Morgunblaðið - 03.11.1931, Síða 4
4
MORGUN BLAÐIÐ
flugltslDSilagðik ]
BLÓM & ÁVEXTIR,
líafnarstrœti 5. Sími 2017.
Orænir sultutomatar. Afskorin
l>lóm daglega. Kransar og a'lt til
■skieytingar á kistur. Borðkort.
Kerti og ýmislegt til borðskreyt-
iiigar.
Fjölritun. Daníel Halldórsson
ííafnarstræti 15, sími 2280.
Geymsla. — Reiðhjól tekin til
g' ynislu. Örninn, Laugaveg 20 A.
S.tni 1161.
Grafnmófónviðgerðir. Aage Möll-
æ:. Ingólfshvoli, 1. hæð. Sími 2300.
Lampaskermaverslunin, Ingólfs-
hvoli, 1. hæð. Stöðugt nýjungar.
1 sett af billiardkúlum vantar
fyr.ir 9 feta borð, ásamt kjöðum.
'Upplýsingar í Havana, Austur-
atræti 4.
Herbergi til leigu á Hallveigar-
atíg 6 A.
Nudd og rafmagnslækningar,
ajúkraleikfími. Geng heim til sjúk-
línga. Ingunn Thorsteinsson, Bald-
.ursgötu 7 (Garðshorn).. Sími átó-
jnat 14.
Glænýtt fars og búðingar eru
ait af til. Piskmetisgerðin, Hverfis-
gotu 57. Sími 2212.
Harmonikurúm (beddi), lít-ið
borð,. skápur, orgel, með einstöku
tækifærisverði. Skólavörðustíg 23.
kjallaránum.
Kaffihúsið Uppsalir selur fyrsta
flokks fæði, vægu vérði. Einnig
•niðdagsverð á 90 aura; og kvöld-
verð 90 aura.
Glænýr smáupsi fæst í Xýjufisk-
búðinni og austast á fisksölutórg-
inu. Símj 1127.
Spaðsaltað
DILKAKJ0T
í heilnm og hálfnm
tnnnnm fyrirllggjandl.
Kr. ð. Sbagfjörð
Sími 647.
Nýtt nantakjðt.
K1 e i n,
Baldursgötu 14. Símí 73.
Dagbófe.
I. O. O. F. líb. st. .1 Bþ. 811138
14—O.
Veðrið mánudagskvöld ld. 5):
Frá hafinu fyrir sunnan land ligg-
ur djúp en mjó lægð norðaustur á
milli Jan Mayen og Noregs og nær
yfir S- og A-hluta íslands. Skilur
hún á milli kaldrar NA-áttar fyrir
norðan og vestan land og hlýrrar
S-áttar á Bretlandseyjum og norð-
ur um Færeyjar og Noreg. Á N- og
NV-landi er allhvöss NA-átt með
regni eða slyddu og sums staðar
snjókomu, en á S- og A-landi er
kyrt veður með þoku og súld. —
Lægðin er á hreyfingu A-eftir svo
að útlit er fyrir, að N-áttin breiðist
,austur yfir landið í nótt og á
morgun.
Veðurútlit í Rvík í dag: NA-
stinningskakli. Ljettir til.
Ráðleggingarstöð fyrir bamshaf-
andi konur, Bárugötu 2, er opin
fyrsta ]>riðjudag í hverjum mánuði
frá 3—4.
Ungbarnavernd Líknar, Báru-
götu 2, opin hvern fimtudag og
föstudag frá 3—4.
Ungmennafjel. Velvakandi held-
ur sinn fyrsta fund á Laugaveg 1,
bak við versl. Vísir, í kvöld kl. 9
stundvíslega.
Lárus Jóhannesson prjedikari,
hefir samkonni í kvöld kl. 8 í sam-
komusal Hjálpræðishersins, Kirkju-
stræti 2. Allir velkomnir!
Fyrirlestur um siðfræði heldur
Finnbogi Kr. Larsen í Varðarhús-
inu kl. 8I/2 í kvöld (ekki kl. 914
eins og stóð í auglýsingu í blaðinu
í fyrradag).
Hjúskapur. Á laugardaginn voru
gefín saman í hjónaband Anna
Jjakobsdóttir, Vesturbrú 20 í Hafn-
arfirði og Engiljón Sigurjónsson
loftskeytamaðnr í Hafnarfirði.
Nýlega. voru gefín saman í hjóna
band ungfrú Steinunn Olafsdóttír
frá Hvítárvöllum og Atli Raldvins-
son frá Hveravöllum í Reykja-
hverfi.
( Trúlofun. Nýlega liafa opinber-
að trúlofun sína á Siglnfírði, nng-
frú Stefanía Sigurjónsdóttír frá
Hafnarfírði og Olafur .Tóhann Jóns
son, Siglufírði.
