Morgunblaðið - 25.02.1932, Blaðsíða 3
MORGrN B T Af)lH
»
Rífcisdbyrgð á ínnstceðufje
Útuegsbanka íslanðs.
Frumvarp um þatta efni varö
aö lögum í gær.
* : H.f. Arvakur, Reykjavtk.
? ktlt.tjðrar: Jön KJartanaaon.
V’altýr Stefánaaon.
J Rltetjörn og afgrreinala:
Auetur.trætl 8. — Slml 100.
* Auglý.lngra.tjörl: H. Hafbers.
'9
^ Augrlýelngaakrlfatofa:
i Auaturatrætl 17. — Slml 700.
* Hetmaifnar;
$ Jön KJartansaon nr. 741.
<3 Valtýr Stef&naaon nr. 1110.
H. Hafberc nr. 770.
f Aakrlftagjald:
<• Innanlanda kr. 8.00 á mánnSt.
Utanlanda kr. 1.60 & nánutL
í lauaaaölu 10 aura elntaklB.
* 10 aura m( laaHk.
Cltuegsbankinn.
I>. 3. febrúar 1930 fór banka-
xáð Islandsbanka fram á það
við Alþingi, að fengin yrði rík-
isábyrgð á innstæðufé bankans.
I>ví var neitað.
Tímaklíkan reis upp með of-
forsi. Talað var um, að þá hefði
•átt að smeygja ábyrgð á tugum
miljóna um háls þjóðarinnar,
um „stærsta gjaldþrotabú Is-
lands", o. s. frv.
Margir innstæðueigendur ís-
landsbanka höfðu undanfarna
<iaga tekið fé sitt úr bankanum.
Ástæðan til þess, rógur um bank
■ann utan lands og innan. — Og
Ríkisábyrgð var komin á inn-
stæðufé Landsbankans tveim ár-
um áður.
Ríkisábyrgð á innstæðufé í
einum banka fremur en öðrum,
verkar sem segulmagn á sparifé
manna, meðan traust er á gjald-
getu ríkissjóðsins.
Þetta er svo auðskilið fjár-
hagsmál, að jafnvel Tímamenn
geta skilið það, eftir nokkurra
ára reynslu. Síðan Útvegsbank-
inn var settur á laggirnar, hefir
verið stofnaður annar banki með
ríkisábyrgð, Búnaðarbankinn. —
Ríkisábyrgðarlaus hefir Útvegs-
bankinn orðið að starfa, með
sinn bankann á hvora hlið, með
ríkisábyrgð á innstæðufje.
Til þess að þetta gæti blessast
þurfti ábyrgðarlausi bankinn að
hafa svo mikið traust umfram
hina, að það væri nægilegt til
þess að vega upp forrjettindi
keppinautanna.
En bankanum hefir ekki tek-
Ist að ávinna sjer það traust.
Verkin sýna merkin. Innstæðu-
fjeð hefir minkað um 3 miljónir
síðan bankinn tók til starfa. Og
að því kom, að bankaráðið til-
kynti fjármálaráðherra með
hrjefi þ. 22. þ. m., að bankinn
gæti ekki starfað nema ábyrgð-
arjöfnuður fengist milli hans og
hinna bankanna. Svo mikið fje
hafði verið tekið úr bankanum
undanfarna daga.
En eins og hinn eini ábyrgðar-
lausi banki var frá öndverðu í
augsýnilegri hættu, eins hefir
það verið fyrirsjáanlegt nú í vet-
ur, að hverju stefndi, í náinni
framtíð.
Traust manna á bankanum hef-
ir farið rýrnandi.
Á þajð hefir fjármálastjórn
landsins horft aðgerðarlaus. Um
bankann hafa gengið sögusagnir
! allan vetur, sem eigi hafa verið
gerðar hjer að umtalsefni í blað-
inu.
Morgunblaðið hefir ekki viljað
auka á þann sögusagnaelg fram
að þessu. Sá eini maður, sem
hefir öll gögn í hendi, fjármála-
ráðherra, hefir þagað. — Hann
hefir ekkert aðhafst. Hann hefir
sjeð á eftir sparifjenu úr bankan
um. Hann hefir ekkert gert til
þess að styrkja bankann, ekki
mótmælt traustspillandi sögusögn
um um hann. Ekki neitað
þeim. Ekki rjett stofnuninni líkn
arhönd með því að taka í taum-
ana. —
Þó yar sýnilegt, að lítið þurfti
til til þess að ríkisábyrgðarlaust
sparifje tæmdist úr bankanum.
