Morgunblaðið - 18.12.1931, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
rowwaw
Tæklfæriskanp.
Höfum ljómandi falleg íslensk dagatöl í blokkum
fyrir árið 1932 til sölu með mjög lágu verði.
Hjer er sjerstakt tækifæri fyrir verslanir til að
fá verulega smekkleg og ódýr íslensk dagatöl
handa viðskiftamönnum sínum.
Hafið Vim altaf handbært.
Ein dós af Yim er sá vinur, sem best
í raun reynist búkonu hverri.
\ Óvið.iafnanlegt til að hreinsa, bvo,
nudda o g fægja- málma, marmara,
málningu, hnífa, leir, vjelar, glös,
glugga, olíuborðdúka, baðker og
\ látúnsmuni.
Fyrir Vim hverfur ryð, ó-
hreinindi, blettir, flekkir o.fl.
Hreinsar og fægir alla
hluti, rispar ekkert
nje rákar.
Pakkinn 25 aura.
Hósin 60 aura.
MV í-10
tfV»* BROTHERS UMITED. PORT SUNLIOHT. ENGLAND
Fersteklasses
norsk trelastfirma söker representant for Island. — Billet
mrk. „Trevarer“, med utförlige oplysninger, indsendes til
dette blads expedition.
Hernaðarskaðabceturnar.
Fyrir 12 árum gaf enski hag-
fræðingurinn J. M. Keynes út bók
sína: „The eeonomic consequenses
og the peace“. Þar sýndi hann
fyrstur manna fram á, að greiðsla
hernaðarskaðabótanna mundi ekki
eingöngu verða Þjóðverjum um
megn, heldur líka lama atvinnulíf
annara þjóða og jafnvel valda
gjaldþroti í öllum löndum. Höf-
undar friðarsamninganna hirtu
ekki um viðvaranir hans. En nii
hefir reynslan .sýnt að þær voru
á rökum bygðar. Mitt í hinni
ir.estu kreppu í veraldarsögunni er
flestum utan Frakklands orðið
ljóst, að hernaðarskaðabæturnar
og stríðsskuldimar eru ein aðal-
orsök heimskreppunnar og við-
skiftastriðsins. Og almennur, var-
anlegur bati í heiminum er ekki
væntanlegur, fyr en skaðabóta og
skuldamá'lin verða leidd til far-
sælla lykta. Hinsvegar eru allar
líkur til að ástandið muni versna
. stórkostlega, ef úrlausn þessa máls
dregst lengi.
Einkum eru horfurnar í Þýska-
landi iskyggilegar. Eins og kunn-
ugt er, er greiðslufresturinn á
stuttu verslunarlánum Þjóðverja
útrunninn 29. febrúar 1932. —
„Times'‘ segir, að lún stuttu lán
þýska ríkisins, bankanna, iðnaðar-
fjelaga og bæjarstjórna nemi 12
þúsund miljónum marka, en Þjóð-
verjar geta ekki greitt þessi lán
þegar greiðslufresturinn er á enda.
Á einhvern hátt verða menn að
breyta þeim í langt lán. En það
er ekki hægt nema skaðabótamálið
verði fyrst leitt til farsælla lykta.
Annars verða Þjóðverjar gjald-
þrota 29. febrúar. Og bíiast má
við, að gjaldþrot í Þýskalandi
myndi hafa markhrun í fiir með
sjer, ef til vil'l valda byltingu og
borgarastríði í Þýskalandi, og yfir-
leitt liafa stórkostlegar og víðtæk-
ar afleiðingar fyrir allar þjóðir.
stjórnin hefir því beðið alþjóða-
bankann í Basel að kalla saman
sjerfræðinganefnd, sem á að rann-
saka greiðslugetu Þjóðverja, þeg-
ar þeir geta eklri g-reitt skaðabæt-
urnar. Nefndin kemur saman í
Basel 7. þ. m.
Enginn vafi er á því, að Þjóð-
verjar geta ekki haldið áfram að
greiða skaðabæturnar. Þeir geta
ekki greitt þær öðru visi en með
útfluttum afurðum. Laytonnefndin
sagði í skýrslu sinni í sumar m. a.:
„Annað Iivort verða menn að
strika skaðabætumar ilt eða þá að
skapa Þjóðverjum möguleika til
þess að auka útflutningsverslun
sína“. En að undanförnu hafa
verndartollar og önnur viðskifta-
höft aukist stórkostlega og út-
flutningsmöguleikar Þjóðverja
minkað að sama skapi.
