Morgunblaðið - 20.09.1931, Síða 3

Morgunblaðið - 20.09.1931, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 milllIIIIIIIIHIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllilHIIIHIIII S frtgt*í.: H.Í. Árrkknr, K«rkj»T<k ji 1 kltatjðrnr: Jðn Vttltír ðturknaaon 3 ítttatjörn oi afKralðala ▲natnratraatt 1. — ktaa) too == S ttUKt^alncaatJórl: ■. Hafbars 5 S tuKltalncaakrlfatofa Auaturatrntl 17. — •tmj 700 ^ § Tlalaualauur: Jðn KJartanaaon nr. T4t Valtýr Btefánaaon nr. 1110 s B. HafberK nr. 770. S takrlftaKJald: = Innanlanda kr. 1.00 * aánaO' = Dtanlanda kr. I.lð A anánnnt S S * Ianaaaðlu 10 aura atntaktlt 10 aura naan Laabðt = ÍdBimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiuiiiiiis Ný styrjöld? Viðsjár með Kína og Japan. Shanghai 19. sept. United Press. FB. Járnbrautarbrú nálægt Liou- tiokou í Mansjúríu var sprengd í loft upp og leiddi það til þess, að Japanar hafa sent herlið til Mukden. Samkomulagið milli Japana og Kínverja á þessum slóðum hefir verið miður gott að undanförnu, þótt eigi hafi orðið eldur úr annars staðar. Af ar miklar æsingar í Kína og Japan. Ofviðri á Aknreyri. Akureyri, 19. sept. FB. Afspyrnuveður var hjer síð- ari hluta fimtudagsins og föstudagsnóttina og hlutust víða skemdir af. Hjer í bænum fauk þakið af hinu svonefnda Sæmundsenshúsi í fjörunni og barst langar leiðir. Bifreiða- skúr fauk frá Kristneshæli langa vegu og gereyðilagðist. Hey fuku víða, þar sem þau voru enn úti. Kaupglaldssamningi sagt upp. Norðfirði, laugardag. Fjelag atvinnurekenda hjer sam- þykti með samhljóða atkvæðum á fundi í gærkvöldi að segja upp frá næstu áramótum núgilda.ndi kaup- gjaldssamningi við „Verklýðsfje- lag Norðfjarðar“. Um leig var kosin ný nefnd til þess að fjalla um nýja samninga. Atvinnuleysi á Spáni. Madrid 18. sept. United Press. FB. Lýðveldisstjórnin hefir á- kveðið, að innanríkisráðherr- ann og sparnaðarráðherrann fari til Andalusiu, til þess að kynna sjer orsakirnar fyrir erf- iðleikum og atvinnuleysi þar. Þar eru 300.000 menn atvinnu- lausir. Lindbergshjónin komin til Kína. Nanking 19. sept. United Press. FB. Lindbergshjónin lentu hjer kl. 2.35 síðd. (Nankingtími). Dagb.k. I. O. O. F. 3 = 1139218 = Fl. unde. I. O. O. F. Rb. st. 1 Bþ. 809206 y2 — Hf. □ Edda 59319267 fjárhags- □ Listi hjá S. M. og í □ til fimtu- dagskvölds. Veðrið (laugardag kl. 17). Há- þrýstisvæðið yfir Atlantshafinu hefir færst NA-eftir; nær það yfir Bretlandseyjar, Suður-Noreg og norður yfir ísland og austanvert Grænlandshafið. Loftþrýsting er mest um 777 mm. vestan við ír- land. Á S.-Grænlandi 'hefir loftvog fallið ört í dag, og nú er þar kom- in hvöss A-átt. Um vestanvert Atlantshafið mun vera rakin S- átt, sem færist austur á bóginn og nær líklega. hingað á morgun með rigningu. Vindur er nú V-lægur um alt land. Það verður víða bjart og 9—11 st. hiti. Veðurútlit í Rvík sunnud.: Vax- andi SA-átt og rigning þegar líð- ur á daginn. Tíminn þreytist ekki á, að minna lesendur sína á það, að honum hafi ekki tekist enn, að finna. eina einustu átyllu í reikningum bæjarsjóðs Reykjavíkur fyrir staðhæfingu sinni, að bærinn hafi fengið tekjur nokkrar undanfarin ár, umfram áætlun, og eigi því í rjettu lagi að hafa sa.fnað í sjóði. Annars er það að nefna sjóðs- eignir í heimkynnum Tímans, af eðlilegum ástæðum líkt og að nefna snöru í hengds manns 'húsi, síðan alþjóð er það kunnugt orðið, að allar tekjur ríkissjóðs undan- farin góðæri hafa eyðst í sukk og drabb afturhaldsins. Friðun Þingvalla. Nú hefir ver- ið gerð girðing um alt hið frið- lýsta svæði á