Morgunblaðið - 17.12.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1931, Blaðsíða 6
 6 MORGUNBLAÐIÐ Tæklfærlskanp. Höfum ljómandi falleg íslensk dagatöl í blokkum fyrir árið 1932 til sölu með mjög lágu verði. Hjer er sjerstakt tækifæri fyrir verslanir til að fá verulega smekkleg og ódýr íslensk dagatöl handa viðskiftamönnum sínum. Jðlabókin í ár ler komin út: Sögur fyrir börn og unglinga. Safnað hefir sr. Friðrik Hallgrímsson. Skemtilegar sög- l ur og fallegar. — Kostar í bandi 2 krónur. Fæst hjá bóksölum. Bökav. Sigfúsar Eymundssonar. Kex og Kaffibrauð. RXargar tegnndir, seljnm við mjðg ðdýrt. H. Benediktsson & Go. Sími 8 (fjórar línur). • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Kanpið innlendar vörnr ttl Jðlag|afa, fl'ls konar prjðnavðrur fið Malin eru bestu og kærkomustu jðlagjafirnar. Prjónastofan Halin. Frjálsir menn eða þrælar. I. Tvær þjóðmálastefnur hafa kom- ið fram á sjónarsviðið síðan heims- styrjöldinni lauk, er mestan ugg hafa vakið með öllum mentuðum þjóðum heims og þær eru, eins og kunnugt er, Bolsjevisminn á Rúss- landi og Fascistastefnan á Ítalíu. Standa að þeirri fymefndu verka- lýðurinn í stórborgum Rússlands en þeirri síðarnefndu auðvaldið og miðstjettirnar á ítalíu. Bn þótt stefnur þessar liafi ólíkum mönn- um á að skipa og berjist. fyrir ger- ólíkum skoðunum, er það þó sam- eiginlegt með þeim, að báðar kenna að föðurland og þjóðfjelag sje að eins til fyrir þær og þá, er þeim fylgja. Allar aðrar stefnnr og fylg- ismenn þeirra eiga þar engan til- verurjett og eru miskunnarlaust barðar niður með dauða og út- legð. Höfðu andstæðingarnir ekk- ert bolmagn til að rísa gegn ein- ræði þessu og þess vegna lentu borgarar Rússlands og Itaiíu í þrældómi. í þremur öðrum lönd- uin álfunnar, gei'ðu einræðisstefn- ur þessar harðvítuga tilraun til að festa rætur um og eftir að styrj- öldinni miklu lauk. Var ]iað á Finn landi, Jtegar rauði herinn gerði upp rei.sn, á Þýskalandi, þegar komm- únistar ætluðu að brjótast þar til valda undir fornstu dr. Liebknechts og- Rósu Luxemburg (Fascisminn nú, undir fomstu Hitlers) og á Spáni á stjórnarámm einræðisherr- ans de Rivera. En í þessnm lönd- um höfðu andstæðingarnir bol- magn til að reka einræðið af hönd- um sjer og þess vegna eru borg- arar Finnlands, Þýskalands og Spánar írjálsir menn í dag. II. Þessi ixrslit í baráttunni milli einræðis og frelsis í áðurnefndum löndum, em lærdómsrík fyrir þjóð vora eins og nú standa sakir. Því nú er röðin einnig komin að oss að lieyja slíka baráttu. Er aðdrag- andi hennar alþjóð kunnur. Hjer á landi hefir starfað meira en ára- tug landsmálaflokkur, er nefnir sig „Framsóknarf]okk“ en almenn- ingur nefnir nú Afturhaldið, og er það nafn rjettara. Var það upp- haflega markmið þessa flokks, að vinna að saimvinnn í kaupskap meðal bænda landsins og bæta með því velmegun þeirra, en hann vilt- ist svo hrapallega frá því fagra marki, að hann gerðist þess í st.að fyrsti einræðis- og ofbeldisflokk- urinn í þjóðfjelagi íslendinga á tuttngustu öldinni og það svo hreinræktaðnr, aðhann getur kinn- roðalaust settst á bekk með frænda sínnm Fascistaflokknum