Morgunblaðið - 28.02.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIf) a \ JPIcrtigtutHðMd : ■JJ Ctref.: H.f. Arvakur, Reykjavtk. • « Rltatjörar: Jön KJartanaaon. • :■» Valtýr Btef&naaon, • 2 Rltatjörn og afgrelBala: * Austuratrœtl 8. — Slaal 100. • • AuBlýaingaatjöri: B. Hafbarr. J • Aug-lýainffaakrifatofa: • Austuratrætl 17. — Slaat 700. • a Helnaalnar: • < Jön KJartanaaon nr. 741. • Valtýr Stefánaaon nr. 1110. • • E Hafberr nr. 770. • • Aakrlftagjald: • Innanlanda kr. 2.00 á mánuOl. ? V W « Utanlands kr. 2.CI> á aaánuOL • J f lausasölu 10 aura elntaklO. J • 20 aura meO Liaabök. • • • »•••••••••••••••••••••••••« Sókn lapana. 4000 menn fellu í vikunni sem leið. Shanghai, 27. febr. United Press. PB. Japanskar flugvjelar hafa gert mikiar árásir á Tazang og Chemju «g vamarstöðvar Kínverja milli þessara staða og varpað sprengi- kúlum niður á þær, en stórskota- lið Japana hefir haldið uppi lát- lausri skothríð á Kiangwang og ‘Tazangvígstöðvunum. Br þetta und irbúningur hinnar miklu sóknar, sem Japanar ltafa verið að boða annað veifið að undanförnu. Kín- verjar kannast við, að manntjón þeirra liafi numið 3000 vikuna sem leið, en Japanar, að manntjón þeirra hafi numið 1000. Bruning fcer traustsyfirlýsfngu. Forsetakosning í Þýskalandi. Berlin, 26. febr. Mótt. 27. febr. United Press. PB. Fundum ríkisþingsins hefir verið frestað eftir að Briining hafði feng ið traustsyfirlýsingu með 280:264. Þingið hefir einnig fallist á, að forsetakosningar fari fram þ. 13. mars. Gengið. London, 26. febr. United Press. PB. Gengi sterlingspunds, miðað við <dollar 3.48, er viðskifti hófust, en •3.481/2, er viðskiftum lauk. New York: Gengi sterlingspunds $3.481/8—$3.481/4. Veösetning á óveiddum fiski. 1 þjóðþingi Dana bar Zahle <1 ó m sm ál a r á ðh e r r a nýlega fram frumvarp um það, að bankar og yfirvöld megi taka óveiddan fisk Færeyinga á þessu ári að veði fyrir lánum til útgerðarinnar. — Frumvarp þetta er fram komið að tilhlutan lögþingsins í Pær- eyjum, og var stutt með því. að þetta væri regla á fslandi, að veð- setja óveiddan fisk. Dr. Björg Þorláksson flytur há- hkólafyrirlestur um arfgengiskenn ingar á morgun kl. 5—6. Allir vel- komnir. Frjálslynd og rjettlát stjórnarskrá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins í kjördæmanefndinni flytja frum- varp um breytingu á stjórnarskránni, sem tryggir öllum flokkum þingsæti í sam- ræmi við atkvæðamagn þeirra. Á Alþingi í gær var útbýtt frum- að varpi um breyting á stjórnar- skránni, er þeir flytja í samein- ingu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins pg Alþýðuflokksins í kjördæma- nefndinni, þeir Jón Þorláksson, fjón Baldvinsson og Pjetur Magn- ússon. í 1. gr. frv., sem koma á í stað ,26. gr. stjórnarskrárinnar, segir svo: „Á Alþingi eiga sæti þjóðkjörn- iv fulltrúar. Alþingi skal svo skip- ,aö, að hver þingflokkur liafi þing- ■sæti í samræmi við atkvæðatölu (þá, sem greidd er frambjóðendum floltksins samtals við almennar kosningar. Kjósa skal varaþingmenn á sama hátt og samtímis og þingmenn eru íkosnir. Ef þingmaður deyr eða fer frá á kjörtímanum ,teltur varaþing maður sæti hans, það sem eftir er kjörtímans. Sama er og, ef þing- maður