Morgunblaðið - 27.01.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Heimskreppan og skaðabátamálið. i. Allir kannast við söguna af tSisyphos. Vegna óclæðisverka sinna á jarðríki var honum búin sú refs- ing í undirheimum, að bisa við að veilta stóreflisbjargi upp bratta brekku, en jafnan veltur steinninn aftur á hann ofan. tStjórnmála- sógu Bvrópu eftir ófriðarloli 1918 má vissulega b'kja við refsingu Sisyphos. Stöðugt hefir dregið sorta fyrir sól, þá er menn ætluðu að rofa tæki til. Friður er þráður, on samt hervæðast þjóðirnar í óða önn. Samstarf og reglubundin viðskifti með þjóðunum eru þráð, en eðlileg, fjárhagsleg þróun er rofin af pólitískum flokkadrát.t- um og gífurlegum tollmúrum. Ef .spurt er, hver sje orsök þessarar .öfugsnúnu þróunar, þá verður að vísu sagt, að hún sje ekki ein, en yþó má tvímælalaust fullyrða, að ■: ein af aðalorsökunum sje skaða- ' bótamálið og hernaðarskuldirnar i|yfirleitt. Þjóðverjar liafa sjáilfir fyrir löngu bent á, að jafnvægi ge'ti’áldrei komist á á heimsmark- aðinum, meðan þeir -eru neyddir til að greiða hinar gífurlegu hern- aðarskaðabætur og þýska þjóðin eigi jafnerfitt. uppdráttar og raun liefir verið á, eftir ófriðinn mikla.i Lengi vildu þjóðir þær, sem slvaðabættirnar fá, ekki viður. kenna þessa staðreynd. Hin síð- asta og iangalvarlegasta fjárhags- kreppa, sem dunið hefir yfir heim- inn síðan 1918, hefir loks fært ]ieim heim sanninn um það,. Þar sem alheimskreppan liefir ])anið út klærnar alla leið til okkar af- skekta land.s, þá hygg jeg, að ís- leiiskum lesendum muni þykja fróðlegt að kynnast. nánar einni af höfuðorsökum hennar, skaða- bótamálinu og sögu þess. Skal hún hjer rakin í stórum dráttum. II. Hernaðarskaðabæturnar byggj- ast á § 282 í Versalasamningnum. Segir þar eitthvað á þessa leið: „Þýskalandi ber að bæta að fullu það tjón, sem það hefir unnið borgurum í löndum bandamanna og samherjum þeirra, alt það tjón, sem þeir hafa unnið eignum borg- ara þessara landa og hjer verð- ur nánar tilgreint“, o. s. frv. Til framkvæmdar þessari grein friðar- samningsins vai' skaðabótanefnd |vikna(!) Loks var frestur þessi framlengdur tii 20. febr. 1921. — Lögðu þá þessi 26 lönd fram skil- ríki sín. Meðal þessara ianda voru t. d. Kúba, Equador, Guatamala, Ilaiti, Hond’uras, Nicaragua, Pan- ama, Peru, Uraguay og lestina rak negralýðveldið Liberia, á vestur- strönd Afríku. Margar voru kröf- urnar æði fjarstæðar og fáránleg- ar. Frakkar t. d. kröfðust 1.25 mil- jarða gullfranka fyrir sendingar, sem vinir og ættingjar höfðu sent frönskiím herföngum í Þýskalandi og aldrei liöfðu komist til skila. Er óþarfi að taka það fram, að skaða- bætur þessar renna ekki í vasa sendenda, því ómöguiegt væri pú að hafa upp á þeim öllum, heldur renna þær \ franska rikissjóðinn. Þjóðverjar eiga. að greiða lífeyri I. 5 miljón franskra uppgjafaher- manna og nemur sú upphæð Um 60 miljörðum gullfranka. Ekki hef- ir tjóað, ])ó Þjóðverjar bentu á, að hermenn