Morgunblaðið - 30.09.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.1931, Blaðsíða 3
M O R GUNBLAÐIÐ 8 smimiiiiiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirmiiiiiiuiiiiiiiiii^ = JHorgtmHaMú c= ss Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. ! = Ritstjórar: Jón Kjartansson. = Valtýr Stefánsson. ■== Ritstjórn og af&reiðsla: s Austurstræti 8. — Sími 500. = = Auglýsingastjóri: E. Hafberg. = = Auglýsingaskrifstofa: EE — Austurstræti 17. — Sími 700. = = Heimasímar: =. = Jón Kjartansson nr. 742. = = Valtýr Stefánsson nr. 1220. = = E. Hafberg nr. 770. = = Áskriftagjald: = = Innanlands kr. 2.00 á mánuði. = fjj Utanlands kr. 2.50 á mánuTSi. = -= í lausasölu 10 aura eintakið. = .= 20 aura með Lesbók. = I 'llllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllilllllllllilllllllllllHlin: íslenska krónan. Sennilega verður gengi hennar ákveðið í dag. Deginum í gær lauk þannig, sð engin breyting varð á því ástandi, sem hjer skapaðist í banka- og peningamálum við fall sterlingspundsins. Bankarn- ir skráðu ekkert gengi og heild- .söluverslanir voru lokaðar. Eftir síðustu erlendu fregnum að dæma, virðist svo sem meiri kyrð sje að komast á aftur í peningamálunum. Hinar stóru gengissveiflur eru að hverfa, ■og jafnvægi smámsaman að skapast. Norðurlönd virtust í fyrstu setla sjer, að halda gjaldeyri sín- um í gullverði hverju sem taut- aði. En sá góði ásetningur þeirra stóð ekki lengi, því nú hafa öll Norðurlönd horfið frá gullinn- lausn seðlanna, og gjaldeyrir þeirra er fallinn með sterlings- pundinu. Danska og norska krónan fylgja svo að segja al- veg sterlingspundinu, en sænska krónan er ofurlítið hærri enn- þá. Þessir atburðir tala all skýru máli um forlög íslensku krón- . unnar, þótt ekki hafi enn verið ákveðið gengi hennar opinber- lega. En hvenær hefst skrásetning ihjer? Eftir því sem Morgunbl. hler- aði í gær, mun sennilega endan- leg ákvörðun verða tekin í þessu ■efni í dag, og gengisskráning hefjast aftur á morgun. Miillersskóli Jóns Þorsteinsson- ar frá Hofstöðum, tekur til starfa 1. okt. Hann verður eins og að undanförnu í húsi Jóns Þorláks- sonar í Austurstræti. Þar verða mörg námskeið í leikfimi í vetur, •en hjer skal aðeins minst á nám- ■skeiðið fyrir börn, innan skóla- skyldualdurs, sem stendur í þrjá mánuði. Það er öllum líkamstamn- ingarmönnum vitanlegt ,að best er, að börn æfi fimleika sem allra yngst, og byrji á því löngu áður en þau eiga að læra að stafa og skrifa. Börnin þurfa bví að byrja á leik- fimi áður en þau koma í skóla, og geta notið fimleikakenslu þar. — Þetta hlutverk hefir Miillersskól- inn valið sjer og kenslugjald er1 svo lágt, að allir ætti að hafa efni á því að senda börn sín á námskeið hans. Og þeim litla tilkostnaði er vel varið, því að börnin verða því færari í lífsbaráttunni er þau byrja fyr á líkamsæfingum. Kvennaskólinn verður settur á morgun (1. okt.) kl. 2. Oullflótti fró flmeríku til Evrópu. Únrals íæði Laval og Briand koranir heim aftur. Berlin, 29. sept. United Press. FB. Laval og Briand eru komnir aft- ur úr Þýskalandsförinni. — Brun- ing, Curtius og nokkrir menn aðrir fylgdu þeim á stöðina, til þess að ltveðja þá. Danir hverfa frá gullinn- lausn. Khöfn, 29. sept. United Press. FB. Að afloknum fundi ráðuneytis- ins og bankastjómar Þjóðbankans, var ákveðið að leggja fyrir þingið í dag frumvarp til laga um afnám gullinnlausnar. (Tilk. frá sendiherra Dana). 