Að Múlakoti var nýlega slátrað
kú, sem menn heldu að ekki ætti
að bera fyr en eftír nýjár. En er
hún var krufín reyndust vera í
henni tveir fúllburða kálfar og hið
þriðja fóstur að lögun og stærð
eins og lítill svampur. — Vottaði
hvergi fyrir höfði nje fótum, en
naflastrengur var á því og loðið
var það. Með þenna litla vanskapn-
ing hefír verið farið til Náttúru-
gripasafnsins.
Minningarrit um Hallormsstað og
Hallormsstaðaskóg eftir Guttorm
Pá'lsson skógarvörð, er nýkomið út,
og er ritað í minningu þess, að
skógræktin á Hallormsstað er nú
25 ára. Er bókin prentuð á góðan
pappír og prýdd fjölda mvnda frá
þessum stærsta skógi á íslandi,
sem alt af er í framför. T. d. má
geta þess að hæðarvöxtur trjánna
seinustu 10 árin hefir verið 52 cm.
ári til jafnaðar, mestur 75 cm. ár-
ió 1925. Frævöxtur hefír verið mjög
mismunandi, mjög góður 3 ár, góð-
.ur 2 ár, en enginn 8 árin. — Um
.7930 plöntur hafa verið fluttar úr
skóginum 1909—1930 tíl gróður-
setningar í görðum og nálægt bæj-
um, sumar alla leið til Reykjavík-
ur. —
Athugasemd. f Lesbók Morgun-
blaðsins 1. þ. m. birtíst grein eftir
hr. Harold Nicolson um Paul v.
Hindenburg, forseta fíýskalands.
Grein þessi er rituð af lítílli þekk-
ingu og enn minni góðgirni; enda
lítt viðurkvæmilegt í garð þeirrar
þjóðar, sem hefir bæði fyr og síðar
sýnt Islandi og íslendingum ýms
vinahót og ha'idið ó loftí fræðum
og menningu vorri og forfeðra
vorra með meiri röggsemi en flest-
ar aðrar germanskar þjóðir.
Reykjavík, 2. nóvember 19þl.
Virðingarfylst,
Þ. H. Bjarnason.
Jóhanna Jóhannsdótitir frá Ak-
ureyri, er söng hjer um daginn í
Nýja Bíó, og fekk góða dóma
þeirra er hlustuðu á liana, ætlar
að halda aðra söngskemtun á morg
un (miðvikudag). Ungfrú Jóhanna
er nýltomin heim frá námi erlendis.
Hefir hún fengið mikið lof og á-
gæt meðmæli kennara sinna. Að
mínum dómi var söngur hennar að
morgu leyti með afbrigðum góður.
Röddin getur ekki talist mikil,
enda varla við meiri rödd að búast,
]>ar eð söngkonan er ekki nema
tvítug að aldrei. Ánæg.ja er að sjá
á söngþallinum háa ljósliærða
slfilku, með norrænu yfirbragði,
fylla húsið ljóðrænum tónum.
Amieus eantí.
Rottugangur. Þeir, sem hafa orð-
ið varir við rottugang í húsum
sínum nýlega, eiga að tilkynna það
í iskrifstofu heilbrigðisfulltrúa í
þessarj viku.
Sýning Kriatínar Jónsdóttur í
Símastöðinni við Thorvaldsens-
stræti, er opin í dag kl. 10—7 og
er þetta síðasti dagur sýningar-
innar.
Bílslys. Á sunnudagsnóttina ók
bíll út af veginum skamt frá Kópa-
vogi. Mun ihann hafa verið á mik-
illi ferð, því að hann mölbrotnaði.
Þetta var nýr vöruflutningabíll og
er eigandinn Aðalsteinn Guðmunds
son, Klapparstíg 35.
Hreinn Pálsson söngvari er kom-
inn til bæjarins og ætlar að syngja
opinberlega annað kvöld. Hann fer
tíl útlanda á fímtudag og er för-
inni heitið til London, en þar ætlar
Iiann að syngja á grammófónplöt-
ur fyrir „Columbia".
Brúarfoss fer hjeðan í kvöld
vestur og norður um Iand og það-
an út til Hamborgar og Kaup-
mannahafnar.
Skráning atvinnulausra manna
og kvenna hjer í bænum stendur
nú yfir. Fer hún fram í G. T.-hús-
inu.
Ársrit nemendasambands Lauga-
skóla (ritstj. Arnór Sigurjónsson),
er nýlega komið hingað. í skólan-
um voru í vetur sem leið 35 nem-
endur í eldri deild og 46 í yngri
deild. Oréglulegir nemendur voru
sjö; lærðu þeir smíði og sund.
Útvarpið í dag: Kl. 10.15 Veður-
fregnir. KI. 16.10 Veðurfregnir. Kl.
19.05 Þýska, 2. fl. Kl. 19.30 Veður-
fregnir. KI. 19.35 Enska, 2. fl. Ki.