gætu aldrei talist til friðsamlegra borgara og þeir fjellu því ekki undir 282. gr. í Versala- friðnum. Frakkar segja, að her- menn þessir hafi nú látið af her- ijónustu og lifi nú borgaralegu ífi. Það, sem gerir kröfu þessa enn þá ósanngjarnari er þáð, að Frakk ar telja 60% þessara upþgjafa her- manna sinna örkumíámenn, en sams konar sltýrslur aþra annara ’anda telja 80%. Þá voru og kröfnr hinna lahdanna margar mjcig vafasamar, ]>ó ]>ær væru tekn ar góðar og gildar. Tjekkóslóv- neska ríkið t. d. hafði verið mynd- að 28. okt. 1918 og vópnahljeið var samið, eins og kunnugt er, II. nóv. sama ár. En þetta nýja ríki kom frarn með k'röfu, er nam 7 miljörðum gullfranka, fyrir þenna hálfa mánuð .Þess skal þó getið, að krafan var seinna færð niður. — Brátt varð mönnum ljóst, að Þýskaland myndi ekki fært um að standa við allar þessar fjar- stæðu kröfur. Leiddi það til nokk- urra alþjóðlegra ráðstefna á árun- um 1920—1921. Var meðal annars reynt að fastákveða skuldina. A ráðstefnu þeirri, sem kend er við Boulogne, var t. d. ákveðið, að kuldin næmi 269 miljörðum gull- marka og skyldi greidd á 42 árum. A ráðstefnum í París og London var skuldin færð niður í 226 mil- jarða guPmarka, er greiðast skyldi á 42 árum. Loks færði skaðabóta- nefndin kröfuna niður í 132 mil- jarða gullmarka og skyldi hún greiðast sumpatt í vörum og sum- part í peningum. Sat við þetta í 3 ár, nema hvað Frakkar og Belgir tóku Ruhrhjeraðið hernámi 1922— 1923. mco ])\ í að þeir þóttust hafa oi'ðið varir við ónógar afhendingar viðar og kola. 16. ág. 1924 var enn komið saman á ráðstefnu í Lond- ©n. Ráðstefna þessi var að því leyti háð á öðrum grundvelli en aðrar undanfarandi, að nú voru Þjóðverjar sjálfir spurðir ráða, en ekki beinlínis skipað að skrifa und- ir samþyktir lánardrotna sinna. Arangur ráðstefnu þessarar var hin svo nefnda Dawes-samþykt. T henni var upphæð skulldárinnaf ekki beinlínis ákveðin, nje í hve mörg ár Þjóðverjum bæri að greiða áskorun um að leggja fram skaða- hernaðarskaðabæturnar. Samþvkt- bótakröfur á hendur þeim og færa in átti að vera nokkurs konar til- sönnnr á þ»r innan þriggja raun, sem skyldi leiða í ljós, við hve liáar skuldbindingar Þjóðverj- Frakklands, Þýskalands, Italíu, ar gæti staðið. Á fyrsta ári, 1924 .Tapans og firmað I. P. Morgan & —1925, skyldu Þjóðverjar greiðalCo. í New Yorlc standa að stofnun 1 miljarð marka. Eftir föstum, hækkandi talnastiga, (miðað var bankans. Þessir 7 bankar taka að sjer 112 þúsund af hlutabrjefunum við aukna neytslu þjóðarinnar á og sku'ldbinda sig til að bjóða liin ])essu árabili og fólksfjölgun), | 88 þúsund hlutabrjefanna öðrum skyldi ársgjaldið hækka í 5 ár og á bönkum til kaups, einkum þeirra 5 .