Hvers konar órói um bankann
gat riðið baggamuninn að ó-
fenginni ábyrgðinni. — Með
rógsherferð Tímans í fersku
minni, gegn Islandsbanka, vill
Morgunblaðið ekki leika þann
leik, að veikja starfsþrótt pen-
ingastofnana landsins, þegar
sýnilegt er, að þeim er hætta bú-
in. —
Ríkisábyrgð á innstæðufje
banka er auígsýnilegur styrkjur
starfsemi hans.
En svo mikla vantrú geta menn
fengið á banka, að ríkisábyrgð-
in sje ekki nægileg fyrir fram-
haldstarfsemi hans.
Almenningur hefir tekið á-
byrgð á innstæðufje Útvegsbank-
ans. Almenningur lætur sjer ekki
á sama standa, hvernig bankan-
um er stjórnað. Almenningur
spyr: Hvað er um seðlaútgáfu
Útvegsbankans á þessu ári? —
Hafa þar orðið misfellur á? —
Hafa menn þeir rjett fyrir sjer,
sem halda því fram, að svo hafi
verið? Og hvernig er háttað við
skiftum Útvegsbankans og Lands
bankans undanfarna mánuði,
veðum þeim, sem Landsbankinn
hefir haft fyrir endurkeyptum
víxlum?
Umræður um þessi atriði geta
ekki, úr því sem nú er komið
málum, gert bankanum háska-
legt skynditjón.
Þvert á móti.
Umræður um þessi efni hafa
verið á allra vörum undanfarnar
vikur. Hafa um þær spunnist
sagnir, sem veikja svo traust
bankans, að óviðunandi er, fyr-
ir stjórn hans, fyrir viðskifta-
menn hans, fyrir alþjóð manna,
sem nú hefir tekið ábyrgð á
bankans fé.
Sögusagnir um þessi starfsat-
riði bankans verða hlutaðeigend-
ur að kveða niður. Eða
Sjeu þær rjettar, verða ráða-
menn bankans að taka misfell-
urnar föstum tökum — ef bank-
inn á að fá það traust, sem hon-
um er nauðsynlegt.
Stríðið í Kína.
London 24. febrúar.
United Press. PB.
Kált og hráslagalegt veðnr á
vígstöðvunum. Fallbyssuskothríð
hófst á ný snemma í morgun. —
Fótgönguliðið heldur kyrru fyrir
enn sem komið er. — Nokkurar
kúlur hafa komið niður á for-
rjettindasvæðum útlendinga.
Shanghai, 24. febr.
United Press. FB.
Kl. 3 síðd. rjeðist fótgöngulið
Kínverja á varnarstöðvar Japana
hvarvetna á Ohapeivígstöðvunum.
Japanar ljetu hvergi undan síga.
Lokaður fundur í sameinuðu
þingi.
Fundur var haldinn í sameinuðu
þingi kl. 10 á þriðjudagskvöld.
Var sá fundur lokaður.
Áður en hinn lokaði þingfundur
hófst, hjeldu þingflokkarnir fund
hver fyrir sig. Þar tóku flokkarn-
ir ákvörðun um þá málaleitun
stjórnarinnar, að ríkisábyrgð yrði
tekin á öllu innstæðufje Útvegs-
bankans.
Yfirleitt munu flokkarnir hafa
verið sammála um, að bregðast vel
við málaleitan stjórnarinnar, og
var fullnaðarákvörðun um þetta
tekin á lokyða fundinum í sam-
einuðu þingi. Sá fundur stóð til
kl. 12 á þriðjudagskvöld. Var þar
gefin yfirlýsing frá flokkunum um,
,að þeir myndu styðja fjármála-
ráðherrann í því, að koma frv. í
gegn um þingið, með afbrigðum
frá þingsköpum, svo fljótt, að það
gæti orðið að lögum þegar á næsta
degi (í gær).
Frumvarp fjármálaráðherra.
í byrjun þingfundar í gær var
útbýtt frumvarpi frá fjármálaráð-
herra, um ríkisábyrgð á innstæðu-
fje Útvegsbanka íslands. Er það
tvær stuttar greinir, svoliljóðandi:
1. gr.
Ríkissjóður ábyrgist alt inn-
stæðufje, sem tekið er til ávöxtun-
ar í Útvegsbanka íslands h.f. og
útibiium hans, og kemur sú ábyrgð
næst á eftir hlutafje og áhættu-
fje bankans.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Þetta frumvarp var tekið til um-
ræðu í Nd. þegar að loknum dag-
skrárfundi þar.
