Morgunblaðið - 17.10.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 9 1 = Crtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. M 'M Ritstjörar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjörn og afgreiBsla: S Austurstræti 8. — Slmi 600. ^ c Auglýsingastjöri: E. Hafberg. ':g Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 700. = 'P Heimasimar: = Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. =| E. Hafberg nr. 770. E Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuOi. ^ Utanlands kr. 2.50 á mánuOl. = = í lausasölu 10 aura elntaklö. = 20 aura meC Hesbök. = ÍÍ'llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimilllllllÍ Embcettaueitingar Og skoðanaskifti. 1. Stjórnin veitti Bergi Jóns- ,syni Barðastrandarsýslu fyrir fám árum. Hann var Jafnaðar- maður á meðan hann var hjer í bænum. Nú er hann kominn í stjórn- arflokkinn og er þingmaður hans. 2. Stjórnin gerði Steingrím Steinþórsson að skólastjóra á Hólum og forstjóra búrekstrar ríkisins þar. Þegar hann var kennari á Hvanneyri var hann rammur Jafnaðarmaður. Nú er hann kominri í stjórn- arflokkinn og er þingmaður hans. 3. Stjórnin gerði Sveinbjörn Högnason að skólastjóra í Hafnarfirði og leit á tímabili út fyrir, að hann ætti að hafa tvö embætti, skólastjóraembætt ið og prestsembættið á Breiða- bólstað. Hann var fyrst komm- únisti og síðar Jafnaðarmaður. Nú er hann kominn í stjórn- arflokkinn og orðinn þingmað- ur hans. 4. Stjórnin veitti Jóni Stein- grímssyni Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, án þess að embættið væri auglýst laust. Þegar hann víar á Akureyri var hann mjög ákveðinn Jafn- aðarmaður. Nú er hann kominn í stjórn- .arflokkinn og studdi hann við síðustu kosningar. Stjórnin veitti Pálma TTannessyni rektorsembættið við Mentaskólann hjer. Hann var Kommúnisti og rússneskur mjög í anda. Nú er hann kominn í stjórn- .arflokkinn. Án efa mætti nefna fleiri, :sem svipað er ástatt um; en undir þessa, sem hjer eru nefndir, hiliir einna mest. Þetta sýnir, að það er talsvert strand högg, sem stjórnin hefir gert hjá Jafnaðarmönnum. Það er rjett eins og makaskifti hafi verið á embættum og sannfær- ingu. En því trúir þó væntan- fega enginn. Og svo er nú sjálfur forseti Alþýðusambands Islands, bankastjóri og alþingismaður Jón Baldvinsson. Hann sýnist hálfur í stjórnarflokknum, ef <læma má eftir hjálpinni, sem hann veitti á síðasta þingi til að klína nafninu á samþykt landsreikningsins og fjárauka- laganna. Þá er nú nýi landlæknirinn, Vilmundur Jónsson, alþingis- maður og Jafnaðarmaður. Hvað skyldi verða um hann? Víst er það, að vel gekk hann fram í að sætta stjórnarflokkinn og sína flokksmenn á síðasta þingi. En hann hefir kannske verið svona sáttfús þá af því að ,,með göngutíminn“ stóð yfir. Enginn þarf að ímynda sjer, að menn hafi í raun og veru skoðanaskifti, þótt þeir fái em bætti, nje þótt þeir fari flokk úr flokki. Hún er orðinn tals- vert öflug, jafnaðarmannadeild stjórnarflokksins. Hún hafði það í gegn í sumar, að ráðá hver yrði dómsmálaráðherra og auðvitað valdi hún mann af sínu sauðahúsi. En Jón í Stóra- dal og aðrar „bændalyddur“ urðu að láta í minni pokann. Deila lapana ogKínuerja Genf, 16. okt. Tlnited Press PB. Framkvæmaráðið hefir samþykt með 13 at.kvæðum gegn 1 að bjóða Bandaríkjunum að taka þátt í störfum ráðsins. Yoshizawa greiddi atkvæði á móti tillögunni. Tokio 16. okt. Káðuneytisfundur var haldinn í t.ilefni af því, sem gerst hefir í Genf í sambandi við Mansjúríudeil- una. Fulltriii ríkisstjórnarinnar hefir skýrt frá því, að Japan hafi alls ekki í huga að segja Kín- verjum stríð á liendur og ef Kína segi -Tapan stríð á hendur rnuni Japan hafa slíka stríðyfirlýsingu að engu. Ennfremur sagði fulltrú- inn: „Ef Japan gengur úr banda- laginu, sem fyrir gæti komið vegna framkomu i'áðs bandalagsins, þá gæti svo farið, þótt jeg vilji ekk- ert um íþað fullyrða, að afleiðing- arnar reyndist mjög alvarlegar.