ári, 1928—1929, að vera 2.5 mil- landa, sem hagsmuna eiga að gæta mynduð. Franski fjármálaráðherr- ann, Klotz, samdi uppkast að hinni fjárhaglegu hlið Versalafriðarins og lagði ]>að fram til samþyktar 12. apríl 1919, og var þar með myndað hið langvarandi deilumál hernaðarskaðabótanna. Örlögunum hefir þóknast að haga því svo, að einmitt þessum fjármálaráð'herra, sem upptök átti að þessu óhappa- máli, var síðar varpað í fangelsi fyrir víxlafölsun. Slapp liann þó seinna iir fangelsinu með læknis- vottorð um að veva „sinnisveikur". Og vissu’ega liggur nærri að halda, að sjúkar sálir hafi um skaðabóta- málið vjelt. Samkvæmt áætlun Klotz. skyldu Þjóðverjar greiða 100 miljarða marka á fyrstu 10 árunum. — 8. okt 1920 fengu 26 lqnd, sem menn ætluðu, að orðið hefðu fvrir tjóni af Þjóðverjum, jarðar marka. Skyldi þetta ár gilda sem „normaÞ ‘ -ár. Skaðabæturnar átti að taka úr fjórum tekjulind um •• 1. Ur þýska þjóðarbúinu, t fyrsta ári 250 miljónir og hækka upp í 1250 miljónir á 5. ári. 2. Ur skuldabrjefum í iðnaðar- fyrirtækjum, 300 miljónir marka í „normal“-ári. 3. Ur skuldabrjefum í ríkisjám- brautunum, í „normal“-ári 660 mil jónii’ marka. 4. Samgöngutollar, 290 miljónir marka í „nórmal“-ári. — Eftir Dawes-samþyktinni áttu Þjóðverjar þannig að greiða 2500 miljónir marka í „normal“-ári. Frá 31. sept. 1924 til 31. ág. 1929 greiddu Þjóðverjar 1970 miljónir marka í liemaðarskaðabætur. Um framkvæmdir Dawessamþyktarinn- ár sá sjerstök skaðabótanefnd, sem þandamenn skipuðu og eftirlits- menn vom settir til umsjónar með rekstri iðnaðárfyrirtækja og i-íkis- jámbrauta Þýskalands. — En þar sem samþyktin gilti ekki til neins álcveðins tima, þá var, að undir- lagi Parker Gilberts, framkvæmda- stjóra skaðabótanefndarinnar, kvatt tiil fundar með bandamönn- um og Þjóðverjum í París, 11. febrúar 1929. Eftir langar bolla- leggingar, komu fundarmenn sjer loks saman um tillögur ameríska hagfræðingsins, Owen Young’s, for seta fundarins. Samkv. tillögum hans skyldu Þjóðverjar greiða ár- lega 1.7—2.4 miljarða marka, í 37 á. og að þeim liðnum um 1.65 mil- jarða marka áriega í 22 ár. — Eftir Youngsamþyktinni komá hernaðarskaðabæturnar að eins úr tveim tekjuOindum: 1. Ur þýska þjóðarbúinu. 2. TJr þýsku ríkisjárnbrautunum eða rjettara sagt rekstri þeirra, 660 miljónir árlega og ber ríkið ábyrgð á greiðslu þeirrar upphæð- ar. Eftir 1966 eru ríkisjárnhraut- irnar undanþegnar greiðslunum. — Merkasta nýjung Youngsam- þyktarinnar var sú, að hún gerði ráð fyrir stófnun alþjóðabankans i Basel. Banki ]>essi skyldi takast á 'hendur hílutverk skaðabótanefnd- ar: Veita móttöku skaðabótagreiðsl um Þjóðverja og s.já um skiftingu þeirra með bandamönnum og sam- herjum Jieirra. Hlutverk þetta er alls eklci svo einfalt og í fljótu bragði mætti virðast. Það hefir verið hinum mestu örðugleikum bundið að sjá um yfirfærslu og skiftingu hinna gífurlegu fjárupp- hæða, sem Þjóðverjar hafa goldið. Erlendur peningamarkaður hefír elcki viljað veita móttöku svo há- um upþhæðum þýskra marka, enda stórhættulegt gengi marlcsins, ef stórar summur eru fluttar í einu úr ilandi. Má því telja stofnun al- þjóðabankans skref í rjetta átt, enda færðist nú skaðabótamálið að nokkru af pólitíska