Morgunblaðið - 10.11.1931, Blaðsíða 3
■nmiiiiiiifiiiiiiiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiing
S Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. E=
ÍS Rltatjörar: Jön KJartan»»on.
Valt^r Stefán»»on.
= Rltstjörn og afgrelBsla:
H Austurstrætl 8. — Sí»nl 600. £
S AuglýslnKaBtjörl: B. Haíber*.
S AuKlýslngraskrlfstota:
Austurstræti 17. — SIkI 700. S
S Hetmaslmar:
Jön KJartansson nr. 74>.
Valtýr Stefánsson nr. 1280. s
= B. Hafberg nr. 770.
:S Áskrlftagjnld:
Innanlands kr. 2.00 & mánuBl. S
Utanlands kr. 2.60 & mánuBl. S
= t lausasölu 10 aura elntaklB.
20 ura meB Leabök. =
fiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiHmiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiuiiiml
Af reikningr Bjargráðasjóðsins
1929, .sem birtur er í .stjórnartíð-
intlunum sjest, að sjóðurinn er orð-
inn rúmlega 1 miljóm króna og
œt.ti þvi að get.apktðnio að nokk-
uru lialdi í liállæri, enda vex
liann talsvert ört úr þessu. Má vel
vera, að nú fari þeir tímar í liönd,
að á sjóði þessitm þurfi að halda
að meira eða minna Íeyti. Sjóðinn
á að ávaxta- samkvæmt lögum í
Landsbankanum eða Búnaðarbank-
anum, en aúðvitað hefir st.jórnin
brotið þessi lög- eins og svo mörg
önnur. Hún hefir sem sje tekið
800.000 krónm- úr sjoðnum og
dánað Yiðlagasjóði,, sem er sama
og að taka lán lianda ríkissjóði,
því að vitanlega er eða var Við-
lagasjóður ekkert annað en hluti
af ríkissjóði.
Það er annars nógu lagleg svika-
mylla, sem þar hefir verið sett ,upþ.
Fyrst veitir stjÓrnin lán að nafni
til úr Viðlagasjóði, en tekur fjeð
úr ríkissjóði, af því að ekkert
var í V.iðlagasjóði. Síðan tekur
hún í heimildarleysi fje (300.000
krónur) úr Bjargráðasjóði, lætur
það í Viðlagasjóð og síðan borgar
Viðlagasjóður ]iað í ríkissjóð, því
að þá Var ríldssjóður svo á heljar-
þremi, að hann varð að fá fje
sitt.
Utlærður, þáulæfður svindil-
braskari hefði várla getað farið
kænlegar að. Hún er lagin bæði
að ná sjer f og eyða fje blessuð
stjómin. Reikningur ríkissjóðs og
annara opinberra sjóða* er hrein
gullnáma fyrir þá, sem vilja læra
alls konar listir í reikningsfærsl-
unni.
Það er t. d. skrambi sniðugt
að s'leppa að tilfæra í laúdsreikn-
inginn 1929 rúmlega miljón af
gjöldunum, til þess -að geta sýnt
reikning með tekjuafgangi.
Og eltki er ánægjulegt til þess
að vita. að stjómin skuli hafa
verið svo þefvís og vitur að segja
upp lánum Sjálfstæðismanna (sem
henni er i]]a við) úr opinberum
sjóðum, til þess að geta aftur lán-
að það fje gæðingum sínum.
Frá Horðfirði.
Norðfirði, FB. 8. nóv.
Skráning atvinnulausra manna
fór fram í Neskaupstað 2. og 3.
nóv. Alls vom skrásettlr 147 at-
vinnulausir sjómenn og verka-
menn.
Bæjarstjómin samþykti á fundi
í gærkvöldi að hefja nú þegnr at-
vinnubótavinnu fyrir það fje, sem
bæjarstjórnin hafði ákveðið að
leggja fram móti væntanlegum at-
vinnubótastyrk frá ríkinu, en hann
hefir ekki fengist enn sem konúð
er.
MORGUNBLAÐIÐ
Hættir landheigiagæiöta t?
„Þór“ bundinn við hafnargarðinn. Skipverjum hinna
varðskípanna sagt upp, frá áramótum.
Er Landhelgissjóður þurausinn?
Þegar varðskipið Þór kom lung-
að úr hinni frægu Borgarnessför
með ráðherrana tvo, Jónas og As-
geir og fylgdarlið þeirra, fekk
skipherrann skipun um, að leggja
skipinu tafarlaust og afskrá alla
skipsmenn. Þessi skipun kom frá
sj álfum dómsmá laráðherranum.
Þór hefir undanfarið annast land
helgisgæslu í Faxaflóa. Um þenna
tíma árs er miki] þörf á öruggri
gæslu þar. Gæsla Þórs liefir að
ví.su verið stopul, vegna þess, að
skipið hefir einnig verið liaft í
fiskveiðasnatti, en þó hefir hún
talsvert gagn gert.