á ítalíu. I iheilt kjörtímabil er flokkur þessi búinn að fara með völd í landinu og hefir fít.jað upp á því öðru. Eins og góðum og rjetttrú- uðnm einræðissinna sæmir, virti hann lög og fyrirskipanir Alþingis og dómsvald dómstólanna að vett- ugi, þegar honum svo bauð við að horfa og traðkaði rjettlætí, sann- leik og drengskap meira en hjer eru nokknr dæmi til áður, jafn- fí'amt því, sem hann sökti landinu í botnlansar skuldir. Og þegar hús- bóndinn, meiri hluti þings og þjóð- a.r, ætlaði að taka í lurginn á honum fyrir unnin óliæfuvérk, sýndi hann ekki löghlýðni en reiddi hnefann og skammaðist sín eltkert fyrir að vinna meiriJduta þings við síðustu kosningar í skjóli úreltrar og mnglátrar kjördæma- skipunar og mynda landsstjórn nieð aðeins 86 prósent þjóðarinnar að baki sjer, en 63 á mótí og sýnir alt þetta liið spilta innræti einræð- issinnans. En hvergi kemur þó spilling þessi bétur í Ijós en í afstöðu flokksins til lýginnar og verður að fara um það hjer nokk- urum orðiun. í öllum siðuðnm og lýðfrjálsum löndum heims, kosta stjórnmálaflokkarnir kapps um að velja menn í æðstu stöður, sem þektir eru að sannleiksást og heið- arleik og hafa siðferðilega óflekk- aðan skjöld. Þykir það vænlegasta leiðin tíl sigurs í stjórnmálabar- áttnnni og æðst skyldan gagnvart þroska aiþjóðar. Var þessarí sjálf- sögðu reglu einnig fylgt í ís- lensku stjórnmálalífí frá því vjer fengum heimastjórn 1904 og til ársins 1927 og fjekk enginn íslensk ur ráðherra, er með völd fór þau ár, dóm á sig fyrir neitt er varpað gæti skugga á siðferðisþroska hans í augum Jijóðai'iunar. En á árnnum 1927—1931 kemur ]>að fýrir í fyrsta smn að íslenskur ráðhen'a er dæmdur af dómstólum landsins í sektír og til vara fangelsi fyrir illmælgi og mannorðsspjöll þ. e. lýgi um meðborgara sína. — Og ]mð var kirkju-, kennslu- og dómsmálaráðherra Afturhaldsins, herra Jónas Jónsson frá Hriflu er hlaut þennan dóm og það ekki einu sinni heldur tvisvar, og mun slíkt alveg eins dæmi með nokkurri siðaðri ]ijóð, með mann í slíkri stöðu. En í hvorugt skiftið hreyfði flokkurinn mótmælnmi, en gerði Jónas þvert á móti að ráðherrá á ný og hefir því gevt. sig beran að því að hefja lygina fil æðstn tígn- ar í þjóðfjelaginn, en setja sann- leikann á óæðva bekk. Fyrir þess- um manni, hr. .Tónasi Jónssyni frá Hriflu, sem dæmdur er fyrir ó- sannindi, eiga svo íslensk skóla- börn og kennarar, íslenskir söfn- nðir og prestar og dómarar, já, og sjálft Alþingi að bera alveg sjer- staka virðing, og þó er æðsta boðorðið á öllum þessum stöðum, að sannleiknrinn skuli í heiðri hafður. G-eta þá vjst allir óspiltir menn sjeð, að annað livort hlýtur sú virðing að véra óeinlæg eða hún þekkir ekki greinarmnn á skömin og heiðri nje rjettu og röngn og er hvort tvegg.ja jafn háskalegt, því það hefír í för með sjer andlegt og siðferðdegt sjálfsmoéð þjóðar- innar. Þetta finst „Framsóknar- flokknum“ ekkert að athuga við. En ef tíl vill verður það einhvern tíma í lög tekið á Islandi, að geri i'áðherra sig sek-an um athæfi Jón- asar Jónssonar, þá varð.i það em- bættismissi sakir opinbers velsæmis og ]>á verður kveðinn