Morgunblaðið - 12.05.1931, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
|i»«!»!iuiHumiuimiinimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
I li
E Utgef.: H.Í. Árvakur, ReyltjavUt =
M RUítJórar: Jón KJartan»»on.
Valtýr Stef&nsaon.
Ritstjðrn og afgreiCsla:
Austurstræti 8. — Slml 500. S
Augiýsingastjóri: B. Hafberg. EE
toglýsingaskrifstofa:
Austur8træti 17. — Sinji 7U0 =
Aeimasimar: S
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. s
E. Hafberg nr. 770.
■ skriftagjald: ;
innaniands kr. 2.00 á mánuOi E
l’tariÍHnds kr. 2.50 á mánuSl. =
lausasdlu 10 aura eintakift
20 aura meft I.esbók =
iiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiuiii
t
Guðni Sfmonarson
gnllsniiður,
andaðist á sunnudaginn var að
keimili sínu, Oðinsgötu 8. Hann
var rúmlega hálfáttræður að aldri.
Lungnabólga varð honum að í'jör-
lesti og liafði hann legið að eins
í fjóra daga.
Gonrtoi&M
upp á ísinn. ITm stund leit út fyrir,
að flugvjelin rnyndi laskftst þama
í höndum flugmanna, og flug-
ferð Ahrenbergs yrði lokið þarna
í vökinni í Angmagsalilt. En betur
tókst en áliorfðist í bili.
Cotton-leiðungurinn.
Með „Dettifossi“ .kom hinn
enski flugmaður Sidney Cotjon
hingað ásamt fylgarliði sínu. —
Flugvjel hans var flutt á þilfari
Dettifoss, í mjög rammbyggileg-
um umbúðum. Flugvjel þessi er
ákaftega vönduð, með öllum full-
komnustu tækjum, og svo stór, að
hún hefði getað flutt með sjer ben-
sín til flugs til Grænlands og
hingað aftur.
% En úr því Courtould er fundinn,
verður ekkert úr því ferðalagi.
Mr. Sidney Cotton snýr við hjeðan
með flugvjel sína til Englands,
með fyrstu ferð.
Hann hefir athugað gamla flug-
völlinn lijerna í Vatnsmýrinni, og
eins er hann að hugsa um að
bregða sjer austur að Kaldaðar-
nesi til þess að athuga hve góður
flugvöllur er á Kaldarness-
bökkum.
Eitthvað hefir það komið til
orða, að ensk stórblöð rjeðu Cotton
til þess að fljúga vestur og fá
fregnir og myndir af Watkins-
leiðangrinum, og rjúfa þannig ein-
okunarhring þann, sem önnur blöð
hafa gert'um AVatkins og Court-
öuld, en sennilegt er, að ekkert
verði úr því.
Dagbók.
Veðrið (í gær kl. 5); Veður er
kyrt um alt land, vindur víðast
NA-lægur. Frá Reykjanesi og
norður á Breiðafjörð er ljettskýj-
að en þykt loft og sums staðar
þoka í öðrum landshlutum. Yfir-
leitt er úrkomulaust. Hitinn er 5
—7 stig á N- og A-landi, en 9—
Í13 st. SV-lands og jafnvel meiri
sums staðar.
Milli íslands og Skotlands er
lægð, sem þokast NA-eftir, en
virðist ekki vera svo kraftmikið,
að NA-áttin aukist til muna hjer
á landi. Lítur út fyrir hæga NA-
læga átt á morgun, en SV-lands
verður vindur tvíátta og hætt við
hætt við skúrum.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
•eytileg átt og hægviðri. Hætt
við skúrajeljum síðdegis.
Tíðindalaust frá Vesturvígstöðv-
unum hin víðfræga kvikmynd, er
komin hingað, og verður sýnd í
Nýja Bíó innan skamms.
