Morgunblaðið - 10.01.1932, Blaðsíða 3
MO Rf' UN BXAÐIö
3
J^loröuttBlaíU)
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjðrar: Jðn KJartansson.
Valtýr Stefánsson.
Rltstjðrn og afgrelðsla:
Austurstrætl 8. — Slmi 500.
Auglýsingastjöri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrlf stofa:
Austurstræti 17. — Slmi 700.
Heimasimar:
Jðn KJartansson nr. T42.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
EJ. Hafberg nr. 770.
Áskrlftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánnBL
Dtanlands kr. 2.60 á mánuBL
t iausasölu 10 aura eintaklB.
20 aura meB Leabðk.
5ílöarútgerðin.
Siglufirði, 9. janúai'.
(Einkaskeyti).
Biaðið „Js!iglfirðingur“ birtir í
clag grein um einkasöluna og síld-
arverslunina. Bendir meðal annars
á nauðsyn þess að }>egar er þing
kemur sarnan afráðist hvort síld-
arsala verði gefin frjáls eða ekki.
Ef það dragist, verði komið í
eindaga fyrir saltendur að gera
nauðsynlegar ráðstafanir um sölu,
tunnukaup o. fl.
Blaðið vill láta afnema einkasöl-
una með öllu og gefa fersksíldar-
sölu frjálsa, einnig að fá útlend-
inga til að draga úr söltun utan
landhelgi, og fá þarmeð jafnframt
aðstöðu til takmörkunar innan-
landssöltunar með frjálsum sam-
tokum saltendanna.
örðsending frá Bandaríkj-
unum.
Washington, 8. jan.
United Press. FB.
Stimson utanríkismálaráðherra
hefir sent ríkisstjórnunum í Kína
og Japan orðsendingu og bent rík-
isstjórnunum á þær skyldur, sem
á þeim hvíla vegna Kelloggs-sátt-
málans og stórveldasamningsins
(níu velda samningsins). Afrit af
orðsendingu Stimsons hafa verið
send til utanríkismálaráðuneyta
stórveldanna. T orðsendingu Stim-
sons er bent á, að Bandaríkin ætli
sjer ekki að viðurkenna þá samn-
ínga, sem Japanar og Kínverjar
geri sín á milli og kunna að koma
í bága við samningarjettindi
Bandaríkjanna.
Washington 9. jan.
United Press. FB.
Gefið hefir verið í skyn, að stór-
vcldin ræði innbyrðis orðsendingu
Stimsons utanríkismálaráðh. U. S.
A. til Japan, áður en til fram-
kvæmda kemur.
Yínveitingar í Bretlandi.
London, 8. jan.
United Press. FB.
Nefnd sú, sem skipuð var til að
athuga vínveitingamál og fleira í
því sambandi, liefir skilað áliti, og
leggur til að skipað verði ráð fyrir
ált landið, sem hafi með höndum
veiting vinveitingaleyfa, og að vín-
veitingastöðum verði alment lokað
kJ. 10. — Yínbann kom ekki til
umræðu í nefndinni, enda ekki á
það minst í álitinu. — Nefndin
leggur einnig til, að vínveitingar
verði undir algeru eftirliti hns
opnbera á vissum svæðum.
—-—<m>--------
Banatilræðið
við Japanskeisara
Forsætisráðherraim vill segja af
sjer út af því.
Inukai forsætisráðherra.
Tokio, 9. jan.
United Press. FB.
Keisarinn hefir enduisent Inukai
lausnarbeiðnina með skipun um
að gegna störfum forsætisráðlierra
áfram.Ríkisstjórnin hefir þá haldið
fund til þess að ræða um hvort
innanríkismálaráðherrann og her-
málaráðherrann skyldi beiðast
lausnar, þar sem þeir eru ábyi'gir
fyrir lögreglu og herliði því, sem
vernda - á líf keisarans, og hefði
því átt að koma í veg fyrir árás-
ina. Ríkisstjórnin ákvað þó, að
allir ráðherrarnir, að innanríkis og
hermálaráðherrunum meðtöldum,
skyldi hakla kyrru fyrir í stjórn-
inni.
Þýska stjórnin
mótamælir fregnum
um hernaðarskaðabætumar.
Berlín. 9. jan.
United Press. FB.
í tilefni af því, að birtar hafa
verið fregnir um að þýska stjórn-
in hafi tilkynt, að þýska ríkið geti
ekki greitt meiri ófriðarskaðabæt-
ur, hefir utanríldsráðuneytið gefið
út tilkynningu og neitað því, að
fregnirnar sjeu rjettar.
Berlín, 9. jan.