Þingvöllum. Bm þrjár jarðir innan þeirrar girð- ingaj', Hrauntún, Skógai'kot og Þingvellir, með hjáleigunni Vatns- koti. Á Þingvöllum er nú ekkert bii, en hiiiir ábúendurnir hafa fengið tilkynningu frá ríkisstjórn- inni um það, að þeir megi hafa fje sitt innan girðingarinnar átölu- laust sumarið út, en 1. vetrardag verði það alt að vera. komið burtu úr girðingunni fyrir fult og alt. f skaðabætur fyrir þetta hefir stjórnin heitið Jóhanni hreppstjóra í Skógarkoti 9000 kr. og Halldóri í Hrauntúni 6500 kr., en Símoni í Vatnskoti munu engar skaðabæt- ur hafa. verið boðnar, þar sem hann býr á lijáleigu. Stafakver handa börnum heitir lítil bók, sem kemur út á morgun. Er hún ætluð börnum, sem ern að byrja að læra að stafa., en með nokkuð öðnim hætti en stafrófs- kver, þau sem notuð hafa verið. Er stöfum þar raðað á síður, eftir því sem ætla má að börn glöggvi sig best á þeim og rugli þeim síst saman. Á eftir fara sta.fróf með ýmissum leturgerðum. Skepnu misþyrtmit. Það bar við á Reykjum í Ölfusi, fimtudaginn 10. september síðastliðinn, að tík ein þar frá bænum, kom heim um kvöldið, stungin undir kjálkum og skorin á hausnum, með glóðar- auga og löðrandi í blóði. Likur eru til að þetta sje af ma.nnavöld- um, og sje nokkur, sá, er geti gef- ið upplýsingar um hver valdur muni að þessu ódáðaverki, ætti hann sem fyrst að tilkynna það Dýraverndunarfjelagi íslands í Reykjavík. Sjónarvottur. Leikfimismyndir, 36 að tölu, sýn- ir Jón Þorsteinsson frá Hofstöð- um í búðarglugga E. Jacobsens í dag. Eru þær teknar af stúlkum þeim, sem voru á námskeiði hjá honum í fyrra vetur. Myndirnar voru fyrst settar út í gluggann í gærkvöldi, og fyltist þegar þar fyrir framan af fólki, og stóð hópurinn þar í alt gærkvöldi, til að horfa á. Sumar myndimar eru með eðlilegum litum. Allar mynd- irnar tók Vignir í vor í skóla Jóns, um það er skólanum var lckið. Heybnuii. I fyrradag kviknaði í 500 hestum af heyi í heyhlöðu að Surtsstöðum í Borgarfirði. Brann helmingurinn af lieyinu, og í fjósi, sem var viðbygt, köfnuðu 2 kýr. Nánari fregnir ókomnar. Málverka og Graphik-sýning' Eggerts Guðmundssonar, verður opin í síðasta sinn í dag, í G.T.- liúsinu. Sýningin hefir vakið ó- skifta athygli þeirra er sjeð hafa og ættu menn ekki að láta þetta síðasta tækifæri ónotað til að kynnast verkum þessa efnilega. listamanns, sem nú er á förum til útlanda. Knattspymumót IH. fl. Á sunnu- daginn kepti Fram og Vikingur. Sigraði Víkingur með 2:1. Á föstu- daginn keptj Valur og Víkingur og sigraði Vikingur með 2:0. í dag kl. 2y2 keppa K. R. og Valur. Er þag úrslitaleikur. Knattspymumót II. fl. í dag kl. iy2 keppa Fram og Víkingur. Kl. 2V2 keppa K. R. og Valur, og er það úrslitaleikurinn. Að fyrri kappleiknum verður seldur að- gangur. Kappleikur við Vestmannaeyinga Fyrir nokkrum lrom hingað 2. fl. Vestma.nnaeyinga og eru gestir K. R. meðan þeir dvelja hjer. Á þriðjudaginn keptu þeir við Vík- ing og sigraði Víkingur með 2:1. Á föstudaginn keptu þeir við Val og gerðu þá jafntefli 0:0. í dag kl. 5 keppa þeir við K. R. og verð- ur það áreiðanlega skemtilegur og spennandi leikur og munu Vestm,- eyingar hafa mikinn hug á að sigra. og K. R. þá ekki síður. 