Morgunblaðið - 25.02.1932, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
f
Frú
Sigríður lónsðóttir
frá Kallaðarnesi
andaðist hjer í bænum í gær á
sonar.
Þessarar merku konu verður nán
ar getið síðar hjer í blaðinu.
Staöaruppbcetur,
í Morgunblaðinu 29. jan. s.l. er
smágrein undir yfirskriftinni:
„Laun barnakennara“. — Grein
þessi er talsvert eftirtektaverð,
þótt ekki sje hún löng. Er fyrst
skýrt frá því, að stjettarfjelag
kennara í Reykjavík hafi beðið
bæjarstjórn urn ca. 10% staðar-
uppbót á launum sínum, en fengið
synjun .1 athugasemd aftan við
greinina er svo gerð grein fyrir
því, hvers vegna Sjá'lfstæðismenn
í bæjarstjórn greiddu atkvæði
gegn þessari málaleitan.
Þar segir svo:
„Þótt fulltrúar Sjálfstæðis-
jnanna í bæjarstjórninni greiddu
atkvæði á móti staðaruppbót kenn-
ara, þá var það ekki af því, að
þeir ekki viðurkenni fúslega að
laun barnakennara sjeu of lág,
heldur hitt, að til eru engin lög
fyrir slíkri Staðaruppbót. Enda
ætti ríkið að sýna svo mikinn skiln
ing á störfum barnakennara, að
það ljeti þá hafa áfram 40% dýr-
tíðaruppbót, sökum þess, hve
grunnlaun þeirra eru lág“.
Þetta er merkileg klausa, og gef-
ur efni til ýmissa hugleiðinga. Þar
sem athugasemdin er nafnlaus, er
tvímælalaust heimilt að líta á
hana sem yfirlýsingu blaðsins
sjálfs um afstöðu Sjálfstæðismanna
yfirleitt til þessa máls.
Nú stendur svo vel á, að í frum-
varpi til laga um breyting á lögum
mn skipun barnakennara og laun
þeirra ,sem flutt hefir verið ár-
angurslaust á tveim síðustu þing-
um, í fyrra sinnið af Ásgeiri Ás-
geirssyni, Magnúsi Jónssyni og
Sigurjóni Ó'lafssyni, og í síðara
sinni af Jóni Baldvinasyni, er á-
kvæði, sem miðar að því að tryggja
kennurum staðaruppbót. Að vísu
er í frv. staðaruppbótin ákveðin
sem húsaleigustyrkur, en það gerðu
þeir, sem undirbjuggu það einung-
is af því að engar rannsóknir
hafa verið gerðar. svo kunnugt, sje,
un> mismun dýrtíðar á ýmsum
stöðum í landinu, og þess vegna
enginn grundvöllur til að byggja á
a’.menna staðaruppbót.
Þar sem nú þetta frumvarp mun
verða flutt óbreytt á næsta Al-
þingi, þá gefst þingmönnum Sjálf-
stæðismanna ágætt tækifæri til að
sýna viljann í verkinu með því að
fylgja fram þessu ákvæði frum-
varpsins, hver sem örlög þess verða
að öðru leyti.
Verður þetta heldur ekki dregið
í efa, að óreyndu, að þeir noti
þetta tækifæri, þar sem fyrir ligg-
ur jafnskýlaus yfirlýsing um af-
stöðu að minsta kosti nokkurra
þingmanna flokksins.
leg. Það virðist liggja í augum
uppi, að mjög bráðlega hljóti að
reka að því að með einhverju móti
verði að rjetta hluta þeirra manna
úr launastjettum, sem búsettir eru
þar, sem allur framfærslukosnað-
ur er margfalt hærri en á ýmsum
öðrum stöðum. Þetta verður að
gera með staðaruppbótum. Ríkið
heimili dóttur sinnar og tengda- mun trauðlega leggja út á þá braut
að gjalda mönnum mishá laun,
eftir því, hvar þeir eru búsettir. Ef
nú bæirnir, sem munu vera dýr-
ustu staðir hjer, tregðast við að
greiða staðaruppbætur til launa-
manna, sem þar eru búsettir, vegna
þess, að það er ekki enn laga-
skylda, þá hlýtur löggjöfin að
knýja þá til þess innan skamms.