En nú hefir Þór verið bundinn
við hafnargarðinn. Hann hætti'
landhelgisgæslu — og fiskveiðum.
Hvað veldur þessar.i ráðstöfun?
Þeirt'i spumingu er auðvelt að
sva.ra. Henni getur hvert mánns-
barn á landinu svarað. Fjárskort-
ur veldur stöðvuninni.
Einhver kyuui að spyrja, hvprt
Landhelgissjóður ætti ekki yfrið
fje enn þá. í árslok 1929 voru
um 700 þús, í sjóðnum, og síðan
hefir bættst tiið hann iektai’íjl.
frá árunitm 1930 og það sem af
er þessa árs. En hin's vegar hefir
verið varið talsverðu fje úr sjóðn-
um til gæslunnar þessi ár, móti
framlagi ríkissjóðs. Ef alt .væri með
feldu, ætti sennilega nú að vera
íyrirliggjandi í Landhelgissjóði um
300—400 þús. krónur.
En vafalaust er alt þetta fje
horfið og Landhelgissjóður þur-
ausinn. Stjórnin hefir sjeð fyrir
því, eins og öðm. Utgerð varð-
skipanna hefir orðið dýr ég á
stjórnin sjálf aðalsökina á því,
vegna hinna sífeldu snattferða með
skipin.
Nú er svo komið, vegna eyðslu
og óhófs valdhafanna, að íslenska
ríltið verður að binda varðskipin
við liafnargarðinn. Þór hefir verið
lagt. í höfn og verður þar bund-
inn fram yfir áramót a m. k.
Einiiig hefir skipverjum á hinum
varðskipunum verið sagt upp störf-
um sínum frá næstu áramótum.
Eigi er kunnugt, livað stjórnin
ætlar sjer með þessu. Máske öll-
um varðskipaflotanum íslenska
verði lagt í höfn frá áramótum.
Fara menn þá eflaust að skilja,
hvers vegna dómsmálaráðherrann
hei'ýriagt svo mikið kapp á að fá
aukna landhelgisgæslu Dana hjer
við land.
Hans Deff.
Hljómleikar í Gaanla Bíó, 8. þ. m.
mansiúríuöeilan harðnar.
. Tokio, 7. nóv. Mótt. 8. nóv.
United Press. FB.
Nippondempo-frjettastofan birtir
])á fregn frá frjettaritara sínum í
Tsitsihar (Tsitsikar), að japanski
ræðismaðurinn þa.r hafi verið myrt-
ur af kínyersku herliði, sem kent
er við Machanshan. Ræðismanns-
skrifstofa Bandayíkjanna i Harbin
(Karbin) tilkynnir hins vegar, að
tveir starfsmenn á japönsku ræðis-
mannsskrifstofunni í Tsitsihar hafi
verið myrtir. Fregnir frá Múkden
henná, að Maelianshanliðið hafi
hörfað vestur á bóginn frá Tsitsi-
liar, en mætt liðsafla frá Kirin og
þegar hafist handa um mótárás.
Kínverskir hermenn íara stjórn-
laúst x-ænandi og ruplandi um borg-
ir í Kirinhjeraði. Hafa þeir gert
árásir á banka og skattheimtustof-
ur. Japanar ti'eysta herlínuna átta
mílum fyrir norðan Nonni-brixna.
(Tstitsihar er borg í Mansjúiáu
við Síberíujárnbrautina allmiklu
austar en Harbin, sem er endastöð
Mukden og Port-Arthur-járnbraut-
ax-innar. íbúatala Tsitsihar er ca.
30.000. Kirinhjerað í Mansjúríu er
105.000 ferh.-mílur enskar, íbúa-
tala á 6. miljón .Höfuðborgin heit-
ir Kirin. íbúatala 80.000—90.000).
Genf, 8. nóv.
United Press. FB.
Briand liefir sent hvassyrta orð-
sendingu til stjórnanna í Japan og
Kína og krafist þess, að hernaðar-
framkvæmdir verði þegar stöðvað-
ar í Mansjúríu.
London 9. nóv.
ITnited Press. FB.
