Morgunblaðið - 12.07.1931, Síða 3

Morgunblaðið - 12.07.1931, Síða 3
LOEGUNBLAÐIf) H |l!lllllllllllllllllllllllllllllllll|||||||||||||lllll|||||ll||llllll|||l|.| | jjn. argTmbia5i& | s A.ryakBr, Kcyk.jK.Tlk = 5 ®lt*tJ6rkr: Jöa KJj*.rtkn*»on. Valtýr Styfianoi. = = Hitatjern oif afgrei8»U: Auaturatraetl t. — Alnl 10«. = g Auglýalngaatjöri: m. Hafbarg. s = ^ualýaingaakrlfatofa: Auaturatrasti 17. — Blml 700. = f§ H*l*aaia»a.r: M •Iðn Kjartanaaon nr. 741. Vaitýr Stefánaaon nr. 1110. = B. Hafberg nr. 770. = Aakrlftagjalá: = Innanlanda kr. 2.00 á aaánuSl. = S Utanlanda kr. 2.B0 á aaánuOl. = S f lauaaaölu 10 aura elntaklS. = 20 aura aaeB Leabök = l'llllllllllHllllHIIIHIIHHHHHIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllll Slldveiðarnar og landleigisgœslan. Fregnir að norðan og austan lierma það að ógrynni sje af síld alveg uppi í lándsteinum, alla leið vestan af Húnaflóa og austur á Austfirði. Meðau síldin gengur svo grunt, mun líti8 eða ekkert at henni utan við landhelgi. En Þar er nú fjöldi erlendra skipa, sem ætla að keppa við oss um sddveiðar. Þar eru Norðmenn, Damr 0g Finnar, allir með stóra flota. Má nærri geta, að það er freisting fyrir |)á að fara inn >rir landhelgislínuna, þa.r sem nóg Bíld er, í stað þess að liggja fyrir utan og veiða ekki neitt. Það hefir líka frjettst, að norsk veiðiskip hafi verið ískyggilega nærri landi hjá Vatnsnesi. Nú riður á því fyrir oss, að tandhelgisvarnirnar sje s|terkar. Vjer megum alls ekki láta það við gangast, að útlendingar veiði i landhelgi. Meðan síldin er svo uærri landi, er von til þess, að vjer getum fengið hærilegan markað f.ynr það sem vjer veiðum, ef útlendu skipin veiða lítið eða ekk- «rt. En ef þeim á að líðast að ausa upp síld innan landhelgi, þá er sýnt hvernig fara mun um mark- að fyrir íslensku síldina. Vjer eigum nú þrjú varðskip °g ætti þau að geta haldið uppi strandvörnum nyrðra þannig að «kki vœri mikil brögð að land- helgisveiðum útlendinga. Og þau geta haft flugvjelina sjer til að- stoðar. Bn hvemig er þá landhelgis. vömum háttað nú? Óðinn er við mælingar á Húna- flóa. Ægir er í snattferð kringum land að smala saman þingmönn- um, og Þór er að „veiða síld handa hændum“. Útlendingarnir geta Þvi óhræddir farið sinna ferða. Þanmg er stjórnin í einu og öllu hjer á íslandi. Frestun skaðabótagreiðslanna. Washington UP. 10. júlí. FB. Samkvæmt- opinberri tilkynn- ingu lítur ríkisstjómin svo á að samkomulagið um skuldagreiðslu- Bljeð gildi frá 1. þ. mán. London UP. 10. júlí. FB. Opinber framkvæmd samkomu- fagsins um skuldagreiðslufrest Iiófst í dag. Stjórnin hefir boðið Pandarík^amönnums, iPrákklandii, Italíu og Japan, Belgíu og Þýska- landi að senda fulltrúa á ráð- stefnu í London þ. 17 þ. mán. til Pess að samræma Hoover tillög- nrnar og Young-samþyktina. Grænlandsdeilan. Hákoa konnngnr lðgkolgar landnám Teiðimannanna milli Garlsbergfjarðar og Besselfjarðar. Danir munu kæra fyrir dómstólnum I Haag. Noregskonungur hefir stað- fest landnámsgerðina. K.höfn 11. júlí. (Frá frjettaritara FB.) 