Morgunblaðið - 12.07.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1931, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ iargrðiatjlllgiir Hoovers. Fengum með e.s. „Gullfoss" hina marg efUrspnrðn hestahaf r a. Þegar þjer kaupið dósamjólk þá munið að biðja um því þá fáið þjecr það besta. Munið, að: E. S. A. HAMLET OG ÞÓR FÁST AÐEINS HJÁ SIGURÞÓR. Ennfremur hefi jeg fengið nýja tegund af reiðhjólum „Stjaman“. Verð frá kr. 100.00—150.00. Verð á reiðhjchim og varahlutum hvergi á landinu eins gott. Vörurnar beint frá verksmi'ojunum Varahliitir ávalt fyrirliggjandi. Ailir varahlutir seldir með óheyri- lega lágu verði, t. d.: framhjól kr 6.00. Torpedo frílijól kr. 13.00. Ratax kr. 12.00. Stýri frá kr. 4.00 SIGURÞÓR JÓNSSON. Austurstræti 3. Þegar þið kaupið blautsápu munið þá að biðja um Hreine krystalsápu Hún fæst altaf ný tilbúin, úr bestu efnum, og hennar góðu þvottaeigin- íeikar eru löngu viðurkendir. Islensk sápa fyrir Islendinga. Mjðlkurbú Flðamanna selur nýmjolk, rjóma, skyr. (smjör, lækkað verð). Týsgötn 1. Sími 1287. Vestnrgötu 17. Sími 864. E&fúSBT CLAESSEl öæstarjettarmálaflutningsmaður Skrifstoia: Hafnarstrætí 5. ui 871. Viðtajstími 10—12 í. b sem best á meðan mál þetta ólgaði þar eystra. Og hann var ekki lengi að átta sig á, í hvorri fylk- ingunni hans göfuga persóna skyldi standa ef í hart færi. Hef- ir heyrst að hann hafi látið syo um mælt, að hann hefði nægan mannafla sjer við 'hlið til að kasta þeim læknúm á dyr, er að garði bæri að Laugarvatni í ónáð ríkis- stjórnarinnar. Bjarni veslingur- inn hefir þóttst þurfa að verja sitt eigið brauð. Jónas Jónsson frá Hriflu hafði komið að Laugarvatni um það leyti sem skeytasendingamar fóru á milli kennara og forsætisráð- herra. Hann geklc á fund nokk- urra þeirra kennara, er stóðu fyr- ir skeytasendingunni til forsætis- ráðherra. Þeirri viðureign verður ekki lýst hjer. Var að lieyra á Jónasi, að hann teldi þessa „upp- reisn“ kennaranna gegn andlegu myrkravaldi Tímaklíkunnar bera vott um „sorglegt þroskaleysi“ hjá kennarastjettinni. Þetta atvik, sem alt í senn snertir stjórnmál, heilbrigðismál og uppeldismál okkar íslendinga, þarf engra skýringa við. En vafa- laust eru þeir margir, sem erfitt eiga með að átta sig á því, að slíkt andlegt volæði sem hjer kemur í 1 jós, skuli vera hjá æðstu valdsmönnum þjóðar á hinni upp- lýstu 20. öld. Met í hraðflugl. Ameríski flugmaðurinn Hawks, hpfir nm tíma verið í Evrópn að loika sjer að því að setja ný met í hraðflugi milli ýmissa borga. Um miðjan júni tókst honum upp. Þá flang hann að morgni dags frá flughöfninni í Croydon hjá Lnnd- únum rakleitt til Rómaborgar og borðaði þar morgunverð. Svo flaug hann aftur til Lundúna’ og kom þangað fyrir kvöldverðartíma. Frá Lundiinum til Róm var hann 4% klukkustimd og frá Róm til Lund- úna 4 klst. 51 mínútu og er hvort tveggja met I hraðflugi. Fundurinn í Chequers og neyð- arráðstafanirnar í Þýskalandi hafa horið árangur löngn fyr en menn höfðu búist við. Skömmu eftir Chequersfundinn kom Mellon fjár- málaráðherra Bandaríkjanna til Englands. Þar fjekk hann upplýs- ir,gar um, hve alvarlegt ástandið í Þýskalandi var. Mellon símaði strax til Hoovers; skeytið hafði þau áhrif, að Hoover har fram til- lögu um eins árs greiðslufrests á öllum stríðsskuldnm og