Morgunblaðið - 17.02.1932, Blaðsíða 2
M O R GtTN BX AÐIB
Flugsamgöngurnar.
XTm miðja öldina sem leið var
gerður út mikill leiðangur hingað
til lands, og til Grænlands til þess
fið rannsaka, hvort tiltækilegt
þætti, að koma símasambandi á
mílli Evrópu og Ameríku þessa
leið.
Þá þótti ófært, að leggja síma
yfir þvert Atlantshaf. — Tækni
manna og þekking ekki lengra
komin.
Þó blossuðu upp vonir manna
hjer „á hala veraldar11 um það, að
fyrir tilverknað óviðkomandi stór-
þjóða kæmist ísland í símasam-
band vjð umlteiminn.
Fyrir nokkrum árum, er farið
var að tala um reglubundnar flug-
ferðir yfir Atlantshaf, fengu menn
auga á sömu flugleiðinni, og hinni
gömlu fyrirhuguðu síma leið.
En margir hafa litið svo á, sem
h jer . myndi fara á sömu leið og
með símann, tækni manna fleygði
svo frarn, að farið yrði beint yfir
bafið er til kæmi.
Óþárfi er að rekja það fyrir ís-
lenskum'lesendum, livað gerst hef-
ir í tilraunum manna til flugs
þessa leið. Menn muna ameríska
f'lugið 1924. Þá komust tveir flug-
menn vestur. Einn datt niður ná-
lægt Færeyjum. Locatelli hinn ít-
alski ,komst hjerna vestur í Græn-
landshaf. Þar var hann fiskaður
upp heill á húfi. þá muna menn
Ahrenberg, er hjer var „góða
stund“ eins og í vísunni stendur.
A flugv.jeJ lians var málað með
skýrum stöfum: „Flugpóstur —
Stokkhólmur —• New York.“ Hann
varð bensínlaus við Skaptárós. —
Komst eftir margar vikur vestur í
mitt Davíðssund og fór sjóleiðis
heim um haustið, með póstinn til
New York. Hirth komst til Kald-
aðarness. Það töldu menn viljað
hafa honum til lífs, að Grænlands-
stjórn neitaði honum um leyfi til
landtöku í Grænlandi, svo hann
sneri hjer við. ílassel ' kom
að vestan, lenti á Grænlandsjökli
og týndi vjelinni. Cramer komst
yfir Grænland seinna, en týndist
við Orkneyjar. Það er Luft-Hansa
maðurinn v. Gronau, sem kom-
ist hefir ferða sinna þessa leið, eins
o.g hann hefir ætlað sjer.
En það eftirtektarverðasta við
alian þenna barning er, að enginn
flugmaður hefir enn farist á norð-
nrleiðínni, því Cramer var kominn
inn á venjulegt flugsvæði Evrópu
er haiin fórst, og kemur því ekki
málinu við.
Þrátt fyrir óhöpþin, illan út-
búnað stundum og glannaskap oft-
ar, hefir ekkert- mannslíf týnst á
þessari leið. Er hjer ólíku saman að
jafna eða flugleiðinni yfir þvert
Atlantshaf. Þar hefir fjöldi manna
fa rist.
loftið á tækjum, sem þyngri eru
|cn Joftið. er það augljós hagur, að
þurfa ekki að hafa nema sem minst
jaf brensluefni með sjer í einu.
Ir lugvjelar, sem fara um þvert At-
lantshaf, geta lítið sem ekkert ann-
að tekið með sjer af stað, en olíuna.
Flugleiðinni milli Chicago og
Evrópu á að skifta í 10 áfanga,
ýftir því sem Guðm. Grímsson
skýrði frá í Mbl. í gær.
En svo kemur annað til greina.
Kostirnir við það, að geta haft
marga áfangana, rýrna ekki við
það, að lögð sje mikil lykkja á
ieiðina milli Chicago og London,
þó farið sje um Island. Menn eiga
erfitt með að átta sig á þessu nema
á hnattlíkani. Reykjavík, t. d. er
mjög skaimt frjt stystu loftleiðinni
milli iChicago og London.
Vilhj. kStefánsson hefir haldið
því fram, að eigi væru meiri erfið-
leikar á flugi í norðlægum löndum,
en í suðlægari löndum, með mild-
ara loftsfagi. Athugunum hans á
jiví sviði hefir verið veitt eftirtekt
vestra. Og reynsla undanfarinna
ára hefir vafalaust styrkt kenning-
ar hans. Hjer á íslandi t. d; hafa
engin flugslys enn komið fyrir.
