Morgunblaðið - 24.05.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.05.1931, Blaðsíða 7
MOKGUNBLAÐIÐ 7 Ödýrt f hvltasunnukökurnar. Ný egg 12 aura stk. Smjör 1.40 pr. % kg. Hveiti 3 teg. frá 16 aur. % 3ig. — Alt smálegt til bökunar með lægsta verði. HRiFVlNDt Haugaveg 63. Sími 2393. Maflmannalatnaðir Sumarfrakkar. Manchettskyrtur. Bindi. Nærfatnaður. Treflar. — Bnskar húfur. Sokkar. — Ferðatöskur. Best kaup í Mancheifer. Laugaveg 40. Sími 894. • Egg 12 aara stk. Versl. Foss. Laugavep: 12. 'Sími 2031. S teindórs bifireiðar bestar. gefur fagran dimman gljáa Notið ávalt eöa komi fram í verki lians, því að próttur allrar listar verður af hennar rótum runninn. ■—- Persónurnar — ? — Þær hefi jeg leitast við að draga sem skýrastar og helst blátt áfram. Það fer ekki hjá því, að sumum kunni að þykja Hallsteinn of karður. Það er hann að mínu áliti ekki. Menn eins og hann eru algengir. Og persónan er dregin stig af stigi, lifir lífi starfsams bónda og ósjerhlífnis, sívinnandi að því marki, sem hann hefir sett sjer. — Hugsið þjer yður umhverfi fjórða þáttar staðbundið eða tákn- rænt ástand? — Táknrænt, eins og jeg hefi látið koma fram af tali Dóru. Birta er þar, en Hallsteinn skynj- ar hana ekki. Tilfinningar hans skynja hraun og mosaþembur — táknbundið ástand þess manns, er skýrir skynjanir sínar með stað- reyndum fyrra lífs, þótt hann lifi nú lífi ekki ólíku, en þó frá- brugðnu liinu jarðneska. — Og ástin? — Ástina læt jeg koma fram sem staðreynd, sum við allir þekkj- um, en — jeg skil hana ekki sjálf- ur! Þar eru æðri öfl að verki, sem oss er ekki gefið að skilja. Jeg tel, að ekki hafi verið of langt farið í því efni. Vjer höfum svo mörg dæmi þess í daglega lífinu. — Jeg hefi nú gefið leikritið út og þar með lokið mínu verki. Leikfjelagið hefir tekið það til sýningar og tekst að mínu áliti svo vel að jeg er því þakklátur. Tilgangur minn hefir ekki verið sá einn að veita fólki ánægju eitt einasta kvöld, heldur, ef kostur væri á, að flytja því eitthvað það sem það hefði ástæðu til að hugsa um, þegar heim væri komið. b. — Kappreiðarnar á morgnn. > • % Því hafði verið spáð, að áhugi fyrir kappreiðum væri að þverra, og þar af leiðandi muhdi þátt- taka með kappreiðahesta að því skapi minka. Hvað viðvíkur hesta- tölunni, þá ,er þátttaka með þá n.eð besta i-icti. í þetti sinn verða þeir milli 20 og 30 sem hlaupa og í þeim hóp eru margir glæsilegir hestar, bæði hvað útlit og hlaup snertir. Það er því. all-erfitt verk að geta sjer til hverjir skari þar fram úr, þó mun jeg nefna nokkra sem jeg tel líklega til sigurs. Eins og vant er, eru skeiðhestar alt of fáir, og flestir af þeim áður þekt- ir, svo jeg læt þá að inestu liggja á milli hluta; þó er þar nýr hestur Sindri, sem ekki hefir áður hlaup- ið, en mun mega telja mjög álit- legan til sigurs.í þetta sinn hlaupa átta folar, og má fullyrða að á meðal þeirra eru snjöll gæðings- efni. 1 350 metra hlaupinu eru margir óþektir hestar, sem jeg tel að síst muni standa að.baki gömlu hlaupa görpunum. Yil jeg þá fyrst nefria Förð, Guðj. Teitssonar, þá Reyk, Lofts Bjarnasonar, Hrafn, Helgu Sveinsdóttur, Ljettfeta, Grímúlfs Ólafssonar o. fl. Þá vil jeg lítið eitt minnast á 300 metra hlaupið; það er hlaup, sem kalla má millihlaup, en þó er það sama vegalengd og fjelagið ljet fyrst byrja með, en þótti of stutt fyrir marg gefna og æfða hesta, og tók því upp sem lengsta hlaup 350 metra. í 300 metra hlaupinu nú eru mjög glæsilegir hestar, svo sem: Sokki, E. Ólafss., Blængur Ketils Jónssonar, Páfi Sveins Jónssonar, Goði Jóns B. Jónssonar o. fl. í flokkaskránni