United Press. FB.
Brúning hefir sagt í viðtali við
blaðamenn: „Þýskaland getur ekki
haldið lengi áfram að greiða ófrið-
arskaðabæturnar.1 sambandi við
Lausanne-ráðstefnuna sagði hann:
„Eins liggur það í augum uppi,
að það mun leiða til hruns og
hörmunga, eklti aðeins í Þýska-
landi, heldur um heim allan, að
viðhalda núverandi kerfi, að því
er snertir póíitískar skuldir og
greiðslurJ ‘
Reykiavíkurbrjef.
9. janúar.
Útgerðin.
Þegar þetta er ritað, berast.
blaðinu þær fregnir úr einkaskeyt-
um, að nú þurfi að sæltja um inn-
flutningsleyfi fyrir íslenskan salt-
fisk til Spánar. Er ákvörðun þessi
tekin í samræmi við tilskipun þá
um fiskinnflutning til Spánar, er
gefin var ut i IMadrid 2,>. des. og
minst liefir verið á bjer í blaðinu.
Óvíst er enn hvort tregða verð-
ur á, að fá innflutningsleyfi þessi.
Á bæjarstjórnarfundi nýlega ljet
einn af jafnáðarmönnum uppi þá
skoðun, að það væri a margra
manna vitorði, að alveg væyi óvíst
um ]>að ,hvort nokkur áhersla yrði
á það lögð, að gera út hjer á ver-
tíðinni. til saltfiskframleiðslu. •
Ríkisútgerðin.
Á starfssviði hinnar svonefndu
ríkisútgerðar, gerist ýmislegt, sem
að eins fást óljósar fregnir af.
Fyrir nokkru varð kunnugt um
>að, að skipverjar á Ægi gátu
ekki lengur orða bundist um ótil-
hiýðilega framkomu skipherrans,
Einars Einarssonar, og kærðu hann
fyrir landsstjórn. Nú lieyrist um
samtök yfixmanna í þá átt, að
stíga helst ekki á skipsfjöl undir
yfirstjórn Einars.
Nýjársræða.
Um fátt hefir bæjarbúum verið
tíðræddara síðan um áramót, en
nýjárskveðju forsætísráðherrans í
útvarpinu, þar sem hann benti
landsmönnum m. a. á, að aðsteðj-
andi vandræði og atvinnuörðugleik
ar væru ekki teljandi, í saman-
burði við það, hve þjóðinni hefði
liðið illa hjer fyr á ölclum, undir
einokunarvaldi útlendra. Var sem
hann vildi með þeim samanburði
benda fylgismönnum sínum út um
sveitir á það gleðilega tímanna
tákn, að enn væri enginn dáinn úr
hungri, undir póllitískum einokun-
arviðjum kaupfjelaganna.
Fleira fáránlegt flutti ráðherr-
ann þjóðinni, í þessum nýjársboð-
skap sínum, en fátt svo mergjað,
að vel tyldi það í eyrum manna.
Yar búist við, að Tíminn fengi
ræðuna til birtingar, svo hún kæmi
mönnum fyrir sjónir. En ritstjóra
Tímans hefir brugðist sú dálka-
fylla enn, hvort svo sem ástæðan
kann að vera sú, að ráðlierrann
hafi fengið einhvern pata af, að
fiokksmönnum hans hafi ekki
fundist mikið til um boðskapinn.
Nýjar kenningar.
Eitt var það í ræðunni, að gam-
all prestur hefði kent ráðherranum
það „lögmál þjóðhagsfræðinnar“,
að skuldir borguðust á krepputím-
um(!) Af sjálfsdáðum hafði hann
orðið þess vísari, að erlendri
skuldabyrði íslendinga væri af-
ljett um þriðjung síðan gengis-
fallið byrjaði í haust(!)
Það er hvort tveggja í senn
hörmung og smán, að slíkur frá-
fræðinnar postuli skuli sitja hjer
við völd á kreppu tímum, þegar
mest. er þörf hygginda og gætni.
K j ördæmanef ndin.
Með fyrstu póstferðum eftir ára-
mótin fóru tillögur Sjálfstæðis-
manna í kjördæmanefndinni út. um
landið.
Eftir því sem best verður sjeð á
þessu stigi málsins, er ágreinings-
atriði Sjálfstæðismanna og Fram-
sóknar, að Sjálfstæðismenn krefj-
ast þess rjettlætis, sem nú er lagt
til grundvallar í stjórnskipulögum
lýðfrjálsra þjóða, að hver flokkur
fái þingfulltrúatölu í samræmi við
kjósendatölu sína.
Höfðatalan.
