Morgunblaðið - 14.05.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.05.1931, Blaðsíða 5
Fimtudag 14. maí 1931. 5 Handsápn franska hefi jeg fyrirliggjandi í keildsölu. Umboðsmaður á Islandi fyrir Cociété Cadum, Courbevoie-Paris. — Hefi einnig ýmsar vefnaðarvörur fyrirliggjandi. Þóroðdnr Jðnsson, Sími 2036. Hafnarstræti 15. Ingibjðrg H. Bjarnason og K?ennaskóliim i Reykjavík. 1 dag, hinn 14. maí, er þess að minnast í sögu Kvennaskólans í Beykjavík, að fröken Ingibjörg H. Bjarnason hefir verið forstöðu- kona skólans í aldarf jórðung, síð- an árið 1906. Þar áður liafði hún verið kenslukona í skólanum í 12 ár, svo að samtals eru árin orðin 37, sem hún hefir starfað við skólann. Bftir að frú Thora Melsteð, að- alstofnandi og fyrsta forstöðukona skólans, hafði látið af stjórn hans, ritaði liún ári síðar grein um skól- ann og ljet þar svo um mælt: „Árið 1906, þá er jeg hafði stýrt Kvennaskóla Reykjavíkur í 32 ár, þorði jeg eigi sökum aldurs míns o^ heilsu að halda áfram lengur við það starf, er var mjer svo kært. Jeg ljet því skólastjórn af hendi við aðra konu, Ingibjörgu fröken Bjarnason, er jeg ber traust til. Mjer er kunnugt þrek hennar þekking og dugnaður. Him hefir kennt bæði lijer í kvennaskólanum og víðar og áunnið sjer almanna- lof. Jeg vona því að Kvennaskól- inn. sje kominn í góðar hendur og að hann nái miklum vexti og viðgangi undir stjórn hennar.“ í rauninni þarf nú í þessum fáu minningarorðum ekki að hæta við ofanrituð ummæli frú Thoru Mel- steð öðru en því, að þegar litið er yfir þessa 25 ára skólastjórn fröken Bjarnason, frá byrjun til þessa dags, þá sýnir hún að traust friiarinnar hefir í engu brugðist, að skólinn var kominn í góðar hendur. Hefir forstöðukonan með þeirri þekking og dugnaði, sem hún var þegar kunn að, með frábærri stjórnsemi og reglusemi stýrt skól- anum og málefnum hans og áunn- ið sjer almannalof og skólanum vinsældir og mikið álit, svo að hann hefir verið mjög sóttur úr öllum hjeruðum landsins og jafnan Ingibjörg II. Bjaimason. verið fullskipaður. Á þeim 32 ár- um sem frú Melsteð hafði skóla- stjórn taldi hún að tíu til ellefu hundruð stúlkur hefðu gengið í skólann, „flestar að vísu einungis einn vetur.“ Síðan má fullyrða ,að mikið á annað þúsund stúlkur hafa gengið í skólann, flestar 2 —3 vetur. Eru þær því ekki orðn- ar fáar, konurnar íslensku, sem notið hafa kennslu undir stjórn fröken Ingibjargar, og gefur að skilja hve skólinn þannig hefir aukið staðgóða mentun íslenskra kvenna, út um alt land. Á Alþingi, þar sem forstöðukonan hefir átt sæti sem landkjörin síðasta kjör- tímabil, hefir hún af áhuga og einurð talað máli skólans og skýrt þarfir hans og með því eins og með annari umhyggju sinni fyrir skólanum, unnið honum hið mesta gagn. Hún hefir'gert sjer far um, að afla skólanum góðra kennslukrafta jafnframt því að vera skólanefnd- inni samhent í að gæta hags skól- ans, sem ekki hefir verið svo góð- ur að hægt. væri að halda og launa fasta kennara. Má því segja að Kvennaskóliim í Reykjavík. einnig sú von frií Th. Melsteð hafi ræst, að skólinn undir stjórn hinn- ,ar nýju forstöðulconu, er tók við henni, mætti ná miklum vexti og viðgangi. Einkum varð það mögulegt eft- ir að nýtt skólahús var reist handa skólanum árið 1909, fám