'Svar Dana við orðsendingu Nor- egsstjórnar var afhent í gær. Dan ir fjellust á fymmgetna skil- mála Noregs. 1 gærkveldi var op- inberlega tilkynt, að Noregsstjórn hefði ákveðið að helga sjer land í Austur-Orænlandi frá 71. breidd- arstigi og 30. mínútnm, til 75. breiddarstigs og 40. mínútna. Nor egskonungur skrifaði undir land- helgunina seint í gærkveldi. — Talið er víst, að Danastjórn kæri Norómenn fyrir Haagdómstóln- nm. Æsingar í báðum löndum. Oslo 11. júlí. United Press. FB. Bæði dönsk og norsk blöð bera þess glögg merki, að mikil æsing er bæði í Noregi og Danmörku og kemur það ljóst fram í blöð- unum. Ritst j órnargreinar blað- anna eru mjög harðorðar. Sænsku blöðin virðast hallast að því að taka málstað Dana. Danir ætla að kæra Norð- menn. Kaupmannahöfn 11. júlí. United Press. FB. Aukaráðuneytisfundur hefir verið kallaður saman vegna þeirr- ar ákvörðunar Noregsstjórnar að helga Noregi land í Austur-Græn- iandi á því svæði, sem norskir veiðimenn hafa haft bækistöðvar á undanförnum árum. Dr. Munch danski utanríkismálaráðherrann hefir lýst yfir því, að danska stjómin hafi reynt eftir mætti að koma í veg fyrir ósamkomulag, en Danir verði að gæta rjettar síns, og muni stjórnin því að sjálfsögðu bera fram umkvörtun við Haagdómstólinn fyrir rjett- indaskerðingu af hálfu Norð- manna. Það var seint í maí, að deilan milli Norðmanna og Dana út af Austur-Orænlandi hófst fyrir al- vöru. Þá sendi Ishafsráðið norsku stjórninni áskorun, út af þriggja ára leiðangri Dana. Segir þar svo, að samkvæmt dönskum blöðum megi biiast við því, að da.nska stjómin fái leiðangursmönnum (.Lauge Koch) lögregluvald í Aust ur-Grænlandi, yfir n0rsku veiði- inonnunum, sem sest hafa að norð- an við Scoresbysund. Þess vegna skorar íshafsráðið fastiega, á stjórmna að leggja þegar undir Noreg alt það svæði í Austur- Grænlandi, þar sem norskir veiði- menn ihafist við. Þessa áskorun samþykti Ishafs- ráðið einum rómi, en í því eru: Gustav Smedal lögfræðingur (for- maðör), Werenskiold prófessor, Hasselberg veðurstofustjóri, Mar- strander skrifstofustjóri í utanrík- isráðuneytinu, Adolf Hoel docent, Krogness prófessor í Bergen, Thor Kort þetta Ijet íshafsráðið norska gera í desember l fyrra. Á því sjest sá hluti Grœnlands, sem danski leið- angurinn átti að rannsaka. Svörtu /junktarnir tákna norska veiðimanna- bústaði, en svörtu þrihyrningarnir bú- staði danskra veiðimanna. Bústaðir Norðmanna eru rúmlega 80, en 7 danskir. Auk þess eiga Norðmenn þarna loftskeytastöð (hjá Mýflóa). Iversen fiskveiðastjóri (hann var fjarverandi, á rannsóknarför hjá Bjarnareyju), Brandal skipaeig- andi í Alasundi, Jacobsen banka- stjóri í Tromsö og Johannessen verslunarráð. Þegar er þessi áskorun varð kunn tóku blöðin að ræða liana. „Rogaland", blað bændaflokksins sagði: — í dag stöndum vjer vel að vígi þarna. Eftir eitt ár eða tvö standa Danir betur að vígi. Það er auðvitað ekki gaman að lenda í landadeilum við Da.ni, en hitt væri þó miklu verra, ef vjer skyld- um gera eitt glappaskotið enn, viðvíkjandi Grænlandi, og leggja. árar í bát að óreyndu. Það er efa- laust að hjer á við: „Nú eða aldrei!