En þá verða bæjarfjelögin að
lúta fyrirmælum laganna í þessu
efni, og hafa ekkert annað að gera
en: að hlýða. Þau hafa afsalað sjer
rjettinum, sem þau að sjálfsögðu
höfðu til að ákveða uppbæturnar
sjálf, eftir því, sem sanngjarnast
þótti á hverjum stað. Ef menn
halda að þess finnist ekki dæmi að
bæjarfjelög taki á sig byrðar af
staðaruppbótum af eigin hvötum,
þá er það hinn mesti misskilning-
ur, því að slíkt er álgengt annars
staðar en hjer á landi.
Mjer er kunnugt um að í Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð og Eng-
landi eru kennurum goldin miklu
hærri laun í flestum’ bæjum en
lög mæla fyrir, og eru þá lögmælt
laun kennara í þessum löndum
ýmist alt að því tvöfalt hærri, eða
meira en tvöfalt hærri en lág-
markslaun ísTenskra kennara. Jeg
skal til dæmis nefna nokkrar töl-
ur, sem sýna þetta ljóslega.
í Noregi eru lögmælt hámarks-
laun kennara kr. 53>50.00. — í
bæjum þeim, sem nú skulu nefndir
af handahófi hafa bæjarfjelögin,
íhlutunar löggjafarvaldsins
París, 24. febr.
United Press FB.
Þingið hefir vottað Tardieu traust
sitt með 309 atkvæðum, gegn 262.
Að því búnu lagði Tardieu þegar
Þessi afstaða Sjálstæðismanna í jaf stað aftur til Genf, en þaðan
bæjarstjóm Reykjavíkur, og þá var hann kvaddur, er til stjórn-
sepnilega flokksins yfirleitt til stað jarmyndunar kom eftir lausnar-
aruppbóta, er annars nokkuð furðu beiðni Lavals.
an
hækkað launin, svo að þau verða
þannig:
I Ósló kr. 7600.00, staðaruppbót
kr. 2250.00.
I Þrándheimi kr. 7400.00, stað-
aruppbót. kr. 2050.00.
í Bergen kr. 7200.00, staðarupp-
bót kr. 1850.00.
í Drammen kr. 6435.00, staðar-
uppbót kr. 1085.00.
í Frederikstad kr. 6030.00, stað-
aruppbót kr. 680.00 .
í Sarpsborg kr. 6180.00, staðar-
uppbót kr. 830.00.
í Skien kr. 6000.00. staðarupp-
bót kr. 950.00.
í Rjiikan kr. 6688.00, staðarupp-
bót kr. 1338.00.
Rjett er að geta um það í þessu
sambandi, að kennaralaun í Noregi
eru einna lægst á Norðurlöndum,
að íslandi frátöldu auðvitað, því
að nú sem stendur er ísland aftast
í röðinni allra germanskra landa
í framlögum til mentamála, miðað
við önnur gjöld ríkjanna.
Guðjón Guðjónsson.
Tardieu fær traustsyfirlýs-
ingu.
Leikkvöid Mentaskölans.
Mentaskólanemendur hafa um
aillangt áraskeið haldið leikkvöld
á vetri hverjum. Þetta er í raun-
inni gömul venja, sem á rót sína
að rekja til Skálholtsskóla hins
forna, en þar er haldið að íslensk
Jeiklist eigi upptök sín. Þessi siður
hefir svo flutst með skólanum og
haldist við lýði alt fram á þenna
dag, og hafa nemendur jafnan tal-
ið það skyldu sína að fórna honum
nokkrum frístundum. — Oftast
hafa það verið gamanleikar, sem
nemendur hafa gert að viðfangs-
efnum sínum. Holberg með sína
snjöllu fyndni og Moliére með sitt
tvíeggjaða háð, hafa löngum verið
óskabörn þeirra.