árum eftir að frökén Bjarnason tók við stjórninni. Hafði skólinn það jafn- ,an á leigu af Steingrími trjesmið Guðmundssyni, þangað til hann festi kaup á því síðastliðið ár með góðri aðstoð Alþingis og bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Stendur húsið á fögrum stað í bænum við Fríkirkjuveg og er hin prýðileg- asta bygging og hagkvæmlega fyr- ir komið. Og ekki dylst það nein- um er inn kemur í húsið og.litast um, að þar ríkir fyrirmyndar um- gengni, hirðusemi og reglusemi hvar sem litið er. Fröken I. H. Bjarnason hefir áunniðsjer velvild og virðingu allra .námsmeyja sinna, og munu þær, dreifðar víðsvegar um landið, kon- iirnar sem þar hlutu mentun sína og góða undirstöðu fyrir lífsstarf sitt, senda henni á þessum tíma- mótum hlýjar óskir. Enda mun hún geta tekið undir orð frú Th. Melsteð, í ofannefndri ritgerð: „Jeg vildi ávalt vera þeim móð- urleg vinkona. Jeg var kölluð vandlát og sumar sögðu að jeg væri ströng, en allar hinar góðu ungu stvdkurnar mínar skildu, að jeg var vandlát sökum velferðar þeirra. — — Sá, sem ann liinum ungu og vill þeim vel, verður að gera töluverðar kröfur til þeirra og setja takmarkið hátt, eigi síst að því er siðferðið snertir.“ En einnig allir aðrir aðstand- endur skólans, sem í raun og veru er þjóðin öll og þá sjer í lagi forstöðunefnd skólans og vanda- menn námsmeyjanna, sem þar hafa íiotið kenslu,, vilja á þessum degi þakka fröken Ingibjörgu fyrir hið ]i,jóðnýta starf, sem hún hefir unnið um liðinn aldarfjórðung, árna henni allra heilla framvegis og óska að hennar megi enn lengi við njóta, því að enn hefir him fulla starfskrafta og ber með áhuga fyrir brjósti heill og hag slcólans, þessa elsta kvennaskóla landsins, sem unnið hefir þjóðinni með stóraukinni mentun kvenna það gagn, sem ekki verður metið. Getur forstöðukonan í dag litið með ánægju yfir starf það, er hún hefir unnið. Bændasliórnin í Rúmeníu Þýsk blöð segja ljótt, af henni .eftir fregnum frá Búkarest. Yið stjórnarskiftin hafa fylkjastjórar og borgastjórar verið reknir frá embættum í hundraðatali vegna alls konar spillingar og afglapa. Hafði fyrverandi flokksforingi og forsætisráðherra Maniu skipað .embætti þessi með „sínum mönn- um“, og fylgdi þessu alls konar glundroði og spilling út um alt land. Þá á og að reka alla járn- brautaembættismenn burtu vegna megns ólags á samgöngunum. — Maniu kveðst ætla að hætta öllu stjórnmálastarfi. Það er víða pottur brotinn í þingræðislöndunum. Fyriríigp jaEdi: Kandís, dökkrauður. Crema-mjólk. Libbys-mjólk. Nafnið N E S T L É sannar Dósamjólkin Every Day frá Nestlé & Anglo Swiss Condensed Milk Co. Yevey er viðurkend sjerstaklega bragð- góð, næringarmikil og drjúg. Húsmæður ættu að nota þessa dósamjólk, þar sem allir viðurkenna að betri dósamjólk sje >ekki fáanleg. Reynið eina dós í dag. Rakstur með ROTBART-rakvjela- blaði fullnægir kröfum hinna kröfuhörðustu. Það er heimsins besta rakvjelablaðið. • Notið við það slípivjelina • „OPTATUS TANK“ O I heildsölu 'hjá Vald. Thaulow, Kaupmannahöfn. Biðjið 2 kaupmann yðar um Rotbart-blöð og Optatus Tank. *••••••••?•••••••••••••••< Tvær stAlknr vantar á Heilsnhælið á Reykjnm ná þegar eða 1. Jnní. Dpplýsiaiar f síma 230.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.