Morgunblaðið - 23.05.1931, Qupperneq 2
MORGUNBLAfilÐ
Landsmálafundlr.
\
Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, boðar til landsmálafundar í Keflavík á annan í hvíta-
sunnu. Hefst fundurinn kl. 3 síðdegis.
Fjel. ungra Framsóknarmanna og Jafnaðarmanna er
boðið að senda ræðumenn á fundinn.
Stjórn Heimdallar.
opnar Mjólkurbú Ölfusinga í Hveragerði veitingahús fyrir
ferðafólk og fólk, sem kemur að skoða Grýlu, og fæst þar
skyr, rjómi, mjólk, súkkulaði, te og kaffi með kökum. —
Einnig öl og gosdrykkir.
HEILSUMJÓLK FÆST í GLÖSUM.
D. K. W.
er útbreiddast allra MÓTORHJÓLA í Evrópu, enda af fag-
mönnum talið franrárskarandi að allri gerð. Eitt þessara hjóla,
mjög hæfilegt að stærð og krafti, fyrir íslenska vegi, er nú til
sölu með hægum greiðsluskilmálum.
Elfar,
Laugaveg 19.
,Æðsta mark'
Framsóknarflokksins.
Jónas og Danir.
Nýlega birtist í dönsku blaði
■viðtal við Jónas Jónsson, fyrrum
dómsmálaráðherra. Segir Jónas
jþar, að „æðsta mark“ Framsókn-
arflokksins sje „sem hest samvinna
við Dani á sviði fjárhags- og at-
vinnumála“. Lýsir hann því næst
samvinnu þessari og segir: „Hví
skyldu ekki t. d. danskir og ís-
lenskir bændur í samvinnu stofna
til áburðarvinslu úr loftinu. ísland
hefir vatnsaflið og í Danmörku er
mikill márkaður fyrir áburðinn“.
Eins og kunnugt er, mæla sam-
bandslögin svo fyrir, að danskir
þeknar skuli njóta á íslandi jafn-
rjettis við íslenska þegna hjer bú-
setta, og gagnkvæmt. Þetta á-
kvæði sambandslaganna hafa Is-
lendingar talið mjög ranglátt og
stórháskalegt. Danir eru, sem
kunnugt er, þrjátíu sinnum fleiri
en íslendingar og margfalt auð-
ugri. Við strendur íslands og í
landinu sjálfu eru hins vegar ó-
grynni auðæfa, sem íslendingar
hafa verið að kappkosta, að þeir
sjálfir fengju einir að njóta. Þeir
hafa sett margs konar hömlur á
rjett útlendinga til atvinnurekstr-
ar í landinu sjálfu og bannað þeim
með öllu að stunda fiskveiðar í
landjielgi. Sams konar hömlur
eiga að sjálfsögðu að komast á
gagnvart Dönum, jafnskjótt og
sambandslögunum verður sagt
upp.
Það verður að vísu ekki sagt um
Ðani, að þeir hafi hingað til gert
mikið að því, að notfæra sjer rjett
þann, sem . sambandslögin veita
þeim. Þó hafa Danir lagt all-
mikið kapp á, hin síðari ár, að
koma sjer upp fiskiflota hjer við
land, sumpart til síldveiða í land-
heígi og sumpart til flatfisksveiða
með svonefndum dragnótum. Hafa
þeir og lagt mikið kapp á, að fá
þreytt löggjöf þeirri, sem tak-
markar mjög veiði með dragnót-
um innan landhelgi. Enn hefir
þetta þó ekki tekist. Danir gerðu
sjer miklar vonir um, að þessum
lögum yrði breytt á síða^a þingi
og voru, að sögn, farnir að undir-
búa stóra lítgerð hingað.
Dönsk blöð frá 22. apríl s.l.
skýra frá því, að tii Esbjerg hafi
þá nýlega komið stór, þýsk fiski-
skúta, frá Cuxhaven og sje hún
á leið til Islands til síldveiða þar.
Danskur maður, A. C. Andersen,
að nafni, búsettur í Esbjerg, eigi
að taka við útgerðarstjórn skips-
ins og útbúa það til íslandsfrfrðar.
Ennfremur er skýrt frá því, að
alls sjeu væntanleg 10 þýsk fiski-
skip, er öll eigi að gerast út á
íslandsveiðar. Er þess getið, að út-
gerð skipanna hafi gengið illa
hjá eigendunum þýsku, einkum
vegna fjárhagsörðugleika þýska
ríkisins. Útgerðin hafi því ekki
getað fengið það ríkislán, sem lof-
að var og hafi því eigendurnir og
þýska ríkið orðið ásátt um, að
reyna að koma skipunum undir
danskan fána, og senda þau síðan
til íslands á síldveiðar þar.
Ef að dönsku blöðin fara hjer
rjett með bá er hjer vitaskuld um
óleyfilega leppmensku að ræða af
Dana hálfu og beint brot á ákvæð-
um sambandslaganna. Verða Is-
lendingar vel að vera á verði gegn
slíku athæfi. Og sennilega er það
einnig þessi atvinnurekstur Dana
á íslandi, sem Jónas Jónsson frá
Hriflu telur „æðsta mark“ Fram-
sóknarflokksins að vemda.
Hvað finst íslendingum?
Veðirið (föstudagskvöld kl. 5):
Stilt veður um alt land og víðast
ljettskýjað. Loftþrýsting er há
hjer á landi og norður undan, en
lágþrýstisvæðið vestan við Bret-
landseyjar fer minkandi og veldur
þó enn allhvassri A-átt skamt fyrir
sunnan land. Lítur ekki út fyrir
neinar veðrabreytingar á morgun.
Við N og A-land mun víða verða
þoka, að minsta kosti í nótt, en
bjartviðri á S og V-landi.