1 þetta sinn hafa Mentaskóla-
nemendur ekki að heldur brugðið
venju sinni, þrátt fyrir kreppu þá
og óáran, sem yfir öllu vofir. —
Mánudaginn 22. þ. m. ljeku þeir
í fyrsta sinn gamanleikinn „Sak-
lausi svallarinn“ eftir hina nafn-
kunnu gleðileikjahöfunda Arnold
og Bach. Þessir höfundar eru Reyk
víkingum að góðu kunnir; spaug-
söm fyndni þeirra hefir skapað
mörgum leikhiísgesti hressandi hlát
ur. „Saklausi svallarinn“ er hjer
engin undantekning; leikurinn er
allur gagnofinn sindrandi gamni
og bráðfyndnu spaugi. Ekki verð-
ur efni hans rakið hjer, enda yrði
það of langt mál — en nöfn höf-
undanna ein ættu að vera því nóg
tiygging, að engin þörf er að
kvíða þunglyndinu. —
Um meðferð nemenda á hlutverk
um leiksins verður gott eitt sagt.
Margir sýna ótvíræða hæfni til
leik'Iistar og næman skilning á efn-
ismeðferð — og sumir svo undrun
sætir. Trúi jeg vart, að leikhús-
gestum þeim, er sáu „Saklausa
svallarann“ síðastliðinn mánudag
líði aðalpersónan, hr. Sæbold (Ei-
ríkur Eíríksson), ljett úr minni.
Og sama mætti segja um fleiri
persónur í leiknum.
Næstu kvöld munu Mentaskóla-
nemendur leika „Saklausa svallar-
ann“ einu sinni eða tvisvar enn þá,
og teT jeg víst, að Reykvíkingar
votti þeim hylli sína með því að
skipa hvert sæti. En til endur-
gjalds mun leikhópur Mentaskól-
ans veita þeim káta kvöldstund og
kreppulausan hlátur.
—ar.
Litilsháttar óhreinar
ardmor o. tl.
sem tekið var frá við vörn-npptalníugnna,
seljnm við nú fyrir lttið verð
Gensrið.
London, 24. febr.
United Press. FB.
Gengi sterlingspunds 3.48, er við-
iskifti hófust, en 3.48)4) er viðskift-
jum lauk.
New York: Gengi sterlingspunds
&3A&l/±. Óbreytt er viðskiftum
lauk.
Tollamál Breta.
London, 24. febr.
United Press. FB.
Neðri málstofan hefir felt breyt-
ingartillögu um að undanþiggja
10% verðtollinn fisk þann, sem
veiddur er á erlendum fiskiskipum.
Frá Danmörku.
Khöfn, 23. febr.
United Press. FB.
Viðskiftamálaráðherrann hefir
lagt til að framlengd verði til 31.
okt. undanþága þjóðbankans til að
innleysa með gulli seðla og smá-
peninga.
Tillögur
lanösfunöar
5jáIfstŒÖÍ5manna.
Tillögur samgöngumála-
nefndar.
A. Samgöngur á landi:
Fundurinn lítur svo á að, eins
og nú er ástatt, beri að leggja
liöfuðáherslu á það, að tengja
saman, með góðum bílfærum veg-
um, hina ýmsu landshluta, og þá
vinna fyrst og fremst að þessu:
a. byggja akbraut yfir Holta-
vörðuheiði.
b. leggja veg frá Norðurlands-
braut vestur í Dalasýslu.
c. brúa störárnar í Rangárvalla-
sýslu, svo samband náist við
Skaftafellssýslur og bæta veg-
inn austur yfir fjall (Hellis-
heiðarveg til vetrarferða).
Síðar að tengja Austurland og
Vestfirði við Norðurland og sam-
eina hinar dreifðu byggðir Aust-
fjarða og Vestfjarða með vega-
kerfi.
B. Samgöngur á sjó:
1. Þar sje nú um sinn 'lögð aðal-
áhersla á að bæta samgöngur
þeirra hjeraða sem ekki geta
notið samgangna á landi með
því að halda uppi flóabátaferð-
um með hentugum skipakosti
og nauðsynlegum styrk frá rík-
issjóði.
