Morgunblaðið - 11.09.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1931, Blaðsíða 3
MO R G U NBLAÐIÐ 3 f"" iiiiitiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiinuuu| = Ota«I.: H.Í. Árvakur, Rsykjuvlb || Kltatjðrar: Jðn KJnrtncaaoa. Valtýr atcí&naaon. aitatjðrn o( afgralBala: Anaturatrntl I. — BlaU tOO. EE Aualýalneaatjðrl: ■. Hafbarc. H Aueiyalnaaakrlfatofa: ----- Auaturatrntl 17. — Blml 700. ~ Salaaaalmnr: Jðn KJartanaaon nr. 741. Valtýr Stef&naaon nr. 1110. =| B. Hafbere nr. 770. Áakrlf taaJalð: Innanlanda kr. 2.00 & aafnuðl. = tJtanlanda kr. 1.10 & aa&nuöl. = 1 lauÉaaðlu 10 aura alntaklO. 10 aura aaab Laabðk. ~ ÍuuuiiuiiiiiuiiiiiiuiiiuuiiiiiunuiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiuiitiiB ifenglsstuldurinn á Akureyri. Áfengi stolið fyrir um 3000 króimr. Ótrúleg bíræfni. Eins og getið var hjer um í blað- 'inu í fyrradag var stolið aUmiklu ,áferi"i frá útsölu áfengisverslunar- innar á Akureyi’i. Utsölumaður þar -er Jón Stefánsson. Hann hefir sölu búð í gömlu Havsteénsbúð, en geymsla. áfengisbirgðanna er í pakkhúsi, sem stendur norðan við verslunarhúsið’ með frarn hliðar- götunni sem liggur þar til norðurs frá Strandgötunni. Morgunblaðið hefir haft tal af -Jóni Stefánssyni, og sagðist hon- nm svo frá: Jeg gerj ráð fyrir að þarna hafi verið a. m. k. þrír eða f.jórir menn að verki. Þeir bruttist inn í pakk- ■húsið með þeim hætti, að þeir brutu glugga á pakkhúsinu, sem snýr út að hliðargötunni. íbúðarhús •stendur hinum megin við götuna, og logar á götuljósum alla nóttina, svo vel er bjart í götn þessari. -Járngrindur eru fyrir glugga þess- iim, en þjófarnir hafa sveigt járn- slárnar svo mildð til, að hægt var að smokra sjer inn um gluggann. En áfengið báru þeir út um dyr ■sem eru austan á pakkhúsinu og ■snúa, inn í húsagarðinn. Þar er -ekkert Ijós um nætur. Þrjá kassa hafa þjófarnir borið ■óuppslegna út um þessar dyr, og voru 84 flöskur af vini í hverjnm "þeirra. En auk þess hafa þeir sleg- 'áð upp nokkra kassa, og t.ekið úr ’þeim flösknr, svo alls námu þeir á 'burt, með sjer 299 flöskur. And- ■virði þeirra er um 3000 krótíuf. Vafalanst hafa þjófar þeir, sem þarna voru að verki haft bít ein- hvers st.aðar á næstu grösum, til jþess að flytja áfengið í burtu. Má það teljast bíræfni á háu •stigi, ag' brjóta upp liús við b.jarta götu, og flytja bílfarm burt af þýfi rjett h já liíbýlum manna, sem vaknað gátu 'þama í næstu húsum, <og orðið var'ir viÚ umferðina. Margt segir *T. St, að bendi til þess, að þarna hafi verið kunnugir .menn að verki. Lögreglan á Akureyri kveðst, hafa góða von um að hafa upp á ránsmönnum þesstím. 'Dánatífregn. Á ísafirði andaðist nýlega frú Karólína Guðmundsdótt ir, kona Yilhelms Guðmundssonar bankarifara: hún var á þrítugs- al'dri. (FB.). Uppgripa smökkfiskveiði er á •ftaförði um þessar mundir. Öll síld- veiðiskip vestra em hætt veiðum, nema Hávarður fsfirðingtir; hann leggur upp. afla sihn á Sólbakka. (FB.). Kreppan og stjórnin. Sofandi að feigðarósi. i. Þegar fjármálaráðherrann nýi talaði fyrsta sinni úr ráðherrastóli á Alþingi, sagði hann um kreppu þá. sem nú er hjer á skollin, að híin væri stjórnmálamönnum óvið- komandi; liún ætti upptök sín vestur í Ameríku. Allir geta að sjálfsögðu tekið undir það, að heimskreppan sje viðburður, sem íslenskir stjórn- málamenn fái lítið við ráðið. ís- lendingar geta ekkert