29. sept. Eftir langar ráðagei'ðir dönsku stjórnarinnar, foringja flokkanna og bankastjóra Þjóðbankans í gær, gaf Stauning forsætisráðherra blöðunum þær upplýsingar um mið- nætti, að úr því að Svíar og Norð- menn hefði hætt gullinnlausn, væri það augljóst að Danir gæti ekki haldið áfram á þeirri braut, er þeir hefðu hugsað sjer, og þess vegna hefði verið ákveðið að leysa Þjóðbankann undan gullinnlausn- arskyldu, eftir beiðni hans. A morgunfundum í dag hafa þjóðþingið og landþingið samþykt framvarp frá stjórninni er fer í þá átt, að henni er gefin heimild til þess að leysa Þjóðbankann frá gullinnlausnarskyldu og kaupum á gulli fram til nóvemberloka. Verslunarmálaráðherra er falið að hafa eftirlit með sölu bankans af erlendri mynt. Auk þess hefir ríkisþingið skipað Gengisnefnd ráðherranum til aðstoðar. Verði einhver liagnaður af því að gullinnlausn er hætt, rennur hann í ríkissjóð. Raðstafanir Norðmanna. London, 29. sept. United Press. FB. F. B. — Símskeyti frá utan- ríkismálaskrifstofunni í Osló til norsku aðalræðismanns-skrif- stofunnar í Reykjavík, dags. í Osló 28. sept. 1931: Norska stjórnin hefir ákveð- ið að upphefja skyldu Noregs- banka til gullinnlausnar og lagt bann við útflutningi á gulli. — Rygg, forstjóri Noregsbanka, lætur svo um mælt, að undan- farna viku hafi eftir atvikum verið kyrlátt í viðskiftamálum Noregs, en horfur orðið ískyggi- legri eftir því sem á leið. Stjórn Noregsbanka leit svo á, að hrun hins breska gjaldeyris gerði að- stöðu vora óhafandi til lengd- ar, og þess vegna höfum vjer þegar ákveðið afstöðu vora. Vjer höfum heldur kosið jað eiga frumkvæðið en að láta afstöðu vora ákvarðast af rás örðug- leikanna. Vjer höfum einnig tekið þessa ákvörðun að yfir- lögðu ráði í samræmi við önn- ur lönd, en vjer höfum ekki vilj- að taka þessa ákvörðun án þess að sýna með hinum hækkuðu forvöxtum, sem þegar eru í gildi gengnir, að það eru utan- aðkomandi, óviðráðanleg öfl, sem hafa neytt oss til þess. Vjer munum reyna að takmarka tjónið af þeásu sem mest má verða. Vjer höfum viljað láta það koma í ljós, að tilraunir vorar miða að því, að halda uppi kaupgildi krónu vorrar innan- lands, svo sem framast má verða, og að koma í veg fyrir f j árhagsvandræði. Skrásetning á sterlingspundi í New York. London 29. sept. United Press. FB. Sterlingspund seldust í New York í dag í lok viðskiftatíma fyrir $ 3.83 og $ 3.87. Salan var dræm. Gullflótti. New York, 29. sept. United Press. FB. Guarantee Trust Co. í New York sendi í dag 7 miljón doll- ara virði í gulli til Frakklands og 5 miljón dollara virði í gulli til Sviss, með skipinu „Aquitania“. Síðan á föstudag hafa verið sendar 22 milj. 450 þús. dollara í gulli frá New York og hefir mestur hluti þess farið til Frakklands. —-——■— Dl|UL Veðri© í gær: Milli Vestfjarða og Grænlands er lægð, sem veldur SV-kalda og 9—12 stiga hita hjer á landi. Austanlands er þurt veður en skúrir í öðrum landshlutum. t Seoresbysundi og Mygbugten er N-átt með snjókomu og 3—4 st. frosti. Er útlit fyrir, að vindur verði N-lægur hjer á landi á morg- un og kólni töluvert í veðri. Má jafnvel búast við slyddu eða snjó- komu nyrðra á morgun. Veðurátlit í Reykjavík í dag: NV-kaldi. Smáskúrir en bjart á milli. Kaldara. Tónlistaskólinn tilkynnir: Nýir Pianonemendur mæti í Hljómskál- anum kl. 8V2 í kvöld, en eldri nem- endur kl. 9. Nýir fiðlunemendur mæti fimtudag kl. S1/^, en eldri kl. 9 á sama stað. Skólastjórinn. fsfisksala. Otur seldi afla sinn í Englandi á mánudaginn fyrir 908 sterlingspund, og Max Pemberton fyrir 720 stpd. Sviði mun hafa selt afla sinn í gær, en frjett um það var ókomin í gærkvöldi. Sindri selur annað hvort í dag, eða hefir selt í gær. Morg-unblaðið. Þeir áskrifendur þess lijer í bænum, sem bústaða- skifti hafa núna um mánaðamótin, era beðnir að tilkynna afgreiðsl- unni það hið allra fyrsta, svo að vanskil á útsendingu blaðsins verði sem allra minst vegna flutning- anna. Strandferðaskipin. Esja var á Akureyri í gær. Súðin fór hjeðan í gærkvöldi austur um land. Sjötug verður í dag Sigríður Jónsdóttir frá Varmadal á Rang- árvöllum, á nú heima á Hverfis- götu 83. Brúarfoss fór vestur og norður um land í gær. Meðal farþega vora Ólafur Jóhannsson, Onúlfur Valdi- marsson, kaupm., Guðbjörg Thor- oddsen, Ágúst KristjánsSon, Har- aldur Jónsson, Tngimundur Jó- hannsson, Katrin Ólafsdóttir. Jó- hanna Áraadóttir, Guðrán Jóns- dóttir, Gyða Friðriksdóttir. TJlf- hildur Kristjánsdóttir, Þóra Hjálm- arsdótfir, Hlöðver Sigurðsson, Þor- gerður Jónsdóttir. Aldarfjórðungur var liðinn í gær sel jeg undirrituð í Miðstræti 3 A. Efnavali og meðferð haga jeg að mestu leyti samkvæmt kenningum dr. Bjargar C. Þorlákson í bók hennar, ,+Mataræði 0g þjóðþrif.