Morgunblaðið - 23.09.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1931, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ J* spaðkjötið gengur fyrst út, af þ. að það E R best Spyrjið þá, er reynt hafa og pantið í tíma. Selskinn. Kaupum fyrsta flokks selskinn. Fjárhags- ráðstafanir samvinnustjórnarinnar ensku. Hillafiarðarrjettir eru í dag. Ferðir allan daginn frá STEINDÓRI. 2 krónur sætið. í Landrjettir á morgun. Námskeið í mótorfræði verður haldið einhvers staðar við Faxaflóa á þessu hausti, ef nægileg þátttaka' fæst. Þeir, sem óska að komast á námskeið þetta, eru beðnir að tdkynna skrifstofu vorri það hið fyrsta. Reykjavík, 22. sept. 1931. Fiskifjelag íslands. Pappfrspokar. Allar stærðir fyrirliggjandi. Verðið mjög lágt. Eggeri Kristjánssoe & Co. Símar: 1317, 1400 og 1413. Frá 1. oktöber n.k. eru 3 skrifstofuherbergi til leigu í Austurstræti 3 (inngangur frá Veltusundi) til sýnis kl. 2—3. Enska þingið var sett þ. 8. þ. m Sjaldan hafa menn fylgt gerðum ,enska þingsins með jafnmikilli at- hygli og nú. Yfirstandandi þing, „Kreppuþingið“, var kvatt saman vegna. fjárhagsvandræðanna. Og enska stjórnin liefir gert víðtækar ráðstafanir, til þess að jafna tekju- halla ríkisins og afstýra 'fjárhags- legu hruni í Englandi. Verkamenn veittust að stjórn- inni strax eftir þingsetningu. — Henderson lýsti yfir því, að verka- menn geti eltki fallist á, að at- vinnuleysisstyrkirnir verði lækk- aðir eða kjör verkamanna yfirleitt verði rýrð. Stjórnin bað strax í þingbyrjun um traustsyfirlýsingu, og var hún samþykt með 309 at- kvæðum gegn 250. íhaldsmenn, frjálslyndir og 12 þingmenn úr verkama.nnaflokknum studdu stjórnina. Dilkaslátur fást nú daglega, og verða send heim til kaupenda, ef tekin eru 3 eða fleiri í senn. Enn fremur svið, sviðin og ósviðin, mör, ristlar, lifur og hjörtu. Dragið ekki að senda oss pantanir yðar, því oft er ómögulegt að fullnægja eftirspurninni, þegar líður á slát- urtíðina. Verðið mikið lækkað frá því sem var síðast liðið ár. Slðturlielag Suðurlands. Sími 249 (3 línur). I landrlettlr og Skeliariettlr verður farið á fimtudaginn frá Bifreiðastðð Kristins & Gannars- Símar 847 og 1214. Hinn 10. þ. m. lagði Snowden ýjármálaráðherra fjárhagstillögur stjórnarinnar fyrir þingið. Var dauðaþögn í hinum troðfulla þing- sal, þegar „járnkanslarinn*‘ Snow- den, fölur og alva.rlegur tók til máls. Tekjur ríkisinsi á yfirstandandi fjárhagsári verða 46 milj. pundum lægri og útgjöldin 25 miljónum liærri en áætlað var. Tekjuhalli á þessu ári verður því rúmlega 70 miljónir punda, og Snowden býst við ag tekjuhallinii á næstkomandi fjárhagsári muni verða 170 milj. punda eða. 50 miljónum meira en sparnaðarnefndin (May-nefndin) gerði ráð fyrir. Stjórnin ætlast til að hjer um bil helmingur tekjuhallans verði jafn- aður með skattahækkun, hinn helm ingurinn með sparnaði. Ymsir ó- beinir skattar verða. Iiækkaðir, einkum bensín, sykur- og tóbaks- tollur. Er áætlað að hækkun ó- beinna skatta gefi af sjer 24 milj. punda á ári. Ennfremur verða tekjuskattar hækkaðir um 6 pence af hverju pundi. Framvegis eiga Englendingar að greiða 5 shillings af hverju pundj í skatt eða 25% af tekjum sínum. Þar að auki verð- ui svokallaður „super tox“ auka- skattur á háum tekjum, hækkaður um 10%. Hækkun tekjuskattanna á að gefa af sjer 57.5 miljónir punda. Aukning óbeinna skatta og tekjuskatta nemur þannig 81.5 miljónum punda. Utgjöld ríkisins verða lækkuð. Atvinnuleysisstyrkir verða lækk- aðir um 10% og laun embættis- manna um 10—20%. Af öðrum sparnaðarráðstöfunum má nefna.: kenslumálagjöld verða lækkuð um 10 miljónir, flotamálaútgjöld um 5 miljónir. Útgjaldalækkunin nem- ur alls 70 miljónum punda. Loks verða afborganir á ríkisskuldum lækkaðar um 20 miljónir. Þannig ætti að verða iy2 miljónar tekju- afgangur á næsta fjárhagsári. Fjárhagstillögur Snowdens tala sínu eigin máli um fjárhagsvand- ræðin í Englandi. Og þær eru ljós vottur um einbeittan vilja til þess að bjarga gjaldeyri Englendinga úr voða. Enginn getur neitað því, að þungar byrðar verða lagðar á eiga að bera byrðarnar. Það er því fjarstæða, þega.r verkamenn segja að stjórnin „fjefletti fátæklingana, til þess að hlífa hinum ríku.