Og þá koma kostir flugleiðarinn-
ar um ísland og Grænland ti’
jrreina.
Meðan á annað borð er farið um
Að þessu athuguðu verður það
sýnilegt, að hugvit þeirra manna
og starfsorka, sem vinna að því
að gera flugvjelar nothæfar til ör-
uggra langferða, beinist einmitt að
því, að gera þessa færustu flug-
póstferð færa heimsálfanna á milli.
Viðbúið er, að menn vantreysti
því, að óreyndu, að farið verði á
næstu árum daglega og á 1—2 sól-
arhringum milli Rvíkur bg Chi-
cago. Að þotið verði vestur yfir
Grænlandsjökul eins og lítilfjör-
legt haft á leiðinni. Að Reykjavík
verði aðalmillistöð í daglegum,
póstferðum milli stærstu borga í
heiminum.
Hefir hugvit manna og tækni
ekki tekið þeim framförum á síð-
ustu árum, að óvarlegt sje að þver
taka fyrir hvað gerast kunni —
þegar hugvitið getur tekið ame-
ríska auðvaldið í þjónustu sína.
Því Bandaríkjamenn eru ekki að
undirbúa daglegar ferðir milli álf-
anna rjett, að gamni sínu. Þeir
ætla að bæta póstsamgöngurnar.
Nú er liægt, að koma pósti á 4—5
dögum yfir hafið, með stærstu
skipunum, og með því að láta
flugmenn taka sig upp frá skip-
unum í hafi, er þau nálgast Ame-
ríkuströnd. En þá kemur til greina
biðin milli skipsferða. Hjer á að
haldast óslitinn póstflutningur alla
dága, loftleiðina.
Cltuegsbankinn
reikningsskil hans.
Transamerican Airlines C'orpora-
tion sækir um leyfi til að byggja
hjer flughöfn, flugskála, -loft-
skeytastöð, leggja hjer nokkra
tugi eða hundruð þúsund dollara
í kostnað eða miljónir þegar alt
kemur t.il alls, til ]>ess að ísland
komist í daglegt póstsamband við
löndin boggja megin hafsins.
Alt ]>arf vitanlega að vera form-
legt og löglegt.
En allur almenningur mun lít.a
svo á, sem leyfi til slíkra fram-
kvæmda ætti ekki að verða tor-
sótt frá íslendinga hálfu.
•Tafn vel hið lokaða nágranna-
land okkar, Grænland, hlýtur að
opnast, ]iegar slíka gesti ber að
garði.
Fraœncknarf iel r g Reykiavíkur
heldur fund í kvöld kl. 8% í Tðnó
uppi. Rjá nánar auglýsingu í blað-
inu í dag.
Sjómannakveðja. FB. 16. febr.
Farnir til Englands. Kærar kveðj-
ur fil vina og vandamannav
Rkipverjar á \'alpole.
Eins og allir, bæði h'luthafar
og aðrir, hafa veitt eftirtekt, hefir
lltvegsbanki íslands h.f., vanrækt
að birta jafnaðarreikninga sína
fyrir mánuðina ágúst, september
og október síðastliðið ár.
Sem einn hluthafi þessarar stofn-
unar fanst mjer jeg hafa heimild
til að óska eftir að fá að sjá
reikningsskil fyrir þetta tímabil,
Og sneri jeg mjer því hinn 12.
desember s.l. til bankastjóra H.
P. Briem og fór þess á leit við
hann, að reikningarnir væri birtir
eins og lög mæla fyrir, en til vara,
að injer væri látið í tje eftirrit af
þeim, ef birting einhverra hluta
vegna væri ekki orðin tímabær.
Skal þess getið, að vjer virtist
fyrst í stað koma á bankastjórann
hik eins og þann, sem ekki vissi
hverju svara ætti, en tók hann sig
þó brátt á og vísaði mjer til bók-
haldsins, sem svaraði eins og vænta
mátti, því ekki ber það neina á-
bjmgð á, hvort reikningar eru
birtir eða ekki.
Þann 21. desémber skrifaði jeg
bankanum og óskaði brjeflega
svars um birtingu eða afrita af
reikningum bankans umgetið tíma-
bil, og lagði jeg með frímerkt um-
•slag undir svar. Ekkert svar var
komið við þessari málaleitun hinn
14. janúar, og ítrekaði jeg þá
þessa kröfu mína með nýju brjefi.
Bæði brjefin vóru send sem á-
byrgðarbrjef.