“ Helga Marteinsdóttir. frá því að Landssími íslands tók til starfa. Hann var opnaður til al- menningsnota 29. sept. 1906. Á 20 ára afmæli Landssímans, 1926, flutti Morgunblaðið ítarlega grein um hann, og önnur grein birtist í Alþingishátíðarblaði Morguublaðs- ins í fyrra. Eru þar margar og margvíslegar upplýsingar um þessa merkilegu stofnun og hvernig hvín hefir blómgvast. ísak Jónsson biður böm þau, er ætla að sækja skóla hans í vetur að mæta í Nýja barnaskólanum fimtudaginn 1. okt., drengi kl. 9 og stúlkur kl. 1. Verða börnin þá prófuð, vegin og mæld. Til Rússlands fer 10 eða 11 manna nefnd verkamanna og verkakvenna með „Goðafossi“, eftir því sem Alþýðublaðið segir í gær. Hafa verklýðsfjelögin rúss- nesku boðið þeim, og verða þau gestir bolsa á meðan þau dvelja í Rússlandi. Segir blaðið ennfrem- ur, að álitlegri fjárhæð hafi verið safnað á vinnustöðvum víðsvegar um ísland í sumar, til þess að greiða ferðakostnað þessarar nefnd- ar austur til Rússlands og þaðan heim aftur til íslands. Virðist svo, sem Alþýðublaðið vilji greiða fyrir því, að þessi för mætti takast, og er það að vonum þar sem bolsar eru guðir í augum ritstjórans og rússneskt þjóðskipulag guðdóm- legt. Sjest best á því hve mikil einlægni fylgir, þegar hann er að skamma Emar Olgeirsson og kom- múnista, því ag för þessi er ger að undirlagi Einars og í henni taka ekki aðrir þátt en hreintráaðir kommúnistar. íþróttafjelag Reykjavíkur held- ur skemtifund í fimleikahúsi fje- lagsins við Túngötu, í dag kl. 9 síðd. Allir, sem aðstoðuðu við hluta veltuna era boðnir. Dans. Bemburg spilar. Fjelagar beðnir að fjöl- menna. Silfurbrúðkaup eiga í dag Anna og Bergur Einarsson, Vatnsstíg 7. Og á þessu hausti eru 25 ár síðan Bergur byrjaði á sútunarstarfsemi hjer í bæ. Guðjón Einarsson, prentari, Laugaveg 59, er 65 ára í dag. Hann hefir alig allan sinn aldur hjer, og er góður og gegn borgari. Laugavatnið. Ben. Gröndal hefir gert tillögur um nýtingu heita vatnsins úr laugunum, og hafði veganefnd tillöguraar til athugun- ar á fundi 28. þ. m. Telur nefndin sjálfsagt, að vatnið verði nýtt í hverfinu milli Barónsstígs, Freyju- götu, Njarðargötu og Laufásvegar og fól bæjarverkfræðingi að at- huga möguleikana til þess. Stundakennarar. Þessir kennarar hafa verið ráðnir til stundakenslu við barnaskólana hjer í vetur; Ólöf Gunnarsson, Vignir Andrjesson, Svanhildur Jóhannsdóttir, Hólm- fríður Jónsdóttir, Gísli Sigurðsson, Sigríður Pjetursdóttir og Sigríður Magnúsdóttír. Vinnuskóli í. Grænuborg. Stein- grímur Arason hefi-r sent bæjar- stjóra erindi um vinnuskóla í Grænuborg. Hefir st.jóra Barnavina fjelagsins Sumargjöf boðið hús- næðið í vetur fyrir 150 krónur á mánuði. Meiri hluti skólanefndar1 leggur til að húsnæðið verði leigt og skóli verði þar hafður í vetur Mnstads-önglar eru veiðnastir. Gamli maðurinn veit hvað hann syngur. — Hann notar eingöngu MUSTADS öngla. Aðalumboð: 0. lohnson & Haaber. Reykjavík. Barnalakkskór randsaumaðir, með öklabandi, ristar- bandi og reimaðir. Skóbúð Reykjavíkur. Aðalstræti. fer í kvöld kl. 8 til Leith (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag fyrir klukkan 3. Tilkynningar um vörur komi fyrst. C. Zimsen. Karlmanna- * skóhlífar eru bestar. Höfum einnig ódýrari tegundir. Verð frá 3.50. Hvannbergsbræðnr. E Ailt með Islensknm skipnm!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.