Knattspyrnukappleikur milli
Mentaskólanemenda og háskóla-
stúdenta fór fram á sunnudaginn
var. Mentaskólanemendur unnu
með 4:3, og fengu fagran bikar,
sem einhver gaf fyrir kappleik
þenna. Gefandinn vill ekki láta
nafns síns getið.
Silkisokkar og vatnsbíll. Á þess-
um síðustu þurkatímum er vatns-
bíllinn nokkur tíður gestur á göt-
um bæjarins — og þykir heldur
til bóta. En enginn gerir svo öllum
líki. Frá „stúlku, sem er annt um
sokkana sína“, hefir Morgunbl.
fengið fyrirspurn um það, hvert
hún eigi að snúa sjer til þess að
fá skaðabætur fyrir skemdir á
sokkum sínum frá ýringunum úr
vatnsbílnum. Biður hún blaðið að
flytja fyrirspum þessa, í von um
að hún síðan fái svar frá rjettum
aðilja.
Verkfallið ð isafirði
stóð yfir í gær, eftir því, sem
F. B.-skeyti hermdi, og hvergi
nnnið á fiskstöðvum, nema hjá
samvinnufjelaginu. Togarinn Há-
varður ísfirðingur hefir legið óaf-
greiddur við bryggju í 4 daga.
Atvinnurekendur hafa boðið
kauphækkun á dagvinnukaupi, er
nemur um 20% á kvennakaupi og
16% á karlmannakaupi, en því
liefir verið hafnað. Enn þá er
‘ósamkomulag um eftirvinnu-
Ikaupið.
Frá Sifllofirfli.
Siglufirði, 10. maí.
Móttekið 11. maí. FB.
Verkfallið hefir vofað yfir síð-
-ast liðna viku fyrir stúlkur þær,
sem vinna við línu hjá bátum
þeim, sem þorskveiðar stunda, —
Línustiilkurnar sjálfar hafa tjáð
sig ánægðar með ráðningarkjör
sín, en verkakvennafjelagið Osk
með aðstoð kommúnista hefir kraf
ist hækkunarinnar. Útgerðarmenn
og sjómenn, sem hjer eru allir
ráðnir upp á hlut og bera því
meginhluta kaupgreiðslunnar, telja
kaup línustúlknanna sama nú og í
íyrra. Fundur 1 dag í verkamanna
fjelaginu samþykti með miklum
meiri hluta að fela stjórn þess fje-
lags að semja um. deiluefnið, en
fundurinn var mótfallinn verk-
falli, sem kommúnistar hvöttu
mjög til, og ætluðu að ltoma á í
•dag.
Hægviðri 0g næturfrost að und-
anförnu. Tekur því seint upp snjó
og jörð grær seint.
Afli nokkru rýrari síðustu vikif
þar til í gærdag, að nokkrir bátar
fengu hlaðafla á Skagagrunni.
Nýr vjelbátur, 17 smálesta með
50 hk. Tuxhamvjel, kom hingað í
fyrri nótt. Eigandi Axel Jóhanns-
son og fleiri. Báturinn var smíðað-
tir í Frederikssund og mjög vand-
aður. Kostaði 30.000 kr. Var hann
•ellefu sólarhringa á leiðinni hing-
-að, en lá þrjá sólarhringa við Fær-
•eyjar af þeim tíma.
Útvarpið.
Þriðjudagiir 12. maí 1931.
ívl. 19,25 Hljómileikar (Grammó-
fónn). Kl. 19,30 Veðurfregnir. Kl.
19,35 Hljómleikar (Þór. Guðm.
fiðla, E. Th. slagharpa). Schubert:
Sonatine í G-dúr op. 137 nr. 3.
Kl. 20 Þýskukensla í 1. fl. (Jón
Gfeigsson, yfirkennari). Kl. 20,20
Úákveðið. Kl. 20,30 Starfsemi iit-
^arpsins (formaður útvarpsráðs).
í£l. 20,50 Óákveðið. Kl. 21 Frjett-
Kl. 21,20—25 Erindi: Meistari
Jón. III. (Sig. Nordal, prófessor).
kominM fram.