Þetta grundvallaratriði stjórnar-
skipunarinnar nefndi Framsókn í
þingrofsærslum sínum í vor: „Að
láta höfðatöluna. ráða“ Tíminn
gerði þá sitt ítrasta til þess að
telja fáfróðasta og lakast mannaða
hluta þjóðarinnar trú um, að hjer
væri alveg sjerstakur voði búinn
íslensku þóðfjelagi, ef sú ó-
svinna(!) tækist, að láta ,höfuðin‘
ráða.
Samsteypustjórn.
Flogið hefir það fyrir, að
Framsóknarmönnum dytti í hug,
að vel myndi henta að skifta að
einhverju deyti um menn í lands-
stjórninni. Hafa þeir látið svo, sem
nú væri tími kominn til að mynda
samsteypust j órn.
'Sýnir slíkt vol nokkra hugmynd
þeirra, þó óljós kunni hún að vera,
um það, að þegar gjaldgeta lands-
taanna og lánstraust þjóðarinnar
þolir það ekki lengur, að stjórnin
fái % miljón á viku handa á mili,
þá sje Framsóknarmenn lítt til
þess færir, að stjórna þjóðarbú-
skapnum.
Mökiii við órjettiim.
Hjer á árunum ritaði Tryggvi
Þórhallsson i blað sitt þung að-
vörunarorð til stjórnmálamanna
um það, að hafa „aldrei mök við
órjettinn“. Sýndi hann milrið lag-
lega fi'am á, að hver flokkur, sem
með órjettinum brýst til valda
verður skammllífur í landinu — og
þjóðinni til bölvunar.
Þessi ólánsmaður hefir nú und-
anfarið ekki einasta „haft mök við
órjettinn“, hann hefir gerst mál-
svari og forvígismaður órjettarins.
í kjördæmanefndinni hefir for-
sjónin búið honum úrslitapróf..
Ætlar hann þar að sveigja flokk
sinn til harðsnúinnar baráttu fyrir
framhaldandi ranglæti í kosninga-
lögum landsins? Finnur hann enga
leiðbeiningu í fyrri loforðum og
fyrirheitum sínum?
Veit hann, að Sjálfstæðismenn í
Reykjavík, og um land alt, víkja
aldrei frá hinu fylsta flokkslega
.rjettlæti í kosningalögunum?
Dagbók.
I.O.O.F. 3= 1131118= E. I.*
Veðrið í gær: Veður er enn kyrt
hjer á landi.Á Breiðafirði er nokk-
ur snjókoma og sumstaðar í út-
sveitum nyi’ðra snjóar einnig lít-
ilsháttar. Á S og A-landi er bjart-
viðri. Frost er 1—3 stig á SV-
landi en 6—11 st. annars staðar.
Lægðin fyrir norðáustan land er
nærri kyrstæð og fer heldur mink-
andi. Vestan við Skotland er djúp
lægð á hreyfingu NA-eftir, en hún
mun ekki hafa veruleg áhrif á
veður hjer á landi nema helst á
SA og A-landi.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Hægviðri. Urkomulaust.
Útvarpið í*dag: 10.40 Veður-
fregnir. 11.00 Messa í clómkirkj-
unni (síra Friðrik Hallgrímsson).
18,4Ú Barnatími (síra Friðrik HalÞ
grímsson). 19,15 Grammófónhljóm
leikar: Pianosóló: Valsar eftir
Brahms. 19,30 Veðurfregnir. 19,35
Erindi: Jónas Hallgrímsson, I. (J.
Sigurðsson, skrifstofustjóri). 20.00
Klukkusláttur. Frjettir. 20.15 Ó-
pera: Tannháuser, eftir Wagner.
Danslög til kl. 24.
Útvarpið á morgun: 10,15 Veð-
urfregnir. 16,10 Veðurfregnir.
19,05 Þýska, 1. flokkur. 19,30 Veð-
urfj'egnir. 19,35 Enska, 1. flokkur.
20.00 Klukkusláttur. Erindi: Jón-
as Hallgrímsson, II. (Jón Sigurðs-
son, skrifstofustj.) 20.30 Frjettir.
21.05 Hljómleikar: Alþýðulög. (Út
varpskvartettinn). Einsöngur: Frá
Elísahet Waage syngur: G-ígjan,
eftir Sigfús Einarsson; Margrethes
Vuggesang, eftir Grieg; Jeg elsk-
er dig,. eftir Grieg; Raunatölur
hjarðsveinssins, eftir Reichardt, og
Svörtu augun, rússneskt þjóðlag.
Grammófón: Tiill Eulenspiegel, eft-
ir Richard Strauss.