við því gert, þótt verðfall verði á þeirra afurð- um, eins og öllum öðrum vörum í heiminum. En þó að heimskreppan sje við- burður, sem engin ein þjóð fái við ráðið og síst smáþjóð, sem við íslendingar, verður eigi nm hitt deilt, að þjóðirnar eru misjafnlega við því bútíar að mæta kreppunni og beita ekki allar sömu ráðum t.il hjálpar út úr henni. En ein- initt þegar kemur að þessum at- riðum, eru það stjórnmálamennirn- ir sem alt hvílir á. Sje um það spurt, hvað okkar stjóm og ráðandi þingmeirihluti hafi gert á undanförnum árum til að búa okkur undir kreppuna, verður ekki um deilt, að þar hafi flest illa tekist. Og það hörmung- ar ástand, sem nú ríkir hjá at- viimuvegum okkar á fyrst og fremst rót sína að rekja til ráðs- mensku stjórnarinnar. » II. Lítum fyrst á, sjálfan þjóðarbú- skapinn — afkomu ríkissjóðs. Góðærin undanfarið færðu ríkis- sjóði ógrýnni fjár. Skattþegnar landsins greiddu hvert hinna þriggja góðæra um fimm miljónir króna í ríkissjóð. umfram áætlun fjárlaga. Þetta nemur samtals 15 miljónum króna, sem stjórnin fekk til umráða umfram fjárlaga- áætlun. Ef hjer hefði setið ráðvönd og heilbrigð fjármálastjórn, þá hefði verið auðvelt að skila skuld- lausum ríkissjóði nú í byrjun kreppunnar. En stjórn Afturhaldsins, sem skreytir sig með „framsóknar“ - nafni, fór ekki þannig að. Hún eyddi og sóaði öllum tekjum rík- issjóðs. Og þegar búið var að eyða tekjunum, voru ný lán tekin. í byrjun kreppunnar var því ástand- ið þannig, að góðæristekjurnar íoru alJar horfnar í eyðsluhítina, en ofan á tómum ríkiskassanum lá nýr 15 miljóna króna skulda- baggi. Ríkisskuldirnar, séiU voru um 11 miljónir króna, í árslok 1927, höfðu hækkað á góðærunum npp í nál. 25 miljónir króna. — Vextir höfðu meir eu tvöfaldast., og nú verður ríkissjóður að svara árlega um 2y2 miljón króna í vexti og afborganir af skuldum. m. Kreppan er okkur stjórnmála- mönnnm óviðkomandi, segir stjórnin. í kaflanum lijer á nndan var nokknð lýst ráðsmensku ráðandi stjórnmá.lamanna hjá okknr á rekstri þjóðarbúsins. ' Næst,' 'Tíggur, fyrir að athuga, hvernig umhörfs er hjá atvinnu- vegunum og livað stjórnin og hennar stuðtíingsflokkar hafa gert til að búa þá undir kreppuna. í byrjun góðærisins 1928 hækk- aði stjórnin stórkostlega skattana á landsmönnum. Nam skattahækk- unin um 1 milj. króna á ár. — Skat.taliækkun þessi var til stór- tjóns fyrir atvinnuvegina, sem vit- anlega þurftu að njóta góðærisins til styrktar sjálfum sjer. Þessi gífurlega skattabyrði var látin haldast öll góðærin og enn hvila þessar drápsklyfjar á þjóðinni. Ef emhver tekjuafgangur varð hjá atvinnuvegutíum í góðærunum, fór hann jafnharðan í ríkissjóð- inn og varð þar að eyöslufje í höndum stjórnarinnar. Var engu líkara en að stjórnin teldi það fyrstu skyldu sína á góðærunum, að vera á sífeldu kapplilaupi við atvinnuVegina um vinnukraftinn í landinu. Hfin spenti alt npp og hleypti óeðlilegum vexti í atvinnu- lífið. Þegar ágreiningur varð um kaupgreiðslu hjá einhverri atvinnu grein, var stjórnin óðara þangað komin og bauð ag greiða úr rik- issjóði það sem á milli bar (sbr. verkfallið hjá Eimskip og togara- verkfallið 1929). Þegar svo háspennutímabilið er á enda, vaknar stjórnin við vond- an draum. Alt er upp etið. Ríkis- sjóður þurausinn, en skuldabagg- inn meira en tvöfaldaður. Atvinnu- vegirnir lamaðir af þungum skött- um; þeir neyðast