Morgunblaðið - 10.01.1932, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.1932, Blaðsíða 6
6 — 0 R G U N B L A Ð I Ð Tillögur 5jölfstoeðismanna í kjöröcemamálinu. Eftir Jón Þorláksson. i. Vegna strjálla póstgangna nú um háveturinn, þykir mjer ekki mega dragast lengur að leggja þetta mál fram til athugunar og umræðna fyrir landsmenn, þótt milliþinganefndin hafi enn ekki lokið störfum. Vil jeg því gjöra grein fyrir tillögum þeim, sem við Sjálfstæðismennirnir í nefnd- inni höfum lagt þar fram. Langan formála þarf jeg ekki að hafa. Þó þykir mjer rjett, vegna missagna þeirra og ósann- inda um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins í þessu máli, sem Fram sóknarmenn dreifðu um landið í i ræðu og riti fyrir kosningarnar í sumar sem leið, að rifja upp fyrri afstöðu flokksins í málinu. Á Al])ingi 1930 báru 3 þing- rnenn úr Alþýðuflokknum (H. V., Har. G., S. Ól.) fram til- lögu til þingsályktunar, um að fela stjórninni, að undirbúa breyt ingar á kjördæmaskipuninni, „er tryggi kjósendum jafnan rjett til áhrifa á skipun Alþingis, hvar sem þeir búa á landinu". í umræðunum um þessa till. benti framsögumaður (H. V.) á 3 aðferðir, sem hann taldi, að komið gætu til greina: a. Landið eitt kjördæmi, með hlutfallskosningum. b. Fjórðungakjördæmi og Reykjavík ein sjerstök kjör- dæmi, öll með hlutfallskosn- ingum. c. Einmenningskjördæmi með * uppbótarsætum. Af hálfu Sjálfstæðismanna tók J. Þ. einn til máls, og sagði m. a. (Alþt. 1930, D. 303): „Það er all-hörð krafa þetta, að kjördæmaskipunin skuli tryggja kjósendum jafnan rjett, hvar sem þeir búa. 1 raun og veru er ekki hægt til fulls að fullnægja þeirri kröfu, nemá með fyrstu aðferðinni, sem hv. flm. nefndi, að þm. sjeu allir kosnir á sama hátt og landsk.þm. eru nú, með hlutfallskosningum í einu lagi fyrir land alt. Þao mun vera stefnuskráratriði Alþýðu- flokksins. En ]>að er alls ekki svo, að ])etta, að allir kjósend- ur hafi jöfn áhrif á skipun Al- þingis, sje eina atriðið, sem horfa þarf á í þessu máli. Við veiðum Iíka vissulega að horfa á hitt atriðið, að fámennum, af- skektum landshlutum er líka nauðsynlegt að eiga á þingi full- trúa, sem er kunnugur þeirra hagsmunum og staðháttum og getur beitt sjer fyrir þeirra mál- um“. — Af því að þessi ummæli komu fram í svarræðu, má vera að í þeim sje lögð hlutfallslega heldur meiri áhersla á það atriði, sem frummælandinn hafði gengið fram hjá. En þó hygg jeg, að þau gefi nokkurn veginn rjetta mynd af grundvelli þeim, sem Sjálfstæðisflokkurinn ávalt hefir staðið á, að því er þetta mál snertir, og ekki hefi jeg veitt því eftirtekt, að frá neinum mönn- um úr þeim flokki hafi neitt komið fram, ríði í bága við ]>á skoðun, er þarna var látin uppi. Út frá þessu sjónarmiði ber að líta á eftirfarandi tillögur okkar. Þær voru lagðar fram á fundi kjördæmanefndar 14. des. síðastl., en áður höfðu uppá- stungur frá okkur um sjálfa kosningatilhögunina, sem fóru í sömu átt, legið fyrir til umræðu í nefndinni á nokkrum fundum. Tek jeg þá tillögurnar orðrjettar. II. TILLÖGUR frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins í milliþinganefndinni um skipun Alfíingis og kjör- dæmaskipunina. Lagðar fram á fundi nefndar- innar, 14. des. 1931. I. Að