Morgunblaðið - 18.12.1931, Side 2

Morgunblaðið - 18.12.1931, Side 2
2 M 0 R GUNBLASIÐ Kærkomnir og nytsamír klutir við allra hæfi. — Hentugustu og bestu jðlagiafirnar eru frá okkur. Fyrir kvenfólkið: Fallegur undirfatnaður af mörgum gerðum. Silkináttföt (jakki, treyja og buxur). Náttkjólar, mikið úrval. Peysur og Jumpers. Trefill og húfa (sem tilheyrir saman). Vetrarsjöl, tvílit, margar gerðir. Peysufatamillipils, margir litir. Slifsi og svuntur. Hanskar, fóðraðir og ófóðraðir, m. gerðir. Kvenveski, stórt úrval. Regnhlífar, stórt úrval, einnig Barnaregn- hlífar. Leðurkápur, Rúskinnskápur, Regnfrakkar. Stuttjakkar, Blússur og Pils. Ilmvötn, Skrautöskjur, Perlufestar. Ullarkjólar. Silkikjólar. Fyrir karlmenn: Innijakkar, verulega fallegir. Innisloppar, úr ull og silki. Manschettskyrtur, nýjustu gerðir. Bindi, fallegt úrval. Axlabönd og fl. í öskjum. Silkivasaklútar. Tieflar úr ull og silki. Hattar, linir og harðir. Veski og buddur, mikið úrval. Ferðaveski, margar tegundir. Vetrarfrakkar af nýjustu gerð. Hanskar, fóðraðir og ófóðraðir. Skíðaföt. Peysur, mikið úrval.. Sokkar úr ull og silki. Rognfrakkar frá 47.50. Samkvæmiskjólar og Jakkar. Munið að gleðja börnin: Við höfum stærst og fjölbreyttast úrval af öllum hugsanlegum leikföngum. Stðr ðtsala. 10-Sö “■ afsiittur. Kjólar — Pelsar — Kápur — Silki — Slifsi — Svuntusilki — Sílkisokkar — Peysufataklæði Telpukjólar — og mjög mikið af öðrum vör- um til Jólagjafa, með afar lágu verði. B E S T U K A U P ! NB. Almenningsbílarnir staðnæmast hjá versluninni. Verslnn Kristfnar Signrðardóttnr. Laugaveg 20 A. — Sfmi 571. það ekki borga sir Nýjn fiskmatslðgin. Alþingi það, sem á rökstólum sat í sumar, samþykti ný lög um fiskimat. Gengu þau þegar í gilcli og eru birt í mánaðarriti Fiski- fjeiagsins „Ægis“. Að samningu þessara laga vann milliþinganefnd og sátu í henni þeir Kristján Gergsson forseti Fiskif jelags Is- lands, Jón Magnússon yfirfiski- matsmaður sunnanlands; alþingis- mennirnir Jón Olafsson lítgerðar- stjóri og Olafur Thors framkv.stj. og Lárus Fjeldsted hrm. , Voru til- iögur þessarar nefndar lagðar fyrir fund yfirfiskimatsmanna landsins sem haldinn var í júlí- mánuði s.l. í Reykjavík og sat hann einnig fiskifulltrúi Islands á Spáni. Verður því varla annað sagt, en að td undirbúnings þesa- arar lagasmíðar hafi verið sæmi- lega vandað af hálfu þings og stjómar, enda öllum þeim sem um þetta hugsa fyllilega ljóst, að svo þurfti að vera, og að brýn þörf yar breytinga td bóta á eldri lög- unum. Jeg og sjálfsagt margir fleiri, höfðu vænst mikils í bótaátt í ti'l- lögum þeirra mætu manna og þekkingarauðugu á þessu sviði sem þarna unnu að, en jeg verð að segja það, að jeg varð mjög von- svikinn við lestur þessara nýju laga. Lögin eru að langmestu leyti endurprentun á eldri lögunum frá 19. júní 1922. Breytingar fáar og flestar smávægilegar. Þessar breytingar eru helstar: 1. Allur útfluttur fiskur er nú matskyldur, en áður var það að ems fiskur sem fara átti til Mið- jarðarhafslandanna. 2. Til þess að samræma betur matið um lancl alt er gert ráð fyrir, að fiskifulltrúi íslands á Spáni og ítalíu veiti yfirfiskimats- mönnum leiðbeiningu á fundum sem haldnir verði árlega með þeim. 3. Laun yfirfiskimatsmanna eru ákveðin í lögunum. 4. Yfirfiskimatamenn fá endur- greiddan af ríkisfje kostnað við t.ilraunir við nýjar eða bættar verkunaraðferðir, rannsóknir á salti, á geymsluþoli fisks og öðru slíku, er miðar að því, að auka verðmæti fisksins. 