upp binn endanlegi dómur yfír flokknum, er ekki átti meiri v.ii'ðing fyrir sjálfum sjer og ])jóð sinni en það, að hann ijet sjer vel líka, að kirkju-, kennslu- og dómsmálaráð- herra sinn fengi dóm á sig fyrir lygar um meðborgara sína. TTvers vænta má af Afturhaldsflokkn- um, fái hann að sitja við völd. þarf eltki langrar skýringar við. Hann er búinn að sýna það í verkum síntim, áð æðsta hugsjón hans í stjórn landsins er ekki þjóðþing, Iiéldur flokksþing, ekki þjóðar- dómstólai, heldur flokksdómstól- ar, ekki þjóðarembætti, lieldur flokksembætti,, og ekki ríltíssjóð- iu', sem .þjóðin á, heldnr flokk- urinn. .. 1 hanri getur svo sá Iduti ])jóðatínnar aflað fjár með erfíði sínu, sem Afturhaldsflokk- urinn helst vill svifta öllum rjetti til að lifa og starfa í landinu. Og skyldi liann ])ora að mögla, er ekki liætt við að flokkurinn gleymi iippáhaldsvopni allra einræðis- sinna á öllnm tímuim, en það er: Skerðing prentfrelsis og skoðana- frelsis borgaranna. Þetta kann að- þykja of i 11 a spáð, en það er eigi að síður spá, sem Afturhaldsflokk- urinn liefii- sýnt fnllan vilja á að láta rætast. III. Yeslings fólkið í Rússlandi og llalíu varð þrælar í föðuriandi sínu sökum þess, að það skorti bolmagn til þess að hrinda af sjer einræðis- áformum óhlutvandra og samvisku lausra manna. Og nú er spurning- iii. hvort sömu örlög bíða vor í ])eirr,i baráttu, er nú er hafin hjer milli einræðis og frelsis eða hvort meirihluti þjóðar vorrar her gæfu til þess að reka rjettar síns í sameiningn og varðveita frelsið í landinu. Eru margir hræddir um, að svo muni ekki verða sökum hvikul- leika jafnaðarmanna við kjör- dæmaskipnnarmálið á síðasta þingi. —- En hvernig sem Jafnaðar- inenn kunna að haga sjer í bar- áttu þessari, þá er það fyrsta og æðsta skylda þess helmings þjóðar- innar, sem Sjálfstæðismönnum fylg ir að fmálum, að beina nú allri skaporku sinni og baráttumætti að kjördæmaskipunarmálinu ög styðja með því þingmenn sína. í barátt- unni fyi'ir rjettlátri lausn þess, því á, ihenni byggist það, hvort vjer lifnm hjer sem frjálsir menn eða þrælar. Sigurðnr Guðjónsson. KTæðaskemtnn Gísla Ólafssonar. Það er svo lítið um að jeg sæki almennar skemtanir, að stundum hafa liðið ár á milli. Til þessa eru ýmsar orsakir, sem óþarft er að telja, en meg- inástæðan er ef til vill sú, að bækur veita mjer þá ánægju heima, sem öðrum þykir hent- ara að sækja í samkomuhúsin. Það segir sig þannig sjálft, að jeg er lítið skemtanafróður maður, og mun þá sumum finn- ast að jeg ætti sem minst um þau mál að tala. En jeg skal þá ekki heldur gera það frá al- mennu sjónarmiði, heldur að- ins eftir því sem útsýnið er frá mínum eigin bæjardyrum. Jeg fór nú samt til þess að hlusta á Gísla Ólafsson síðast- liðinn sunnudag. Og því fer svo ákaflega fjarri að mjer þyki minkun að játa það, að af því hafði jeg alveg óblandna á- nægju. Svo virtist líka vera um allan þorra þeirra er þar voru (áheyrendur voru svo margir sem inn gátu troðist), því sal- urinn dundi hvað eftir annað af lófaklappi, og margir voru þeir, sem á eftir leituðust við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.