London UP. FB.
Samkvæmt fregn frá Kaupm,-
liöí'n eru þeir Watkins og Court-
ould komnir til bækistöðvar Wat-
kins (Watkins Camp) og leið öll-
um vel.
Hjer birtist mynd af hinnm
marg-umtalaða Courtould, sem
skilinn var eftir einn síns liðs
uppi á Grænlandsjökli í desem-
her, og alt þetta mikla og marg-
umtalaða umstang hefir orðið
út af.
Faðir hans, nefndur „silkikóng-
urinn1, einn með f.jáðustu mönnum
Er glands, frjetti það nokkru fyrir
ínánaðamótin síðustu, að hinn ungi
Conrtould væri einn uppi á jökli
— og sennilega vistasnauður. —
Hann var á heimleið yfir Atlants-
haf, er hann frjetti þetta um son
sinn. Er hann kom heim til Eng-
lands brá hann skjótt við til þess
að koma þeim hjálparleiðangrum
af stað, sem svo mikið umtal hafa
vakið.
Ahrenbergsflugið.
Hurð skall nærri hælum.
Þegar Ahrenberg flaug hjeðan
vestur um Grænlandsháf fyrra
snnnudag, var hjer blíðskaparveð-
ur og skygni hið besta. Sömu
fregnir fekk hann af Grænlandi,
áður en hann lagði af stað. •
En er Iiann nálgaðist Grænland
á flugi sínu fór að þykna loft,
og var þoka að skella yfir Græn-
landsströnd, er þangað kom.
Ef ^Girenberg hefði hreppt þoku
áður en hann komst til An^mag-
salik, er tvísýnt hvemig farið
hefði. En hann gat lent á auðum
sjó, hjá nýlendunni, rjett áður en
þokan skall yfir.
Til þess að setja skíði á vjelina,
þurfti að koma henni á þurt, og
var gengið að því þegar í stað
að koma henni upp á ísinn. En
til þess mun lítill útbúnaður hafa
verið við hendina. Tókst þó að
draga vjelina að hálfu upp á ís-
rönd. En þar stóð hiín föst lengi
vel, með stjelið í sjó.
Með því að setja fult afl á
hreyfilinn, og ljetta þannig undir
með þeim, sem drógu, tókst við
illan leik að koma flugvjelinni
30 ár eru liðin um þessar mundir
síðan Garðar Gíslason hóf verslun-
arstarfsemi sína. Það var í byrjun
maí 1901, sem hann setti á stofn
umboðsverslun í Leith. Fjórum ár-
um síðar, árið 1905 setti hann á
stofn umboðsverslun hjer í Reykja
vík, er var vísir til fyrstu heild-
verslunar hjer á landi. Sjálfur
flutti hann hingað til Reykjavíkur
búferlum frá Skotlandi árið 1909
og hefir sem kunnugt er rekið
lijer síðan mikla heildverslun og
umboðsverslun. Starfsemi hans
hefir ekki einasta náð til innflutn-
ings á erlendum vörum, heldur
hefir haun jafnframt lagt stund á
útflutning á íslenskum afni'fSum
og kappkostað að ná sem hag-
kvæmustum markaði fyrir þær er-
lendis.
Nafnbreyting. Einliver lítt þekt-
ur íslandsvinur í Los Angeles
skrifar hingað og ber fram þá
tillögu, að nafni íslands verði
breytt og landið skírt ,Kristíanía‘.
Jafnfrámt spyr brjefritarinn,
hvort landið sje ekki orðið lýð-
veldi. liann vilji taka. að sjer ræð-
ismannsstörf fyrir lýðveldið ís-
land. Hann vill enn fremur selja
hingað sardínur, í alveg sjerlega
vönduðum umbúðum.
Niðurjöfnun útsvara er lokið í
Hafnarfirði og var alls jafnað
niðmv 234310 kr. á 1035 gjaldend-
ur: er það nál. 24 þxis. kr. hærra
en í fyrra. Hæstur gjaldandi er
Einar Þorgilsson útgerðarmaður,
með 22 þiis. kr.