Verslunarskuldir Þjóðverja,
stuttar og langar, eru samtals um
23 þúsund miljónir marka. „Ber-
liner Tageblatt“ hefir reiknað út,
að vextir og afborganir af þessum
skuldum muni nema 3000 miljón-
um marka á ári. Búast má við,
að tekjuafgangurinn af útflutn-
ingsverslun Þjóðverja muni verða
um 3000 milj. á þessu ári, eða sem
svarar vöxtum og afborgunum af
verslunarskuldunum. Þannig verð-
ur ekkert afgangs til þess að
greiða skaðabæturnar.
Frakkar og Þjóðverjar hafa
samið um skaðabótamálið síðan
að Laval kom heim úr Ameríku-
för sinni. Eins og menn ef til vill
muna gekst Hoover fyrir ]>ví, á
síðastliðnu sumri, að skaðabóta-
greiðslunum var frestað frá 1. júlí
1931 til 30. júní 1932. Hinn 20. f.
m. tilkynti þýska stjómin opin-
berlega, að Þjóðverjar gæti ekki
greitt skaðabætur samkv. Young-
samþyktinni, þegar greiðslufrest-
urinn er á enda 30. júní nk., því
yfirfærsla skaðabótanna stofni
gjaldeyri Þjóðverja í voða. Þýska
Sjei-fræðinganefndin í Base'l á
að senda hlutaðeigandi ríkisstjórn-
um álit sitt, og svo verður haldinn
fundur til þess að taka endanlega
ákvörðun í málinu.
Þjóðverjar heimta að skaðabæt-
urnar verði að minsta kosti færð-
ar niður að miklum mun. — En
Frakkar virðast ekki ætla sjer að
slaka til neitt að ráði.
Frakkar segja að væntanlegar
ráðstafanir í skaðabótamálinu
megi aðeins vera bráðabirgðaráð-
stafanir, þær megi aðeins gilda á
meðan kreppan stendur yfir og
þær verði að byggjast á fyrirmæl-
um Youngsamþyktarinnar, því hún
vei'ði að gi’lda áfram. Þjóðverjar
eiga á komandi ári að borga 1600
miljónir marka í skaðabætur. Þessi
upphæð skiftist í tvent. Skilyrðis-
laust ársgjald, 600 miljónir og
skilyrðisbundið ársgjald, 1000
miljónir. Frakkar fá skilvrðislausa
árgjaldið svo að segja óskert. —
SamkvæmtýYoungsamþyktinni geta
Þjóðverjar fengið gjaldfrest á skil-
yiðisbundnu upphæðinni. Henni er
annars varið til þess að borga
stríðsskuldir bandamanna við
Bandaríkin.
Franska stjórnin liugsar sjer að
Þjóðverjar fái greiðslufrest á skil-
yrðisbundnu upphæðinni, en ekki
á skilyrðislausa ársgjaldinu, —
Greiðslufrestur er þó vafalaust
ónógur til þess að skapa að nýju
traust á Þjóðverjum. En Frakkar
vilja ekki færa skaðabæturnar nið-
ur nema að Bandaríkin færi stríðs-
skuldirnar niður. Þó getur nið-
urfærsla á skilyrðislausu upphæð-
inni, sejn Frakkar fá, ekki komið
til mála, segir franska stjórnin.
Eina leiðin út úr vandræðunum
er því sem stendur sú, að Banda-
ríkin gefi Bandamönnum upp
stríðsskuldirnar að nokkuru eða
öllu leyti. En þorir Hoover að beita
sjer fyrir því nú, þegar forseta-
kosningar í Bandaríkjunum fara
i liönd ?
Annars verða allár þessar um-
ræður um skaðabótamálið ef til
vill þýðingarlausar. Ef til viil
komast nazistar til valda í Þýska-
landi áður en skaðabótamálið verð-
ur leitt til lykta. En nazistar ætla
blátt áfram að neita að borga
skaðabæturnar. — Og livað gera
Frakkar þá ? Grípa þeir þá til
þvingunarráðstafana eins og þeg-
ar þeir 'hertóku Ruhrhjeraðið árið
1923?
Jafnhliða sjerfræðingafundinum
i Basel um skaðabæturnar er annar
fundur haldinn í Berlín til þess
að ræða um viðskiftaskuldirnar
þýsku og reyna að afstýra gjald-
þroti í Þýskalandi. Englendingar
og Bandaríkjamenn eru aðallánar-
drottnar Þjóðverja. Á siðastliðnum
10 árum hafa þeir lánað Þjóð
verjum stórfje, til þess að þeir
gætu greitt skaðabæturnar. Enskir
og amerískir bankar verða því
fyrir stórkostlegu tapi ef Þýska-
land verður gjaldþrota.
