Morgunblaðið - 20.09.1931, Page 5

Morgunblaðið - 20.09.1931, Page 5
'Sunnudaginii 20. s«pt. 1931. JHorgtmhlaðið 5 nu Ármanns - Hlnfiaveltan verður í haust eins og vant er aðalhlutavelta. ársins. — Hún verður haldin í K. R. húsinu í dag kl. 4. (Hlje milli 7 og 8.) — Þar verða feiknin öll af ágætisdráttum; sem dæminefnum vjer: Besti TinBingnrinn Aðrir rinnlngar: ■ Ferðafónn 110.00 kr. Heil tunna af góðu saltkjöti, 225 pd. Ljósakróna liæstmóðins, 100 kr. virði. Sauðkind Málverk Upphlutsmillur nýjar, afar-vandaðar og fallegar. Nýr legubekkur einn af þessum þjóð- frægu úr Afram. ■ Afpössuð fataefni. ■ Ágœtis reiChestur, ungur og fallegur. Einnig bíltúrar í allar áttir, óhemju mikið af koium og saltfiski, brauðvöru, búsáhöldum og fleiru. Margir tugir númera af nýjum skófatnaði og ýmsum tilbúnum fatnaði. Enn mœtti lengi telja, en sjón er sögu ríkari. Komið í K. R. lnisið í dag, því þar gera menu betri kaup en á nokkurri útsölu. 50 krónnr i peningnm. II Margir sekkir Hveiti. 1 3 flugmiðar Hringflug. Olíutunna. MÍkið af silfur og silfurplettvörum J Divanteppi. | Ármenningar! Reykvíkingar! Komið í K. R. húsið í dag! Freistið gæfunnar, og styrk- ið um leið íþróttastarfsemina í bænum. Allir I K.-R.-húsið á morgun. Hljómsveit P. 0. Bernburg spilar allan tímann. Dráttur 50 aura. Inngangur 50 aura. Virðingarfylst, Glímufjelagið ÁRMANN. Saltlisksverslunln. Fyrirkomulagið undanfarin ár. Eins og kunnugt er, hefir fyr- irkomulag á saltfisksverslun Is- lendinga nú um langt skeið, verið með þeim hætti, að fisk- urinn hefir nærri undantekn- ' ingarlaust verið seldur f. o. b., þ. e. kominn um borð í skip á íslenskri höfn, og greiddur við afhending í útflutningsskip. — Til tryggingar því, að varan væri góð, og eins og um var samið, hafa kaupendur tekið gild vottorð yfirmatsmanna, bæði hvað snertir tegund, vigt flokkun. Þetta fyrirkomulag hefir reynst hið ákjósanlegasta fyrir ísl. framleiðendur, og verð ur að teljast ein aðallyftistöng sjávarútvegsins og höfuð-orsök þess, að framleiðslan hefir auk- ist svo mjög, ár frá ári. Fyrir stöðugt aukna vöruvöndun og örugt mat á fiskinum, samfara heppilegu verslunarfyrirkomu- lagi, hefir þrátt fyrir gífurlega aukna framleiðslu tekist að ryðja ísl. saltfiski rúm í Mið- jarðarhafslöndunum. Sölufyrirkomulagið breytist á s. 1. vetri: Þetta hefir alt gengið að ósk- um, þar til s. 1. ár, að framleiðsl an varð meiri en nokkru sinni áður hjer á landi, en jafnframt varð þá framleiðsla Norðmanna og Færeyingas með allra mesta móti. Við þetta bættist svo slæmt ástand í Suður-Ameríku, sem orsakaði það, að sá markað ur nærri lokaðist síðari hluta ársins sem leið,ten þangað hafa Norðmenn og Englendingar selt mjög mikið af saltfiski á hverju ári. — Allar þessar ástæður urðu þess valdandi, að óvenju-miklar birgðir söfnuðust fyrir í fram- leiðslulöndunum. Þannig voru saltfisksbirgðir hjer á landi um s. 1. áramót meiri en nokkru sinni áður, eða rúmar 20 þús. smálestir. Birgðir í Noregi og Færeyjum voru einnig meiri en áður. — Fiskur sá, sem hjer lá í landinu um s. I. áramót var allur eign framleiðenda. Olli það miklum f járhagslegum þrengingum, að liggja með svo mikinn óseldan fisk, sem fram- leiddur hafði verið fyrir mörg- um mánuðum, eða alt að því einu ári síðan. Framleiðendur margir tóku því það ráð, til þess að reyna að auka útflutninginn, að senda fiskinn í umboðssölu, með því fyrirkomulagi, að um- boðsmenn greiddu nokkurn hluta fyrir fram, eða um leið og fiskurinn var sendur úr landi, upp í áætlað söluverð fiskjar- ins. — All-mikið af framleiðsl- unni 1930, sem ófarin var um s. 1. áramót, var þannig seld í umboðssölu, en vegna þess, hvað birgðirnar voru miklar, varð markaðurinn yfirfullur af fyrra árs fiski fram í júnímánuð síðast liðinn. Sala framleiðslunnar 1931. Vegna mikilla birgða af göml um fiski, varð þegar vart við crðugleika með sölu á nýju framleiðslunni. Útlitið var þó að ýmsu leyti bjartara en árið áð- ur. — Veiði var að vísu engu minni hjer á landi en hún hafði verið árið á undan, en í Noregi hafði verið saltað um helmingi minna af fiski, en árið 1930. Veiði Færeyinga va* taiin með svipuðu móti. — Það sem, samfara miklum birgðum af fyrra árs fiski, einkum orsakaði erfiðleika í fiskversluninni, var hið óstöðuga gengi spönsku myntarinnar. Þessir örðugleikar bentu til þess, að hjer væri yfiryofandi hætta á ferðum í fiskverslun- inni, ef ekki væri fyrir hendi meira samstarf hjer innanlands um fiskverslunina en áður. — Fisksölusamlagið í. Reykjavík hófst handa um það á sl. vori, að reyna að koma á víðtækari samtökum hjer sunnanlands með fiskframleiðendum, en ver- io hafði áður, um sölu fiskjar- ins. — Jafnframt beitti samlag- ið sjer fyrir því, að samtök væru um það um land alt, að láta eng an fisk af þessa árs framleiðslu í umboðssölu. — Hafði samlag- ið einnig samband við fisksölu- fjelag Færeyinga í því skyni að fyrirbyggja umboðssölu það- an á fiski. — Það kom þó brátt í ljós, að erfitt var að selja nokkuð sem hjet af fi&ki í fast- an reikning, þ. e. fyrir ákveðið verð f. o. b., og útflutningur var fremur lítill á nýjum fiski fram að ágústmánuði. Þó sendu einstök firmu nokkuð af nýjum fiski fram að þessum tíma, en það upplýstist ekki fyr en síð- ar, að all-mikið af þeim fiski fór í umboðssölu, og var þar með fengin full skýring á því, hversu erfitt það reyndist að selja fisk í fastan reikning" nefnt tímabil. Þegar eftir að það varð upp- lýst, að all-mikið af nýjum fiski hafði verið sent í umboðssölu, var mönnum það ljóst, að hjer var hreinn voði á ferðum. Var þá enn reynt af hálfu Fisksölu- samlagsins í Reykjavík að gera tilraun til þess að sameina fisk- eigendur við Faxaflóa og í Vest- mannaeyjum til þess að mynda með sjer samtök um fisksöluna. — Eftir nokkra tilraun í þessa átt, var það bersýnilegt að ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.