vettvanginum yfir á fjármálasviðið. Alþjóða- bankinn er hlutafjelag. Nemur höfuðstóllinn 500 miljónum sviss- neskra gullfranka, hvert hílutabrjef hljóðar upp á 2500 gullfranka. — Höfuðbankar Belgíu, Englands, við skaðabótagreiðslurnar. Stjórn bankans mynda banlcastjórar þeirra 7 höfuðbanka, sem að fram- an getur. Hver þeirra bankastjóra útnefnir 1 samlanda sinn í stjóm- ina Og skal hann valinn úr hóp iðnrekencla eða verslunarmanna. Enn fremur fulltrúar iðnrekenda og verslunarmanna. Þjóðverja og Frakka, einn frá hvoru landi. Þess- ir 16 fulltrúar kjósa 9 aðra full- trúa með % meiri hluta, og mega Jiessir 9 síðastkjörnu fulltriiar ekki vera úr þeim 7 löndum, sem stofn uðu banlcann. — Stjórnina skipa þannig 25 fulltrúar. Menn munu veita því eftirtelct, að allir þessir fulltrúar eru úr hópi iðnrelcenda, verslunarmanna eða annara f jármálainanna, en vérkamenn eiga ekkert sæti í stjórninni. Hefir ])að valdið megnri óánæg.ju verklýðsfjelaganna. — Á- góðaskifting banlcáns gerir r.áð fyr ir myundun öflugra varasjóða. Þjóð vérjar skulu og hafa hlutdeild í á- góðanum, en þó verður ágóðahluti þcirra eklci goldinn út, heldur á hann að ljetta undir með skaða- bótagreiðslum þeirra síðustu 22 árin. III. Hjer að framan hefír reynt verið að gefa yfirilit yfir sögu skaða- bótamálsins. Verður af því ljóst, hve hart hefir verið gengið að Þjóð verjum um greiðslurnar og af lít- illi sanngirni. Stefna lánardrotna leirra og þá einkum Frakka, í skaðabótamálinu hefir verið: 1. Þýslcalandi ber að greiða al.lar hernaðarskuldir banclamanna. 2. Þýskalandi ber að greiða kostnað við endurreisn þeirra hjer- aða Fraklands, sem harðast urðu úti í ófriðnum. — Með þessum kröfum hafa Frakkar jafnan rjett- lætt stefnu sína í þessu máli. Eins og lcunnugt er gerðust Bandaríkja- menn lánveitendur bandamanna í styrjöldinni miklu. Er mjög náið sambancl milli greiðslna þessara skulda og skaðabóta Þjóðverja, sem marka má af því, að Young- samþylctin gengur beinlínis út frá ])essu sambandi. Samkvæmt fyrir- mælum hennar, standa afborganir bandamanna, á hernaðarskuldun tU Bandaríkjanna, í beinu hlut- falli við skaðabótagreiðslur Þjóð- verja. Það sem Þjóðverjar greiða umfram þessum afborgunum, sem bandamenn borga til Bandaríkj- anna, rennur fyrstu 37 árin eigin- lega alveg til Frakka, og síðustu 22 árin eiga afborganir banda- manna og skaðabótagreiðslur Þjóð- verja að standast alveg á. Yerður af þessum sökum skiljanlegt, að Bandaríkjamenn hafa í skaðabóta- málinu staðið einhuga við hlið Frakka. En greipilega hefír þessi skammsýna pólitík hefnt sín. Yar svo komið síðast liðið sumar, að ])ýsku hjálpanlindirnar voru ger- samlega þurausnir og þýskir at- vinnuvegir þrautpíndir. Skaðabóta greiðslurnar höfðu um langt skeið haldið áfram, með erlendum stór- lánum, einkum enskum. Ep Þýska- land gat með engu rnóti lengur staðið í skilum á lánum þeim. sem það hafði tekið, til þess áð greiða- l;ær, þá risú upp örðugleilcar alls staðar