Morgunblaðið - 05.11.1931, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.11.1931, Qupperneq 2
2 V O na T'NB L AÐIÐ BX 75 ára. Frú Sigríður Pálsdóttir. Siglufirði. Frú Sigríður er fædd í Holti við lieykjavík 5. nóv. 1856. Vom for- eldrar hennar Páll Magnússon óð- idsbóndi og útgerðarmaður, er þar bjó langa æfi og var kunnur mað- ur meðal hinna eldri Reykvíkinga, ug kona hans Guðný Lýðsdóttir. Sigríður ólst upp með foreldrum sínum þar í Reykjavík til tví- tugsaldurs og mun hafa notið þar betri mentunar en alment gerðist á þeim árum, og kom hún lienni að góðu haldi síðar í lífinu. Tvítug fluttist hún norður að Steinnesi í Húnavatnssýslu til Bi- ríks prófasts Briem og konu hans ■og dvald'ist þar til haustsins 1879 að liún flutfist hingað fii Siglu- fjarðar. Hjer giftist hún 9. apríl 1880, Hafbða Guðmundssyni, síð- ar. um langt. skeið hreppsstjóra hjer. Hefir frú Sigríður dvalist óslifið hjer í Siglufirði æ síðan. Mann sinn misti hún 12. apríl 1917 og hefir hún síðan dvalist hjá dóttur sinni, Olöfu og manni henn- ar Sophusi A. Blöndal konsúl. iÞeim hjónum, Sigríði og Haf- liða varð sex bama auðið. Dó eitt jieirra í æsku en fimm ,lifa, þau: Helgi kaupm. og afgreiðslumaður, Kristín, ekkja Halldórs Jónasson- ar kaupm. h.jer, Guðmundur, hafn- arvörður hjer, Andrjes, kaupm. hjer, og Ólöf, sem fyr getur. Auk þess ólu þau hjón upp frá barns- aldri, frú Guðmundu Benedikts- dóttur Jacobsen, gifta Bdvin Jac- obsen útgerðarmanni og kaupm. í Fosnavaag í Noregi. Þegar frú Sigríður fluttist hing- að á blómaskeiði aldurs síns, var Siglufjörður að eins örlítið út- kjálkakauptún, með einni verslun, fáeinum hákarlaskútum og örfá- um sálum sem flestar bjuggu hjer í ljelegum torfkofum. Reykjavík mun þá að vísu ekki hafa verið búin að fá á sig neitt stórborgar- «nið, en þó má óhætt fullyrða, að viðbrigðin hafa verið mikil fyrir hina ungu konu að koma þaðan og 'setjast að hjer í hinni harðviðra- sömu og einangruðu útkjálkavík sem Siglufjörður þá var, en frú Sigríður mun fljótt hafa sýnt það, að hún var þeim vanda vaxin að laga sig eftir ástæðunum, enda mun hún brátt og að verðleikum hafa hlotið sess í fremstu kvenna röð hjer og þótt víðar væri leitað, og stuðlaði margt til þess: Hún var hin glæsilegasta kona í sjón, hög flestum konum fremur á hvert, verk, hin stjórnsamasta húsfreyja ng besta móðir börnum sínum og hin umhvggjusamasta og nákvæm- asta húsmóðir við hvern gest sem að garði bar, hvort hann á.tti mikið | Síra Majnúa Bl. lónsson sjötugur. í dag er síra Magnús Bl. Jóns- ,-;on frá X'allanesi sjötugur að aldri. Br hann fyrir löngu þjóðkunnur orðinn íyrir dugnaðar sakir og far- sælla afskifta af opinberum málum. Eins og bræður hans Bjarni frá Vogi og dr. Helgi er síra Magnús gáfumaður. llaí'a gáfur hans stefnt í hagnýta átt, sem einkanlega er vert að minnast meðai þjóðar vorr- ar, sem því miður er of skamt á veg komin til að kunna að verð-( leikum að meta slíka tegund hæfi- ieika. — Síra Magnús hefir starf- að mestan hluta manndómsára sinna austur á Fljótdalshjeraði. — Var hann prestur í Vallanesi