5. Undirmatsmenn bera áb.yrgð sjálfir á misfellum á matinu og ákvæði þeirra um ábyrgð yfir- fiskimatsmanna eru hert, og víkja má hvorum tveggja frá starfi fyr- irvaralaúst fyrir alvarlegar mis- fellur. Ákvæði um hvemig mat eða fiokkun fisk.sins skuli fram- kvæmd, er ekki í 'lögum þessum fiekar en í eldri lögum, en gert ■er ráð fyrir nánari ákvæðum um það í reglugerð sem atvinnu og samgöngumálaráðuneytið gefur út og í erindisbr je fum fiskimats- manna. Jeg hafði búist við þvi, að ein- mitt það atriði þessa máls, sen mest knúði til breytinga, — ósam- ræmið í fiskimatinu — yrði tekið fastari tökum í lögum þessum en gert er. Það er óefað spor í rjetta átt, hinir árlegu fundir yfirmats- manna, en ekki er sú hugmynd ný, því þeir fundir hafa verið haldnir nokkur undanfarin ár. Og um leiðbeiningu fiskifulltrúans á Spáni geri jeg mjer engar glæsilegar 5= vonir nú fyrst um sinn, þegar við því starf'i tekur ungur og óreyncl- ur maður, með að sögn lítilli eða engri sjerþekking. Hitt vil jeg full- yrða, að ósamræmi mikið á sjer stað í hinum ýmsu landshlutum, bæði á mati fisksins og í með- ferð hans yfirleitt, og sennilega kennir einnig ósamræmis innan hvers matsumræmis að einhverju leyti. Annars er líka vart að vænta. Yfirfiskimatsmönnum er að vísu bæði í eldri og yngri lögunum gert að skyldu að ferðast um um- clæmi sín og leiðbeina, en hitt vita allir, að þeir eru fremur heim- iliselskir og gera lítið að því. Br þó á þessu hin mesta nauðsyn og það virðist hin eina rjetta leið til þess, að samræma matið, að yfir- fiskimatsmennirnir sjálfir, hver í sínu uinclæmi, leiðbeini verklega í þessum efnum þegar þeir á áð- urnefndum fundum hafa komið sjer saman um sameiginlegar mats- reglur, og gangi ríkt eftir og hafi strangt eftirlit með, að þeim regl- um sje hlýtt. Annars er jeg þeirrar skoðunar að miklum mun vænlegra til ár- angurs í þessu efni hefði orðið það fyrirkomulag að einn yfirfiski- matsmaður hefði verið fyrir alt landið sem hefði haft yfirstjórn matsins á hendi. Undir honum hefði svo staðið yfirfiskimatsmenn ]>eir sem nú em og aðrir, sem síð- ar yrði við bætt eft.ir því sem þörf kann að krefja. Fiskimatslögin, bæði hin eldri og yngri, leggja undirmatsmönnun- um allþungar skyldur á herðar en varðar hins vegar lítið um rjett þeirra. Matsmenn eru skyldir til að gegna starfi sínu nær sem þess er krafist og oft hefir það kornið fyrir hjer á Siglufirði, hvað sem annars staðar kann að hafa verið að þeir hafa orðið að liætta vinnu sem borgað var liæn'a kaup fyrir en hið lögákveðna matskaup, og stundum að missa heils dags vinnu við annað, fyrir 1—2 stunda fiski- mat. Lögin ákveða að fiskeigandi greiði þeim verkkaupið, en lögin eru mjög óljós í því efni, því oft- ast er það seljandi sem biður um matið og á að greiða það, en sjaldn ast mun matsvinnan greiðast um ■leið og ]iað fer frarn, en að því Joknu er fiskurinn oftast eign kaupandans og oft fluttur burtu. Ilefir þá matsmaður enga trygg- iugu fyrir kaupi sínu og mörg d.