“ „Tidens Tegn“ segir: Forsætis- ráðherra Dana heldur því fram, að samkvæmt samningi Norð- manna og Dana um Grænland, sje ekki leyfilegt að fara þá leið, sem Ishafsráðið heimtar að farin sje. En ríkisrjettarfræðingar vorir eru á öðru máli. Frede Castberg, sem er ráðunautur utan- rikisráðuneytisins í ríkisrjettar- málum, hefir nýlega lýst opin- berlega yfir því ákveðið að það kæmi ekki í bág við samninga Norðmanna og Dana þótt Norð- Aienn innlimuðu þennan hlnta Grænlands. Ef álit da.nska for- sætisráðherrans á samningnum væri rjett, þá kæmi líka í bág við hann dönsku lögin, er sett voru í apríl 1925 um yfirráð Dana í Aust- ur Grænlandi. Og einnig það, að Danir veittu Frökkum og Bret- um mestu rjettindi (mestbegunst- ret) í Grænlandi. Lögregluvald það, sem norska stjórnin vfeitti Hoel docent, náði aðeins til þeirra Norðmanna, sem eru í Grænlandi og bygt á því að landið væri eigendalaust, en lög- regluvald það, er danski leiðang- urinn fær, nær jafnt til allra, og byggist á þeirri skoðun Dana, að þeir hafi yfirráðarjett í Austur- Grænlandi. I þessu er munurinn fólginn. Það má ekki láta reka á reið-, anum með Orænlandsmálið. Úr því Danir hafa fengið leiðangri sínum lögregluvald yfir norsku veiðimönnunum, hlýtur að reka að því að deilur rísi, sem vísa verður til gerðardómsins í Haag. Samn- ingur Norðmanna. og Dana var um það, að láta Orænlands;deiluna iiggja milli hluta í 20 ár, en nú hafa atvikin kollvarpað ’þessu, og þá er um að gera. fyrir oss að gera þær ráðstafanir að vjer stöndum sem best að vígi frammi fyrir annara dómstóli. Oss þykir vænt um að íshafs- ráðið hefir takmarkað landnámið við það svæði, sem er fyrir norð- an Scoreshysund. Að vísu tala einstaka norskir oflátungar um það að „vinna Grænland aftur“, en það eru fáir því fylgjandi og enginn stjórnmálamaður. Þeir mundu vera pólitískt dæmdir nm leið og þeir vildu ná Grænlandi með valdi; — og þeir mundu einnig spilla málstað vorum hjá gerðardómnum í Haag. Öðru máli er að gegna um Austur-Grænland. Danir sjálfir hafa ekki skoðað það sem danskt land fyr en 1921. Og Norðmenn hafa aldr)ei AÚðurkent að það væri danskt. Það er ntan menn- ingarvjebanda Danmerkur, en það er innan hagsmunasvæðis Norð- manna. Danir hafa aldrei numið það eftir þeim reglum er al- þjóðalög setja, og þess vegna höfum vjer fullan rjett að nema það. Eigi Norðmenn að ganga inn á samninga í Grænlandsmálinn, þá er ekki nema um tvent að gera. Annað hvort verðum vjer að við- urkenna yfirráðarjett Dana yfir öllu Grænlandi — gegn vissum rjettindum til fiskveiða og dýra- yeiða, eigi aðeins á Austur-Græn- landi, heldur einnig á vestur- ströndinni — eða þá að vjer verð- um að innlima landið norðan við Scoresbysund, og sleppa öllum öðrum kröfum. Og þótt hinn seinni kosturinn virðist áhættu- meiri, ætlum vjer að hann sje þó líklegri til framgangs. Danir verða að afsala sjer öllu tilkalli til þess hluta Grænlands, þar sem þeir liafa aldrei haft neinna