Morgunblaðið - 14.05.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.1931, Blaðsíða 6
6 O R Q TT N B I nifl ianlvanan danskan pylsngerðarmann höfum við nú fengið í þjónustu vora. Keynið: Wienarpylsur, Medisterpylsur, Kjötfars, Fiskfars, og fleiri tegundir, er hann býr tii daglega, og þjer manuð sann færast um, að gæðin standast all an samanburð. Fást í útsölum vorum: MATAKDEILDIN, Hafnarstræti 5. Sími 211 MATARBÚÐIN, Laugaveg 42. Sími 812. KJÖTBÚÐIN, Týsgötu 1. Sími 1685 Slátnrfjelagið. hættir í kvöld. Vald PoiiSsen. Klapparstíg 29. Nýko ■ * Freðriklingur. Freðýsa og Islenskar gulrófur. Pá!I Hallbjðras, Laugaveg 62. — Sími 858. Rfóms-ís. Okkar rjómaís er sá besti og lang ódýrasti sem fáanlegur er hjer á landi. Hann er búinn til af sjer fræðingi í mjólkurvinslustöð okk ar, en hún er búin ölluin nýjustu vjelum og áhöldum til ísgerðar. Þar sem góðir gestir koma — þarf góðan ís. Pantið hann í síma 930. HKjólKnrfjelag Reykjavikur. — Mjólkurvinslustöðin. — er %Um kr L2% á bar@i$. Hsiaolan «•'• Sími 1514. Kletns Kjðtfars reyuist best Baldursgötu 14. S mi 73. Heimúeð feð Korpnltsstöðnm. m. Jeg hefi nú drepið stuttlega á það, sem sýnt var og fyrir augun bar. Eftir er að minnast á „við- tökurnar“ og þaS sem sagt var. Þegar gestina bar að garði var þeim boðið inn í samkomusal heim- ilisfólksins og stóð þar kaffi á borðum. Kvað Th. J. það sjálfsagt á sveitabæ, að gefa gestum kaffi að íslenskum sið. 1 sal þessum get- ur .heimilisfólkið dansað og skemt sjer og er ætlast til að þar verði á sínum tíma sýndar lifandi mynd- ir, samkomur haldnar, fyrirlestrar c. fl. Th. J. kvað það nauðsynlegt, að fólkið geti skemt sjer, og er liann þar á sömu skoðun og Bolsi- vikkar í Rússlandi. Það þótti hon- um á vanta, að enn væri salurinn ómálaður, en nauðsyn hæri til að skreyta hann sem best. Áðnr en gestirnir fóru var þeim boðið að hragða á Korpúlfssteða- mjólkinni, en síðan að drekka hestaskál í kampavíni. Svo kvað Snorri: -— „drekka lætr hann sveit at sín silfri skenkt et dýra víifV) Th. J. mælti fyrir minni ís- lands.1) Sagði hann að íslenski sveitabúskapnrinn hefði lengi ver- ið sjer áhugamál, þó lítt hefði hann getað gefið sig við honum meðan hann var önnum kafinn við útgerð. Á þetta hefði komið breyt- ing, er synir hans urðu fulltíða. Hefði hann brátt sjeð að Kveld- úlfsfjelaginu, sem var stofnað og starfrækt með aðstoð þeirra myndi eins vel borgið í þeirra höndum og sínum, svo það varð úr að hann fekk það í höndur sonum sínum, en vár þó sjálfur efnaður maður eftir sem áður. Þegar hann ljet síðan af formensku ú „útflutnings- nefndinni“, sem skipuð var í ó- friðnum mikla, þá hafði hann í fyrsta sinni á æfinni höndur sínar óbundnar, og gat valið um það að flytja af landi burt og eiga þar góða daga, það sem eft-ir var æf- innar, eða dvelja hjer með börnum sínum og vinna að einhverju á- liugamáli meðan kraftamir entust. Margt bar til þess að hann valdi síðari kostinn. Kvaðst hann hafa grætt fje sitt á íslandi og teldi því rjettast að verja því til ein- hvers gagns og framfara í landinu, en auk þess væru fjáraflamenn frekar ráðsmenn yfir fje sínu en fullkomnir eigendur. Þeim bæri að verja því til framfara og menning- arbóta. Þá hefði hann og talið það rangt, að setjast í helgan stein með an von væri til þess að kraftamir entust til einhverra nytsamlegra starfa. Að vísu hafði hann grætt fie sitt á útgerð og verslun, en nú hefði sá atvinnuvegur tekið þeim þroska að bætt væri úr brýnustu nauðsynjum hans, og væri nú þörf 'n mest að hefja sveitabúskapinn