um 30 ára skeið og jafnan vel metinn, enda gerðist hann forgöngumaður ýmsra framfara sem lijeraðið hefir búið að síðan. Átti hann frum- kvæðið að því að Fagradalsbrautin var lögð, og hafði á.samt síi'a Bin- ari Þórðai'syni forgiingu að stofnun Búnaðarsambands Austurlands. — Var hann formaður sambandsins nær 20 ár. í stjórn Eiðaskólans átti hann og lengi sæti. Allra manna var hann afkasta- mestur um túnrækt, og ber Valla- nesstaður þess ljós merki. — IJtan Austurlands eru afskifti síra Magn úsar af stofnun Eimskipafjelagsins og rekstri togaraútgerðarinnar kunnust. Áhugi hans á hinu síðar- yefnda máli varð einkum ljós eftir að hann liafði flutst búferlum til Reykjavíkur. — Sem kunnugt er, standa ýmsir annmarkar þessum mikilvægasta atvinnuvegi landsins fyrir þrifum, og hefir síra Magnús manna best skýrt þetta í blaða- greinum er hann hefir um málið ritað, og auk þess komið með marg ar viturlegar tillögur til bóta. Enda ])ótt síra Magnús sje nú kominn á þann aldur er mörgum tekur að förlast, þá sjást ekki á honum. ellimörk. Hann llítur út eins og hann væri fyrir innan sextugt, og á þvj eflaust énn þá eftir að grípa víða hendi til og sjá margar af hinum vel grunduðu tillögum sínum rætast. H. eða lítið að sjer. Mátti segja að þeim hjónum báðum væri hin ís- lenska gestrisni í merg runnin, því aldrei voru þau glaðari, en þegar fult var hús gesta hjá þeim og voru þau í því sem fleiru sam- hent, að geia gestum sínum stund- ina sem ánægjulegasta. Mun gest- risni þeirra hjóna, hjálpsemj og holl ráð, sem margir nutu, hafa átt sinn þátt í, að afla þeim þeirra óvenju miklu vinsælda er þau nutu utan lands sem innan og vsem sýndu sig best er norskir vinir þeirra reistu Hafliða veglegan bautastein að honum látnum. Margþ- munu þeir verða vinir hinnar háöldruðu heiðurykonu, sem minnast hennar með hlýleik og virðingu í heimsókn til hennar og skeytum, og eru fleiri þó, sem minnast hennar og öðlingsins, manns hennar og hins gestrisna og glaðværa heimdis þeirra. „Hafliða- hússins" í hugum sínum með hlý- leik, virðingu og þökk. Gamall vinur. Hliómleikar. Hans N-sff. Næstkomandi sunnudag eiga menn von á góðri skemtun í Gamla Bíó. PíanóIeikaTÍnn Hans Neff, kennari við Tónlistaskólann, ætlar að halda hl.jómleika. Það kvisaðist þegar í haust, er ]>eir komu nýju kennaramir að Tónþstaskólanum, að píanóleikar- inn væri snillingur á hljóðfæri sitt. I)r. Mixa, sem útvegaði hann hing- að, sendi skeyti þess efnis, að sjer hefði tekist að útvega framúrskar- andi pianóleikara og virðist það ekki of sagt. Hans Neff er ungur maður, að eins 31 árs að aldri. Hann er Wien- arbui og hefir fengið þar mentun sína. Aðalkennari hans var Viktor Ebenstein, sem talinn er fremstur píanóleikari í Wienarborg og auk þess í fremstu röð píanóleikara. Mun Ebenstein hafa taUð Neff einna efnilegastan nemanda sinna. Þrátt fyrir ungan aldur hefir Neff ])egar ferðast. allvíða sem píanóleikari. Hann hefir haldið hljomleika í Wien og víðar í Aust- urríki, Sviss, Hollandi og Svíþjóð og a'lls staðar hlotið ágæta dóma. Leikni hans er örngg og