hags- muna að gæta, en hafa aðeins reynt að trana sjer fram,* eftir að Norðmenn höfðu svo að segja lagt landið undir sig. Önnur norsk blöð tóku mjög í sama strenginn. Og ákefðin óx stöðugt eftir því sem nær dró, að danski leiðangurinn legði á stað til Grænlands. En stjórnin fór sjer að engu óðslega og ætlaði sýnilega að humma málið fram af sjer. En svo kemur, skeytið frá Mý- flóa eins og skrngga úr heiðskíru lofti. Það var sent 28. júní, og hljóðar svo: — í viðurvist Eiliv Herdahl, Thor Halle, Ingvald Ström og Sören Richter var norski ríkisfán- inn dreginn að hún í dag hjá Mý- flóa og landið milli Carlsberg- fjarðar að snnnan og Besselfjarð- ar að norðan lagt undir Noreg í nafni hans hátignar Hákonar konungs. Landið höfum vjer nefnt Land Eiríks rauða. Halvard Devold. „Tidens Tegn“ segir undir eins og skeytið kom: — Norski fáninn er dreginn að hún. Að voru áliti verður hann ekki dreginn niður aftur, nema alþjóðadómstóll skyldi oss til þess. — Danir geta ekki þröngvað oss til þess. Vjer verð- um að halda fast við innlimun- ina, því að það er eina ráðið til þess að Norðmenn geti gætt hags- muna sinna á Austur-Grænlandi. Vjer efumst ekki nm það, að dóm- stóllinn í Haag ,sem fær málið til meðferðar, mnni dæma- oss í vil. 1 sama strenginn tóku hin hlöð- in flest. Og margir fjölmennir fundir voru haldnir. Alls staðar var þess krafist af stjórninni, að hún löggilti landnámið þegar I stað, eða áður en danski leiðang- urinn kæmi til Grænlands. Stjórn- in lýsti því yfir þegar, að þettá væri gert að sjer forspurðri, en var þó eins og milli steins og sleggju. Tókust nú skeytasending- ar milli hennar og dönsku stjórn- arinnar.En almenningsálitið í Nor- egi var of sterkt, og kröfumar svo háværar og einróma nm það að landnámið væri löggilt, að stjórnin varð að láta undan. Seinustu frjettir. Khöfn 11. júlí. United Press. FB. Norska. stjómin hefir birt yf- irlýsingu þess efnis, að hún hafi helgað Noregi Austur-Grænlands til þess að Noregi yrði auðið að krefjast formlega drottinvalds yf- ir landinu fyrir dómstólnum í Haag, því a.ð ella myndi dómstóll- inn aðeins getað skorið úr því, hvort landið væri danskt eða „no man’s land.“ Blaðið „Politiken“ hafði tal af uta.nríkismálaráðherra Noregs, Braatland, sem lýsti yfir því, að gerðardómsúrskurður mundi ekki hafa verið gerlegur án þess að Noregur helgaði sjer landið, og að eina ósk Noregs væri að vemda. atvinnuhagsmuni sína. Dagiiðk. Veðrið (í gær kl. 5) : Hægviðri um alt land en áttin mjög breyti- leg, enda er loftþrýsting lægst yfir miðbiki landsins. Sunnan lands er S-andvari og þykt loft en á Vestfjörðum N-andvari og þoku- slæðingur. Norðanlands ' og anst- an er víðast A-gola og hjart veðnr. Hiti 8—10 stig í útsveitum og 12 —14 í innsveitum. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hæg NV-goia. Skýjað loft, en sennilega þnrt. Áttatíu ára verður 14. þ. mán. ekkjan Margrjet Bjarnadóttir frá Hreggnesi í Bolungarvík, nú til heimilis í Garðastræti 11, hjer í hæ. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.