20.00 Klukkusláttur. — Erindi:
Aldahvörf í dýraríkinu. V. (Ámi
Friðriksson). Kl. 20.30 Frjettír. Kl.
21.00 Hljómleikar. (Jóhanna Jó-
hannsdóttir) : Aría iir óp. „L’amigo
Fritz“ eftír Mascagni. Efter en
Sommerfugl eftir A. Backer-Grön-
dahl. Med en Vandlilje eftir Grieg.
Berðu mig til blómanna eftir
fejarna Þorsteinsson og Sprettur
eftír Svbj. Sveinbjörnsson. Kl.
21.15 Upplestur. Guðm. Finnboga-
son. Kl. 21.35 Grammófónhljóm
leikar. Kvariett í D-dúr, óp. 18, nr.
3. eftir Beethoven.
Draupnir fór í fyrradag vestur
til Onundarfjarðar og á að taka
þar bátafisk og flytja hann ísvar-
inn tíl Englands.
Tvö fisktökuskip eru nýfarin
hjeðan, annað með farm frá Ás-
geir Sigurðssyni, hitt með farm frá
Kveldúlfí.
Fundur verður haldinn í Kvenna
deild Slvsavarnafjelagsins í kvöld
kl. 8I/2 í K. R.-húsinu, uppi.
•••» «•••
• •
• •
• •
• •
Timburversl^n
• •
• •
<É •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
»•
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
»•
• •
P. W. Jacobsen d Sim.
Stofnuð 1824
Sfmnefnit Eranfuru — Carl-Lundsgade, RSa«nnai»n C.
>
Selur timbur í stærri og smærri gendingum frá Kaupmhöfn.
3ik til skipasmíða. — Eúmig heila skipsfanna frá Svíþjóð.
Hefi verslað við ísland í 80 ár.
Garter’s
lindarpennar eru bestir.
Umboðsmaður fyrir ísland
Signrþór Jónsson,
Austurstræti 3.
Blóðmörinn
verðnr bestnr
e! þjer kanpið
Rngmjölið
hjá oss.
TIR8FMND1
Laugaveg 63. Sími 2393.
Viknritlð
Þeir sem hafa fengig 1. hefti
af strokumanninum, geta fengið
2., 3. og 4. hefti á afgr. Morg-
unblaðsins.
35 anra heftið.
Óspektir í Manchester.
í Birmingham taka menn upp mót-
mælaaðferð Gandhis.
Hinn 7. október lentí saman at-
vinnnleysingjum og lögreglu í
Mancliester. — Atvinnuleysingjar
fóru í stórlióp um götur borgar-
innar, með ofstopa miklum, og er
lögreglan ætlaði að skerast í leik-
inn, feklc hún á sig hríð af grjóti,
járnbútum og ýmsu öðru, sem
kastað varð. en ríðandi lögreglu-
þjóna drógu upphlaupsmenn af
hestunum. \’ar nú kallað til bjálp-
ar varalögreglulið og slökkvilið.
Slökkvíliðið Ijet ,dælurnar ganga'
en hinir glúpnuðu ekki að heldur
og gáfust ekki upp fyri’i en lög-
reglan gerði á þá áhlaup með bar-
eflum. Þá tvístraðist hópurinn. —•
Margir höfðu þá særst og margir
verið þandteknir;
Sama dag hófu atvuinuleysingj-
ar - í Birmingliam mótmæli gegn
lækkun atvinnuleysisstyrksins. En
])rir fóru ekki eins að. Þeir tóku
upp hina friðsömu mótmælaaðferð
Gandhis, sem Indverjar liafa mest
notað. Allur fjpldinn af atvinnu-
leysingjum settist á hinar fjölförn-
ustu götur borgarinnar og stöðv-
aði með því umferðina. Hreyfðu
þeir sig ekki, ])ótt skípað væri, en
sátu sem fa.stast, óvopnaðir, og,
beittu engu ofbeldi.
Kol & Kox
Kolasalan 8.1.
Sími 1514.
i slátrið
þarf að nota íslenska rúgmjðlið'
frá Mjólkurfjelagi Reykjavíknr,
Ekkert annað rúgmjöl er jafn-
gott til sláturgerðar. Biðjið kaup-
mann yðar um íslenska rúgmjðliC..
idafi hann það ekki til, þá pantið'
það beint frá Mjólknrf jelagl'
Reykjavíknr.
Mjólkurtjelag Reykjavfkur.
Kelly,
flestar stærðir, nýkomnar.
Sigurþór Jónsson,
Austurstræti 3.
Weck
niðursuðuglösin eru best. — Allar
stærðir og varahlutir fyrirliggj-
andi í
NB. Verðið lækkaðl
RAgmjðl
og alls konar
krydd
í slátrið.
Versl. Foss.
Áaugaveg 12. Sími 2031.
*9