Frá Tientsin er símað: Fjölda
margír útlendingar voru í mikilli
hættu staddir, þegar liðlega eitt
þxis.. kínverski'a uppivöðsiluseggja
gerði áráS á lögreglustöð borg-
arinnar, sem ei* mönnuð kínversku
lögregluliði. Ennfremur voru gerð-
ar árásir á jái'nbrautarstöðina og
bxistað fylkisstjórans. Af sumum
.er talið, að uppivöðslusegglrnir
ha.fi þegið mxxtur og fengið vopn
og skotfæri hjá Japönum, til þess
að hernema Tientsin. Síðari fregn
hermir, að 2000 fyrverandi kín-
verskir hermenn liafi gengið í lið
með uppþotsmönnum. Brynvarin
járnbrautárlest hefir verið send
með herlið frá Peiping, en óeirð-
irnar kváðu nxi hjaðnaðar að mestu
Japanski ræðismaðurinn i Tient-
sin t.ilkynnir, að uppþotsmennirnir
hafi verið hermenn, sem hafi verið
i Mansjúríu. Tveir varðmenn í
þeim hluta borgarinnar, sem Jap-
anir eru búsettir í, biðu bana a.f
skotum uppþotsmanna og ein kona
særðist.
Frá frönskum heimildum í Ti-
entsin berst sú fregn, að uppþots-
xiienn hafi verið klæddir kínversk-
um hei*mannaeinkennisbxmingum.
Margir hafa verið handteknir íit af
uppþotinu.
Píanóbljómleikar Hans Neff
voru sæmilega sóttir og þó tæplega
eins og vænta mátti, því að hljóð-
færaleikarar enx svo fágætir í söng-
sölum vorum, að búast mætti við
því að mönnum ljeki að minsta
kosti nokkur forvitni á að heyra
og sjá jafnsjaldgæfa fugla, er þeim
skýtur upp á þeim slóðum.
Hvað er nú um þann píanóleik-
ara að segja, sem fyr er nefndur'?
Maðurinn býður af sjer svo góðan
þokka, að skemtilegast væri að
geta borið lionum ágætan vitnis-
burð í öllum efnum, en það er ekki
liægt. Því að óneitanlega virðist
ekki fara jafnvel á með honum og
hljóðfærinu og æskilegt væri. —
Átökin eru líkari því, sem hann
ætti því grátt að gjalda, heldur en
hinu, að það sje honum hjartfólg-
inn vinur eða xlýrmætur töfragrip-
ur, máttugur til þess að greiða
honum veg inn í dásamlega feg-
urðar- og vitsmunaveröld. Hvað
varð af öllum yndisleik Mozarts (í
Roiulo, A-moíll) eða öllum skáld-
skap Chopins (í einni af ágætustu
tónsmíðum höfundarins, Ballade,
G-moll, eða Impromtu, As-dúr, sem
var „hespað af“)? Hann fór xit í
veður og vind. „Dugnaðárlegur“
er það lýsingarorð, sem sækir fast-
ast á, ef einkenna skal pianoleik
Hans Neff í stuttu máli. Hann
liefir mikla leikni til að bera, þó
að hún sje að ýíSu ‘ ekki fulilná-
kvæm, enda ósjaldan ofboðið nieð
því að „forcera tempo“, hann er
harðfylginn sjer, en það er torvelt
að finna í leiknum andagift, feg-
urð — yfirleitt það, sem gerir
hljóðfæralist andlega verðmæta. —
Af viðfangsefnum fóru langbest úr
hendi „.Crpcovienne fantastique“
eftir Paderewsky og „Konzert-
p&raphrase“ eftir Verdi-Liszt, ein-
urii hið síðamefnda. — Pianoleik-
aranum var ágætlega tekið.
Sigf. E. |
Frá Gnmd. Á meðan Elliheimil-
ið hjer í bænum er ekki fu'llskipað
görnlu fólki, verður þar veitt við-
taka um stundarsakir fáeinum
sjúklingnm, er bíða eftir sjúkra-
hússvist eða eru að hressast aftur
og bíða t. d. eftir skipsferð heim-
leiðis eða þurfa sjerstaka umönn-
ún. Vegna sívaxandi örðugleika
við innheimtu dvalarkostnaðar, er
ætlast til að sá kostnaður sje
greiddur fyrir fram. Heimilið get-
ur samt ékki tekið fólk með næma
sjúkdómá.
S. Á. Gíslason.
Hernaðarskaiabæturnar
Ný ráðstefna í vændum.
Basel, 9. nóv.
TTnited Press. FB.
Að afstöðnum óopinbemm fundi
bankaráðs Alþjóðabankans, sem
haldinn var á sunnudag, frjetti
United Press frá góðum heimild-
um, að ákveðið hefir verið að boða
til ráðstefnu, sem í raun og veru
er ekki annað en ný ráðstefna um
hernaðarskaðabætumar. Ráðstefna
Jiessi hefst eftir 45—60 daga í síð-
asta lagi og verður kölluð ráðgef-
andi ráðstefna. Eigi hefir verið á-
kveðið hvar ráðstefnan verður hald
in, en hún verður ekki haldin í
Basel. Frakkar kváðu hafa áhuga
fyrir þvi, að ráðstefnan verði köll-
nð saman sem allra. fyrst, en Þjóð-
verjar vilja fyrst fá frekari upp-
lýsingar um líkumar fyrir því að
nokkur árangur verði af ráðstefn-
unni.