2. fl. leikimir eru oft með ánægjuleg- ustu kappleikunum hjer og mun áreiðanlega verða margt á vellin- um í dag að horfa á viðureign K. R og Vestmannaeyinganna. Á þriðjudaginn keppa Vestmannaey- ingar við Fraan. Frá ÚJtvarpinu hefir ekkert frjest beinlínis enn um það, hver drakk undir kirkjuvegg á Þingvöllum um daginn. Ekkert hefir heldur verið sagt þar frá manni, er bar gestum sínum (eða ríkissjóðsins) vín inn í Valhöll í sumar. Gest- irnir gengu frá dreggjum í glös- unum. En vínveitandinn gekk í dreggjarnar og saup þær allar, áð- ur hann færi af staðnum. Væri þetta ekki matur fyrir frjettaþef- ara útvarpsins, ef hann fengi ná- kvæmar fregnir af? Getur hann ekki fengið þær? Hlutavelta Ármanns verður haldin í dag kl. 4 síðd. í K. R. hiisinu. Þar verður fjöldinn allur ágætra og verðmætra drátta. — Hljómsveit P. O. Bemburg spil- ar þar svo ekki mun skorta fjör- uga músík. Fólk ætti að fjölsækja hlutaveltuna. og reyna á heppnina, því að þarna em margir ágætir og verðmætir drættir, eins og sjá má á auglýsingu hjer í blaðinu. Hafa fjelagar Ármanns tekið sig saman tveir, þrír eða fleiri, keypt bestu hlutina og gefið fjelaginu þá. — Sýnir það framúrskarandi áhuga þeirra fyrir því að vinna að heill fjelags síns, og ætti íþróttavinir að virða þann áhuga með því að koma á hlutaveltuna og draga hvem einasta. miða í skyndi. Hjónaband. í gær voru gefin sarnan í hjónaband ungfrú Sjöfn Sigurðardóttir frá Hafnarfirði og Baldvin Einarsson skrifstofumaður hjá Eimskipafjelagi Islands. — Ungu hjónin fóm brúðkaupsferð með Gullfosst til útlanda í gær- kvöldi. Hlutaveltu heldur Sundfjelag Reykjavíkur í da.g klukkan 4y2 í Góðtemplarahúsinu. Margir góð- ig og eigulegir munir eru á hlutaveltu þessari, og ekki skemm- ir það, að þar verða ýmsar fræg- ustu sundmeyjar Reykjavíkur til þess að afhenda mundina. „Afrek“ stjómarinnar. Eitt af ,,afrekum“ stjórnar Aftur- haldsins, sem Tíminn er allt af að guma af, er Þórsfiskurinn svonefndi, þ. e. fiskur, sem varð skipið Þór veiðir og seldur er hjer í bænum og víðar. Segir Tíminn, að þessi Þórsútgerð hafi orðið til að lækka fiskverð- ið. En á hitt minnist blaðið aldrei, að ríkisútgerð þessi er árlega rekin með hundruð þús- unda króna tapi, sem skatt- þegnar landsins verða að greiða. Ef sá er tilgangur stjórnar- blaðsins með bessum heimsku- gu skrifum, að gylla stjórn- ina í augum bænda, sem ekki þekkja málavöxtu, væri einkar auðvelt að leika sama skrípa- leik gagnvart afurðum bænda. Ekki þyrfti annað en að ríkið færi að reka sauðfjárbú og seldi síðan kjötið langt undir framleiðslukostnaði, segjum t. d. á 20 aura pundið. Gæti stjórnin þá á sama hátt hælt sjer af því að hafa lækka kjötverðið stórkostlega (!) Hvað mundu bændur segja við slíku „af- reki?“ Kjötverðið. Stjórn Sláturfje- lags Suðurlands er komin hing- að til bæjarins til að ákveða verð á kjöti í haust. Eigi er blaðinu kunnugt hvaða verð verður hjer á kjöti, en sjálf- sagt verður það allmiklu lægra en í fyrra. Áðalslátrunin mun hefjast um miðja þessa viku og verður þá kjötverðið auglýst. Sjálfum sjer líkur. Niels Dungal dósent er nýkominn heim úr utanför sinni, svo sem skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu. Er ekki ósennilegt að þessi för Dungals verði land- búnaði vorum til mikils gagns. Hann vann í 3 mánuð á hinni heimsfrægu vísindastofn- un, Pasteursstofnuninni í París, og rannsakaði þar bráða- pestina og bar sú rannsókn stór merkan árangur. Notaði hann mýs við rannsóknirnar. Fyrir þetta er Tíminn með háðglósur til Dungals og kallar hann ,,músabana“. Vitanlega snertir þetta ekki Dungal á neinn hátt. En undarlegt er það, ef bændur láta sjer það vel líka, að verið sje sí og æ að bera róg og níð á menn, sem vinna landbúnaði vorum mest gagn. Nýtt embaetti? Tíminn skýr- ir frá því, að Hallgrímur Jónas- son kennari, frambjóðandi Aft- urhaldsins í Vestmannaeyjum við síðustu kosningar, sje flutt- ur hingað til