finna menn þessi nöfn, og ættu því sem flestir að eignast 'hana, til þess að geta fylgst sem best með á vellinum. Jeg hefi hjer ekki nefnt nöfn þeirra hesta, sem hlaupið hafa hjer áður, því jeg veit að áhuga- samir hestamenn hafa fylgst með þeim frá byrjun, enda ætti þetta að nægja til þess að sýna almenn- ingi, að það er ómaksins vert að koma inn á skeiðvöll á annan í hvítasunnu. Þegar jeg var að enda þessar línur, var mjer tilkynt að Stígandi, Jóns Pjeturssonar frá Eyhildarholti væri að koma með e.s. Skeljung, sem væri nú að lenda í Skildinganesi. Kláricn er 20 vetra, en hætt er við að þeir! yngri hljóti af honum skráveifur enn þá. Dan. Dan. Alþingissjúðnrinn. Til sjóðs þessa var stofnað til minningar um 1000 ára afmæli Alþingis. í júnímánuði í hitteð fyrra sendi fyrv. alþingismaður Bjöm Bjamarson í Grafarholti ýmsum mönnum um land alt skipu lagsskrá sjóðsins ásamt eyðublöð- um undir skrár yfir tillög í hánn og fór þess á leit að þeir söfnuðu tillÖgum til ársloka 1930 og sendu svo skrámar ásamt tillögum til undirritaðs. Á síðustu áramótum voru til- iagaskrár komnar úr aðeins fám kjeruðum og fremur fáir gefend- urnir. Lang-almennust hafa sam- skotin verið í Suður-Múlasýslu. Við síðustu áramót var sjcðurinn orðinn tæpar 1300 kr. Það hafði verið tilætlunin að afhenda Stjórn arráðinu við byrjun þessa árs Söfn unarsjóðsbók þá, sem sjóðnum var safnað í, en þar sem fjársöfnunin hafði gengið þetta hægt, var á- kveðið að fresta afhepdingunni til ársloka og sjá hvort ekki væri þá mögulegt, að skila nokkru mynd- arlegra sjóði. Reynslan sýnir nú þegar, að svo muni verða, en mik- ið vantar þó á að vel sje. Um áramótin verður Söfnunarsjóðsbók in afhent Stjómarráðinu og þá verða auglýst í blöðum nöfn gef- cndanna, en skrárnar sjálfar af- hentar þjóðskjalasafninu. Alþingissjóðurinn á að taka til starfa, þegar hann nemur einni miljón króna. Verði fje sjóðsins ávaxtað með sama rentufæti og nú, mun hann ekki verða starfhæf- ur fyr en eftir 100 ár, ef hann fær ekki aukningu með frekari til- lögum. En ekki er að vita nema fjörkippur geti komið í fjártillög- in til hans, svo að hann verði fyr en eftir heila öld lifandi minning um 1000 ára hátíðina. Nú einmitt þessa daga hefir þjóðin sjerstaka hvöt til þess að minnast sjóðsins. Kosningar til Al- þingis standa fyrir dyrum og hjá öllum þorra manna er áhugi vak- andi fyrir, að sem flestir skoðana- I bræðranna komist á þing. Dósamjólkin Every Day frá Nestlé & Anglo Swiss • Condensed Milk Co. Vevey er viðurkend sjerstaklega bragð- góð, næringarmikil og drjúg. Húsmæður ættu að riota þessa dósamjólk, þar sem allir viðurkenna að betri dósamjólk sje ekki fáanleg. Reynið eina dós í dag. Nafnið N E S T L É sannar gæðin. Austnr í Fljótshlíð daglegar ferðir kl. 10 árd. Til Víkur alla mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Til Kirkjubæjarklaust- urs á Síðu alla mánudaga með Studebaker bílum B. S. R. Sími 715. • Sími 716. Á hvítasnnnndag opnar Mjólkurbú Ölfusinga í Hveragerði veitingahús fyrir ferðafólk og fólk, sem kemur að skoða Grýlu, og fæst þar skyr, rjómi, mjólk, súkkulaði, te og kaffi með kökum. — Einnig öl og gosdrykkir. HEILSUMJÓLK FÆST í GLÖSUM. f Fengum með e.s. Goðafoss-. Appelsínnr 300 og 360 stk. Epli, Kartöfilnr nýjar og gamlar. Eggert Kristjánsson & Co. Postulín — Leir og glervörur. Búsáhöld — Tækifærisgjafir. Barnaleikföng og fleira, ódýrast og mest úrval hjá F. Einarsson & Bgörnsson Bankastræti 11. 5 mana Clfietii sem nýr, til sölu með tækifærisverði. Samband fsl. S?mvrnuf elaga. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.