nefndin flytji frv. til stjórn arskipunarlaga um breytingar á stjórnarskránni, samhljóða frv. Sjálfstæðismanna frá sumarþing inu 1931, sjá Alþt. 1931, sumar- þing, A. 39, eða að minsta kosti frv., sem í öllum verulegum at- riðum er í fullu samræmi við frv. á þessu þingskjali. Stjórnarskrárfrv. þetta verði lagt fyrir Alþingi er saman kem- ur í febr. 1932, og fái endanlega afgreiðslu á aukaþingi eða reglu- legu Alþingi 1933 að afstöðnum nýjum, almennum kosningum, sumarið 1932. II. Að nefndin undirbúi og flytji frv. til laga um kosningar til Al- þingis, sem verði lögtekið sam- tímis og stjórnarskrárbreytingin er samþykt til fullnustu. Frum- varp þetta til kosningalaga sje bygt á þeim grundvelli, er segir í nýnefndu stjórnarskrárfrv., þ. e. að Alþingi verði svo skipað, að hver þingflokkur hafi þing- sæti í samræmi við atkvæðatölu þá, sem greidd er frambjóðönd- um flokksins samtals við almenn ar kosningar. Um kjördæmaskiftingu og til- högun kosningu á þessum grund- velli, gjörum við eftirfarandi til- lögur: 1. Skifting landsins í kjör- dæmi haldist óbreytt sú, sem nú er. Kjördæmin utan Reykjavík- ur, sem eru 26 að tölu, kjósi fyrst einn þingmann hvert með meiri- hlutakosningu (sá kosinn, sem flest fær atkvæði) og þar að auki uppbótarþingmenn, 6 eða fleiri, samkvæmt reglunum í 6. og 7. lið Með þessu er ]>að trygt, að þingmannatala þessara kjör- dæma, sem nú eru 32, lækki ekki við breytinguna. — Kjördæmið Reykjavík kjósi fyrst 4 þing- menn með hlutfallskosningu eins og nú, og taki auk þess þátt í kjöri uppbótarþingmanna sam- kvæmt reglunum í 6. og 7. lið. 2. í framboði getur hver sá maður verið, sem er kjörgengur og fær hæfilega tölu meðmæl- enda, t. d. 25. Hverjum fram- bjóðanda er skylt að skýra í fram boðinu frá flokksafstöðu sinni, þ. e. hvort hann telst til einhvers viðurkends landsmálaflokks, eða styður einhvern landsmálaflokk, eða er utan flokka. Tala fram- bjóðenda af sama flokki er ekki í neinu kjördæmi öðrum takmörk um bundin en þeim, sem leiðir af kjörgengisskilyrðum og með- mælendafjölda. 3. Kjörstjórn hvers kjördæm- is býr út kjörseðlana, eftir að öll framboð eru komin. Frambjóð endur úr sama flokki skulu settir saman í 'reit á kjörseðlin- um, og reiturinn greinilega 'auð- kendur með flokksmerkinu. Þeir skulu settir í stafrófsröð, en þó getur flokksstjórnin ákveðið aðra röð. Nafn frambjóðanda, sem styður tiltekinn flokk, skal sett síðast í reit flokksins á kjörseðl- inum, aðgreint með stryki frá írambjóðendum flokksins, og aft- an við nafn hans sett „styður flokkinn" eða annað þess háttar einkenni. Frambjóðendur utan flokka skulu vera í reit út af fyrir sig á kjörseðlinum. 4. Kjósandi greiðir atkvæði með því að krossa við nafn ein- hvers af frambjóðendunum, eða með því að krossa við flokks- merki þess flokks, sem hann vill styðja, og telst þá atkvæðið greitt efsta frambjóðandanum í reit flokksins (í Reykjavík ílokks listanum eftir venjul. reglum). Sjerhvert atkvæði, sem greitt er flokki eða flokksframbjóðanda, telst jafnframt greitt varamanni úr sama flokki eftir reglum, sem um það verða settar. 