„Þremenningamir frá benzin-
geyminum“, gamanmyndin þýska,
sem menu höfðu svo g'aman af,
verður sýnd í Nýja Bíó í kvöld
kl. 7: Er það alþýðusýning.
Dagbók.
□ Edda 593111107 — 1.
i
Veðrið í gær: Fyrir simnan lan-F
er víðáttumikil lægð á hreyfingfi
NA-eftir. Lægðarmiðjan er vestan
við Irland og er djúp, um 720
mm. Lægðiri veldur all-þvassri eða
hvassri A-átt á liafinu fyrir sunt>-
an land. Hjer á landi er viðast
A- eða NA-gola með bjartviðri :í
SV- og Vlandi, en lítilshá’ttar úi-
Jtoma sums staðar á N og A-landú
Hiti er víðast 0—3 st., mestur 6
st. á Hólmum í Hornafirði. Næsta
sólarhring mun lieldur berða A
A-áttinni hjer á landi.
Veðumtlit í Rvík i dag: NA-
kaldi. Urkomulaust.
Faxfuglafundur, sá fyrsti á haust-
iqu, verður í kvöld kl. 8^ á
Laugavegi 1 (steinhúsið bak ýið
versl. Vísi). Allir ungmennafjelag-
ar sem í bænum dvelja, eru vel-
komnir á fundinn.
Hið íslenska kvenf jelag heldui
fund í kvöld kl. 8 i Kirkjutorgi
4, samánber augl. í blaðinu i dag
Knattspyrnufj.elag „ Víkingnr''.
Æfirig í kvöld í Nýja. bamáskóíi-
anum. 3. fl. kl. 714. 1. qg 2. fl.
klukkán' 9!
Frá f.S.Í. Nýlega hafa þessi tyo
fjelög gengið í íþróttasamband ís-
lands: Danska íþróttafjelagið >
Reykjavík, fjelagatáíá 17, fórmað-
ur Jens Karmann, og Ungmenita-
fjelag Keflavíkur, Keflavík, fje-
lagatala 70, formaður Bergsteiún
Sigurðsson. Eni nú sambandsf jelðg
í, S. í. orðiil 117 að tölu. (í. S. I..
— FB.)
Dr. Guðmundi Finnbogasyni hef-
ir verið boðið á tvo friðarvma
fnndi, sem haldnir verða í Paris
í þessmn mánuði. Er annað frá
Cómité d’Enitente des Associatioúe
Francaises pour la Paí’x par l’Édu-
cation (fundm* 11. og 12 þ. m.) og
liitt frá Int.emational Office, All
Peoples’ AssoGÍatiqn. London (á al-
þjóða afvopnunarfund, 26. og 27.
]). m. Forseti fundarins er Vri-
count C-eci] of Chelwood).
Útvarpið í dag: Kl. 10.15 Veður-
fregnir. 16.10 Veðurfregnir. 19.06
Þýska, 2. fl. 19,30 Veðurfregnig.
19,35 Enska, 2. fl. 2b.00 Klukku-
sláttur. Erindi: Aldabvörf í dýra-
ríkinu, VI. (Ári» Friðriksson).
20,30 Frjettir. 21,00 Grammófón-
bljómleikar: Pianosóló. Ballade í
As-dúr, eftir Chopin og Preln<Jf>
nr. 15,. eftir sama, ileikin. af Alfr.
Cortot. 21,15 Upplestnr (Þorst. Ö.
Stepliensen). 21,35 > Grammófón-
hljómleikar: Symfónia nr. 5, eftír
Dvorák. '
Hver sveik alþýðuna? Þesáa
spurningu má nú lesa til skiftis 1
Alþýðublaðinu og Tímanum. Al-
þýðublaðið ber það á Jónas frá
Hriflu, að bann hafi svikið, og þú
liafi Jónas verið „emn af þeim,
er sömdu stefnuskrá Alþýðflokks-
ins“. Tíminn (þ. e. Jónas) segir
hins vegar að Jón Ba'ldvinsson
hafi svikið alþýðuna og sje altaf
að svíkja hana. Þessi deila hinna
fyrverandi og núverandi samherja
er algerlega óþörf því að öll al-
þýða veit það mjög vel, að báðhr
þessir herrar hafa svikið. Báðir
hafa ]>eir notað atkvæði alþýðunn-
ar til þess að koma sjálfum sjer-
í há.iaunaðar stöður, en minnahafa
þeir hirt um velferðarmál alþýð-
unnar sjálfrar.
Slys vestanhafs. íslenskur nng-
lings piltur, Öli Pjetursson að
nafni, dmklmaði í Winnipegvatni
hinn 18. október. Var hanii var
að -fiskveiðum. Líkið fanst þegar
og var jarðað að Gimli (Lögb.)