur í tjöldin. Hafði framkvæmd- arstjóri Alþingishátíðarnefndarinn ar dyggilega aðstoðað oss um út- vegun þessara nauðsynja og tjáð oss hvað hann áliti æskilegt að hafa í tjöldunum. Til varúðar taldi stiidentamótsnefndin rjett að ganga lengra í þessu efni en fram- kvæindastjóri Alþingishátíðarinn- ar áleit nauðsynlegt og voru því stúdentum ætluð fleiri teppi en nokkrum öðrum hátíðargestum, tjaldbotninn þakinn hlýjum ábreið uin og aðeins 9—10 mönnum skip- að niður í hvert 15 manna tjald. Það verður því að teljast vel fyrir öllu hugsað, eftir því sem í valdi nefndarinnar stóð. Hins vegar verð ur því ekki neitað, að aðkoman á Þingvöll var kuldaleg, sakir ó- hagstæðs veðurs, rigningar og kalsa er óheillavættir íslands ögr- uðu hátíð vorri með, Ennfremur var það mjög óheppileg ráðstöfun hjá Alþingishátíðarnefndinni að banna öllum bifreiðum umferð um vellina jafnvel áður en sjálf hátíð- in hófst og neyða því alla til að ganga langar leiðir með farangur sinn í því veðri sem var kvöldið fyrir setningu hátíðarinnar. Mun J. J. hafa átt drýgstan þáttinn í þessari ákvörðun, sú manneskja gat ekið allar leiðir í lúxusbílum þeim, er hún hafði keypt fyrir fje almennings og fanst henni það ekki nema eðlilegur stjettamunur að sauðsvartur almúginn yrði lát- inn ganga. Af fyrgreindum tveim ástæðum var nokkur óánægja meðal er- lendn stúdentanna er jeg kom í tjaldborgina, liðlega tveim stund- um síðar en þeir. Tókst að mestu að eyða þeirri óánægju á skammri stundu' og gengu erlendu stúdent- arnir rólegir til hvíldar um mið- nætti. Alla þá nótt stóð jeg á verði yfir tjaldborginni til að verja hana ágangi óviðkomandi manna og greiða götu þeirra stúdenta, er einhvers var áfátt. Það er því mjög ómaklegt að brigsla mjer um það, að jeg hafi við þetta tækifæri brugðist skyldu minni. Tíminn seg- ir að jeg hafi „verið að skemta mjer niður í bæ, er stúdentarnir voru að hreiðra um sig í tjöldun um“. Þetta eru auðvitað ósann- indi. Jeg hafði tilkynt hinum sex nefndarmönnum mínum, að jeg mundi koma nokkru síðar en þeir á Þingvöll, þar eð jeg þyrfti, á- samt fulltrúum hinna Norðurlanda stúdentanna, að sitja veislu, er Há- skóli íslands bauð til þetta kvöld. Var það vitanlega skylda mín, sem formanns stúdentamótsnefnd- arinnar, að vísa hinum ókunnu er- lendu stúdentum til samkomu þess- arar, vera þeim þar til samlætis og verða þeim síðan samferða til Þingvalla. Þetta alt gerði jeg, og fer því fjarri því, að jeg hafi verið að „skemta mjer niður í bæ“, í þeirri merkingu sem rógtungur Tímans ætlast til að þessi orð sjeu skilin. í öðru lagi er mjer borið á brýn, að jeg hafi misboöið Eæreyingum. Þetta er gamait þvaður upp úr Alþýðublaömu. Það var aðeins far iö fram á það við fulltrúa Færey- mga að hann írestaði fyrstu ræöu sinni um tæpa klukkustund, tif þess að vjer gætum framfylgt sömu reglu um ræðuhöid og gert hefir verið á öllum fyrri stúdenta- mótum. Varð hann íúslega við því. En síðar tókst pólitískum and- stæðingum mínum, ýmsum helstu oeinasieikjum, endemisstjórnar- mnar, að