æmi eru tii þess, að það fæst aldrei greitt. Það væri í morgum tilfellum móðgandi tortryggni, að neita um matsvottorð fyr en matslaun eru greidd, enda mun því sjaldan beitt, en það er hin eina leið sem opin stendur til að tryggja mats- mönnum verkkaupið, því lögfræð- ir.ga greinir á um hvort matslaun sjeu lögtakskræf. Vantar algerlega ákvæði um það í lögin, en full sanngirni mælir með því, að verk- kaup fyrir skylcluvinnu, unna eft- ir skipun þess opinbera, sje þegar aðfararhæft að lögum. Bæði eldri fiskimatslögin og þau nýju, gera ráð fyrir, að allur fiskur sem ætlaður er til útflutn- ings, sje metinn er bann gengur kaupum og sö>lum — einnig innan- lands. Þessu ákvæði eldri laganna hefir .ekki verið framfylgt og hæp- ið er að gera ráð fyrir því, að því verði enn framfylgt eftir nýju lög- unum. Þetta ákvæði má þó kall- ast nauðsynlegt eins og nú horfir við, því það er raunar eina ákvæð- ið, —• ■ eina vopnið, — sem fiski- matið hefir í höndum í barátt- unni fyrir vöruvönduninni. Það er sorgleg staðreyncl, sem ekkeri þýðir að dylja, að vöru- vöndun fisksins hefir hrakað hin síðustu árin. Hjer norðanlands Iiefir ]>etta farið svo mjög í vöxt, að í ýmsum ti'Ifellum mun hlut- fallið milli 1. og 2. flokks fisks af yoraflanum hafa snúist alveg við, þannig, að nú sje meginhluti fisk.sins 2. fl., sem áður var 1. fl. Til þess liggja ýmsar ástæður og sumar sem sjómönnum og öðr- um sem meðhöndla fiskinn, ekki verða gefnar að sök, t. d. 'langir róðrar og.svo löng lóð, að nókkuð af fiskinum kemur sjódautt á skip. En hinu verður heldur ekki neitað, að margt af ágöllunum í þessu efni er sjómönnum og öðrum sem þar eiga hlut að máli að kenna. En höfuðsökina eiga fiskkaupend- ur þeir (og þeir eru margir) sem kaupa fiskinn án tillits til hvernig vara hann er. Það er algengt nú, hin síðari ár.in, að fiskkaupendur frá fjar- liggjandi stöðum kaupa hjer fisk pr. sírna, svo og svo margar smá- lestir, flytja hann burtu og láta verka hann annars staðar. Þeir setja stundum (en alls ekki alt af) það skilyrði að matsmaður eða löggiltur vogarmaður vegi fiskinn — til þess að fría.st við að borga saltið sama verði og fiskinn — en aldrei að þeir ákvarði vöru- gæðin. Og þegar sá, sem góða vöru hefir og vandaða, svo sjer að hann fær ekkert meira fyrir sinn físk en sóðinn, sem hefir nær eingöngu 2. fl. fisk og annað , laltara, — en til þess eru fjöl- m.örg dætni —- þá hættir sá #yr- nefndi að vanda vöruna — finst Vöruvöndun á sjávarframleiðsl- unni, sem er og verður megin þátt- urinn í framleiðslu og verslun þjóðarinnar, virðist langeðlilegast að Fiskifjelag tslands hefði látið t.il sín taka meira en er. Það liefir talsvert fje ti! umráða, og telja ýmsir að nokkuru af ]>ví væri betur varið til slíks, en td ýmiss ]>ess sem nú er því varið til og að Fiskifjelagið ætti frekar að auka en minka afskifti sín af þeun málum sem bafa mikla þýðingu fyrir f járhagsafkomu sjávarút- vegarins. Er þess ekki hvað síst þörf nú. Siglufirði, 30. september 1931. Jón Jóhannesson. I Göteborgsposten þ. 23. okt. er alllöng grein um róðraræfingar Ár- manns og K. R. og er lýsing sú á þessari starfsemi, sem blaðið flyt- ur, frá Sigge Jonson róðrarkenn- ara. Greininni fylgir mynd af lcappróðrarbát á höfninni í Reykja vík. (FB.). Hjúskapur. 9. þessa mánaðar gaf síra Jón Thorarensen í Hrnna saman í hjónaband ungfrú Huldu Jónsdóttur Snæbjönissonar frá Patreksfirði og Hiigna Björnsson lækni. Hjónaband. Laugardaginn 19. þ. >n, verða gefin saman í hjónaband á Akureyri, Margrjet. Sigurðardótt- ir hárgreiðslukona og Karl O. Runólfsson fiðluleikari. Esja er væntanleg í kvöld. Lyra fór hjeðan í gærkvöldi. Togararnir. Hannes ráðherra og Balditr fóru á veiðar í gær. Andri kom frá Englandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.