hernað- arskaðabótum. Tillögur Hoovers eru alment taldar hinn þýðingarmesti heims- viðbnrður síðan að Versalafrið- urinn var saminn. Þær hafa allt í einu skapað nýtt ástand, ger- bieytt fjármála- og stjómmála- hórfum í heiminum og vakið von- ir um betri tíma. Hoover forseti. Heimsófriðurinn hafði m. a. þá afleiðingu að Evrópuþjóðimar biðu efnahagslegan ósigur. Banda- ríkjamenn bnndu enda á forystu þeirra á fjármálasviðinu og kom- ust sjálfir í öndvegissætið. — A stríðsárannm sukku þjóðirnar í Evrópu dýpra og dýpra í botn- lausar skuldir við Bandaríkin. Bandaríkjamenn hafa stöðugt heimtað, að Evrópuþjóðir borgi skuldir sínar. Ar frá ári hefir fátæktin í Evrópu aukist, en Bandaríkin tóku ekkert tillit til þess. — Einangrunarstefnan ihef- ir verið ríkjandi í Bandaríkjun- nm síðan að ófriðnum lauk. Þan neituðu að taka þátt í Þjóðabanda laginu, þótt forseti þeirra. væri stofnandi þess. Og Bandaríkja- menn hafa stöðugt hækkað toll- múrana. Þeir hjeldu að þeir gætu verið sjálfum sjer nógir. En svo kom kreppan mikla í Brndaríkjunum eins og annars staðar. 6—10 miljónir manna í Bandaríkjunum eru atvinnulausir. Utanríkisverslunin hefir stöðugt minkað. í maí 1930 fluttu Banda- ríkjamenn út vörur fyrir 320 miljónir dollars, í maí 1931 fyrir að eins 205 miljónir. Margt hafa Bandaríkjamenn gert. til þess að reyna að draga úr kreppnnni. Bændumir hafa jafnvel brent. hveiti sitt í þeirri von að hveiti- verðið mundi þá hækka. En ekk- ert hefir dngað. Orsök kreppunnar er ekki of mikil framleiðsla, heldur of lít- il kaupgeta. Og stríðsskuldirnar og hernaðarskaðabæturnar er ein aðal ástæðan til þess að kanpget- an er of lítil. Því greiðsla skaða- bótanna og stríðsskuldanna og þar af leiðandi gullstraumur til Amer- íku og Frakklands ihefir minkað kaupgetu Evrópuþjóða, valdið lánstranstsspjöllum og truflað eðlilegan gang viðskiftalífsins. Smátt og smátt hefir Banda- ríkjamönnum skilist þetta. Merk- ur fjármálamaður í Bandaríkjun- um sagði nýlega: „Síðustu 14 ár- iu höfum við varið miljónum doll- ara til þess að endurbæta fram- leiðslutækin og til þess að leggja heimsmarkaðinn undir okkur. En við höfum ekki gætt að því, að þjóðirnar geta ekki keypt nema þær geti borgað. En þjóðirnar geta ekki borgað vörur í gulli, því þær verða að nota gullið til þess að greiða skaðabætur og stríðs- skuldir. Og þær geta ekki borgað í vörum, því að tollmúrarnir lijá okkur eru alt of háir.“ Yaxandi vandræði í Bandaríkj- unum sannfærðu ILoover að lok- um um það, að enginn bati er væntanlegur í Bandaríkjunnm á meðan aðrar þjóðir eru niðri í bylgjudalnum. Og yfirvofandi lirun í Þýskalandi sýndi um leið glögglega a.ð skjót hjálp til Þjóð- verja er nauðsynleg. Þess vegna afrjeð Hoover að rjetta Evrópu- þjóðum hjálparhönd, ekki ein- göngu vegna neyðarinnar í Ev- rópu, heldur meðfram og einkuni vegna kreppunnar í Bandaríkjun- um. Með tillögu Hoovers hefir stjórn Bandaríkjanna loksins við- urkent þann marg endnrtekna sannleika, að hagur einnar þjóðar er kominn nndir afkomu annara; engin þjóð græðir á því að gera aðrar fjelausar. Bandaríkin, hversu voldug og auðug sem þau eru, geta ekki komist hjá því að taka tillit til annara þjóða. — Tillögnr Hoovers tákna þannig stefnubreytingu . gagnvart Ev- rópu. Og ekki er ólíklegt að stefnu breytingin geri með tímanum vart