vekja óánægju hans og beittu þeir í þeim undirróðri hin- um lúaiegustu vopnum. Þegar er jeg hafði náð fundi Eæreyingsins og skýrt mái mitt hvarf óánægja hans og tók hann eftir það íullan þátt í mótinu, íiutti þar tvær snjallar ræður, var uvarvetna sýndur hinn mesti sómi og fór hjeðan að lokum ánægður með komuna og í fuilri sátt viö iátúdentamótsn. Síðan hafa mjer borist kveðjur frá Færeyingum og á liausthátíð færeyska Stúdenta fjelagsins var mjer persónulega sent kveðju- og þakkaskeyti tii isienskra stúdenta. Hlýtur það að v<ra miklu merkara sönnunar- gagn í þessu máli en illmælgi and- stæðinga. En vegna þess að hlut- skifti Færeyinga er óaðgengilegt a stúdentamótunum, hefi jeg síð- astliðinn vetur hafist handa um það að úr því verði bætt og vildi jeg að íslenskir stúdentar gerðu það að skilyrði fyrir þátttöku sinni í næsta stúdentamóti, sem naldið verður í Danmörku, að reglunni, sem gilt hefir fram til þessa, að ríkin komi ein sjálfstætt fram, verði breytt á þann veg að hver þjóð flytji sjálf sín mál. Annars vil jeg geta þess, að árásir þær er andstæðingar mínir hafa fyr og síðar hafið á mig út af stjórn minni á stúdentamótinu. eru ákaflega ljettar á metunum gegn þeim fjölda þakkarávarpa, sem jeg hefi hlotið bæði frá ís- lenskum og erlendum stúdentum fyrir framkomu mína þar. !En jeg undrast þá fífldirfsku að Tíminn skuli leyfa sjer að minn ast á óánægju Færeyinga vegna komu þeirra hingað síðastl. sum- ar. Því að það er á allra vitorði að landsstjórnin vakti svo al- menna og sterka óánægjuöldu hjá Færeyingnm, að við lá að þeir hyrfu aftur heim í byrjun hátíða- ’ialdanna. Þegar fley þeirra Fær- ^yinganna kom hjer að landi, lytjandi hinn fjölmenna og glæsta hóp þeirra, var enginn ráðherr- inna viðstaddur til þess að bjóða þá velkomna. Þegar þess er gætt að venjulega hafa hinir fram- hleypnu Tímaráðherrar ekki látið á sjer standa til að liossa hverj- um borðalögðum útlending, er það bert, hverja óvirðingu þeir hafa viljað sýna þessari frændþjóð vorri fyrir þá sök eina, að hún er fámennari og fátækari öðrum rjóðum. Ekki tók betra við á Þingvöll- um. Fáni Færeyinga hafði verið dreginn þar að hún innan um aðra ijóðfána. Færeyingum var það hjartfólgið gleðiefni að sjá þetta tákn sjálfstæðisbaráttu þeirra blakta yfir Þingvöllum. En hvað skeður? Þegar Stauning forsætis- ráðherra Dana, sjer þetta merki fyllist hann ólund og heimtar það dregið niður. Og meir þurfti nú ekki til. Jónas frá Hriflu fór með æðstu völd og beygði sig í auð- mýkt fyrir yfirgangi hins danska ráðherra. Tilfinningar hinna fær- eysku gesta voru særðar, en vegna :>essa tilviks tókust þær ástir með Stauning og Jónasi, að samningur fekkst þegar um það, að fyrver- andi kunningja og lækni, en síðar höfuðfjandmanni Jónasar, dr. med. Helga Tómassyni skyldi bægt frá embætti í Danmörku. — Það hefir mörgu verið fómað á altari hefni- gimdar og ofsóknaræðis Hriflu- Jónasar. Tvö fyrgreind dæmi lýsa glögg- lega „gestrisni“ Tímastjómarinn- ar og liðs hennar í garð Færey- inga. — Að