Úr umræðunum.
Ásgeir Ásgeirsson fjármálaráð-
herra reifaði málið. Gat hann þess,
að á mánudaginn var hefði sjer
borist svohljóðandi brjef frá fuil-
trúaráði Útvegsbankans:
Reykjavlk, 22. febrúar 1932.
Á fundi fnlltrúaráðs Útvegs-
banka íslands h.f. 21. þ. m. var
samþykt í einu hljóði, að senda
fjármálaráðherra svohljóðandi er-
indi:
„Vjer leyfum oss hjer með að
tilkynna yður, herra fjármála-
ráðherra, að undanfarna daga
hafa stórar fjárhæðir af spari-
fje því er Útvegsbanki fslands
h.f. hefir haft til ávöxtunar ver-
ið tekið út úr aðalbankanum og
útibiium hans, þannig, að ber-
sýnilegt er að hræðslu fóiks um
innstæður sínar í bankanum er
um að kenna. Þar sem kringum-
stæður bankans voru erfiðar áð-
ur, er fyrirsjáanlegt að bankinn
verður að loka, ef ekki er þegar
í stað fyrirbygt að hann verði
fyrir frekari fjármissi á þennan
hátt.
Vjer leyfum oss því hjer með
að leita stuðnings yðar til þess
að bankinn geti haldið áfram
starfsemi sinni. Sá stuðningur
sem vjer teljum óhjákvæmileg-
an er:
1) Að ríkissjóður ábyrgist alt
það fje sem Útvegsbankinn
og útibú hans hafa tekið á
móti eða taka á móti til á-
vöxtunar eða geymslu, þar
með talið innheimtufje.
2) Að endurkaup fáist á fisk-
víxlum viðskiftamanna bank-
ans á svipuðum grundvelli og
verið hefir“.
Þetta tilkynnist yður hjer með.
Virðingarfýlst.
Sv. Guðmundsson.
Lárus Fjeldsted.
Til
fjármálaráðherrans, Reykjavík.
Kvaðst ráðherrann samstundis
hafa afhent formönnum flokkanna
afrit af brjefinu og skýrt þeim
frá, að sennilega yrði haldinn
einkafundur um málið í sameinuðu
þingi. Sá fundur hafi svo verið
haldinn á þriðjudagskvöld.
Ráðherrann gat þess, að það
hefði ekki komið mönnum alls
kostar óvart, að svona væri komið.
fyrir Utvegsbankanum, því að á
síðustu tveim árum hefði allmikið
af fje bankans orðið fast og meira
en við var búist. Til þessa lægju
ýmsar ástæður m. a. ilágt afurða-
verð og fleira, sem ekki yrði nefnt
hjer. En Útvegsbankinn hefði ver-
ið illa búinn undir þær þrengingar,
sem komið hefðu.
Útvegsbankinn hefði, síðan hann
bvrjaði starfsemi alls mist um 3
milj. af innstæðufje sínu. Þetta
sýndi, að bankinn nyti ekki trausts
viðskiftamanna.
Úttektin úr bankanum hefði á-
gerst mjög í síðastliðinni viku, og
stæði bankanum alvarleg hætta af
þessari úttekt, ef hún yrði ekki
stöðvuð. Tilgangurinn með frv.
væri að stöðva þessa úttekt.
Ráðherrann kvaðst nýlega hafa
beðið fulltrúaráðið og bankaeftir-
litsmanninn að athuga hag Útvegs-
bankans. Álit þeirra var, að bank-
inn ætti fyrir skuldum, en líklega
væri hann búinn að tapa mestu af
hlutafjenu.
Bankinn hefði á tveim árum af-
skrifað um 12 milj. króna.
Að lokum gat ráðh. þess, að
gera þyrfti frekari ráðstafanir við-
víkjandi bankanum, svo sem við-
víkjandi nýrri stjórn og fleira. —
Um þetta kvaðst hann ræða fljót-
lega við fjárhagsnefndir þingsins.
Afstaða Sjálfstæðisflokksins.
Magnús Guðmundsson kvað frv.
