Morgunblaðið - 25.06.1931, Síða 2

Morgunblaðið - 25.06.1931, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ filrðlngarafn Girðisgai uei. mjög vel galv. Girðlngarstúlpar nr járni, lækkað verð. Gaddarir -- Bíndivír - Sljettnr vír. Fengum með e.s. Goðafoss: Nýjar ítalskar kartðflnr. Epli Delecions. Lank. Appelsínnr, 150, 176, og 216 stk. Eggert Kristjánsson & Go. Leikleiðangur Leikfjelags Reykjavíkur. Einar H. Kvaran. Þróttmikill, fagur, dramatískur skáldskapur, og fáguð, fullkomin lciklist fylgist oft og einatt að. Hjá þeiin þjóðum sem hefir auðnast að eignast þetta tvent, skilja gilcli þess og þýðingu leik- iiiis þeirra skipa því jafnan tign- arsess í þjóðfjelaginu, Oft eru bestu leikhúsin stucld af ríkisfje. Þau Jiaf'a því eðlilega besta aðstöðu til að tryggja sjer bestu listamennina — bestu höf- undana. Bein afleiðing þess verða bestu leiksýningarnar. Fje }>að sem gengur til reksturs þessara leikhúsa er tekið af alþjóð. Þó getur aldrei nema lítill hluti þjóðarinnar notið leiksýninganna. Til að bæta að einhverju leyti úr þessu, hafa leikhúsin funclið upp á því, að ferðast út um landið, með þær sýningar, sem bestar eru, og sem hafa mest menningar- og mentagildi. Er þetta nú orðin föst venja í mörgum löndum, og gefst vel. Á þennan hátt gefst fjölda fólks — í fjarlægum landshlutum — ’þess kostur að njóta góðra leik- rita og góðrar leiklistar. Um leið hafa þessar ferðir stórurn: aukið skilning landsfólksins á hinu víð- tæka og margþætta menningar- starfi leikhúsanna. — íslendingar unna dramatískum ■skáldskap, og $ækja að jafnaði vel deiksýningar. Öll aðstaða til leik- starfsemi hefir, alt fram að þessu, verið mjög erfið hjer á landi. — Fólki úti um land gefst því sjeldan tækifæri til að sjá góðar leiksýn- I ingar. — Þó er ábugi manna fyrir þessari list, síst rriinni þar en hjer í höfuðstaðnum. t Leikfjelag Reykjavíkur er nú meira en 30 ára gamalt. Það mun vera elsta núverandi leikfjelag fs- lands, og má teljast aðalleikfjelag- ið í landinu, enda nýtur það ekki svo lítils fjárstyrks af bæjar- og .ríklsfje, eftir islenskum mæl|- kvarða. Er það ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, þar sem líkindi eru til að það haldi uppi þierki fhinnar íslensku leikl þ'tar í 1 framfíðþini. En þó að Reykjavík sje orðin allfjöl- menn, getur þó starfsemi fjelags- ins ekki náð nema til lítils hluta ]>eifra landsmanna, sem unna leik- list og leikritagerð. Væri ekki sanngjarnt, að L. R. tæki til greina þær óskir og upp- ástungur sem fjelaginu hafa borist utan af landi, um að það fari með bestu leikritin og sýni þau, — þar J sem aðstaða er til — t. cl. í aðal- kaupstöðunum ? i . . Núverandi stjórn fjelagsxns, heí- ir hugsað talsvert um þetta mál, og mun lienni fullljós sú skylda er leikfjelaginu ber til þess að efla á huga og þekkingu meðal lands- manna, á leikliúsinu og leiklist- inni. Hefir hún því ákveðið að gera- hina fyrstu tilraun með að Leik- fjelbgið fari í leikferð (Turnée) til Norðurlandsins. Sá sjónleikur sem varð fyrir val- inu er hið nýja leikrit Einars H. Kvaran, ,,Hallsteinn og