forfallast, svo að hann get- ur ekki setið á einhverju þingi, eða það sem eftir er af því þingi. Þingmenn sku'lu kosnir til 4 ára‘ í 2. gr. frv. (27 gr. stjórnar- skrár) segir svo: „Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. Á þriðjungur þingmanna sæti í efri deild, en tveir þriðju hlutar í neðri deild. Yerði tala þingmanna þannig, að ekki sje unt að skifta til þriðjunga í deildirnar, eiga þing menn, einn eða tveir, sem umfram ,eru, sæti í neðri deild. Sameinað Alþingi kýs með hlut- fídlskosningu þingmenn þá, sem sæti eiga í efri deild, úr flokki þingmanna í byrjun fyrsta þings á kjörtímabilinu. Hinir eiga sæti í neðri dei'ld“. Þriðja grein frv. nemur burtu 28. gr. stjórnarskrárinnar; en í 4. gr. (í stað 29. gr. stj.skr.) segir svo: „Kosningarjett við kosningar til Alþingis hafa allir, karlar sem konur, sem eru 21 árs eða eldri, þegar ko.sning fer fram, hafa ríkis- borgararjett hjer á landi og hafa verið búsettir í landinu síðustu fimm árin áður en kosning fer fram. Þó getur enginn átt kosn- ingarjett, nema hann hafi óflekkað mannorð og sje fjár síns ráðandi. Gift kona telst. fjár síns ráðandi, þótt hún eigi óskilið fjárlag með manni sínum. sjer rjett til að gera aðra tillögu um skifting Alþingis ( að þingið verði ein málstofa); einnig vill hann nema burt 5 ára búsetuski'lyrði fýrir kosningarrjetti. Svo sem sjá má á breyting- um þeim á stjórnarskránni, sem lijer eru fram bornar, er eitt höf- uðatriðið það, að þingflokkunum sje trygð þingsæti í samræmi við atkvæðatölu flokkanna. Þetta er það atriði, sem skiftir lang mestu máli. Þá eru einnig aðrar veiga- miklar breytingar, svo sem færsla aldurstakmarks um kosningarrjett í 21 ár og burtfelling ákvæðisins um, að sveitarskuld valdi missi kosningarrjettar. Flutningsmenn ætlast til, að á- kvæði um kjördæmaskipun og kosn ingatiljiögnn sje ekki í sjálfri stjórnarskránni, heldur í kosninga- 'lögum. Er það í samræmi við stjórnarskrár flestra Norðurálfu- ríkja. Dagbók. I.O.O.F. 3 == 1132298 = 8»/2 II. □ Edda 5932317 — 1. Messan í fríkirkjunni fer fram kl. 2 í dag, en ekki kl. 5, eins og misritast hafði á messuauglýsingu til blaðsins í gær. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Háþrýstisvæðið nær nú frá Græn- landi austur yfir ísland og Norður- lönd og suður yfir Bretlandseyjar. Yfir vestanverðu Atlantshafi og V-Grænlandi er loftþrýsting frem- ur lág. Hjer á landi er hæg S-átt með dálítilli rigningu á S- og V- landi. Hiti 4—7 st. Útlit fyrir góð- viðri áfram. Veðurútlit í Rvík í dag: S-gola. Smáskúrii. 77 ára er í dag frú Margrjet Þorsteinsdóttir, Ránargötu 5A. Fjelag ísl. loftskeytamanna held- ur aukafund í dag kl. 14 að Hótel Borg (herbergi 103). Fimtugsafmæli á í dag Árni Þórðarson verkam. á Barónsstíg 12. — Leikhúsið. Sjónleikurinn „Silfur- öskjurnar“, eftir Galsworthy, verð jir sýndur í kvöld fyrir lækkað iverð aðgöngumiða. Er þetta síð- asta kvöldsýliingin á leiknum og því hver síðastur að sjá hann. í vikunni verður farið að sýna fær- eyska sjónleikinn „Ranafell“ og gamanleikinn „Afritið . Kosningalög setja að öðru leyti, Morgunblaðið er 8 síður í dag nánari reglur um alþingiskosning- !0„ Lesbók. Jón Baldvinsson áskilji í 5. gr. (í stað fyrri málsgr. 