Þirið j ubekkingar l^Ientaskólans
fóru í gær austur að Laugarvatni
og dvelja þar 3—4 daga. Fóri
Pálmi rektor með þeim anstur. i
Skaftfellingnr fór í gærkvöldi
til Eyrarbakka með áburð.
Strandferðaskipin. Súðin var í
gær á Siglufirði. Esja fór hjeðan
í gærkvöldi austur um land í
hringferð.
Aðalfundur Prestafjelags íslands
verður að þessu sinni, að lokinni
prestastefnu og biskupsvígslu í
Reykjavík, haldinn að Laugar-
vatni, dagana 22.—24. júnímán.
og eru fundarmál þessi: I. Eining
kirkjunnar og áhrif á þjóðlífið.
Stutt erindi flntt nm það, sem
ætlast er til að sjerstök áhersla
sje lögð á í ttmræðnnttm, og verða
þau væntanlega þessi: 1. Eining
kirkjunnar og grundvöllur hennar.
2 Eining og margbreytni. 3. Meiri
starfsþróttur. 4. Kirkjan og verka-
mannamálin. 5. Kirkjan og æskan.
6. Kirkjan og útvarpið. 7. Bóka-
útgáfa. II Venjuleg fnndarmál. ITI
Önnttr mál, sem upp kunna að
verða borin. (FB).
Perlur. 1. hefti tímaritsins Perl-
ur á þessu ári er nýkomið út. Þar
birtist grein um Erich Maria Rem-
arqtte, hinn heimsfræga höfund
bókarinnar „Tíðindalaust á vestur-
vígstöðvunum", og fylgja 4 mynd-
ir. Greinin er eftir Sigurður Skúla-
rn magister. Síðan kemur kafli
úr hinni nýju bók Remarques,
„Vjer hjeldum heim“, sem er frh.
hinnar bokarinnar og þykir engu
síðri. Þá er og í heftinu ný smá-
ga eftir Kristmann Gnðmunds-
son „Geðveiki“, og margt er þar
fleira. Á fremstu stðu er undra-
fögur rnynd af Soginu hjá Kaldár-
höfða. — Mgbl. hefir verið beðið
að geta þess, að nýir áskrifendur
að „Perlum“ geti fengið Alþingis-
hátíðarblaðið ókeypis.
Faxsóttir og manndauði í Reykja
vík. Vikan 19.—25. apríl. (f svig-
unt tölur næstu viku á undan).
Hálsbólga 40 (48). Kvefsótt 58
(37). Kveflungnabólga 0 (71. Blóð
sótt 3 (0). Barnsfararsótt 0 (1).
Gigtsótt 0 (1). Iðrakvef 8 (2).
Influenza 5 (16). Taksótt 2 (8).
Öeilasótt 2 (0). Umferðarbrjóst-
Vorskóli
minn fyrir börn, frá 6 ára aldri,
teknr til starfa föstudaginn 15.
maí í fimleikahúsi í. R. við Tún-
götn. Upplýsingar þar allan dag-
inn. —
Hialsteinn Hallssnn,
(f imleikakennari).
Tomatar,
Blómkál.
Hvitkál.
Pernr.
Selleri.
Gnlrætnr.
Ranðrófnr.
Rabarbar.
Radfsnr.
Persille.
ÍUUrVZUU,
Enn þá
er nógur tími til að panta mó/CoiT-
sláttuvjel, fyrir sláttinn i sumar,
ef það er gert næstu daga .
Haraldnr Svembjarnarson
Hafnarstræti 19. Sími 1909.
IJohn Oabey & Sons Ltd.
London.
Það hetir sýnt slf
að húsmæðnr hafa kunnað
að meta
Weiiingfon
o
CQ
•S
því enginn fægilögnr helSr
náð annari eins sölu á jafn
skömmum tíma.
Munið:
Wellington.