5. Við talningu atkvæða skal fyrst telja hve mörg atkvæði hafi fallið á hvern flokk og á hvern frambjóðanda utan flokka. — I Reykjavík er tala kosinna ])ing- manna af hverjum flokki reikn- uð út eftir núgildandi reglum. I iíjördæmum utan Reykjavíkur tilfellur fasta þingsætið þeim ílokki eða frambjóðanda utan flokka, sem hefir flest atkvæði. Mafi þingsætið hlotnast flokki, sem hafði fleiri en einn fram- bjóðanda í kjöri, er sá af þeim flokksmönnum kosinn, sem hefir Jæirra flest atkvæði. 6. Allar atkvæðatölur flokka og frambjóðenda eru tilkyntar landkjörstjórn þegar eftir at- kvæðagreiðsluna, og telur hún man atkvæði hvers flokks og tölu kosinna þingmanna hans úr lum kjördæmum samanlagt. - Svo telur hún og saman í heild atkvæði allra þeirra þingflokka, sem hafa náð sæti við kosning- una, og þeirra frambjóðenda ut- an flokka, sem hafa náð kosn- ingu. Hinni síðastnefndu tölu skal deila með 42 (sem er lág- markstala þingmanna eftir þess- ari tilhögun), en atkvæðatölu hvers flokks skal á sama hátt deilt með þeirri tölu þingmanna (flokks- og stuðningsmanna) sem flokkurinn þegar hefir fengið kosna. Hin lægsta af þeim töl- um, er koma út við deilinguna, skal jöfnuð í næstu heilu tölu með því að sleppa broti, sem er minna en 1/2, eða hækka upp í heilan brot, sem er eða meira, og nefnist þessi jafnaða tala hlutfallstala kosningarinnar. Þar næst er hlutfallstölunni deilt í atkvæðatölur þeirra þing- flokka, sem geta komið til greina við úthlutun uppbótarsæta, Þær tölur, sem þá koma út, sýna þing mannatölu þá, sem hver flokkur á tilkall til. Brot, sem nemur 14 eða meiru, skal hækkað upp í heilan, en broti, sem er minna en Y2, skal slept. Þó skal hækka svo mörg hin hæstu af þessum brotum upp í heilan sem þurfa kynni til þess að ná lágmarks- tölu þingmanna, 42. Frá þessum tölum þingmanna skal draga þá tölu þingmanna, sem hver flokk- ur þegar hefir fengið kosna. Mis- munurinn er sú tala uppbótar- sæta, sem hver þingflokkur fyr- ir sig á tilkall til. 7. Kosningu, sem hlutfalls- kosnir þingmenn (í uppbótar- sætin) hljóta þeir frambjóðend- ur innan hvers flokks, sem eigi hafa þegar náð kosningu í kjör- dæmi, en næstir standa eftir þessum reglum: a. Við úthlutun uppbótarsæta skal landinu öllu skift í þessi 6 umdæmi: 1. Reykjavík. 2. Suðvesturland, Gullbringu- sýsla til og með Dalasýslu. 3. Vesturland, Barðastrand- arsýsla til og með Stranda- sýslu. 4. Norðurland, V.-Húnavatns sýsla, til og með N.-Þing- eyjarsýslu. 5. Austuríand, N.-Múlasýsla, til og með A.-Skaftafells- sýslu. 6. Suðurland, V.-Skaftafells- sýsla og Vestmannaeyjar til og með Árnessýslu. b. Innan hvers þessara umdæma skal reikna út fulltrúalausa at kvæðatölu hvers þess flokks, sem á að fá uppbótarsæti, með því að draga tölu kos- inna flokksþingmanna í um- dæminu margfaldaða með hlutfallstölu kosningarinnar frá samanlagðri atkvæðatölu flokksins í umdæminu. c. Þannig fundnum fulltrúalaus- um atkvæðatölum þessara flokka í hverju umdæmi fyr- ir sig, skal deilt með hlut- fallstölunni. Útkoman skal talin í tugabroti með tveim desímölum. d. Hvert umdæmi skal fá upp- bótarsæti fyrir hverja heila einingu í útkomunum sam- kvæmt c., og enn fremur skal hækka stærstu brotin upp í heilan, annars vegar svo mörg úr umdæmunum 2. til og með 6., sem þurfa kann, til þess að þau til samans fái 6 uppbótarþingsæti hið fæsta, og hins