í fjármálaheiminum. Er hjer ein af aðalorsökunum til þess að enska pundið fjell. — Alment er viðurlcent, að núverandi fjárhags- skipulag heimsins byggist á því, að þjóðimar geti frjálst Og hindrun- arlaust slcifst á vöruin þeim, sem hvert land um sig framleiðir. Skil- yrðið fyrir ])vr er auðvitað, að hvert land hafi frjálsar liendur að því að framleiða og versla með afurðir sínar. Sjerhver þjóð verður að geta notfært sjer fyllilega gæði lands síns og standa jafn rjetthá öðrum þjóðum í samkepninni. Ný- Jendupólitíkin gamla hefir rjetti- lega verið nefnd rányrkja, þar sem sá, sem er hernaðarlega og fjár- hagslega sterkari, færir sjer í nyt allar hjálparlindir þess veikari. — Stefna bandamanna í skaðabóta- málinu er nálcvæmlega sú sama: Afvopnuð þjóð er þrautpínd og lmept undir þrældómsok luns sterka. „En sjer grefur gröf, þótt grafi‘ Einmitt þessi stefna hefír ekki að eins reynst háskasamlég Þjóðverjuni, heldur og bandamönn um sjálfum, eins og nú er komið á daginn. Stefna þessi hefir bæði alið upp úlfúð og hatur í Þjóð- verjum til böðla þeirra og lamað kaupgetu þeirra og framleiðslu. En hvað þýðir það, að kaupgeta menningarþjóðar, sem telur 64 miljónir manna, er lömuð? Það, að hún getur ekþi keypt framleiðslu og afurðir annara þjóða. Hvað þýðir það, að framleiðsla hennar er lömuð? Fyrst og fremst það, að iðnrekendur hennár, sem stórlán hafa telcið erlendis, geta nú eklci staðið í skilum og fjármál og versl- un leggjast í dá. — Það er ekki vafasamt, að það hefði borgað sig þiisund sirinum bétur fyfir Ame- ríku að gefa bandamönnum að fullu upp hernaðarskuildirnar. Þá hefðu Fralckar orðið að lina á kröfum sínum við Þjóðverja og Evrópa væri nú fær um að kaupa afurðir Ameríku, sem nú eru verð- lausar, af því enginn er lcaupand- inn. Sama er að segja um Fralcka. Yæri þeim eklci ‘ í ■ raunipni fyrir bestu, að Þýskaland væri velmeg- andi og öflugt fjárhagslega, svo verslun og viðskifti gætu blómgast með báðum löndunum? Vonandi hafa menn nú ilært svo mikið af hinni dýrkeyptu reynslu, að bráð- !ega verði komið betra skipulagi á skuldamálin. Fyrsti vottur þessa var t.illaga Hoover’s um frest á skaðabótagreiðslunum. En tillaga Hoover’s er að eins eitt spor á rjettri !eið. Vonandi héldur ráð- stefna sú, sem nú á bráðlega að koma saman í Basel, áfram í sömu átt. En nái ósáttfýsi og sundrung yfirhöndinni aftur, þá má vænta hinna verstu tíðinda. Síðasta neyð- arráðstöfun Brúnings er síðasta til rc'.unin, til þess að halda uppi skipu lagi og stjórn í Þýskalandi, og með Briining standa allir góðir og gætnir menn þýska lýðveldisins. En ef haldið verður áfram að herða á slculdaklöfum þjóðarinnar, þá stendur Brúning magnlaus uppi. fskyggilegur óvættur, Bolsje- visminn, stendur ógnandi fyrir dyr um og andspænis honum annar ó- vætturinn frá, hinir ofstækisfullu þjóðernissinnar. Borgarastyrjöld hlyti að brjótast út. Múnster. 1. jan. 1932. Jón Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.