þetta, um ríkisábyrgð fyrir Út-
vegvegsbankann, ekki koma sjer á
óvart. Sjálfstæðismenn hefðu jafn-
an litið svo á. að þar sem einu
sinni væri búið að stíga þetta ó-
heillaskref, að láta ríkið ábyrgjast
innstæður í bönkum, hlyti afleið-
ingin að verða sú, að sams konar
ábyrgð yrði að veita öðrum bönk-
um. Á þetta hefði verið bent á
mörgum þingum undanfarið, alt
jfrá því núverandi stjórnarflokkur,
með aðstoð sósíalista, dembdu á
ábyrgðinni á Landsbankanum á
þingi 1928. Næsta skrefið hefði
verið ábyrgð á Búnaðarbankan-
um 1930. Hjer kæmi þriðja skrefið,
sem væri eðlileg rás viðburðanna.
Mikið veður hefði verið gert af
því á þingi 1930, þegar Sjáifstæð-
ismenn fóru fram á ríkisábyrgð 4
innstæðum í íslandsbanka, til þess
að forða bankanum frá lokun. —
Þetta máttu stjórnarflokkarnir
pkki heyra nefnt. En nú kæmi
fitjórnin sjálf og bæði um þessa
ábyrgð handa Útvegsbankanum.
Þetta sýndi best, að Sjálfstæðis-
menn hefðu haft rjett fyrir sjer á
fyrri þingum.
Að því loknu lýsti ræðumaður
yfir því, að stefna Sjálfstæðia-
flokksins, að því er snerti ríkis-
ábyrgð á bönkum, vær sú, að slík
ábyrgð ætti alls ekki að eiga sjer
stað. En þar sem búið væri að
veita tveim bönkum af þremur í
Reykjavík slíka ábyrgð, væri ó-
hjákvæmilegt að veita þriðja bank
anum sams konar ábyrgð, ef hann
ætti að lifa. Las ræðum. því næst
upp ályktun. sem samþykt var á
flokksfundi í Sjálfstæðisflokknum
viðvíkjandi þessu máli. Er sú á-
lyktun svohljóðandi:
„Sjálfstæðisflokkurinn felst á
tillögu stjórnarinnar um að rík-
issjóðnr taki ábyrgð á innstæðn-
fje í Útvegsbankanum, þó að
eins meðan sams konar ábyrgð
er á innstæðufje í öðrum bönk-
um í laaidinu, en telur hins veg-
ar að allar slíkar ábyrgðir ættu
að falla niður svo fljótt sem
auðið er og samtímis“.
Afstaða Alþýðuflokksins.
Haraldur Guðmundsson tálaði f.
h. Alþýðuflokksins. Skýrði hann
frá því, að miðstjórn flokksins
hefði samþykt að vinna ekki gegn
þessu máli, heldur stuðla að því,
að frv. næði fram að ganga. Hins
vegar hefðu þingmenn flokksins
óbundnar hendur í málinu og væri
sjer kunnugt, að einn þm. (H. V.)
væri frv. andvígur.
Hjeðinn Valdimarsson lýsti svo
sinni afstöðu, og kvaðst vera á
móti þessu máli, en mundi þó ekki
ganga gegn samþ. síns flokks.
Gerði ræðum. því næst nokkuð
/rekari grein fyrir afstöðu sinni.
Er flokkarnir höfðu þannig gert
grein fyrir afstöðu sinni til máls-
ins við 1. umr., gekk frv. hljóða-
laust og án mótatkvæða gegn um
allar (þrjár) umræður í deildinni.
Að því loknu hófst þegar fundur
1 efri dteild.
Fjármálaráðherra reifaði þar
málið með örfáum orðum.
Jón Þorláksson gat. þess, að í
Nd. hefði verið gerð grein fyrir
afstöðu Sjálfstæðisflokksins, en
kvaðst vilja undirstrika það, að
þetta væri bein afleiðing þess sem
gert var 1928 og aftur 1930, þegar
ríkisábyrgð var tekin á Landsbank
num og Búnaðarbankanum. Það
mætti öllum vera ljóst hvaða af-
ileiðingar af því hlytust, að ríkis-
ábyrgð væri á sumum bönkum, en
ekki öðrum. En rás viðburðanna
ljeti ekki hjer staðar numið. Þegar
bíiið væri að taka ábyrgð á ölhnm
peningastofnunum í Rvík ,færðist
lcikurinn lit um land — til spari-
sjóðanna. Þegar eitthvað bjátaði á
hjá sparisjóðum, sem enga ríkia-
ábyrgð hefðu, Myti sparifjeð að
streyma i'ir þeim og inn í stofn-
anir, sem ábyrgðina hefðu. Sæu
allir 1 hvílíkt óefni væri komið með
þessu ábyrgðaflani. Afstaða Sjálf-
stæðisflokksins væri því sú, að
losta ríkið úr öllum slíkum á-
byrgðum.