t.il að draga inm seglin vegna sífallandi verðs á afurðunum. Á sama tíma stöðv- ast framkvæmdir ríkissjóðs að mestu, etí við tekur atvinnuleysi, með allri þeirri eymd, sem því fylgir. Þetta er afleiðing hinnar óvitur- legu og háskalegu stefnu stjórnar- innar undanfarið. IV. Þegar svo alt er að fara í kalda kol hjá atvinnuvegum þjóðarinnar, ber stjórnin sjer á brjóst, og seg- ir með spekingssvip: Kreppan er heimsviðburður, sem við stjórn- málamennimir fáum ekkert við ráðið. Og ekki nóg með það, að stjórn- in slengi nú öllum sínum fyrri axarsköftum á lieimskreppuna, lieldur virðist hún vera starblind á hið raunverulega ástand atvinnu' veganna. Er engu líkara en að hún líti svo á, að enn sje, alt í fullum blóma hjá atvinnuvegunum, því að einn ráðherrann segir ný- lega í málgagni stjórnarinnar, að á næsta þingi verði lagðir á nýir skattar til styrktar þeim, sem at- vinnulausir eru. En hvar á að taka þessa nýju skatta, þegar at- vinnuvegirnar ei*u komnir í rústir? Nei; nýir skattar geta ekki bjargað þjóðinni, eins og hag hennar er nxi komið, og það blátt áfram af þeirri einföldu ástæðn, að skáttþoli manna er þegar með öllu of boðið. V. Sú stjórn, sem skilið hefði sinn vitjunartíma núna, hefði áreiðan- lega ekki byrjáð á því, að boða nýjar álögur á þjóðina. Him hefði vissulega byrjað á hmu, að spara eitthvað á rekstri þjóðarbúsins, svo að unt vrði, að lj«tta á skött- unum. sem nú hvíla á atvinnu- vegumun. Og það er ægileg til- liUgsuu, að nú rnitt í kreppunni skuli útgjöld ríkissjóðs vera áætl- uð liærri á fjárlögum étí nokkuru sinni áður. En mikið af þessum gífurlegu útgjöldum stafa frá nýj- um ríkisfyrirtækjum, sem engan arð bei'íf, en er afleiðing hinnar tfiumlausu eyðslu stjómarinnar á góð.ærnnUm. Það er lærdómsríkt, að bera aðgerðir stjórnarinnar hjer hjá okkur saman við aðgerðir Eng- lendinga um þessar mundir. Hjá Engiendmgum hefir setið að völd- um stjórn sósíalista undanfarið; hún var freklega eyðslusöm, en sá Íoks, að alt, var að sigla í strand. Þá snýr hún sjer til andstöðu- flokkanna og biður þá um sam- vinnu, til að rjetta við fjárhag ríkisins. Nefndir eru settar á laggirnar. skipaðar mönnum úr öllum flokkum. Nefndirnar koma með róttækar sparnaðartillögur, sem mjög fara í bág við fyrri stefnu stjórnarinnar. Forsætisráð- lierra Bretá tekur fegins hendi ráðum nefndanna, og biður and- stöðuflokkana að styðja. að fmm- kvæmd tillagnatína. — Þetta er gert; samvinnustjórn allra flokka er mynduð. Forsætisráðherrann kemst fyrir þetta í ónáð hjá sínum flokki, og er helst að sjá, að hann sje þaðan burt rækur. Hann lætur sig þetta engu skifta, því að heill og velferð ríkisins er í veði. En hvernig fer íslenska stjórnin að? Hún er ekki að draga úr út- gjöldunum, þótt að kreppi hjá atvinnuvegunum. Þvert á móti. Gjöldin eru stöðugt aukin, ár frá ári. Hún er ekkj að biðja um samvinnu við andstöðuflokkana. Síðnr en svo. Einn ráðherrann virðist aðeins hafa. eitt hlutverk að vinna í ráðuneytinu og það er: að skrifa óhróður og níð um and- stæðingana. Og þegar atvinnuvegir landsmanna eru að leggjast í rústir vegna, aðgerða og aðgerðaleysis valdhafanna, er boðorðið þetta eina: Nýjar álögur. Bannið í Finnlandi. Álit finskra dómara. Helsingfors, 10. sept. United Press. FB. Fjelag finskra dómara hefir sámþykt ályktun um bannið, og er í henni skorað alvarlega á rík- isstjórnina og þjóðina í heild sinni að gera sj^’ ljóst hver áhrif bannlaganna sjdu, drykkjuskapur og glæpir hafi aukist, enda ólög- legt áfengi fáanlegt fyrirliafnar- lítið, en bannlagaástand hafi eyði- leggjandi áhrif á siðferði og lík- amsþrótt þjóðarinnar, einkum æskulvðsins. Farsóttir og manndauði í Reykja vík. Vikan 23.