vegar svo mörg hjá hverjum flokki, sem þarf til þess að hann fái fulla þá tölu uppbótarsæta, sem hann á tilkall til, samkvæmt 6. lið. e. Kosningu sem hlutfallskjörnir þingmenn fá þeir frambjóð- endur hvers flokks í hverj- um landshluta, sem hafa feng ið flest atkvæði innan þess landshluta við kosningu, án þess að ná þar kosningu í hin föstu sæti. — Um ákvörðun varamanna sjeu settar nánari reglur. Reykjavík, 14. des. 1931. Jón Þorláksson. Pjetur Magnússon. III. Tillögur okkar um breytingar á stjórnarskránni, sem verða að ganga á undan gagngerðum breyt ingum á kosningalöggjöfinni, eru í aðalatriðum þessar, bornar fram af Sjálfstæðismönnum í e. d. á sumarþinginu 1931: 1. gr. (í stað 26. gr. stjskr. nú) : „Alþingi skal svo skipað, að hver þingflokkur hafi þingsæti í samræmi við atkvæðatölu þá, sem greidd er frambjóðendum flokks- ins samtals við almennar kosn- ingar. Kjósa skal varaþingmenn á sama hátt og samtímis og þing- menn eru kosnir. Ef þingmaður deyr eða fer frá á kjörtímanum, tekur varaþingmaður sæti hans það, sem eftir er kjörtímans. Sama er og, ef þingmaður for- fallast, svo að hann getur ekki setið á einhverju þingi eða það, sem eftir er af því þingi. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára“. Enn fremur er með þessum breytingum (2.—5. gr.) ákveð- k , að landskjör falli niður, þriðj- ungur þingmanna skal eiga sæti í efri deild, en verði tala þing- manna þannig, að ekki sje unt að skifta til þriðjunga í deild- irnar, þá eiga þeir þingmenn, einn eða tveir, sem um fram eru, sæti í neðri deild. Aldursmark fyrir kosningar- rjetti og kjörgengi er fært nið- ur í 21 ár, og burtu felt sem skilyrði fyrir kosningarrjetti að menn hafi verið búsettir 1 ár í kjördæminu og standi. ekki í skuld fyrir ])eginn sveitarstyrk. Loks ákveður 6. gr. nýjar kosn íngar, þegar þessar breytingar á stjórnarskránni hafi öðlast gildi. Þar sem þessar tillögur hafa legið fyrir síðan á síðasta sumri, þykir mjer ekki nauðsyn að skýra þær í löngu máli. Höfuð- krafan (í 1 gr.) er sú, að þing- ið verði hlutfallslega rjett mynd af þeim aðalskoðunum, sem uppi eru í landsmálum. Þessi sama krafa er orðuð á ýmsan hátt í stjórnarskrám fjölmargra Norð- urálfuríkja, t. d. með því að stjórnarskrárnar beinlínis fyrir- skipa hlutfallskosningar, og að kosningarrjetturinn skuli vera almennur og jafn. í grundvall- arlögum Dana er þetta orðað svo (í 32. gr.) : „Til þess að tryggja hinum mismunandi skoðunum meðal kjósendanna hlutfallslega jafna fulltrúatölu (en ligelig Repræ- sentation) skal í kosningalögum ákveða um kosningaraðferðina og setja nánari reglur um fram- kvæmd kosninganna, þar á með- al, hvort hlutfallskosningar skuli notaðar annað hvort í sambandi við kosningu í einmenningskjör- dæmum eða án þess“. Þessi krafa um hlutfallslega rjetta fulltrúatölu fyrir mismun- andi skoðanir meðal kjósend- anna, eða fyrir þingflokkana, er ekki alveg ]iað sama eins og kraf- an um að kjósendur hafi jöfn áhrif á skipun Alþingis, hvar sem ]>eir búa í landinu. En þessi krafa tryggir það, að þótt kjós- endatala hinna einstöku þing- manna verði eitthvað misjöfn, vegna skiftingar í kjördæmi, þá verði slíkum mismun ekki leyft 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.