Það vekur ekki litla undrun hjá
m.jer, að jeg skuli ekki enn þá
hafa fengið neitt svar, því svo
virðist sem það ætti að vera út-
látalítið fyrir stofnunina að verða
við þessum tilmælum mínum, ekki
síst þegar þess er gætt ,að það
þarf ekki að kosta bankann, sem
jeg veit að er peningalítill ,nein
fjárútlárt, þar. sem jeg hefi sent
frímerki undir svar og dregið með
því úr. rekstrarkostnaði lians. En
hvað er það þá, sem veldur þess-
ari tregðu?
Mjer finst þessi þögn og dráttur
á svari bankans geta verið var-
hugaverður fyrir álit stofnunar-
innar sjálfrar. Því verður ekki
neitað, að þetta getur orðið til
]>ess, að grunur vakni hjá alþjóð
inanna um að líjer sje ekki alt eins
og ætti a.ð vera, jafnvel eitt.hvað,
sem dylja þurfi, en með svari sínu
er bankanum gefinn kostur á að
koma í veg fyrir slíkt.
P. Stefánsson, Þverá
XXXVT.
Hjá Iækninum.
\ 'r augnlæknis kom kar] með
mjög skerta sjón á öðru auganu,
en var heilskygn á hinu, Hann
Inpurði lækrii hver.ju þetta mundi
Isæta. Læknirinn leit á veika augað
jog kvað þetta sjúkdóm sem staf-
aði af elli.
j Þá ságði karl:
— Þetta augað er nú ekkert
eldra en' hitt.
Námskeið í saumaskap og mat-
eiðslu verður haldið í Hafnar-
firði og hefst 20. þ. mán. í Strand-
götu 41.
TIP-TOP hreinsar þrottin best
TIP-TOP inniheldnr ekki klór.
TIP-TOP er drýgst i notknn.
TIP-TOP er ódýtt.
TIP-TOP er framtioar-þTotlaefnið.
Reynió TIP-TOP þTottaefnið. Fæst Tíða.
Jirðln Engey
(tveir þ.riðjupartar),
er til leip,-u eða sölu. — Upplýsingar í síma 31, eða 520.
Islendingar I
Hafið þér athugað með
sjálfum yður, hvað það
er, að vera sannur Is-
lendingur, og hvað er að
vera það ekki? Hafið þér
veitt því eftirtekt, að t. d.
Norðmenn hér á landi
kaupa eingöngu norskar,
Danir einungis danskar,
Englendingar einvörð-
ungu enskar tóbaksvör-
ur? —
Því ættuð þér þá að kaupa annað en íslenzkan
kaffibæti, sem er fyllilega jafn-góður erlendum tegund-
um. — Fálkakaffibætirinn (í bláu umbúðunum) kostar
að eins 55 aura stöngin.
Heildsölubirgðir hjá HJALTA BJÖRNSSYNI & CO.
Símar 720—295.
IskoTknrsns
Sor Lær • re oy Lærerinder.
For at hringe Lærere og Lærerinder i Forbindelse med Folkehöj-
skolens Syn paa Opdragelse og Undervisning holdes i Askov i Maaned-
erne Maj, Juni, Juli udvidet Höjskole for Lærere og Lærerinder) som
allerede er i Virksomhed, eller som har en Læreruddannelse bag sig.
Undervisningen, der vil blive meddelt i Foredrags form i Samtale-
timer og Studiekredse, vil omfatte: Dansk Sprog og Litteratur, fremm-
ede Sprog, Historie, Kunsthirtorie, Samfundslære, Gcografi, Naturfag,
Sandhedslære, Matematik, Regning, Pædagogik, Pyskologi og Sang.
I Foredragsrækker vil der dels blive gjort Rede for Hovediinier i
Historie, Litteraturhistorie og Naturvidenskab, deTs for vor Tids
pædagogiske og psylcologiske Indstiiling.
Kursuset koser alt inbefattet (Undervisning, Kost og Logi) for tre
Maaneder 180 Kr. — Ansögning om Optagelse indsendes til Höj-
skolelærer C. P. 0. Cliristiansen, Askov, Vejen, Danmark, hos hvem
Undervisningsplan og nærmere Oplysninger kan faas.
J. Th. Arnfred. C. P. 0. Christiansec.
á morgnn kl. 8 j2:
SUfuröíikiurnar.
Sjónleikur í 3 þáttum eftir John Galsworthy.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó (sími 191) í dag kl. 4—7
og eftir kl. 1 á morgun.