bæjarins og settur kennari við Kennaraskólann.. Ekki hefir heyrst, að nein kenn- arastaða hafi verið laus við benna skóla, nema ef vera skyldi, að Þorkell Jóhannesson hafi nú fengið lausn frá em- bætti. Hann var, sem kunnugt er, settur kennari við Kennara- skólann frá þeim degi, er skól- inn hætti störfum í vor. Er ekk- ert líklegra en að hann fái n frá þeim degi, sem hann byrjar aftur starfsemi nú í haust. Enginn bóndi. Tíminn skýrir frá því, að ,,fróður“ maður hafi bent blaðinu á, að það sje í fyrsta sinn nú, sem allir for- setar Alþingis sje bændur. Síð- an bætir blaðið því við, að þetta sje líka í fyrsta sinn, sem Fram- sóknarflokkurinn sje í hreinum meirihluta á Alþingi. — Hinn ,,fróði“ maður hefði gjarnan ’mátt minna blaðið á annað í Hlátur! Um víöa veröld er hlegiö aö sögum eftir Mark Twain. Lesiö ,7 skopsögur' og hlægiö líka. þessu sambandi og það er hvernig þessi svonefndi „bænda flokkur“ va.ldi menn í ráðherra- stöður. Á meðan flokkurinn hafði ekki hreinan meirihluta á Alþingi hafði hann einn bónda í stjórninni, en hann kastaði bóndanum óðara fyrir borð, þegar hann hafði náð meirihluta á þingi og valdi mann úr Reýkjavíkur-„skríln- um“ í stað bóndans. Var það af umhyggju fyrir bændum og landbúnaði, að þessi ráðstöfun var gerð? 72 ára afmæli á í dag ekkju- frú Guðríður Guðmundsdóttir, Bráðræðisholti 37. Sjómannastofan. Samkoma í kvöld kl. 6. Allir velkomnir. Morgunblaðið er 12 síður í dag og Lesbók. — Auglýsingar kvik- myndahúsanna eru á 4. síðu. Lögjafnaðamefndin dansk-ís- lenska hjelt fyrsta fund sinn í Kaupma.nnahöfn á fimtudaginn, eftir því sem segir í skeyti til sendiherra Dana hjer. Reglulegir fundir nefndarinnar hófust þó ekki fyr en á föstudag. GagnfræSaskólastjórar. Dóms og kirkjumálaráðuneytið hefir skipað Þorstein Þ. Víglundarson, skóla- stjóra gagnfræðaskólans í Vest- mannaeyjum, og sett Lúðvíg Guð- mundsson skólastjóra við gagn- fræðaskólann í ísafirði. Konsúll. Hinn 1. september var Gérard Landry forstjóri í vátrygg- ingarfjelaginu „Baltica.“ í Kaup- mannahöfn, viðurkendur svissnesk- ur aðalkonsúll fyrir Island og Dan- mörk, með aðsetur í Kaupmanna- liöfn. íþróttiimar. í kvöld kl. 8V2 flyt- ur Ben. G. Waage ,forseti l.S.Í. erindi í útvarpinu um nokkura. íþróttaviðburði ársins. Viljum vjer ráða mönnum til þess að hlusta á það erindi, því að þótt ekkert frægðarorð fari enn af íþrótta- mönnum vorum iit um lönd, þá er þeim altaf að fara fram. jafnvel stórkostlega með ári hverju, og sú kemur tíðin að þeir gera garðinn frægan á heimsmótum íþróttanna. Frá Venus barst í gær skeyti um það, að hannhefði komið til Bja.m- ,areyjar á fimtudagskvöld, og að öllum um borð liði vel. Sjómannakveðja. Erum á leið til Englands. Kveðjur. Skipverjar á Braga. 19. sept. (FB). Frá „gleraugnavatni' *. Viðbót birtist í síðasta tbl. Tímans við fregnina frá „gleraugnavatni“. Áður var það tekið fram í því blaði, að af því ritstj. þessa blaðs V. St. kunni ekki að synda, þá muni það hafa verið hann, sem synti í hinni frægu sundlaug þar eystra. Nú hefir Tíminn fengið þá viðbót við söguna, að sundmaður- inn hafi verið Framsóknarmaður, og þykist- blaðið þá gamga út frá því sem gefnu, að vir því svo hafi verið, geti ekki verig um annan mann að ræða en V. Stef. Nú er sagan tvítekin í Tímanum. . Hún héfir ekki orðið sannsögulegri í meðferðinni. En sje eitthvað end- urtekið þar sex sinnum, trúa ,,sveitakarla.rnir“ því öllu, segir Hriflu-Jónas. Hann hefir gert „tilraunir“ með það, ekki síður en með vínið í Borg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.