mikil, svo mikil, að hún myndi vera hættu- leg öðrum en þaulmentuðum og þroskuðum listamanni. Tónmyndun og hrynjandi er með ágætum. — Allur flutningur ber vott um ríka og ]>roskaða listgáfu og skap. Þeir, sem ókunnugir eru at- vinnumálum annara ])jóða, hljóta að undrast, að slíkur maður skuli hingað kominu, en því meiri á- stæða er fyrir okkur til að gleðj- ast yfir þeirri heppni okkar að-fá hann hingað. Píanóhljómleikar hafa verið heldur fágætir hjer í seinni tíð, svo að ástæða er til að ætla, að menn' noti þetta tækifæri til að hlýða á jafnfrábæran píanóleik- ara og Neff. Auk ]>ess má ætla, að mörgum leiki forvitni á að kynnast manni þessum, sem hing- að er kominn ti.l að taka þátt í þeirri þörfu menningar og upp- eldisstarfsemi, sem Tónlistaskól- inn hefir gert að hlutverki sínu. Verkefni á sunnudaginn verða eftir Mozart, Chopin, Debussy, Paderewsky og Liszt. Ó. Þ. Atvinnuleysi minkar í Eng- landi. London, 4. nóv. United Press. FB. Tala hinna atvinnulausu var þ. 26. okt. 2.726.092 eða 11.789 færri en vikuna á undan. ifflgtoHSMaOLSEMClSÍI i. fl. KarMHinmJOl er nn aftur fyririiggjaudi, Fyrirliggjandi: Allar tegundir af niðursoðnum ávöxtum bæði í heilum og hálfum dósum. Eggert Kristjáissoo & Co. Símar 1317, 1400 og 1413. Alaborgar rúgmjöl og hálfsigtimjöl seljum við mjög ódýrt. H. Benediktsson & Co. Sími 8 (fjórar línur). ATVINNA. Arðvænlegt fyrirtæki, sem gefur kaupanda góða og hæga atvinnu, er til sölu nú þegar. Lysthafendur leggi nafn sitt og heimilisfang í lokuðu umslagi inn á A. S. í. fyrir sunnudag, 8. þ. m. Merkt: „ATVINNA.“ VETRARFRAEKAR fyrir karlm., ungÞnga og drengi. Mest og fallegast úrval. Lægst verö jíaiafduijlina^ot Góð kuölöstunð. Mig langar til að benda bæjai'- búum á, að þeir eiga kost á því að njóta góðrar stundar í dóm- Jvirkjunni í kvöld kl. S1/^. Kirkjunefnd kvenna, sem starf- ar að því að prýða kirkjuhúsið, hefir með samsöngvum safnað fje, sem varið hefir verið til skreyt- ingar kirkjunni, eins og sjá má, er lifið er á kórgólf kirkjunnar og horft er á altarið blómum prýtt. Nefnd þessi á þakkir skilið fyrir sitt veglega starf, og er það mjög gleðilegt, að hún hefir á- valt átt því láni að fagna að geta fengið fólk til aðstoðar, karla og konur, sem með söng og hljóð- færaslætti hafa veitt mörgum á- nægju og gleði. ei' kirkjuhljóm- leikar hafa verið haldnir ; dóm- kirkjunni að tilstuðlun nefndar- innar. Er nú áformað að halda kvöld- söng til stuðnings starfi þessarar nefndar, og verður þar völ á ýmsu, er eykur fróðleik og gleði. Köngsveit kirkjunnar ætlar að syngja andleg Ijóð. Verður söngn- um stjórnað af Sigfúsi Einarssyni o) ganleikara. Jón Guðmundsson dtildarstjóri syngur eiiisöng og síra Friðrik Hallgrímsson flytur erindi. Vona jeg, að öll sæti kirkjunnar verði skipuð og að menn á þann hátt styðji gott. málefni um leið og þeir veita sjálfum sjer gleðh Bj. J- ••••—^ .... Sjóraannakveðja. FB. 4. nóv. Farnir áleiðis til Þýskalands. —> Kærar kveðjur til vina og vanda- manna. Skipshöfnin á Hannesi ráðherra-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.