“ Mae Donald hefir krafist þess, að stjórnin fái í bili einræðisvald í fjármálunum. Hann hefir lagt fyrir þingið lagafrumvarp þess efnis, að stjórninni verði heimilað að framkvæma fjárhagsáform sín með stjórnartilskipunum (orders in eouncil). Allar líkur eru til að stjórnin fái þessa heimild. Mac Donald segir, að fjárhagsvandræð- in hafi knúið stjórnina til þess að grípa til þessara úrræða. Sparnað- artillögur stjórnarinnar verði að ganga í gildi í þessum mánuði. En það myndi taka marga mánuði, ef þingið ætti að samþykkja tillögur stjórnarinnar í venjulegu laga- formi, einkum þar sem búast- megi við málþófi af hálfu verka.manna. Enska stjórnin hefir áður fengið heimildir til þess að gefa út stjórn- artilskipanir án íhlutunar þingsins, þegar landið liefir verið í alvar- legri hættu, t. d. á stríðsárunum. Verkamenn tala nú um „fasc- isma“ af hálfu samvinnustjóm- arinnar, en það nær engri átt. - Núverandj valdhafar í Englandi eru eindregnir fylgismenn þing- ræðisins. Enska stjórnin fær að vísu takmarkað einræðisvald, en að eins um stundaorsakir, út úr neyð og með samþykki meirihluta þings- ins. Og þingið getur lýst vantrausti á stjórninni og felt hana, hvenær sem það óskar þess. En eðlilega vekur það eftirtekt, að stjórnin í Englandi, móðurlandi þinræðisins, neyðist til að víkja frá venjulegri þingræðisleið, þótt ekki sje nema í bili. Ef til -vil I er það na.uðsynlegt, eins og nú er ástatt, en þó engan veginn hættu- laust. Verkamannaforinginn Cly- nes sagði t. d. nýlega í neðri mál- stofunni að samvinnustjórnin sje að löghelga óþingræðislega stjórn- arhætti; það geti því faríð svo að næstu verkamannastjórn finnist það vera auðveldara að fara ein- ræðisleiðina en þingræðisleiðina, til þess a.ö framkvæma þjóðnýtíngu í Englandi. Öll líkindi eru til þess, að sam- vinnustjórninni takist að jafna tckjuhallann á fjárlögunum. —- En mikið vantar á, að ráðin sje bót á fjárhagsvandræðunum í Eng- landi, þótt tekjuhalli ríkisins verði jafnaður. Orsakir vantraustsins á Englendingum og „flóttans frá pundinu“ eru aðallega tvær. I fyrsta lagi tekjuhalli ríkisins, í öðru lagi óhagstæður viðskifta- jöfnuður. A fyrstu 8 mánuðum á þessu ári, fluttu Englendingar inn vörur fyrir 553 miljónir punda, en vöruútflutningur þeirra nam að eins 262 miljónum punda. Ensku stjórninni er ljóst, að Englending- ar verða að lagfæra viðskiftajöfn- nðinn. Án þess verður ekki ráðin varanleg bót á fjárhagsvandræð- unum. Enskir stjórnmálamenn af öllum flokkum hallast nú meira og meira á þá skoðun, að vemdartollar sjeu nauðsynlegir í Englandi, til þess að lagfæra viðskiftajöfnuðinn. — Churcliill fullyrðir, að % allra enskra þingmanna sjeu fylgjandi tollvernd. En þó er ekki búist við að verndartollar verði lögleiddir ensku þjóðina. En allar stjettir í Englandi fyr en eftir þingkosn- nostads-fiaglar eru veiðnastir. Gamli maðurinn veit hvað hann syngur. — Hann notar eingöngu MDSTADS öngla. Aðalumboð: 0. Reykjavík. Látið vinna fyrir yður. Ekkert erfiði, aðeins gleði og ánægja. Alt verður svo hreint og spegilfagurt. H.f. Efnagerð Reykjavíknr Það er verið að taka upp: Ullartauskjóla. Vetrarkápur. Danskjóla. Branns- Verslnn. Hmerfkst skrifborð sem nýtt (minni stærðin) með renniloki, 5 skiiffum og skáp til sölu. Upplýsingai' í síma 702. ingar. Sem stendur er talið lík- legt að þingið verði rofið í byrjun október. Kosningar fari svo fram eins fljótt og unt er. Og þá má búast við að tollverndarstefnan yerði ofan á í móðurlandi verslun- arfrelsisins. Khöfn í sept. 1931.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.