Dóra“. Ekkert íslenskt leikrit, sem fram: hefir komið í seinni tíð, hefir átt. jafn miklum og almennum vin- sælduxn að fagna, enda er það ekki útleikið hjer enn. Ráðgert er að sýna leikinn á Ak ureyri í byrjun júlí. Undirbúning- ur er þegar hafinn þar fyrir nokk- uru. Leikhús ísafjarðar hefir enn ekki risið úr brunarústunum, svo að þar verður — því miður — ekki hægt að sýna þennan leik. Svo vel vill til, að nokkrir aðal- starfsmenn fjelagsins fara hvort sem er til Akureyrar um þessar mundir, svo að nú er gott tækifæri til að gera þessa tiíraun. Vonandi er, að þetta — ásamt annari nýbreytni í leikstarfseminni — geti orðið byrjun til þess, að gera landsmönnum æ betur og bet- ur skiljanlegt liið margþætta menn ingargildi og starfsvið leiklistar- innar og leikhússins komandi, — sem hlýtur að verða merkilegt, og mikilsvert menningaratriði fyr- ir landið. H. Björnsson. Vinnudeilurnar í Horegi. Yfirgangur kommúnista. Vinnustöðvunin mikla í Noregi hefir nú staðið yfir í rúmlega 2 mánuði. Eins og kunnugt er, er launa-deila orsök vinnustöðvunar- innar. Launakjör eru betri en í nokkru öðru landi í Evrópu. At- vinnurekendur ákváðu í vetur að lækka launin til þess að Norðmenn verði áfram samkeppnisfærir og til þess að koma á samræmi milli launanna og vöruverðsins. Upp- haflega lieimtuðu atvinnurekendur 12—15% launalækkun, en ætluðu sjer þó að fallast á 7—8% lækkun, ef samkomulag næðist án vinnu- stöðvunar. Hægri hluti verkamanna viður- kenndi, að ekki yrði komist hjá því að launin verði lækkuð eins og nú er ástatt. En Tranmæl og fylgis menn hans kornu því til leiðar, að verkamenn neituðu að fallast á launalækkun. Verkbanninu varð ]xví ekki afstýrt. Vinnustöðvun- in nær til næst um 100.000 verka- manna. 1' Menstad nálægt Porsgrund við Ski-enfjörðinn hafa 60 verkamenn unnið við „Norsk Hydro“ þrátt fyrir vinnukreppuna. Verkaimönn- um hefir mislíkað það mjög ,eink- um hafa kommúnistar reynt að stofna til óeirða í Menstad og bæj- unurn þar í grend. Alvarlegar ó- eirðir urðu þó ekki fyr en þ. 8. þ. m. Þá tökst kommúnistum að safna 1000 verkamönnum saman til lcröfugöngu, þrátt fyrir lög- reglubann við kröfugöngum. — Kröfugöngumenn voru vopnaðir með steinum og jámstöngum. Lögreglan reyndi að stöðva kröfugönguna með góðu, en það tókst elcki. Lögreglustjórinn ljet þá beina slökkvislöngum að kröfu- göngumönnum, en þeir svöruðu með ]>ví að ráðast á lögregluna. Uppþotsmennirnir skáru slökkvi- slöngurnar í sundur, köstuðu stein- um á lögreglumennina og börðu þá með járnstöngum. 4 lögreglu- rnenn hnigu meðvitundarlausir til jarðar. Margir aðrir lögreglumenn særðust og voru fluttir á sjúkra- hús. Einn þeirra missti annað aug- að. — Kröfugöngumenn höfðu með sjer konur og böm. Konumar söfn uðu steinum í svunturnar sínar og báru þá til karlmanna, sem ljetu steina blátt áfram rigna niður yfir lögregluna. Lögreglan varð að hopa undan, en að lokum tvístruð- ust ])ó uppþotsmennirnir. Menn bjuggust við nýjum óeirð- nm. Norska stjórnin sendi því her- lið, ríkislögreglu og 4 herskip til Menstad og nálægra bæja. Og það hreif. Síðan