Fisksölusamlag var stofnað á
Vestfjörðum á föstudaginn var. I
stjórn sámlagsins eru: Jón Auðun
Jónsson (formaður), Tryggvi Jóa-
kimsson, Kristján Jónsson (allir á
ísafirði), Grímur Jónsson, Súða-
vík, og Magnús Guðmundsson á
Flateyri.
Einkennileg rökfærsla. Nýlega
var hjer { blaðinu birt skýrsla um
skrifstofukostnað embættanna
þriggja hjer í Reykjavík, lög-
manns, lögreglustjóra og tofllstjóra
og samanburður gerður á þessum
kostnaði og slirifstofukostnaði em-
bættanna tveggja, bæjarfógeta og
lögreglustjóra, eins og hann var
áður en embættunum var skift.
Allar tölur voru teknar úr lands-
reikningnum, og sýndu þær, að
kostnaðurinn er helmingi hærri nú,
móts við það er hann var áður. Þar
við bætast laun embættismannanna
sjálfra; þeir eru þrír nú, í stað
tveggja áður, og að auki er fjórði
embættismaðurinn (bæjarfógetinn
fyrverandi) á biðlaunum. Þessi
laun eru því einnig mikið hærri
nú en áður. Samt heldur Tíminn,
að hann geti taJlið lesendum sínum
trú um, að verulegur sparnaður
hafi leitt af fjölgun embættanna!
Mikil er trú ritstjóra Tímans á
heimsku lesenda sinna. Þessi ráð-
stöfun stjórnarinnar hefir haft í
för með sjer aukin útgjöld fyrir
ríkissjóð, sem nema um 140—150
oús. kr. á ári. Þetta er spai’naður
í lagi!
Fiskiskipin. Línuveiðarinn Jarl-
inn hefir tekið hjer bátafisk und-
anfarna daga tiil útflutnings til
Englands. Komu margir vjelbátar
af Akranesi með fisk í hann. —
Arinbjörn hersir fór í fyrstu ís-
fiskveiðiför sína, síðan liann hætti
síldveiðum, í fyrradag. — Gyllir
kom frá Eng-landi í gær.
Danska fjelagið hjer í Reykja-
vík hjelt samkomu í Hótel
Island í fyrrakvöld. Þar filutti dr.
Justisen fróðlegan fyrirlestur með
skuggamyndum um eldgos og jarð-
hitasvæði jarðarinnar. Dró liann
saman livernig jarðeldasvæði jarð-*
arinnar lægi, alt frá Grænlandi,
um íslancl, Færeyjar og Skotland
og suður á Java og Sumatra. Voru
margar myndirnar, sem hann sýndi,
aðdáanlega fallegar og sjálfur hef-
ir Jiann ferðast um allan heim í
jarðrannsóknaerindum. Frá íslandi
voru bestar myndir hans frá
Heklu, Fjallabaksvegi (Sauðafelli,
Sauðavetni og Lambafit), Reykja-
nesi og Varmá í Mosfellssveit.
Slys. Snorri goði er á leið tíl
Englancls. í gær barst loftskeyti
frá skipinu um það, að það hefði
hent það slys, að einn skipverja
hefði fallið fyrir borð og druknað.
Þetta skeði á fimtudagskvöíldið kl.
8. Maður þessi var Jakob, sonur
Jónatans Jónssonar gullsmiðs hjer
í bænum, ungur og efnilegur
maður.
Jóhannes Kjarval. Á málverka-
sýningu hans í Kaupmannahöfn
hefir ,Statens Museum for Kunstí
keypt tvö málverk
Styrktar og sjúkrasjóður versl-
unarmanna í Reykjavík, heldur
fund annað kvöld kl. 8%, í
Kaupþingssalnum.
Frá Patreksfirði hefir útvarp-
inu verið send sú frjett, að þar
sje engin vinnustöðvun. Vinna
haldi áfram þangað til samkomu-
lag náist um nýja kaupgjalds-
samninga.
Síldin. Talið er, að nú liggi í
Norðurlandi um 1400 tn. af milli
síld, sem verkuð var eftir að hætt
var söltun hjá Síldareinkasölunni,
og á Austurlandi um 3000 tn. af
millisíld, sem veiðst hefir x vetur.
Landssíminn og bæjarsíminn
fluttu skrifstofur sínar í gær úr
gamla pósthúsinu í nýju símastöð-
ina við Thorvaldsensstræti. Vexða
þær þar framvegis á neðstu hæð
að sunnanverðu í húsinu.
ísland á að fara hjeðan annað
kvöld til Vestmannaeyja, Þórshafn
ar og Kaupmannaliafnar.