2. Um strandferðir alment telur
fundurinn að hagkvæmast og
jafnframt ódýrast muni að fela
Eimskipafjelagi Islands að ann-
ast þær ferðir og veita fjelag-
inu til þess styrk úr ríkissjóðí.
C. Póstferðir:
Fundurinn lítur svo á, að breyt-
ingar þær, á póstgöngum á landi
sem gerðar hafa verið á síðast-
liðnu ári, sjeu í mörgum tilfellum
til hins verra og í sumum tilfellum
alveg óviðunandi, svo sem niður-
lagning póstferða frá Borgarnesi
til Norðurlands o. fl.
Skorar fundurinn á Alþingi það
er nú situr að ráða bót á þeim
mistökum sem orðið hafa í þessu
máli.
Leynisambanö
Frakka og Japana?
jað kaupa hergögn þar í landi,
j og draga þá ályktun af því, að
hlutabrjef í frönskum hergagna-
verksmiðjum hafa hækkað mikið
í verði nýlega.
| 1 Washington er það ekki dreg-
ið í efa, að Frakkar hafi heitið
að styðja Japana í Mansjúríu-
málinu, gegn því að Japanar styðji
Frakka í öllum kröfum þeirra á
Genffundinum. Og eftirtektarvert
er það, að þó bæði Bretar og
Bandaríkjamenn hafi látið sendi-
herra sína í Tokio mótmæla að-
förum Japana í Kína, þá hafa
Frakkar ekki látið sendiherra sinn
styðja þau niótmæli.
Störkostleg síldveiði
í Noregi.
Um seinustu mánaðamót kom
stórkostleg síldarlilaup að Mæri
í Noregi, svo að menn muna varla
dæmi annars slíks. Og það þótti
líka með fádæmum hvað síldin
kom að landinu á stóru svæði.
Var uppgripaafli 2. og 3. febr-
úar alla leið sunnan frá Stað
(sem er langt fyrir sunnan Ála-
sund) og norður að Smöla, sem
er nyrst á Norðurmæri (langt fyr-
ir norðan Kristianssund). Aðfara-
nótt 3. febrúar bárust til Ála-
sunds um 20.000 hektólítrar af síld
úr aðeins 15 bátum. Höfðu sumir
bátarnir alt að 2000 hektólítra-
afla. Síldin var komin alveg upþ
í landsteina, og voru torfurnar
svo stórar, að þær rifu herpinæt-
urnar fyrir mörgum.
5000 kassar af frystri síld ýoru
þennan dag sendir með skipi til
Þýskalands. Frystihúsin í Ála-
sundi höfðu svo mikið að géra
þessa dagana, að þau gátu ekki
nándar nærri tekið á móti allri
síldinni. Var því mikið saTtað og
sumt sett í bræðslu.
„Daily Express“ flutti nýlega
þá fregn að eitt af stórveldunum
hefði gert leynisamning við Japan.
jBerast böndin að Frökkum og þyk-
jast menn vita að Japanar hefði
ekki verið jafn gállharðir út af
stríðinu í Kína, ef þeir hefði ekki
liaft eitthvert stórveldið að baki
|sjer. Enn fremur er talið að
Frakkar láni Japönum fje til þess
XLIIT.
Þoka.
Sölvi Helgason kemur í hlaðið
í svartri þoku og heilsar bóndan-
um, er hefir orð á því hvað þokan
sje mikil.
„Þetta kalla jeg ekki mikla
þoku“, svarar Sölvi. „Þegar jeg
var kaupamaður á Flugumýri ísa-
sumarið, var þokan iðulega svo
þykk á morgnana ,að við piltarnir
urðum að marghnykkja á til að
geta opnað bæjardyrnar“.
„Mig furðar ekki á því“, gall
kaupamaður við. „Þegar jeg var
kaupamaður á Sauðafelli í Dölum
var þokan svo þykk að húsmóðirin
notaði hana til viðbits ofan á
braiið“.
Þá gekk fram af Sölva og
sneyddi hann sig hjá kaupamann-
inum npp frá því.