hafa engar óeirðii- orðið við Skienfjörðinn, „því eng- inn vill láta skjóta sig“, sagði einn af foringjum verkamanna. | En kommúnistar reyna á allan hátt að valda liernum og lögregl-j unni sem mestunx óþæginclum. —j Kommúnistar ógna íbúunum á ó-. eírðasvæðiriU tíl þess að hafa engin viðskifti við lierinn eða lögregl-1 i una. Gestgjafarnir þora ekki að veita hermönnum eða lögreglu- mönnunx húsaskjól, bakararnir þora ekki að selja þeim brauð, og tóbakssalarnir þora ekki að selja ])eim tóbak. í Skien þorði skó- smiður ekki að selja. lögreglu- maöni skóreimar. Skósmiðurinn óttaðist hefndir af hálfu kommún- ista. Verkainenn eru mjög gramir ixt af því að norska stjórnin hefir sent herlið til bæjanna við Skien- fjörðinn og lofað að vernda verka- mennina', sem vinna lijá „Norsk Hydro“ í Menstad. Kommúnistar hafa óspart i-eynt að færa sjer gremjuna í nyt. M. a. berjast komimúnistar fyrir allsherjarverk- falli í öllu lanclinu til þess að mót- mæla aðgerðum stjórnai'innar. Þeir hafa þó ekki fengið því fram- gengt, en stjórn verkalýðsfjelag- anna hefir fallist á, að lýsa yfir allsherjar verltfalli við Skienfjörð inn. Verkfallið á að stancla yfir þangað til að herliðið verður flutt burtu. Æsingastarfsemi Moskva-mann- anna innan verkamannaflokksins veldur hógværari verkamannafor- ingjum vaxandi erfiðleikum. -— Norskir verkamenn eru yfirleitt róttækari en stjettarbræður þeirx-a annars staðar á Norðurlöndum. En hið mikla atkvæðatap verka- mannaflokksins við þingkosning- arnar í fyrra, hefir sannfært rnarga verkamannaforingja um það, að þeir vei'ða — að tminsta kosti á yfirborðinu — að vera hóg værari en hingað til , ef þeir eiga ekki að verða fyrir enn þá meira og tilfinnanlegra tapi. Khöfn í júní 1931. P. Málið, sem feldi Mowinkel. NRP. 23.-24. júní. FB. Lokaumræður um Lilleborgmál- ið fóru fram í Stói'þingitíu í gær j (22. júní) og var samþykt tillaga frá; Hundseid með 96 : 50 atlcvæð- um að leggja málið í hendur rík- ÍHStjómarinnar. Þingmenn verlca- lýðsflokksins greiddu atkvæði á móti og vinstrimennirnir Pehrson, Mjöen og Belland. Kolstad for- sætisráðherra kvað stjóraina ekki ætla að leggja út í stríð við „hring inn“ (trusten) urn málið. Blöðin eru yfirleitt þeirrar skoðunar nú, að sjerleyfið verði veitt, „Nautilus“. Cork, 23. júní. llnited Press. FB. Tilkynt hefir verið að Nautilus kafbátur Wilkins, leggi af stað hjeðan til Nexvcastle on Tyne á miðvikudag. SuDiarkiólflri Iseljast nn með aislatti. Verslunin Egill lacobsen. Grammoióiiplötur teknar upp í gær. Mjög miklu ú*r að velja'. Hljóðfæraverslun Helga Hallgrímssonar. Sími 311. Bankastræti. (Áður versl. L. G. Lúðvígssonar.) Þennan ágæta blómaáburð ættu allir blómavinir að nota. Fæst hjá flestum nýlenduvöruverslunum. Fjn'irliggjandi lijá H. ]. Bertelsen h Go„ h.f. Sími 834. * Hafnarstræti 11. Þiðrsðrmfitli er næstkomandi langardag. Bestar ferðir þangað frá Steináðrl. 9f- " ' ’ - ; Frá Steimlóri Nýir áveztir: Epli. x Appelsínur. Bananar. Perur. Cítrónur Vorsl. Foss. Laugaveg 12. Sími 2031.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.