á hærra menningarstig, ef unt væri. Hafði hajm lengi haft þá trú, að ný blómaöld gæti runnið 'ipp í sveitabúskapnum, ef vjer hefðum efni, þekkingu, víðsýni og ’) Það er til upplýsinga fyrir Tónas og alla þefarana, að vín sást "'kki á neinum og allar flöskumar ora merktar Áfengisversluninni. J) Bæðnrnar eru skrifaðar eftir minni. augnað til þess að stökkva — milli sporalaust — úr þeim fornaldarbú- skap, sem enn ríkir hjer á landi, og yfir í fulllcomnustu nýtísku jarðrækt og búskaparháttu með fullkomnustu vinnuvjelum og vís- indasniði. Það myndi sannast, að íslenska moldin borgaði fyrir sig, ef henni væri sómi sýndur og rjett með hana farið. Til þess að þoka þessu mikla máli áleiðis hafa Korpúlfsstaðir verið reistir úr rústnm og landið ræktað. Þó væri margt ógert enn bæði í byggingum, jarðrækt o. fl. Meðal annars langaði sig til að koma upp 100 hesta aflstöð í Korp- úlfsstaðaánni og nota hana meðal annars til heyþurkunar, svo ekki þyrfti að eiga hana að öllu leyti ,undir dutlungum náttúrunnar. — Hvað sem slíkum framtíðardraum- um liði, þá væri nú svo miklu í verk komið, að allir gætu gert sjer hugmynd um hvernig framtíðarbú skapurinn hjer á landi liti út, — eftir því sem hann hefði hugsað sjer hann. Þó fæstir hafi efni á því að ráðast í svo stórfeldan bú- skap, þá ætti þó reynslan á Korp- úlfsstöðum að geta orðið bændum mikil leiðbeining með tímanum, og það til fyrirmyndar, sem vel gæf- ist. Hins vegar yrði anðvitað hver að sníða sjer stakkinn eftir sín- um vexti. Þá mintist hann á að misjafna dóma hefði hann fengið fyrir þetta fyrirtæki sitt, og ekki sjaldan liefði sjer verið lagt alt út á versta veg. Svo ilt væri innræti sumra, og myndu þeir hugsa aðra eftir sjálfum sjer. Slíkar árásir á sjálf- an sig tæki hann sjer ljett, en hitt fjelli sjer miður, að synir sínir væm lagðir í einelti með hvers konar níði og rógi nokkurra lítil- menna. Þó væri það bót í máli, að sjálfur vissi hann það manna best, að ]æir væru bæði góðir drengir og dugnaðarmenn. Það hefðu þeir nú þegar sýnt og sannað, því Kveldúlfsf jelagið hefði vaxið i höndum þeirra og væri nú Kveld- úlfur orðinn stærsta útflutnings verslun með fisk í heimi. Þetta er besta svarið gegn öllum róginum. Dálitla hugulsemi sagði liann að stjórnin hefði sýnt sjer. Henni hefði vaxið sá skerfur í augum, sem sjer hefði borið eftir jarð- ræktarlögunum frá 1923, sem á- kváðu að y± kostnaðar við sljettun og túnrækt yrði greiddur úr ríkis- sjóði. Var lögunum breytt 1928 þannig að hámark til sama manns skyldi vera 800 kr., og það þó hann byggi á fleiri jörðum og ynni mikið á öllum. Á þennan hátt var jarðabótastyrkurinn lækkaður stóium hjá þeim sem mest rækt- uðu, án þess að hann rýtrðist hjá öðrum bændum. Það var meira bugsað um mennina en jarðrækt- ina! Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika von- aði hann, að sveitabúskapurinn ætti góða framtíð fyrir höndum, að ísland blómgaðist á ný bæði við sjó og í sveitum. Næst tók G. H. til máls, þakkaði Th. J. heimboðið fyrir hönd lækn- anna og mælti fyrir minni Th. J. Kvað hann margt um manninn að scgja. Væri öllum kunnugt um hann sem brautryðjanda og mesta athafnamann í fiskveiðum. Hann hefði orðið fyrstnr allra kaup- manna til þess að styðja stofnun Eimskipafjelagsins. Aðrir hefðu talið hann skáld og víst væri hann það, þó ekki prentaði hann kvæði sín heldur framkvæmdi þau. Svo kvað Guðm. Friðjónsson: Og heill sje bæði og heiður þeim, sem hirti ei neitt um mas, en orkti þetta afbragðs ljóð: úr auðn hið fagra gras.