við sig víðar en í skuldamálinu. Þjóðverjar greiða handamönn- um sem stendur 1600 miljónir marka á ári í hemaðarskaðabæt- ur. Þar af er 1000 miljónum var- ið til þess að greiða stríðsskuldir handamanna við Bandaríkin. Þjóð- verjar spara þannig 1600 miljónir, ef tillögur Hoovers nm greiðslu- frest ná fram að ganga. Þjóðverja munar eðlilegá mikið um það. — En eins árs greiðslufrestur er þó langt frá nægilegur. Telja má víst, að alt muni sækja í sama horfið og áður, ef greiðsla skaðabótanna og stríðsskuldanna á að hefjast að nýju að einu ári liðnu. Það er því alment húist við að greiðslufrest- nrinn verði byrjunin að gagn- gerðri endurskoðun á Youngsam- þyktinni og skuldasamningunum, og leiði ef til vill til endurskoð- únar á sjálfum friðarSarrini.ng- unum. Yfirleitt búast menn við að greiðslufresturinn muni styrkja að stöðu Brúningstjórnarinnar í Þýskalandi, verða til þess að henni takist að lcveða niður uppgang öfgaflokanna- og afstýra hrani í Þýskalandi. Það er því ástæða til að ætla, að tillögur Hoovers muni hafa farsæl áhrif á st.jómmála,- ástandið í Evrópu. Þar að anki vænta menn, að greiðslufresturinn verða fyrsta stigið til þess að draga úr heims- kreppunni. Og það er einmitt til- ætlun Hoovers, Till. hans hafa þeg ar valdið verðhækkun á kauphöll- unum. Oangverð verðbrjefa í New York Ihefir á nokkurnm dögnm hækkað samtals um 7000 miljónir dollara. Um leið hefir vebð á mörgum vörum einnig hækkað. T. d. hefir baðmull hækkað í verði um 10—12%, kopar, tin og blý um 20%, sykur 8%, húðir og skinn 8—10%„ gúmmi 7—8%, kaffi og te 10—20%. Mellon fjármlálaráðherra og sonur hans. Allar þjóðir nema Frakkar hafa með gleði fallist á tillögur Hoovers 1 Frakklandi hafa tillögur hans vægast sagt vakið gremju. Frakk- ar ót.t.ast það sem aðrir vona, — nefnilega að greiðslufrestur leiði til endurskoðunar á Versalasamn- ingnnm. Eft.ir langa íhngnn hafa Frakk- ar svarað Hoover og boðist til þess að veit.a Þjóðverjum greiðslu- frest á nokkurum hlut.a skaðabót- anna. A þessu ári eiga Þjóðverjar að greiða Frökkum 838 miljónir marka. Þessi upphæð skiftist í skilyrðislaust ársgjald, 500 milj., og skilyrðishundið ársgjald, 338 miljónir. Samkvæmt Youngsamþyktinni geta Þjóðverjar fengið gjaldfrest á skilyrðisbundna ársgjaldinu, ef þvingandi ástæður era fyrir hendi. Frakkar bjóðast til þess að veita Þjóðverjum gjaldfrest á þessum 338 miljónum, en heimta að Þjóð- verjar greiði skilyrðislausa árs- gjaldið. Þó hjóðast Frakkar til að verja þessu ársgjaldi til þess að veita .bágstöddum þjóðum lán. — Iloover heimtar að Þjóðverjar fái þá alla upphæðina að láni. En það vilja Frakkar ekki. Þeir vilja lána bandamönnum sínum, Rúmen- um og Júgóslöfum að minsta kosti nokkurn hlnta ársgjaldsins. Enn liefir samkomulag ekki náðst nm þetta. En þora Frakkar að láta tillögur Hoovers falla? — Þora þeir að taka á sig ábyrgðina af afleiðingunum 1 Mepn vona í lengstu lög að samkomulag muni nást. Og þá kemst skaðabótamálið inn á nýja og betri braut. En það væri þó rangt að halda, að til- lögur Hoovers ráði bót á erf- iðleikum viðskiftalífsins. Þær eru aðeins fyrsta stigið til efnahags- legra lækningatilrauna, en þó þýð- ingarmikið stig. Þær eru fyrsti vor boðinn eftir vetrarmyrkur krepp- unnar. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.