Frakkar heimta að greiðsla
skaðabótanna gangi fyrir greiðslu
verslunarskuldanna. En Englend-
ingar og Bandaríkjamenn heimta
að Þjóðverjar greiði viðskifta-
skuldirnar fyrst. Og Englendingar
benda Frökkum á það, að láns-
traust Þjóðverja eyðileggist til
fulls og Þjóðverjar geti aldrei
greitt Frökkum hernaðarskaðabæt-
urnar, ef Þjóðverjar verði gjalcl-
þrota og greiði ekki verslunar-
skuldir sínar.
Frakkar halda þó fast við kröf-
ur sínar. En þeim getur orðið hált
á því. Að vísu drottna Frakkar
enn bæði í stjórnmála- og fjár-
málaheiminum. En valdi Frakka er
farið að hnigna. Gengislækkunin
í Englandi og tollastríðið hefir
veikt aðstöðu þeirra að miklum
mun. Tap frönsku bankanna af
völdum gengislækkunar sterlings-
pundsins vex stöðugt; nemur þús-
undum miljóna franka.
Frakkar geta ekki um aldur og
ævi clrottnað í álfunni, haldið
Þjóðverjum í fjötrum og verndað
fyrirkomulag V ersalasamningsins,
sem lamar atvinnulíf allra þjóða.
Svo að segja allar þjóðir rísa nú
öndverðar gegn Frökkum. Jafnvel
Danir. Þeir hafa lagt háa tolla á
munaðarvörur og bannað innflutn-
ing á vínum, sem því nær eingöngu
koma frá Frakklancli.
Englendingar hafa nú gerst for-
vígismenn í baráttunni á móti
stjórnarstefnu Frakka. Enginn
veit hvernig þessi barátta muni
enda. Enginn vafi er á því, að
enskur sigur mundi verða heimin-
um til blessunar.
Khöfn í des. 1931
Fiskíleit með hitamæli.
í ameríska blaðinu „Reacler’s
Digest“, er frá þessu sag't:
„Vísindamenn hafa veitt. því eft-
irtekt að þorskur og ýsa halda
sig ekki að eins á vissu dýpi held-
ur í hæfilega hlýjum sjó. Botn-
vörpungaskipstjórar frá HuII og
Grimsby nota því hitamæli til þess
að leita eftir fiski og síðan hefir
þessi aðferð breiðst út í Ameríku.
Hafa amerískir skipstjórar farið
til Grimsby og Hull til þess að
kynnast henni.“
Þekkja sjómenn vorir þessa að-
ferð? Það er ekki ósennilegt að
hún kunni að geta gefið góða
leiðbeiningu, því fiskigöngur fara
Evershito
heimsfrægu ritblý og
lindarpennar fást hjá
Bókav. Sig. Krist-
jánssonar, Banka-
stræt', Johs. Norð-
fjörð, Laugaveg 18
og E. P. Briem.
Þrátt fyrir
iunflntningshöftin, ’
hefir undirrituð verslun aldrei ver-
ið birgari en.nú af alls konar vör-
um. Get elcki talið neitt upp að
ráði í stuttri auglýsingu. Vil að
eins benda á svellþykkt sauðakjöt
og glænýtt, pinklasmjör úr Borg-
arfjarðardölum á 1.50 pr. y2 kg.
Sendið eða símið beint í
Björnian.
Alt sent heim.
Sími 1091.
Ódýrir
ðveztlr.
Epli i/2 kR. 0.75, 1.00, 1.15.
Appelsínur, 0.15, 0.20, 0.30.
Bananar.
Vínber.
Gleymið ekki
börnunum
þyrir jóJin, í dag og næstu daga er
jfækifæri til að fá góða klippingu
fyrir börnín á rakarastofu Einars
Olafssonar, Austnrstræti 5, beint á
móti IsafoHdarprentsiniðju.
mikið eftir hlýindum sjávarins.
1 æri fróðlegt að athuga hita sjáv-
arins við botninn. þar sem vel
veiðist.
Námuslys í Englandi-
8eint í nóvembermánuði varð
sorglegt slvs í hinni svokölluðu
Bentley-kolanámu í Englandi. —
Sprenging varð í námunni og kom
upp eldur í henni. Fórust þar 42
menn en margir slösuðust meira
og minna, t, d. mistu 5 menn
sjónina. Lík þau, sem náðust voru
svo brunnin að enginn gat þekt
>au. Seinast voru fimm menn eftir
n.iðri í námunni og var ekkert
viðli't að bjarga, þeim vegna þess
að eldhafið var á milli þeirra og
útgÖngunnar.