öðru leyti er í rauninni ó- þarft að vera að svara þeim að- dróttunum er Tíminn hefir beint til mín. Jeg má vel við una á meðan grimmilegir andstæðingar mínir finna mjer það helst til for- áttu, að jeg hafi stundað nám mitt sæmilega og að jeg sje sonur Tlior Jensens, Af hinu fyrra vænti jeg fremur, að ókunnugir álykti að jeg hafi þó a. m. k. vilja til að gera skyldu mína. A þessum tímum verður það máske frekar talinn kostur en löstur á þeim, sem finna tilhneig- ingu til afskifta af þjóðmálum. En úr því að ritstjóri Tímans hefir fundið ástæðu til að gera náms- feril minn að umtalsefni, er ekki úr vegi að minna hann sjálfan á það, að þrátt fyrir það, að þeir Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson kostuðu hann ríkulega til káskólanáms, fyrst fyrir Sambands fje og síðar fyrir ríkisfje, sbr. 2500 krónur þær er þessir menn gáfu honum heimildarlaust úr rík- issjóði til utanfarar, tókst konum aldrei að ná háskólaprófi og var hann dæmdur til alls ófær annars en að flytja stjómmálablekkingar o gsvívirðingar um mæta menn í dálkum Tímans. Um hið síðara atriði, að jeg sje sonur Thor Jensens vil jeg aöeins segja það, að jeg teldi mjer það mikla giftu og sæmd, ef jeg í lífs- baráttu minni og framkvæmdum mætti sanna þann skyldleika. — Hygg jeg að margjr sanngjarnir menn sjeu mjer sammála um þatta. Hins vegar veit jeg það, að ís- lcnsk stjórnmál munU aldrei aftur falla á það niðurlægingar' og mannskemdastig að nokkur sá mað ur finnist með þjóð vorri, er telji það eigi vansæmd að líkj- ast Jónasi frá Hriflu. Þetta er einnig afar skiljanlegt þegar at- hugað er stjórnmálaæfintýri þessa manns. Með lygum og rógburði um mætustu menn þjóðfjelagsins brautst hann til valda. Eins og harðstjóri ríkti hann, brennandi og eyðandi ökrum og heimilum Fyrirligijandi: . Þaliárn nr. 24 & 26, (allar venjulegar stærðir), Þaksanmnr, galv. Tjörnpappi (margar teg.) Fyrirligg|andi: Sveskjur 50—60, 80—90, 90—100. Epli þurk. Apricots. Bl. ávexti þurk. Perur þurk. Ferskjur þurk. Döðlur. Grá- fíkur. Kúrennur. Pappír, rítiöng, Búkaverslnn fsafoldar. Ekkert viðbit iafnast á við m Hjartaás m smjörlíkiö- úler pekkið pað ð smíðr&ragðinu. l.s, lð tgl. ntr 1. Mæsnrtwnl Kaupmannahöfn. Alls konar brunatryggingar. Umboðsmenn: Eggert Kristjánsson & Coa Rjómn-is. Okkar rjómaís er sá besti og lang- ódýrasti sem fáanlegur er lijer á landi. Hann er búinn til af sjer- fræðingi í mjólkurvinslustöð okk- ar, en hún er húin öllum nýjustu vjelum og áhöldum til ísgerðar. Þar sem gióSir gestir koma — þarf góðan ís. Pantið hann í síma 930. njólKnrtielag Reykjavlknr. — M jólkur vinslustöðin. — Ti! Keflavikur, Sandgerðis og Grinda- víkur daglegar ferðir frá Steindóri Sími 581. Isl. Smiör 1/50 pr. Ve kg. Islensk E G G CtUnd EGG Versl. Foss. Laugaveg 12. Sími 2031. Spikieitt Sauðakjöt, reykt. Af 30—35 kg. sauðum. Úrvals saltkjöt, tslensk egg, ítl. gulrófur o. m. fl. verður best aö kaupa í B i r c i n n m. eigjtaðiiatiacti S5, Sími 10&]

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.