—29. ágúst. (í svig- um tölur næstu viku á undan). Hálshólga 42 (51), Kvefsótt 62 (44). Kveflungnabólga 10 (6). Iðrakvef 54 (39). Taksótt 1 (3). Rubeolæ 1 (0). Hlaupabóla 0 (1). Muniíbólga 1 (0). Mannslát 2 (8). Landlæknisskrifstofan. Skaftfellitígur fer til Víkur í dag. Fjárhagnr Breta. Snowden lýsir ástandinu fyrir þinginu. Londpn 10. sept. United Press. FB. Ríkisstjórnin kom saman á fnnd í gær til þess að ganga frá frum varpi til viðaukalaga, sem Mr. Snoivden leggur fram í neðri ipál- stofunni í dag, og er búist vvð að ræða lians um það efni stondi yfir { rúma klúkknstund. Er bú- ist við, að hann muni skýra frá því, að líkur sjeu til að núver- ándi tekjuhalli verði 96 jmilj. sterlingspunda í stað 120 sterlings- punda, eins og sagt verið verið. Lottdon, '10. sépt. Uttited Press. FB. Mr. Snowden upplýsti í í’raro- söguræðu sinni í dag, að haííí á ríkisbúskapnum í ár ínvndi fará fram úr 74 miljónum sterlings- punda, en að ári alt að 170 milj, steriingspunda, nema fjárliagsvið- reisnartillögumar næðu fram ganga. Enn fremur tilkynti hann, að stjórnin legði til. að tekjnskatt- urinft yrði aukinn svo að næihi 6 d á Sterlingsþund, að skattur 'á bjó’if tóbaki og bensíni og skemtana- skatturinn yrði aukinn, að laun dómanda, aðalráðherra og þing- manna lækkuðu um 10% og at- vinnuleysisstyrkir um 10%. Mr. Snowden lýsti vfir því, að hætta yrði lántökum fyrir atvmnu- leysissjóði. Mr. Snowden giskaði á, að af sparnaðar- og skattatillögum stjórnarinnar myndi ríkið fá í tekjur 171 mifjótí og 500 þúsund sterlingspnnda næsta ár, og yrðu þá tekjur um fram útgjöld á því ári 1 miljón og 500 þúsund sterlings- pund. Dagbdk. L O. O F. — 11291181/0 — 0. Vfiðrið (Fimtudagskvöld kl. 5): Yfir Vestur-Grænlandi er nú all- stór lægð. sem færist norðaustnr eftir og má búast við að hún vaidi SV-átt og rigningu á Vesturlandii annað kvöld eða á laugardaginn. Veðurútlit í Rvík í dag: Efæg- viðri. 1 ’rkomulaust á laugardag- inn. Útlit fyrir SV-átt og rigningu. Austfirðingur, blað Sjálfstæðis- manna á Austuriandi fæst á afgr. Morgunblaðsins. Ný blöð komin. Áfengisflutningur stjóruarinnar. \ erklýðsf jelögin á Akureyri höfðu samþykt, að hindra flutning áfeng is til Akureyrar. lrar m. a. ákveðið, að afgreiða ekki skip. er hefðn áfengi innan borðs til útsölu Áfeng isverslunarinnar. En ríkisstjórnln vildi ekkj að Akurevri vrði áfeng- islaus og flutti hún því vínið á bíl- um norður, og fóru hjeðan margir bílfarmar af áfengi til útsölunnar á Akureyri. Einn dag l^omu t. d. 7 bilar hláðnir áfengi. Við þessmn brögðum rikisstjórnarinnar gáiu verklýðsfjelögin ekkert gert, Útvarpið í dag-: Kl. 19.30 Veður- fregnir. KI. 20.30 Hljómleikar (Emil Thoroddsen. píanó). Kl. 20.50 Grammóíónliljómleikar. Kl. 21 Veðurspá/Og. frjettir. Kl. 21.25 Lesin npp dagskrá^ 39. útvarps viku. Kl. 21.30 Grammófónbliói.i leikar. Stormur verður seldur á göt.nn- lim í dag. Efni: Ofsóknin gegn veplunarstjeTtinni. Landsreikning-; uri'nn. Vínbruggið í svéitunum. Krækiber o. m. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.