Veðurútlit í Rvík í dag: N-gola.
Ljettskýjað.
Ljósmyndir af hópsýningu Ár-
manns á Iþróttavellinum 17. maí,
verða til sýnis í glugga Morgun-
blaðsins í dag og á morgun. Fje-
lagsmenn geta fengið myndirnar
keyptar á Klapparstíg 37, hjá ljós-
myndasmiðnum.
Hvítasunnumessur: 1 dómkirk j-
unni á hvítasunnudag kl. 11, síra
Friðrik HaJlgrímsson, kl. 5, síra
Bjarni Jónsson. 2. hvítasunnudag
kl. 11, síra Bjarni Jónsson, kl. 5,
síra Friðrik Hallgrímsson.
f fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2
á hvítasunnudag og kl. 5 á annan
í hvítasunnu, síra Árni Sigurðsson.
í fríkirkjunni í Hafnarfirði á
hvítasunnudag kl. 1, síra Jón Auð-
uns. (Ferming).
Þingmálafundir. Frambjóðendur
í Gullbringu- og Kjósarsýslu aug-
lýsa í blaðinu í dag þingmála-
fundi, sem haldnir verða í næstu
viku.
Harebell, breska herskipið, sem
áður hefir verið hjer við land, kom
hingað í gærmorgun.
Samkomur á Njálsgötu 1. Hvíta-
sunnudag kl. 8 síðd. Annan í hvíta
sunnu kl. 8 síðd. Allir velkomnir.
Jón Þorláksson alþm. kom til
bæjarins í gærmorgun. Hefir hann
'•í.rið að halda þingmálafundi í
Barðastrandarsýslu og var auk
þess á tveim fundum í Snæfells-
nessýslu. Kom hann nú seinast frá
Sandi með „Snorra goða“.
Hafnarbáturinn Magni var feng-
inn til þess að fara vestur á Sand
að sækja þá samherjana Árna Á-
gustsson og Jónas Jónsson, sem
yoru þar í kosningaleiðangri. Kom
Magni aftur hingað í gærmorgun.
Náttúrufræðingririnn, 4. heftið
er nýkomið út. Er það fjölbreytt
og skemtilegt, eins og hin heftin
hafa verið. Það ætti sem flestir að
gerast áskrifendur að riti þessu.
Menn mun ekki iðra þess.
Knattspyrnumót 3. flokks. Mót-
inu lauk' í fyrrakvöld með úrslita-
kappleik milii K. R. og Víkings.
Kappleikir mótsins hafa farið þann
ig: K. R. vann Fram með 5:0. Vík-
ingur vann Val með 3:0. Valur
og K. R. jafntefli 1:1. Víkingur
vann Fram með 6:0. Valur vann
Fram með 5:1. Víkingur og K. R.
jafntefli 1:1. Úrslit urðu þau að
nr. 1 varð Víkingur (5 stig), nr. 2
R. R. (4 stig), nr. 3 Valur (3 stig),
nr. 4 Fram (0 stig). Víkingur vann
því mótið og hlaut hinn nýja bikar
sem Knattspyrnuráðið hefir gefið
til að keppa um í þessum flokki.
K. R. vann 3. fl. bikarinn til eign-
ar í fyrra. Mikið fjör og líf var á
þessum kappleikum drengjanna. 2.
flokks mótið hefst á annan í hvíta-
sunnu kl. 4 síðd.
Trúlofun. Nýlega hafa opinberað
trulofun sína ungfrú Guðrún Þor-
steinsdóttir og Ólafur Þorkelsson
bifreiðastjóri á Hverfisgötu 104.
Jarðarför Guðna Símonarsonar
.gullsmiðs fór fram í gær. Síra
Friðrik Hallgrímsson flutti bæn í
lieimahúsum, en síra Bjarni Jóns-
son helt ræðu í kirk.j^nni og jarð-
aði. —
Framh. á 4. síðu.
IManchettskyrtur á 6.95, 8.50, 9.75, 10.50.
Bindi, mikið og fallegt úrval.
Hattar á 8.90, 9.75, 12.00.
Tennispeysur. Sportsokkar. Pullovers.
Blússur. Oxfordbuxur. Pokabuxur.
Sokkar, feiðna úrval.
Enskar húfur o. m. fl.
Flutnmgsntsala
Hljóðiærahússins
Músík.
Leður.
3000 góðar grammófónplötur seldar á kr. 1.00,
1.50, 2.00, án tillits til venjulegs verðs.
Athugið! — Kaupið!
1 dag, laugardag. Nokkrir fónar óseldir.
Lesið útsölublað okkar. Barnaplötur 50 aura.
Við gefum 20% afslátt af öllum vörum, sem á
útsölunni eru og ekki eru sjerstaklega lækkað-
ar í verði.
ljóðfærahúslð
Hefi oanað hársreíðslustofu
í Miðstræti 8B, niðri. Sími 1409.
G. Norðfjfirð,
frá Akureyri.
þá gerið svo vel að líta á hinar nýju vörur, sem við nú höfum fengið.
Sjerstaklega viljum við benda á hið fjölbreytta úrval af stóltun £
karlmannaherbergi, dagstofux og skrifstofur, að ógleymdum borðstofu-
stólunum.
Barnavagnarnir eru altaf til og altaf jafn góðir og jafn fallegir.
HðsBisnav.
Vatnsstíg 3.
Sími 1940.
Á annan í hiítasnnnn
verður sundskálinn á Álafossi opnaður til afnota fyrir almenning.
Sundkort fást hjá sundskálaverði. Sundskýlur og handklæði fást leigð.
í veitingastofu fæst kaffi, mjólk, öl, gosdrykkir og matur ef pantað
er með fyrirvara.
Signrjðn Pjetnrsson.