30. r. stj.skr.) segir svo: „Kjörgengur við kosningar til Jlþingis er hver ríkisborgari, sem osningarjett á til þeirra“. í 6. gr. frv. segir enn fremur: „Umboð þingmanna fellur niður egar stjórnskipunarlög þessi öðl- st gildi, og fara þá fram almenn- r kosningar til Alþingis“. Þess er getið í greinarg'erðinni, Franskur togari kom hingað í gær til þess að taka fiskiskip- stjóra handa sjer og 7 öðrum frönskum togurum, sem eru við Vestmannaeyjar. Þessir 8 skipstjór ar, sem fóru hjeðan, eru Guð- mundur Guðmundsson frá Nesi, ■Þórður Georg Hjörleifsson. Guð- jón Pinnbogason, Baldvin Sig- oeundsson, Ingvar Benediktsson, Jó hannes Bjarnason, Jón Árnason og Jens Jónsson. — Þeir eru ráðnir yfir alla vertíðina. SUasta sKemHflansæBaa á mornni kl 1. f l‘| 2 tt 1 2 fyrir fuliörðna neo Hlioms 1. V frð f vetur og undanfarna vetur og gesti. eit Hotel Island. Lelksýulng í Iðnó, undir stjórn Soff||i Guðlaugsdóttur. Frðken Jáíia. Leikrit eftir A. Strindberg. Leikendur: Fröken Júlíia.... Soffía Guðlaugsdóttir. Jean, þjónn...... Valur Gíslason. Kristín eldabuska .. .. Emilía Indriðadóttir. Sólódans. Schottich. Hekla og Daisy Jósefsson. Sænskir þjóðdanskar undir stjóm Heklu og Daisy. Hljómleikar. Fyrsta sýning þriðjudaginn 1. mars kl. Sy2 síðd. Verð aðgöngumiða: Kr. 3.00, kr. 2.50, kr. 1.50 og að auki 0.25 fatageymslugjald. — Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó sunnudag og mánudag frá kl. 4—7 síðd. og á þriðjudaginn frá kl. 10 árd. (Sími 191). Spanskir togarar, þrír að tölu, eru á leið hingað til fiskveiða. Eru farnir frá Englandi og koma á næstunni. Þeir taka hjer íslenska fiskiskipstjóra. Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 11.00 Messa í dómkirkj- unni ( síra Bjarni Jónsson). 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 18.40 Barnatími (síra Friðrik Hallgríms- son). 19.15 Grammófóntónleikar. Píanó-sóló: Alexander Brailo'wsky leikur: Vals í Cis-moll, Op. 64 og Etudes í F-moll, Op. 25 og í Ges- dúr. Op. 10, No. 5 eftir Chopin, og Spinnlied úr „Fljúgandi Hollend- ingnum“, eftir Wagner-Liszt. 19.30 Véðurfregnir. 19.38 Erindi: Ut- yarp, skóli og kirkja, I. (Guðmund- ur G. Hagalín). 20.00 Klukkuslátt- ur. Erindi: Flugleið um ísland (Guðmundur Grímsson). 20.30 Frjettir. 21.00 Erindi: Um Beet- hoven. (E/ Thoroddsen). 21.15 ÍGrammófóntónleikar: Symphonia nr. y, ettir Ueetnoven. Ilansiog tu kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.15 Veð- urfregnir. 12.10 Tilkynningar. Tón- leikar. Frjettir. 12.35 Þingfrjettir. 16.10 Veðurfregnir. 19.05 Þýska, 1. fiokkur. 19.30 Veðurfregnir. 19.35 Enska, 1. flokkur. 20.00 Klukko- sláttur. Erindi: Útvarp, skóli og kirkja, II. (Guðmundur G. Haga- lín). 20.30 Frjettir. 21.00 Tónleik- hr: Alþýðulög (Útvarpskvartett- íinn). Einsöngur (Einar Sigurðii- json). Sjöberg: Tonarne. M. Árna- 'son: Útlaginn. B. Guðmundsson jKvöldbæn. Sv, Sveinbjörnsson Sverrir konungur. Grammófón Haydn Variationen. eftir Brahnss. Eggert M. Laxdal heldur sýn- |ingu á myndum sínum þessa daga á Laugaveg 1 (bakhúsinu). Eru þar sýndar um 40 myndir, olíu- jmyndir og vatnslita, flestar frá 'Þingvöllum og úr Þjórsárdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.