------- Nú væri Th. J. orðinn stærsti bóndi landsins og mesti jarðabóta- maðurinn, hefði bygt stærsta bæ- inn og ætti flestar kýrnar, alls 300 á öllum búunum. Og þó væri eiÞ vantalið. Sjer virtist Th. J. ver. mikill læknir, og ætti að rjetti lagi að fá doktors- eða prófessors nafnbót í læknisfræði. Síðasti sjúk lingur hans væri hvorki meira nj minna en helmingur þjóðarinnar alt sveitafólkið. Það hefði um lan^. an aldur verið sjúklingi líkt, sem hvorki gat lifað nje dáið, þrátt fyrir mikið strit, mikla vinnu og mikla sparsemi. Þennan langvinna sjúkdóm hygst nú Th. J. að bæta, Ijetta þrældómsokinu af hændum með vjelum og vísindum og hjálpa þeim til þess að skapa sjálfir auð og allsnægtir, í stað þess að gerast ölmusumenn annara stjetta. Hlytu. allir að óska þess af alhug, að honum yrði enn að trú sinni,' að sá mildi sjúklingur rjetti bráðlega við og verði að lokum albata. Hvað ýmislegan róg snerti um Kveldúlf og syni Th. J., þá gæti hann látið sjer hann í Ijettu rúmi liggja. Þeir hefðu þegar sýnt það, að mikið væri í þá spunnið, enda þyrfti ekki annað en líta á þá, til þess að sjá góðan -álitlegan kyn- stofn. Gæti svo farið, að sá auður yrði landinu drýgstur, sem þessir nýju Mýramenn legðu til, því góð- ar horfur eru á því, að mikil ætt komi frá þeim Th. J. og konu hans. Barnaböm eiga þau nú um 30. — Þá hjelt Th. J. aðra snjalla ræðu, þó slept sje að segja nánar frá henni. Sagði hann meðal ann- ars margt lofsamlegt í garð lækna, og taldi þá best mentuðu stjett landsins og einarðasta að standa gegn ólögum og órjetti. Næst mælti cand. jur. Thor Thors fyrir minni lækna. Kvað hann þá eiga sinn skerf í endur- reisn Korpiilfsstaða, því þeir hefðu dugað föður sínum vel í hinni löngu legu hans, svo'nú væri hann kominn aftur til heilsu. Margt sagði hann fleira vinsamlegt um læknana þó slept sje að segja frá því. Nú var tíminn á þrotum og bjuggust læknar til heimferðar. Kvöddu þeir þá hræður Lorens Thors bústjóra á Korpúlfsstöðum og Thor Thors lögfræðing og hjeldu heim á leið með Th. J. í fararbroddi. Dívanar og Dýnur af öllum gerðum. Enn fremur Divanteppi. Veggteppi. Alt með lægsta verði. Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Þú ert þreytt9 dauf og döpnr í skapi. Þetta er vissulega í sambandi við slit tauganna. Sellur líkamans þarfnast endurnýjunar. — Þú þaxft strax að byrja að nota Fersól. Þá færðu nýjan lífs- kraft, sem endurlífgar líkams- starfsemina. Fersól herðir taugarnar, styrkir hjartað og eykur lík- amlegan kraft og lífsmagn. Fæst í flestum lyfjabúðum og Laugavegs Apóteki. Klr ch gairdínustengur, sem lengja má og stytta eftir gluggastærðnm nýkomnar. — Ennfremur trjestengur, gylt- ar og mahogni, látúnsstengur o. m. fl. Lnðvig Storr. Laugaveg 15. Ódýrt: íslenskt smjöa* 1.40 pr. % kg. Rjómabússmjör 1.75 pr. % kg. íslensk egg 17 aura stk. Dönsk egg 14 aura stk. | Gulrófuir. Barinn harðfiskur. Riklingur. HRiMNDt Laugaveg 63. Sími 2393. Ósjálfrátt dettur manni margt í hug á heimleiðinni, meðal annars það, að ekki væri það óhugsandi að háskólanum yrði mikið lið að Korpúlfsstöðum. Það kemur ein- hvern tíma sá dagur, að háskólinn eignast búvísindadeild, sem rekur allar nauðsynlegar tilraunir undir stjórn þaulæfðra vísindamanna. Þá getur það komið sjer vel, að hafa slíkt stórhýli í nágrenninn. Þegar jeg var að Ijúka við grein þessa kom til mín ein af frúm bæjarins. Hún þakkaði mjer fyrir byrjunina á grein minni, en sagði mjer síðan frá því, að hún hefði þnr&að. Pakkiun 75 anra. oítvorpoo/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.