“ Genf. 16. okt. United Press. FB. Japan hefir mótmælt þátt- töku Bandaríkjanna í ráðinu með skírskotun til lagaákvæða. Briand hefir, þrátt fyrir mót- mæli Japana úrskurðað að Bandaríkjunum skuli boðið að taka þátt í Störfum ráðsins. Sí'ðar: Bandaríkin hafa þeg- ið boð um þátttöku í störfum framkvæmdaráðs Bandalagsins og útnefnt Prentiss Gilbert til þátttökunnar. Tók Briand á móti tilkynningu um það kl. 6 e. h. í dag. Hosningarnar (Englandi. 60 sjálfkjörnir — þar á meðal Stanley Baldwin. London, 16. okt.. United Press. FB. Um það bil 1300 frambjóð- endur til þings hafa verið út- nefndir. Sextíu eru sjálfkjörn- ir, þar eð um enga mótfram- bjóðendur er að ræða. Á meðal þeirra eru Stanley Baldwin og Sir Thomas Inskip og Duff Cooper, fjármálaritari hermála ráðuneytisins. • »«»——— •*» Frá Danmörlm. (Frá sendiherra Dana). Stjórnmálamaður látinn. Tvede, landsþingmaður, for- maður Hægrimannaflokksins í Danmörku, andaðist skyndilega á miðvikudagskvöld á heimili sínu á Helsingeyri, 64 ára að aldri. Hann hafði þenna sama dag mætt í þinginu, hafði m. a. framsögu í landsþinginu og tók þátt í þýðingarmiklum flokksfundum, sem haldnir voru viðvíkjandi kreppunni. Ráðstafanir gegn kreppunni. Opinber tilkynning hermir, að undanfarið hafi farið fram samningatilraunir milli stjórn- arflokksins (sósialista) og hægrimanna, um afgreiðslu ýmissa frumvarpa í sambandi við kreppuna. Eftir þvi, sem blaðið „Ber- lmgske Tidende“ skýrir frá, hef ir náðst fullkomið samkomulag milli þessara flokka um þessi mál. Samkvæmt upplýsingum blaðsins, verður frumvarp stjórnarinnar afgreitt með ýms um breytingum og eru þessar helstar: Landbúnaðurinn fær 30 milj. kr. lán (í stað styrks), sem endurgreiðist eftir vist árabil ef verð á smjöri og fleski h -kkar aftur um 25% ; sjerstak ur styrkur vegna atvinnuleys- is verði 11 milj. kr. Þessum 41 milj. kr. á að ná inn á þann hátt: Hækkun tekjuskatts til ríkis á tekjuskattsupphæð yfir 3 kr. á ársfjórðungi, og eru áætlaðar tekjur af því 17þ£ milj. kr.; eignaskattur hækk- ar um 2 milj. kr.; bensínskatt- ur hækkar um 2 aura pr .líter, áætl. 6 milj. kr.; ölskattur hækkar um 1 eyri, áætl. 4 milj. kr. Utgjöld til hersins lækkuð um 2,3 milj.; tollur er lagður á ýmsa ávexti og grænmeti, áætl. 2. milj. kr.; amtsskatturinn lækkar um 15% áætl. 3 milj. kr. — Þýska stjórnin fær trausts- yfirlýsingu. Berlín, 16. ok. United Press. FB. Ríkisþingið hefir samþykt traustsyfirlýsingu til stjórnar- innar með 294 atkvæðum gegn 270. Gengið. London, 16. okt. United Press FB. Gengi sterlingspunds miðað við dollar 3.87. New York: Gengi sterlingspunds er viðskifti hófu.»t í gær $ 3.87%, en $ 3.87Í/2’ er viðskiftum lauk. Laval fer í heimsókn til Bandaríkjanna. Paris, 16. okt. United Press FB. Laval forsætisráðherra er lagður af stað áleiðis til Bandaríkjanna. Vextir hækka. New York, 16. okt. TTnited Press FB. Fedéral Reserve bankinn hefir hækkað forvexti úr 2%%, í Trúbragðafrelsi á Spáni. Madrid, 16. okt. United Press FB. Þjóðþingið hefir samþykt 25. gr. stjómarskár-frumvarpsins, er gerir öll trúarbrögð, sem menn nú að- hyllast á Spáni, jafn rjetthá. Sjómannakveðja. FB. 15. október. Farnir áleiðis til Eng.lands. — Vellíðan allra. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á Kára Sölmundarsyni. Wick Radio 16. okt. FB. Erum á Norðursjónum á leið til Þýskalands. Vellíðan. Kveðjur. Skipverjar á Andra. Dagbók. □ Edda 593110207—Fyrirl. RM. Veðrið í gær: Lægð fyrir norð- austan ísland, en háþrýstisvæði fyrir sunnan og suðvestan. V-kaldi eða gola um alt land, með 3 stiga hita á Vestfjörðum, en 6—7 stiga hita í öðrum lands- hlutuin. Hefir yfirleitt kólnað um 2—3 stig síðasta sólarhring. Vestan lands eru regnskúrir, en þurt veður og ljettskýjað austan lands . Veðurútlit í Reykjavík í dag: V- eða NV-kaldi. Nokkrar skúrir, en sennilega ljettskýjað á milli. Messur á morgun: I Dómkirkj- unni, kl. 11, Prestsvígsla; kl. 2, Bamaguðsþjónusta (sr. Fr. H.). Engin síðdegismessa. í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5, síra Árni Sigurðsson. Dánarfregn. 6. þ. m. andaðist að heimili sínu á Eskifirði, Óli Þorleifsson útgerðarmaður, 38 ára að aldri, lætur eftir sig konu og 7 börn, öll í ómegð. Óli heit. var mikill atorku- og dugnaðarmaður í hvívetna, og drengur góður. Er hans því sárf. saknað af ástvinum og öllnm þeim er honum kyntust á hans skömmu lífsleið. S. Útvarpið í dag: Kl. 10.15 veður- fregnir, kl. 16.10 veðurfregnir, kl. 18.45 barnatími (Guðjón Guðjóns- son). kl. 19.05 fyrirlestur Búnað- arfjelags íslánds, kl. 19.30 veður- fregnir. kl. 19.35 fyrirlestur Bún- aðarfjelags lsl„ kl. 20 npplestur _(H. K. Laxness), kl. 20.25 óá- kveðið, ld. 20.30 frjettir ,kl. 20.55 óákveðið, kl. 21.00 grammófón- bljómleikar (svmfonia eftir Baeh : Útvarpskvartettinn) Danslög til kl. 24.00. Heimdallur efnir fil dansleiks í kvöld, svo sem áuglýst er á öðram stað í blaðinu. Vegna þess að aðgangur er takmarkaður eru fje- lagar beðnir að segja til í tíma. Aðgöngumiðar eru afhentir í skrif- stofu Heimdallar kl. 4—7 og í Bókav. Sigf. Eymundssonar allan daginn. Jarðræktarfjelag Reykiavíkur heldur aðalfund sinn í Varðarhús- inu í dag ld. 1. Að loknum venju- legum aðalfundarstörfum skýrir form. fjelagsins frá helstu störf- um þess á Tiðnum 40 áram. Fje- lagið á 40 ára afmæli í dag. >,Stormur“ verður seldur á göt- unum í dag. Efni: Sölvi Helgason og Jónas. — Bergur dýri. — Lje- legur vitnisburður. — Hæstarjett- ardómar. — Heimskreppan. Lands- reikningurinn og fjáraukal. o. fl. K.F.TJ.M. í Hafnarfírði heldnr skemtun næstkömandi sunnud. kl. 8(4; til skemtunar verður: Frií nú er hann ávalt fáanlegur. Með nýjustu og fullkomnustu vjelum göngum við nú frá kaffirjóma í (4 líters flösk- um, þannig að geyma má hann margar vikur í óopn- uðum flöskum. Verðið er aðeins 55 aurar flaskan, en tóm flaskan er endurkeypt fyrir 20 aura, svo að rjómaverðið er raun- verulega ekki nema 35 aurar. Þetta er aðeins kaffirjómi, og er ekki ætlaður til að þeyta hann. Hann fæst ávalt í öllum okkar mjólkurbúð- um, mjólkurbílunum svo og versluninni LIVERPOOL og öllum hennar útbúum. / Gætið þess að ,Litla stúlkan‘ sje á hverri flösku. Þá er rjóminn áreiðanlega góður. Kaupið þennan rjóma í dag og fullvissið yður um að þjer getið ávalt treyst honum . Nýreykt dilkakiöt lifur og hjörtu og nýtt dilka- kjöt í heilum kroppum og lausri vigt. Verðið lækkað mikið. KjSt & Fiskmetisgerðiu. Grettisgötu 64. Sími 1467. KveDSkðr. margar tegnndir nýkomnar. Hvannbergsbræður. Kryddsíld og mariueruð sfld. Versl. HjSt S Hskur. Símar 828 og 1764, Iflj illt ■»! Islsaskiui sklpom! tfj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.